NT - 06.12.1984, Blaðsíða 8

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 8
 ■ Hús Hjálpræðishersins, þar sem jólahátiíð hersins fer fram Þessi hópur sem dvelur hjá hernum á aðfangadagskvöld samanstendur af bæði íslend- ingum og útlendingum sem hafa orðið innlyksa hér á landi einhverra hluta vegna. Það er sá hópur sem einna best kann að meta það sem fyrir þá er gert, sagði Daníel. „Til þess að við getum undir- búið jólahaldið sem best er áríðandi að allir þeir sem eru ákveðnir í því að vera hjá okkur þetta kvöld og ætla að borða hjá okkur hafi samband við okkur sem fyrst, svo að við getum gert okkar ráðstafanir fijótlega, ef um marga er að ræða,“ sagði Daníel að lokum, en tók það einnig skýrt fram að alltaf væri hægt að koma þeim fyrir sem kæmu á síðustu stundu. Dagskráin hjá hernum verð- ur sem hér segir yfir jólahátíð- ina: 24. desember: Matur og jólafagnaður fyrir heimilis- lausa og einstæðinga. Hefst klukkan 18. 25. desember: Hátíðarsam- koma sem hefst klukkan 20.30. 26. desember: Almennur jólafagnaður sem hefst klukk- an 16. Stjórnandi: Major Anna Úna. 27. desember: Jólafagnaður fyriraldraða. Pétur Sigurgeirs- son biskup flytur ávarp. Allir aidraðir velkomnir. 28. desember: Jólafagnaður fyrir yngri liðsmenn og börn sem hefst klukkan 16. 30. desember: Síðasta her- samkoman árið 1984. Dr. theol Sigurbjörn Einarsson fytur ávarp. 31. desember: Áramótasam- koma sem hefst klukkan 23 ög stendur fram yfir miðnætti. 1. janúar: Jóla«og nýársfagn- aður. Annan til fjórða janúar er svo fagnaður hinna ýmsu deilda og aðstandendaHersins. Fimmtudagur 6. desember 1984 8 3040 einstaklinqar hjá Hernum yfir jolin I ■ ■ |i / ■■ i,) ■ . , . . W , ,í , ■ Kaptemn Damel Óskarsson -gefum þeim mat husnæði og jolagjafirsegir kapteinn Damel Oskarsson ^firmaðurHiálpræðishersins á Hjálpræðisherinn er ein af sem er yfirmaðurHjálpræðis- þeim stofnunum sem beita sér hersins á íslandi og Færeyjum. f'yrir aðstoð við einstaklinga „Hingað koma á hverju sem ekki geta haldið sín jól ári um þrjátíu til fjörutíu ein- hátíðleg sjálfir, af einum eða staklingar sem hvergi eiga öðrum ástæðum. Við tókum höfði sína að halla, á þessari tali kaptein Daníel Óskarsson megin hátíð kirkjunnar, og við Islandi og Færeyjum. höfum handa þeim mat og Þá reynum við að veita þessu skemmtun síðar um kvöldið. fólki peningastyrk, þótt ekki væru frjáls framlög allra þeirra Fyrir utan þetta fólk sem kem-, sé alltaf af mikiu að taka.“ sem létu fé af hendi rakna ur og dvelur með okkur á Daníel sagði að þessi starf- undirstaðan í þessari starf- aðfangadagskvöld, er fjöldinn semi væri fjármögnuð af hern- semi. „Við fáum enga beina allur af fólki sem leitar til um sjálfum, þannig að þeir peningastyrki til þess að geta okkar með beiðni um aðstoð. væru með sína jólapotta og staðið í þessum jólaútlátum.“ ■ Samkomuhús Votta Je- hova Sogavegi 71. ■ „Við höldum ekki jól. Það er einungis ein hátíð sem biblían býður kristn- um mönnum að halda, og það er hátið um minningu dauða Krists. Jólin eru heiðin hátíð og eiga ekkert skylt við kristni né fæðingu Krists. Það var ekki fyrr en löngu eftir dauða Krists sem farið var að heimfæra þessa hátíð upp á kristn- ina. Hátíðin var haldin til forna og þá meðal annars af Rómverjum og var þá nokkurs konar sólstöðu hátíð,“ sagði Svanberg Jakobsson einn af fulltrú- um safnaðarins þegar við i nntum hann eftir því hvernig jólin snertu söfn- uðinn. Er ekki erfitt fyrir börnin ykkar að alast upp með jafn- öidrum sínum og horfa upp á allt pakkaflóðið og dýrðina, og geta ekki verið fullgildir þátt- takendur? „Þetta er sú spurning sem við erum oft spurðir að hvernig við getum gert börnunum okk- ar þetta. Við svörum því gjarn- an til að við gefum þeim í staðinn annað og meira vega- nesti í lífinu og kennum þeim hvernig þessu er háttað. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að gera börnunum skiljan- legt hvernig standi á þessu svo að þau geti útskýrt bæði fyrir sjálfum sér og sínum jafnöldr- um hvernig þessu er farið ef þau eru spurð. Það getur alltaf komið upp sú staða að það getur verið erfitt að vera öðru- vísi en aðrir og ekki bara í þessu tilliti einu." Hvenær haldið þið ykkar hátíð og út á hvað gengur hún? „Þessi hátíð er einsog kom fram hérna áðan eina hátíðin sem að við höldum hátíðlega á árinu. Og er hún haldin sam- kvæmt því tímatali sem hún var haldin eftir hjá frumkristn- um mönnum. Hátíðin var haldin eftir tunglalmanaki gyð- inga og ber hún því upp á fyrsta tunglfyllingardag eftir jafndægur á hverju vori."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.