NT - 06.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. desember 1984 7 Jólablað I og í lok hinnar síðastliðnu einn merk- asti maður á landinu. Faðir hans var stiftamtmaður, en hann sjálfur dóm- stjóri, bróðir hans einn ritari við dóminn, en annar amtmaður yfir Vesturlandi. Frami ættarinnar hefir þó ekki getað haldist í þriðja ættlið, og eru margir sonarsynir stiftamt- mannsins í bændastétt. Magnús sjálfur var án alis efa afburðamaður og lét sér títt um alla þá hluti, sem hann taldi horfa þjóðinni til framfara. Það var ekki einungis, að hann gæfi iöndum sínum kost á að lesa ágæt og gagnleg rit erlend og auðgaði íslenskar bókmenntir að tals- verðu frumsömdu efni, heldur starf- aði hann án afláts að bættum hag þeirra með kynbótum nautgripa og umbótum á fábreyttum búskapar- tækjum. En jafnan er erfitt að afnema hefðbundnar venjur, og það vekur því enga furðu, þó að íslendingar, sem eru allra manna fastheldnastir við siði feðra sinna, létu undir höfuð leggjast að taka af áhuga undir til- raunir þessa föðurlandsvinar. Öll hæðin vestan við húsið var þakin hreiðrum æðarkollunnar. Og svo spakir eru þessir merkilegu fuglar í Viðey, að fimm þeirra höfðu gert sér hreiður undir mjóum bekk undir gluggunum á húsinu, og svo óhræddar voru þær, að þær hjuggu í hönd þess, sem ýtti við þeim, án þess að hreyfa sig. Ffæðin er sérstaklega haganleg fyrir fuglinn að hreiðra sig á, óslétt og holótt og veitir gott skjól, svo að fuglinn þarf ekki að hafa annað fyrir hreiðurgerðinni en að fóðra hreiðrið með dúni. Blikarnir eru auðþektir á litnum, svartir.og hvítir, en dökki liturinn á kollunum veldur því, að erfitt er að greina þær frá holunum, sem þær hreiðra sig í. Og þar sem þær sitja mjög þétt, hef ég oft stigið ofan á þær, án þess að þær vöruðu mig við fyr en um seinan. Að meðaltali fæst hálfpund af dúni úr þrem hreiðrum, en hann er svo blandaður stráum og ýmsu öðru, að úr 40 pundum af óhreinsuðum dúni fást 15 pund fullhreinsuð. Viðey og Engey gefa af sér samanlagt, að ég ætla, um 300 pund á ári, og sé rétt talið hér að framan, ættu alt að 10.000 kollur og blikar að leita til þessara tveggja staða á hverju ári. Þó er tala þeirra, sem verpa í Faxaflóa, lítil hjá því, sem er á Breiðafirði. Eyjarnar óteljandi, sem í þeim flóa eru, veita fuglinum nægt skjól og öryggi, en æðarfuglinn virðist ekki forðast neitt eins og það, að v'erpa þar sem refir komast að. - Þegar við sáum kirkjuna var hún notuð sem trésmíðavinnustofa, og margir strengir voru strengdir undir loftin og á þá hengdar nýprentaðar arkir. Flún tekur fram venjulegum sveitakirkjum og er haldið vel við. Á bak við hana er lítill ættargrafreitur, og þar sá ég í fyrsta skipti legsteina á þessu landi. Prentvélarnar eru tvær og eru í moldarkofa; þær eru frekar lítilfjör- legar og voru nú ónotaðar vegna pappírsskorts. Byrjað var að gefa út mánaðarrit á stærð við „Mirror“" undir stjórn stiftprófastsins, en oft varð hlé á útkomu þess af sömu ástæðu. Þar er skýrt frá nokkrum aðalviðburðum í öðrum löndum álf- unnar, en að öðru leyti fjallar það um innlend efni. Því var gefið nafnið Sunnanpósturinn, í líkingu við nafn annars tímarits í svipuðu sniði, sem Magnús Stephensen stýrði í nokkur ár og kallaði Klausturpóstinn, af því að það var gefið út í Viðey, en þar var fyrrum klaustur. Sagt hefir verið, að margar tóm- stundir verði að vera í landi, áður en þar geti þróast bókmentir að ráði, og að þar sem fáeinar góðar bækur hafi varðveist okkur til handa, hljóti mjög margar lélegar bækur að hafa verið samdar. Eftir þessari kenningu er erfitt að skilja, hvernig land eins og ísland hefir fengið tóm til bókmenta- iðkana. Menn skyldu ætla, að allar gáfur manna beindust að því að fullnægja daglegum þörfum, en á þessari freðnu fold sungu skáld og sagnamenn skráðu fyrir óbornar kyn- slóðir. Þar er svo mikið um handrit, að Sir Joseph Banks gaf British Muse- um meira en þrjú hundruð, þegar 1) Enskt rit hann kom þaðan, og mikill fjöldi hefur verið gefinn út í Kaupmanna- höfn af Norræna fornfræðafélaginu. Mörg þeirra eru dýrmæt þar sem þau lýsa siðum þjóðarinnar mjög ná- kvæmlega, og þau auka menningu hennar með því að vekja lotningu á andlegu atgervi í hugum manna, sem svo eru settir, að þeir gætu hneigst til þess að meta aðeins líkamsburði. Ást íslendinga á kveðskap hefur ekki þorrið við þær hörmungar, sem yfir þá hefur dunið við og við síðustu átta aldirnar, og nú í dag mætti finna marga menn, sem fornskáldin þyrftu ekki að bera kinnroða fyrir. Sumir þeirra hafa á síðari árum fengist við að þýða af öðrum tungum, auk þess sem þeir yrkja frá eigin brjósti. Aðal- ritið. sem nú er verið að gefa út í Viðey, er þýðing í óbundnu máli á Ódysseifskviðu Hómers eftir Svein- björn Egilsson, einn af kennurunum á Bessastöðum. Mér hefir verið sagt af mönnum, sem eru fullkomlega dómþærir um þessa hluti, að sá hluti. sem þegar er lokið, sé mjög vel gerður. En af þýðingum er talin ágætust þýðing Jóns Þorlákssonar í bundnu máli á Paradísarmissi Miltons. - Þessi maður var prestur á Austurlandi og þegar ég segi, að landar hans töldu hann fátækan prest. má fá nokkra hugmynd um örbirgð hans. Prestakall hans veitti honum ekki nema 40 shillings í árstekjur og ég er hræddur um, að honum hafi ekki fénast mikið á annan hátt. En í fátækt sinni orti hann ekki einungis rnörg frumsamin kvæði. heldur nam ensku, til þess að verða fær um að leysa verkefni, sem hann hafði sett sér. Auk Paradísarmissis þýddi hann Tilraun um manninn eftir Pope. Þegar félagsskap einum í Lundúnum varð kunnugt um fátækt hans og snilli, var skotið saman 20 sterlingspundum og send honum. En hjálpin kom um seinan, því að áður en þetta fé var komið, sem hefði getað aflað honum nokkurra þæginda í ellinni. var skáld- ið lagst í gröfina. Meðal þeirra, sem ég hitti í Kefla- vík, var nýi presturinn í Grindavík, Geir Jónsson Bachmann. Þessi ungi maður var nýkominn frá háskólanum í Kaupmannahöfn, og hafði hann skarað þar fram úr að gáfum og fengið mikið orð fyrir hæfileika sína. Menn munu vart trúa því, að margra ára iðjusemi og þrautseigja var launuð með prestakalli, sem gefur af sér um 50 shillings á ári í mesta lagi. Þó var hann ekki sérstaklega óheppinn, því að margir eiga ekki kost á brauði eins og Grindavík, áratug eftir að þeir hafa oðlast réttindi til prestskapar, en þeir geta ekki komist í klerkastétt fyr en þeim hefur verið veitt eitthvert brauð. Vegna þessarar biðar verða margir stúdentar, sem hafa lokið námi á Bessastöðum, að leita sér atvinnu við veraldlegan starfa, þangað til þeir fá brauð. Og þar sem þeir eru í sömu vandræðum og rangláti ráðsmaður- inn, kjósa þeir heldur að ganga í þjónustu kaupmanna en að fara í vinnumensku, og margir ráða sig til skrifstofustarfa um annatímann á sumrin, þegar fleiri manna er þörf; fáeinir fá verslunarstjórastöðu. Menn geta gert sér í hugarlund. að búðar- loka er ekki heppilegasti maðurinn að fá sem prest og þetta finna margir, en þörfin knýr flesta, sem geta ekki dvalist heima hjá sér, til þess að sæta þessháttar atvinnu. Hlutskipti þeirra, sem svo eru efn- um búnir. að þeir geta haldið áfram námi í Danmörku, er ekki miklu betra. Fé það, sem þeir fá frá foreldr- um sínum, nægir sjaldan til þess að halda þeim uppi í Kaupmannahöfn, án þess að þeir fái einhverja viðbót annarstaðar. Hluti af háskólanum, sem nefndur er Regensen (Garður), er ætlaður íslenskum stúdentum og fær ákveðinn fjöldi þeirra þar her- bergi, tveir saman um eitt, og styrk, sem nemur silfurríkisdal á viku og eldivið. Þarna lesa þessi fátæku ung- menni af óþrotlegri elju, og þegar þeir fara frá háskólanum, eftir að tognað hefur úr námstímanum við það að veita öðrum kenslu. vantar nöfn þeirra sjaldan í skrána um þá, sem útskrifaðir eru með lofi. Vestur-Barðstrendinga Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Krossholti sendir viðskiptavinum, starfsfólki svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.