NT - 14.12.1984, Blaðsíða 12

NT - 14.12.1984, Blaðsíða 12
Akureyri: Myndlistarsýningar á sjúkrahúsinu ■ Nú standa yfir tvær mynd- listarsýningar á Fjárðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Ragnar Lár. listmálari, sýnir í borðstofu nokkur olíumálverk og gvassmyndir (gouach). Ennfremur hefur myndum eft- ir Iðunni Ágústsdóttur listmál- ara verið komið fyrir í setustof- um og á göngum. Báðar munu sýningarnar standa fram á næsta ár. Málverkasýning Ein- arsG.Baldvinssonar ■ Einar G. Baldvinsson opn- aði 1. des. sýningu í galleríinu íslensk List.aðVesturgötu 17. Einar sýnir þar 22 olíumál- verk. sem flest eru máluð á síðastliðnum tveimur árum. Fimm ár eru síðan Einar hélt síðast einkasýningu, en hefur þó tekið þátt í mörgum sam- sýningum, bæði erlendis og hér á landi. Þessi sýning er áttunda einkasýning Éinars. Einar G. Baldvinsson stund- aði nám í Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn 1946-1950 og hefur auk þess dvalið við nám og störf víða erlendis. Einar hlaut starfslaun listamanna 1983. Á málverkasýningu Eitiars í Galleríinu á Vesturgötu 17 eru mörg málverk frá sjávarsíð- unni á íslandi, bátar, þorp og fólk að störfum. auk landslags- mynda. Sýningin er opin daglega kl. 9-17 á virkum dögum og kl. 14-18 um helgar. 11 listamenn í Listmunahúsinu ■ í Listmunahúsinu í Lækj- argötu stendur nú yfir jólasýn- ing. Á sýningunni eru leirverk, tauþrykk og myndverk, unnin með ýmiss konar tækni, eftir ll listamenn. Listamennirnir ■ Listafólkið, sem á verk á jólasýningunni í Listmunahús- inu í Lækjargötu. eru: Aöalheiður Skarphéðins- dóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Eyj- ólfur Einarsson. Helgi Þorgils Friöjónsson, Herborg Auð- unsdóttir, Kolbrún Björgúlfs- dóttir. Kolbrún Kjarval, Lís- bet Sveinsdóttir. Ólöf Einars- dóttir og Sigurður Örlygsson. Sýningin. sem ersölusýning, er opin daglega frá kl. 'lö.OO- 18.00. Laugardaga og sunnu- daga kl. 14.00-18.00. Lokaðer á mánudögum. Sýningin stend- ur til jóla. ■ Einar G. Baldvinsson. Föstudagur 14. desember 1984 12 Helgin framundan Franskur tískufatnaður kynntur á Hótel Sögu Fyrsta skrefið í kynningu á frönskum varningi segir Gina Letang verslunarfulltrúi Frakklands Listasafn ASÍ: Síðasta sýningarhelgi á verkum Muggs ■ Sýningu þeirri sem staðið hefur að undanförnu á verkum Muggs í Listasafni alþýðu í tilefni útgáfu bókar BjörnsTh. Björnssonar, fersenn að Ijúka. Síðasti sýningardagur er sunnu- daginn 16. des. Opnunartímar safnsins cru kl. I4-22. ■ Franska sendiráðiö kynnir nk. laugardag 15. desember í samvinnu með fyrirtækinu Gildi hf. franskar tískuvörur á Hótel Sögu og er í því skyni sérstaklega komin til landsins heimsfrægur kóreograf, Micky Engel, sem velur út franskan tískufatnað sem íslenskar verslanir selja og æfír íslensku módelin frá Model 79 sem eiga að sýna hann. Það er verslunarfulltrúi Frakk- lands á íslandi, Gina Letang sem hefur borið hitann og þungann af undirbúningnum er.henni til aðstoðar hafa verið útflutningsmiðstöðin, samtök franskra fatafrarnleiðenda og fulltrúar frægra tískuhúsa í París. Það kom fram á blm. fundi með Ginu Letang í vikunni að hugmyndina að sýningunni hefði hún fengið strax og hún kom hingað til lands í mars si., því þó íslendingar klæddu sig yfirleitt mjög vel og verulegt framboð va.-ri hérlendis á frönskum fatnaði, þá fyndist henni samt mikið skorta á, einkum hvað varðaði karl- mannafatnað. Kvaðst hún von- ast til að þessi tískusýning yrði til þess að íslendingar kynntust enn frekar frönskum fatnaði og innan tíðar er ætlunin að vera með fleiri kynningar af svipuðu tagi á öðrum frönskum vörum. Dagskráin á laugardaginn hefst kl. 20.30 með kvöldverði og að honum loknum sýna Módel 79 franskan kven-, karla- og barnafatnað hannað- an af frægustu tískuhönnuðum Frakklands og meðal þeirra merkja sem sýnd verða eru: Kenzo, Chacharel, Yves Saint- Laurent, Givenchy og Christi- an Dior. Eftir tískusýninguna verður stiginn dans við undirleik hljómsveitar Magnúsar Kjart- anssonar og dregin verður út Parísarferð í sérstöku happ- drætti. Tískusýningin verður endurtekin kl. 16.30 á sunn- udag í Átthagasal Hótel Sögu. ■ Wilhelm Wessmann, einn þriggja eigenda Gildis hf., «g Gina Letang, verslunarfulltrúi Frakklands á íslandi, kynna væntanlega tiskusýningu á Hó- tel Sögu. NT-mynd: Árni Bjama Sýningum lýkur að Kjarvalsstöðum ■ Nú standa yfir þrjár sýn- ingar á Kjarvalsstöðum, en þeim lýkur um helgina. Þessar sýningar eru: 1) lí vcstursal sýna 5 lista- menn frá Gautaborg málverk. Þeir eru: Tore Ahnoff, Erland Brand. Lennart Landqvist, LarsSwanogJens Mattiasson. 2) Á vesturgangi sýnir Hörð- ur Vilhjálmsson 35 Ijósmyndir í lit. 3) I austursal sýna eftirtaldir fimm listamenn málverk o.fl. Þeir eru: Pétur Stefánsson, Steingrímur Þorvaldsson, Stef- án Axel, Ómar Skúlason og Magnús V. Guðlaugsson. Sýningunum lýkur á sunnu- dagskvöld 16. desember. Opiö er alla daga frá kl. 14-22. Litróf í Listamiðstöðinni ■ Sýningu Jóhanns G. Jó- hannssonar, Litróf, í Listamið- stöðinni lýkur á sunnudag. Opnunartímaryfirhelgi: 14- 18 á laugardag, en 14-22 á ■ Guðmundur Thorsteinsson, sem yfírleitt var nefndur sunnudag. Muggur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.