NT - 19.12.1984, Blaðsíða 20

NT - 19.12.1984, Blaðsíða 20
Sjónvarp kl. 22. ■ Þau Meggie og Ralph de Bricassart kardínúli eru farin að eldast, en enn eru ústríOurnar ókulnaðar. Sögulok Þyrnifuglanna ■ I kvöld veröa sýnd sögulok Þyrnifuglanna og hefst sýning- in kl. 22.00. Þú veröa sýndir tveirsíðustu þættirnir. Þættirnir um Þyrnifuglana hafa átt gcysimiklum vinsæld- um aö fagna, enda hafa þeir llcst til aö hera sem vinsælan framhaldsflokk má prýða. þar cr aö finna sterkar ástríður og mikil átök, sem fær fólk til að gleyma amstri hversdagsins, þó aö það geti ekki beint sett sig í spor söguhetjanna. í síðasta þætti var þar komið sögu, að hið óumflýjanlega ástarævintýri Meggie og prestsins bar ávöxt og ól hún son. Fyrir átti hún dóttur, Justine, með Lukc, sem Itafði reynst harðneskjutól hið mesta og skcytti lítt urn ciginkonu eða dóttur. Það varð því úr að Meggie sagði skiliö við hann og sneri aftur til Drogheda. Og nú er sagan að ýmsu leyti farin að endurtaka sig. Sam- bandið milli móður og dóttur er heldur fálátt, en hins vegar á sonurinn hug Meggie allan. Þaö er þvt' kannski ekki óvænt, að sonurinn skuli ákveða að gerast prestur. En í kvöld sjá- um viö hvernig málin útleiðast endanlega. Það gerðist sl. miðvikudags- kvöld, að rafmagnið fór af stórum hluta Reykjávíkurþeg- ar sýning Þyrnifuglanna stóð sem hæst. Þttö eru því uppi háværar raddir um að sjón- varpið endursýni þáttinn. En að sögn Ellerts Sigurbjörns- sonar hjá sjónvarpinu getur ekkert orðið af því, þar sem dagskráin er svo þröngt skipuð hjá þcim þessa dagana og út- sendingar standa svo lengi frameftir. Það sem gerðist þessar 10-15 mín. sem hluti Reykvíkinga varð af sl. mið- vikudagskvöld, verður þess vegntt rakið í örfáum oröum áður cn útsending 0. og 10. þáttar hcfst í kvöld. „Mjög spennandi og skemmtilegt“ - segir Hjálmfríður Nikulásdóttir ■ Hjálmfríður Nikulásdóttir flytur morgunorð á miðviku- dagsmorgun þennan mánuð og viö áttum við hana stutt spjall í tilefni þess. „Við eigum bara að tala um þaö, scm okkur er kannski efst í liuga þá vikuna í morgunorð- um,“ segir Hjálmfríður „og þegar Bernharður Guömunds- son talaði við mig, þá spurði hann hvort ég hefði ekki gam- an af að tala uni ástand mitt og hvernig tilfinning þaö væri (en Hjálmfríður á von á barni í byrjun niars). Hann sagöi að þaö heföi engin kona gert það fyrr í morgunoröum ög þetta er nokkuð sérstök reynsla fyrir allar konur. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt." Hjálntfríður er að læra hjúkrunarfæði í háskólanum. og er á þriðja ári í fjögurra ára námi. Við spurðum, hvort það tefði ekki fyrir hcnni í námi að fara að eignast barn nú, en hún kvaðst bara verða að sjá til með hversu mikið það yrði. „Ég ætla að taka það rólega eftir áramót. finnst það réttara og tími ekki annað. Ég tek ekki öll prófin í vor og ætla svo bara að sjá til næsta haust hvernig gengur." Hún er í Kristilegu stúdentafélagi og hefur starfað þar í nokkur ár. Maður Hjálmfríðar er Ari Harðarson. Hann stundar nám í heimspeki í háskólanum og vonast til að Ijúka því í vor. Hjúlmfríður Nikulúsdóttir NT-mynd: Róbcrt ■ Þau Hjúlmfríður og Ari hafa bæði starfað í Hamrahlíð- arkórnum. Þegar þau voru gef- in santan 6. júní 1981, voru kórfélagar þeirra saman komnir við kirkjuna og sungu Haldiði hún Fríða hafi skó, en það er gamalt þjóðlag og reyndar sungið um skóna hennar Gróu. Daginn eftir hélt kórinn ísöngförtil Þýska- lands. Morgunorð að loknum fréttum kl. 8.05: Utvarp kl. 16.20: Rás2 kl. 14. Kór, einsöngvari og djasskvintett flytja verk ísl enskra tónskálda ■ Rut L. Magnússon syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson ú síðdegistónleikum í dag. ■ Á síðdegistónleikum í út- varpinu í dag eru flutt verk fjögurra íslenskra tónskálda. I upphafi tónleikanna syng- ur kór Langhoítskirkju trúar- Ijóð eftir Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Jón Stefánsson stjórnar. Þá syngur Rut L. Magnússon Fjögur sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson. Þau Einar Jóhann- esson, Helga Hauksdóttir, Helga Þórarinsdóttirog Lovísa Fjeldsted leika með. Síðasti liður þessara síðdegistónlcika er svo flutningur Kammerjass- kvinteítsins á tónverki Gunn- ars Reynis Sveinssonar Á Val- húsahæð. ■ Jón Axel Ólafsson er gam- all í hettunni ú Rús 2. andinn gamla tónlist og nýja og fær gesti í kaffisopaspjall. „Þetta gengur út á það að léttleikinn er ífyrirrúmi og nr. eitt," segir Jón Axel. Varðandi þáttinn í dag var ýmislegt á huldu, og reyndar flest, þegar haft var samband við stjórnandann sl. mánudag. Hann sagði þó fullvíst, að það yrði jólastemmning yfir honum en um gest eða gesti var hann sagnafár. „Ég ætla að fá ein- Léttleikinn í fyrirrúmi ■ Jón Axel Ólafsson verður með þátt sinn Eftir tvö á dagskrá Rásar 2 í dag kl. 14 eftir venju. Þátturinn Eftir tvö er blandaður og ekki mjög fastur í reipunum. Þar leikur stjórn- hvern góðan jólasvein, en hver það verður veit enginn ennþá. Kannski þetta verði einhvers konar leynigestur," sagði hann og bjóst eicki við að óvissan spillti neitt fyrir eftirvæntingu hlustenda. Miðvikudagur 19. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál: Endurt. þáttur Sigurð- ar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Hjálmfríöur Nikulásdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Bráðum koma blessuð jólin „Hurðaskellir á litlu jólum" eftir Iðunni Steinsdóttur. Arnar Jónsson les. Umsjón: Hildur Hermóðsdóttir. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 lir ævi og starfi íslenskra' kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt- ir. 11.45 Islenskt mál Endurtekinn þátt- ur Jörgens Pind frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Jólalög 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.45 Popphólfið - Bryndis Jóns- dóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Kór Langholtskirkju syngur trúarljóð eftir Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörnsson; Jón Stefánsson stj. b. Rut L. Magnússon syngur „Fjögur sönglög" eftir Atla Heimi Sveinsson. Einar Jóhannesson, Helga Hauksdóttir, Helga Þórar- insdóttir og Lovísa Fjeldsted leika með. c. „A Valhúsahæð", tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Kammerjasskvintettinn leikur. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum Umsjón: Gunn- vör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 21.00 Passíukórinn á Akureyri syngur andleg lög Stjórnandi: Roar Kvam. Píanóleikari: Soffia Guðmundsdóttir. (Hljóðritað á tón- leikum kórsins í Akureyrarkirkju 1981) 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (16). 22.00 Horft í strauminn með Úlfi Ragnarssyni. (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tímamót Þáttur i taliogtónum. Umsjón: Árni Gunnarsson. 23.15 Nútímatónlist Umsjón: Þorkell Sigurbjörnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. desember 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Jón Ólafsson 14:00-15:00 Eftirtvö. Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16:00-17:00 Vetrarbrautin. Stjórn- andi: Júlíus Einarsson. 17:00-18:00 Tapað fundið. Sögu- korn um soultónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. Miðvikudagur 19. desember 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið: Ævintýrið um úlfaldann og kryppuna hans eftir Rudyard Kipling. Sögumaður Helga Einars- dóttir. Litli sjóræninginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsað upp á fólk 4. Sigfinn- ur i Stóru-Lag í haust heilsuðu sjónvarpsmenn upp á landskunn- an hestamann, Sigfinn Pálsson á Stóru-Lág í Hornafirði, og ræddu við hann um æskuár hans eystra, hesta og jöklaferðir hans með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi. Umsjónarmaður Rafn Jónsson. 21.25 Nýjasta tækni og vísindi Um- sjónarmaður Sigurður H. Richter. 22.00 Þyrnifuglarnir 9. og 10. þáttur - sögulok. Framhaldsmyndaflokk- ur i tíu þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Colleen McCullough. I siðasta þætti slitu þau Luke og Meggie samvistum. Hún snýr heim til Drogheda með dóttur þeirra og elur þar Ralph son en heldur faðerni hans leyndu. Árin liða og dóttirin gerist leikkona en sonurinn akveður að verða prestur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.30 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.