NT - 14.12.1984, Blaðsíða 15
11 r
Ll L
Jólahljómleikar
Kristjáns Jóhan
sonar og bóka-
klúbbsins Veraldar
■ Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari syngur á Jólahljóm-
leikum Bókaklúbbsins Verald-
ar, sem haldnir verða í Há-
skólabíói næstkomandi laugar-
dag klukkan 14.30. Kristján
mun syngja við undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar, en sér-
stakur gestur Kristjáns á
hljómleikunum er kór Öldu-
túnsskóla, undir stjórn Egils
Friðleifssonar.
Kristján hefur um árabil
búið í Veróna á Ítalíu, en
kemur hingað til þessara,'
hljómleika sérstaklega frá
Bandaríkjunum, þarsem hann
hefur sungið undanfarið og
vakið mikla athygli.
Kór Öldutúnsskóla undir
stjórn Egils Friðleifssonar hef-
ur gert víðreist um heiminn og
Sóleyjarkvæði
í Félagsstofnun stúdenta
■ Ákveðið hefur verið að
efna til aukasýninga 13.. 15. og
16. desember á Sóleyjarkvæði
eftir Jóhannes úr Kötlum við
tónlist Péturs Pálssonar í upp-
setningu Háskólakórsins og
Stúdentalcikhússins.
Árni Harðarson, stjórnandi
kórsins, hefur gert handritið
og útsett tónlistina. Guðmund-
ur Ólafsson leikari fer með
talaðan texta, jafnframt því að
leikstýra með Árna. Lýsing er
í höndum Einars Bergmundar,
en Hans Gústafsson sér um
leikmynd.
Sýningar verða í Félags-
stofnun stúdenta við Hring-
braut og hefjast klukkan 21 öll
kvöldin.
þykir hafa náð lengra en dæmi
eru unr nokkurn íslenskan
barnakór.
Efni hljómleikanna er allt
helgað jólunum og mun Krist-
ján í lok hljómleikanna syngja
með kórnum.
Einungis fáir miðar eru
óseldir á hljómleikana sem
ekki verða endurteknir.
■ Hlíf Sigurjonsdottir fiðlulcikari og Hólmfríður Sigurðardóttir
píanóleikari.
Hljómleikar að
Kjarvalsstöðum
einleiksfiðlu (samið fyrir Hlíf
1983), en það verk er eftir
Jónas Tómasson. Síðast er
Sónata í G-dúr op. 30 nr. 3
eftir Beethoven.
Hlíf Sigurjónsdóttir fæddist
í Kaupmannahöfn 1954. Hún
lauk einleikaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík
árið 1974, en stundaði síðan
framhaldsnám erlendis. Hún
hefur starfað í Reykjavík að
undanförnu og m.a. verið
konsertmeistari íslensku
hljómsveitarinnar.
Hólmfríður Sigurðardóttir
er fædd á ísafirði árið 1955.
Hún stundaöi nám í Tónlistar-
skóla ísafjarðar og var lengst
af nemandi hins góðkunna tón-
listamanns Ragnars H.
Ragnars. Árið 1976 hóf hún
nám í píanóleik við Tónlistar-
háskólann í Múnchen í Vestur-
Þýskalandi og lauk þaðan ein-
leikara- og kennaraprófi 1980.
Síðan 1982 hefur hún starfað
sem tónlistarkennari í Reykja-
vík.
■ Laugardaginn 15. des. k|.
17.00 halda þær Hlíf Sigurjóns-
dóttir fiðluleikari og Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir píanóleikari
tónleika að Kjarvalsstöðum.
Verkin sem þær flytja eru:
Sónata fyrir fiðlu og píanó í
e-moll KV 304 eftir W.A.
■ Kristján Jóhannsson Mozart, Djöflatrillan eftir Tat-
óperusöngvari. ini-Kreisler, Vetrartré fyrir
Kukl með jólatóna
í Austurbæjarbíói
■ Kukl efnir þessi jól til tón-
leika í Austurbæjarbíói,
dimmdægrið 21. desember,
ásamt góðum gestum. Veröa
þetta fyrstu tónleikar Kuklsins
hérlendis síðan hljómsveitin
kom úr Evrópuför sinni í
haust.
Mjög góður rómur var gerð-
ur að leik Kuklsins erlendis og
komst plata þeirra „The Eye"
víða hátt á óháðum vinsældar-
listum og gcta fáar eða engar
aðrar íslenskar hljómsveitir,
nema Mezzoforte, státað af
slíkum árangri. Verður því
ánægjulegt að berja þessa sér-
stæðu íslensku hljómsveit aug-
um í Austurbæjarbíói 21. des.
næstkomandi.
Föstudagur 14. desember 1984 15
Jólavísnakvöld
Vísnavina
■ Jolavísnakvöld Vísnavina
veröur haldið að Hótel Borg
þriðjudaginn 18. desember
næstkomandi. Par flytur nr.a.
söngflokkurinn HRÍM efni af
nýrri hljómplötu sinni. Birgitta
Jónsdóttir les upp frumort
Ijóð, en hún er ung upprenn-
andi skáldkona.
Þá munu þau Bergþóra
Árnadóttir, Graham Smith og
Pálmi Gunnarsson flytja nokk-
ur jólalög, en aðalgestur
kvöldsins vcrður Hörður Torfa-
son. Er langt síðan vísnavinir
hafa litið hann augliti til auglit-
is.
Sem áður er mönnum frjálst
að koma með efni til flutnings,
jafnt sungið sem lesiö.
JólatónleikarTón-
skóla Sigursveins
■ Á sunnudag, 16. des. verða
hinir árlegu jólatónleikar Tón-
skóla Sigursveins D. Kristins-
sonar. Tónleikarnir verða
haldnir í sal Fellaskólans og
hefjast kl. 14.00. Þar koma
fram: Blokkflautukór for-
skólanemenda, hljómsveit,
samleikshópar og einleikarar
úr hópi nemenda.
Klukkan 17.00 sama dag
verða kammertónleikar yngri
ncmenda í Menningarmið-
stöðinni við Gerðuberg. Miö-
vikudaginn 19. desember kl.
20.30 verða tónleik'ar frant-
haldsnemenda í sal Mennta-
skólans í Reykjavík. Þar konta
fram nemendur á efri náms-
stigurn.
Aðgangur að öllum tón-
leikununt er ókeypis og allir
velkomnir.
Borgfirðingum
boðið á tón-
leika með Kristni
Frá fréttaritara NT í Borgarncsi:
■ Kristinn Sigmundsson mun
syngja á tvennum tónleikum í
Borgarfirði nú um helgina viö
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar. Fyrri tónleikarnir verða
í Logalandi á morgun, laugar-
dag, kl. 21.00 og hinir síðari í
Borgarneskirkju á sunnudag
kl. 15.00. Á fjölbreyttri efnis-
skrá eru lög eftir bæði innlenda
og erlenda höfunda.
Það er Tónlistarfélag Borg-
arness sent gcngst fyrir þessum
tónleikum og býður það alla
velkomna meðan húsrúm leyf-
ir.
Þess má geta að nýlega kom
út hljómplata með Kristni og
Jónasi og var upptaka hennar
gerð í Logalandi í Borgarfirði.
Beisk tár
Petru von Kant
Síðustu sýningar
■ Um þessa helgi hefur Al-
þýðuleikhúsið síðustu sýningar
á leikritinu Beisk tár Petru von
Kant eftir Fassbinder. Sýning-
ar verða á laugardag kl. 16.00
og sunnudag kl. 17.00. Athug-
ið breyttan sýningartíma. Sýnt
er á Kjarvalsstöðum. Miða-
pantanir í síma 26131.
Brúðubíllinn
á Lækjartorgi
■ Laugardaginn 15. desem-1
ber heldur Brúðubíllinn tvær
sýningar fyrir börn á Lækjar-
torgi. Þær hefjast kl. 14 og kl.
15. Ekki er að efa að þessari
nýbreytni verður vel tekið
meðal yngstu barnanna. Þau
kannast flest við hann Lilla,
litla appelsínugula apann sem
ferðast hefur um landið þvert
og endilangt í Brúðubílnum
undanfarin ár og heillað alla
með uppátækjum sínum.
Helga Stefifensen hefur skapað
brúðurnar í Brúðubílnum og
stjórnar þeim ásamt Sigríöi
Hanncsdóttur.
I því sambandi má geta þess
að komin er út bók um Brúðu-
bílinn sern nefnist Afinælis-
dagurinn hans Lilla. Bókin er
prýdd fjörutíu stórum litmynd-
unt afbrúðunum hennarHelgu
og er fyrsta bók urn Brúðu-
leikhús sem gerð er á íslandi
og ætluð er börnum.
■ Nemendur Leiklistarskóla íslands sýna Kirsuberjagarðinn og
er aðgangur ókeypis.
Síðustu sýningar á
Kirsuberjagarðinum
■ Þriðji bekkur Leiklistar-
skóla íslands sýnir Kirsuberja-
garðinn eftir Tjekof í Félags-
heimili Seltjarnarness laugar-
daginn 15. des. sunnudaginn
16. des. og mánudaginn 17.
des. kl. 20. Síðustu sýningar.
Aðgangur er ókeypis.
Jóla og nýárshátíð Broadway:
Glæsilegar hátíðir
- góð skemmtiatriði
■ Veitingahúsið Broadway
verður með sérstaka hátíðar-
dagskrá um jól og áramót og
verður miklu til kostað að gera
þær sent skemmtilegastar og
fjölbreytilegastar.
Sérstök jólaskemmtun verö-
ur með Ríó Tríóinu þar sem
söngkonan Shady Owens verð-
ur jólagestur og einnig verður
margt annað til skemmtunar.
Jólakvöld þessi verða dagana
21,22,26,28 og 29. desember.
Á nýárskvöld verður Broad-|
way með glæsilega hátíð þar;
sem 1001andsþekktirskemmti-|
kraftar koma fram. Boðið
verður uppá fjórréttaðan mat-,
seðil og sex manna strengja-
sveit leikur undir borðum.
Meðal þeirra skemmtikrafta
sem koma fram eru Jóhann G.
Jóhannsson og Shady Owens,
Ragnhildur Gísladóttir, Ómar
Ragnarsson, Sigurður Björns-
son og Sieglinde Kahmann,
svo einhverjir séu nefndir.
Stórhljómsveit Gunnars Þórð-
arsonar leikur fyrir dansi en
veislustjórar eru þeir Helgi
Pétursson, Ágúst Atlason og
Ólafur Þórðarson.
■ Á góðri stund í Broadway.