NT - 14.12.1984, Blaðsíða 2

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 2
 14. desember 1984 fargjöldin hafa verið vinsæl ■ Desembermánuður er mikill annatími hjá flugfé- lögunum jafnt í innanlands- fluginu og í millilandafluginu. Lengi hafa flugfélögin boðið námsmönnum og íslendingum búsettum erlendis, uppá sér- stakar jólaferðir, eða jólafar- gjöld hingað fyrir jól og til baka eftir áramót, á lægra verði, en gengur og gerist á almennum fargjöldum. Nú undanfarið hafa verið auglýst sérstök jólafargjöld, ekki aðeins frá útlöndum og hingað heim, heldur einnig frá íslandi og til hinna ýmsu borga, fyrir þá sem vilja dvelja hjá vinum eða ættingum erlendis um jólin. Kolbeinn Pálsson, Flugleið- um, sagði að þessi jólafargjöld sem Flugleiðir byðu upp á giltu jafnt fyrir þá sem vildu dvelja erlendis um jólin og þá sem vildu koma heirn til íslands yfir - hátíðirnar. Munurinn á jólafargjöldun-, um og lægstu fargjöldum á þessum leiðum sem boðið er upp á er, ef miðað er við Kaupmannahöfn, um 1200,- kr. og er þá miðað við rauðan apex. en sé rniðað við grænan apex-miða þá er munurinn meiri eða tæpar 5.700,- kr. Jólafargjöldin miða við að farmiðinn sé notaður til baka innan máuaðar, þannig að gild- istíminn er einn mánuður. Kolbeinn taldi að menn not- færðu sér þessi fargjöld mest á Norðurlandaflugleiðunum, til og frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og svo Londom Annars væri erfitt að segja nákvæntlega hvar þessi far- gjöld væru vinsælust því þeir hefðu ekki tölur um það hand- bærar. Magnús Oddsson, Arnar- flugi sagði að Arnarflug væri ekki með sérstök jólafargjöld frá Íslandi og væri ástæðan fyrir því sú, að ekki hefði verið nein eftirspurn eftir sérstökum jólafargjöldum, enda svo mörg fargjöld í gangi, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta fleirum við. Aftur á móti væru þeir með sérfargjöld fyrir námsmenn erlendis, hingað um jólin og áramótin. Ástæðuna fyrir lítilli eftir- spurn eftir sérstökum jólafar- gjöldum til útlanda hjá þeim taldi Magnús vera þá að frekar fáar íslenskar fjölskyldur væru búsettar á þeim stöðum sem þeir flygju til. - Annars virðist munurinn á þeirn jólafargjöldum sem boð- ið er upp á hér og á apex-miða vera lítill - yfirleitt um þúsund krónur, sagði Magnús. Helgin framundan þríðja hundrað Islendingar yfir hátíðarnar ■ Líklega munu hátt í þrjú- hundruð Islendingar halda jól undir suðrænni sól á Kanarí- eyjum í ár. Jólaferðirnar til Kanaríeyja hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár og virðast þær vinsældir ekkert minnka. Kan- aríklúbburinn, sem rckinn er í samstarfi Flugleiða og ferða- skrifstofanna, Útsýnar, Úrvals og Samvinnuferða, stendur fyrir beinu flugi til Kanaríeyja á þriggja vikna fresti og er fyrsta beina flugið 19. des. Þessi jókrferö seldist upp á örskömmum tíma, strax eftir að hún var auglýst fyrst. Svo er töluverður straumur fólks til Kanarí gegnum London, en þær ferðir eru vikulega. Kobeini Pálssyni hjá Flug- leiðum taldist til að um tvö- hundruð manns yrðu á Kanarí- eyjum á vegum Kanaríklúbbs- ins um jólin. Þar verða jólin haldin hátíð- leg og dansað kringum íslenskt jólatré og áramótafagnaður haldinn. Fararstjórarnir á staðnum eru þær Auður Sæmundsdóttir og Klara Baldursdóttir. Magnús Oddsson, Arnar- flugi sagði að árið í ár væri þriðja árið sem þeir væru með ferðir um jólin til Kanaríeyja og líklega yrðu um sextíu manns þar, á þeirra vegum. Þar verður einnig ýmislegt gert til hátíðabrigða, t.d. haldinn áramótafagnaður. Fararstjóri Arnarflugs á Kanaríeyjum er María Perillo. Varðandi sérstakar ára- mótaferðir, þá virðist lítið um það að menn fari til útlanda einungis yfir áramötin, þó hafa verið farnar áramótaferðir t.d. til Kaupmannahafnar og Arn- arílug er með áramótaferð til Amsterdam, nú um þessi ára- mót.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.