NT - 14.12.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. desember 1984
M Séð yfir salinn. Kate Mannings situr hægra megin við súluna. Eins og sjá má á myndinni var
um að ræða fjölda manns samankominn á kynningarfundinum.
M Vigdís Finnbogadóttir í skemmtilegum samræðum við Neils Scott einn af forráðamönnum
Twickenham.
■ Síðastliðinn þriðjudag hélt
breska ferðaskrifstofan Twick-
enham kynningarfund á Hótel
Sögu fyrir 140starfsmenn sína.
Markmiðið með þessum kynn-
ingarfundi var að kynna fyrir
starfsmönnum fyrirtækisins
hvernig ísland væri í raun og
veru. Fyrirhugað var að fara
með hópinn að Gullfoss- og
Geysi en ekki gat orðið af því
sökum veðurs.
Fund þennan sátu ýmsir
heiðursgestir og má þar fyrstan
telja forseta Islands Vigdísi
Finnbogadóttur. Birgir Þor-
gilsson var á staðnum fyrir
hönd ferðamálaráðs. Á fund-
inum var boðið upp á glæsilegt
kalt borð með íslenskum sér-
réttum, á borð við svið, lax og
annað góðgæti.
Við beinum athygli okkar
að miss Kate Manning og inn -
um hana eftir því hvort Twick-
enham hygðist gera stórátak í
ferðamöguleikum til Islands.
„Tvímælalaust. Ástefnuskrá
fyrirtækisins hefur verið að
bjóða fólki uppá ferðir sern
hafa nokkra sérstöðu hvað
snertir venjulegar sumarleyfis-
ferðirKate taldi að ísland
væri einmitt landið sem hefði
upp á þessa sérstöðu að bjóða.
Ennfremur sagði hún að ferða-
skrifstofan væri annar af tveim-
ur stærstu aðilum á íslands-
markaðnum 1 Englandi.
„Síðastliðið ár fóru um níu
þúsund Bretar til íslands. Við
ráðum yfir 25 prósentum af
þessum markaði og ætlum okk-
ur mun stærra hlutfall á næsta
ári. Og í beinu framhaldi af
þessu má geta þess að við
ætlum nú að hefja mikla aug-
lýsingaherferð, og er einmitt
þessi fundur fyrsti liður í her-
ferðinni." - Við forvitnuðumst
meir um þessar herferðir.
Kate tjáði okkur að ísland
væri land sem yrði að auglýsa
í sérstökum blöðum og á sér-
stökum grundvelli. „Ekki þýð-
ir að auglýsa ísland í blöðum
sem innstilla sig á skemmtana-
líf og annað tengt því. Landið
ykkar þarf kynningu í tímarit-
um svipaðs eðlis og National
Geographic, vegna þess fólks
sem sækist eftir því að koma til
íslands. Fólk sem hefur áhuga
á að koma hingað, er fólk sem
hefur gaman af útiveru og
fögru landslagi."
. „Verð á íslandsreisu er á
mjög breiðu bili, vegna þess
hve landið býður upp á mikla
fjölbreytni. Við getum búið til
ferð fyrir viðskiptavin fyrir 209
pund, og í því verði er innifalið
flugfargjald og gisting á far-
fuglaheimili. Hins vegar ef um
er að ræða mann sem hefur
næga peninga getum við útbúið
ferð fyrir hann upp á 500 pund.
og væri þá gist á einu af fínni
hótelum í bænum. Einnig býð-
ur Twickenham ferðaskrif-
stofan upp á dvöl í sveit, eða
ferð yfir hálendið á hestbaki.
Fyrirtækið hefur starfað í
sex ár og er stöðugt að auka
íslandsmarkaðinn. Fyrsta árið
fóru innan við þúsund Bretar á
vegum ferðaskrifstofunnar til
íslands, en núna er þessi tala
orðin 2500 manns. Markmiðið
á næsta ári er að flytja um 3500
ferðamenn til íslands.
Auðheyrt var á hljóðinu í
gestunum að þeim líkaði vel
þrátt fyrir að veður setti tals-
verðan svip á ferðalagið í heild
sinni. Meðal þeirra sem við
ræddum við þegar verið var að
slíta fundinum var yfirmaður
skrifstofunnar í Bournemouth
Andrew Bath. Hann taldi að
þessi ferð til íslands myndi
hjálpa mikið við að skipuleggja
herferðina sem væri á döfinni
Andrew var alveg gáttaður á
Itversu maturinn var góður og
sagði. „Það er ekki í hvaða
landi sem er sem maður fær
svona góðan mat þegar útbúið
er fyrir fjölda sem þennan.“
Andrew taldi að ferðin væri
vel heppnuð þrátt fyrir slag-
veðrið sem dundi á ferða-
löngunum og sagði að lokum.
„Við misstum af fallega lands-
laginu ykkar, en brögðuðum í
staðinn á íslenskri gestrisni."
Auglýsingaherferð hefst á Hótel Sögu
Twickenham ferðaskrifstofan hefur auglýsingaherferð á íslandsreisum
Myndbandaleigur! Nú eru komnar nýjar
myndir frá Fálkanum með íslenskum texta
HUMONGOUS JA«T JUUAN DAVHJ WAUACE
«,«*« MICHAEL M. STÍVHíSON
AFliICA
EXPRKSS
Leikarar: Ursula Andress,
Jack Palance.
Fjölskyldumynd.
Leikarar: David Wallace,
Janet Julian.
Hrollvekja.
Leikarar: Roger Moore,
Stacy Keach.
Spennumynd.
ROGER MOORE 09
STEACY KEACH
CROSS
wp
Mkfii
EMBAS5Y
Leikarar: Robert Foxworth,
Harry Dean Stenton.
Lögreglumynd.
Leikarar: Phoebe Cates,
Willie Aames.
Ástarsaga.
Hugljúf og hcillandi östarsogo.
FÁLKiNN
Embassy
Merkið sem þú manst
eftir.
EMBASSY
Home Entertainment
PF|P ,.JOHN CARPENTER''
IL. HlO. FÁLKiNM
EMBASSY
Fyrsto myndbondið i ,,Hí-Fi" Stcrco með
islcnskum texta ö Islondi.
KURT RUSSft 1
Escope from New York
Myndin er væntanleg nú síöustu
viku fyrir jól. Leikarar eru Kurt
Russel, Lee Van Cleef, Ernest
Borgnine og Donald Pleasence.
Þetta er fyrsta myndin sem kem-
ur út í HI-FI á íslandi.
Nú rótt fyrir jól kemur út fyrsti
þáttur með hinum óviðjafnaniega
Benny Hill. Þegar höfum við tekið
á móti mörgum pöntunum.
Sérstæð sakamálamynd um
Ijósmyndara sem á viö geöræn
vandamál að stríða. Leikarar eru
Michael Callan og Spencer Milli-
gan.
Aörar myndir sem eru
væntanlegar fyrir jól eru:
„Robinson Crusoe“, „Old
Curiosity Shop“, „Don’t
Drink the Water“, „The
Tramplers“ o.fl.
Gerið pantanir
strax í síma
685149.
Ua!\ ^ klTTm
Suðurlandsbraut 8, sími 684670.