NT - 19.12.1984, Blaðsíða 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrirábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
IBBBISnHi
Grjóthrun í
Óshlíðinni
Ekki slysahætta!
■ Þennan myndarhnullung á
Óshlíðarvegi keyrði fréttarit-
ari NT á ísafirði fram á nú fyrir
skemmstu. Steinninn hafði olt-
ið ofan úr hlíðinni á föstudag
og stöðvast fram á vegarkanti.
Að sögn Vegagerðarinnar er
svona grjóthrun alls ekki óal-
gengt en slys vegna þess eru
þó mjög fátíð. Oftast kemur
grjótið neðarlega úr hlíðar-
barminum rétt ofan vegar og
þá stafar vegfarendum lítil
hætta af því.
Banaslys vegna grjóthruns í
Óshlíðinni, milli Bolungarvík-
ur og ísafjarðar hefur ekki orðið
utan einu sinni. Það var 1952
að grjót lenti á hópferðabíl,
gekk í gegnum þakið og varð
þar tveimur mönnum að bana.
Ferðalangarnir voru knatt-
spyrnumenn á leið til Bolung-
arvíkur og átti slysið sér stað
skammt utan við plássið.
Grjóthrunið núna á föstu-
daginn varð miöja vegu ínilli
Bolungarvíkur og ísafjarðar
við svokallaðar Hvanngjár.
Par hefur grjóthrun verið
nokkuð algengt og hefur Vega-
gerðin komið þar upp jarð-
skjálftamæli sent varar við um
leið og einhver hreyfing
verður.
Á öðrum stað á Óshlíðar-
vegi er krossinn sem sést á
hinni myndinni. Á honum er
skjöldur þar sem stendur:
Góður guð verndi vegfarend-
ur. Hvorttveggja var sett upp
við vígslu vegarins I95l. Nú
eru uppi ráðagerðir um að
sprcngja úr klettinum í hlíð-
inni gegnt krossinunt vegna
þess að hann blindar umferð.
■ Góður guð verndi vegfarendur, segir á skildi við hlið krossins en hann var settur upp við vígslu ■ Þetta er myndarhnullungur en engir sjónarvottar voru að því þegar hann rúllaði ofan úr
Oshlíðarvegar árið 1951. Máttur þessarar bænar hefur líka verið sá að lítið hefur orðið af slysum hlíðinni. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að allt benti til að steinninn hafi verið
þrátt fyrir grjóthrun. Banaslys hafa ekki hlotist af því í 30 ár. nt m>ndir Finnbogi Krisijánsson neðarlega í hlíðinni og hann því ekki komiö í loftköstum ofan hlíðina.
Evrópumót unglinga í skák:
Karl Þorsteins
meðal keppenda
■ Karl Þorsteins
skákmeistari hélt til
Groningen í Hollandi,
þar sem hann tekur þátt
í Evrópumeistaramóti
unglinga, sem fram fer
yfir jólin og áramótin.
Með honum í för er
Árni Á. Árnason, sem
verður aðstoðarmaður
hans.
Mótið hefst á morgun
og verða tefldar 13 um-
ferðir, síðasta umferðin
veröur tefld 3. janúar.
Karl er stigahæstur
þrjátíu og fjögurra
keppenda og ættu
möguleikar hans því að
vera allgóðir.
Komust ekki í Sæbjörgina
Önnur tilraun gerð á morgun
■ Brim hamlaði því að
hægt væri að fara um borð í
Sæbjörgina í gærmorgun og
héldu fulltrúar Trygginga-
miðstöðvarinnar og Og-
mundur Magnússon skip-
stjóri til Reykjavíkur í gær.
Ráðgert er að freista þess að
fara út í skipið á morgun ef
veður verður skaplegra.
Fullvíst er nú að sjálft skipið
er ónýtt en einhverjir mögu-
leikar eru á að bjarga lausum
munum úr því í land.
í samtali við NT sagði
Ögmundur Magnússon skip-
stjóri að.hann væri vantrúað-
ur á að það yrði mikið sem
hægt yrði að bjarga úr þessu.
Hann reiknaði ekki með að
verða með í för austur á
morgun en fulltrúar Trygg-
ingamiðstöðvarinnar og
björgunarsveitarmenn á
Höfn munu fara.
Sæbjörgin mun hafa borist
heil upp í fjöruborðið en
lent þar á grjóti í sandinum
og skemmst af því. Eru kom-
in að minnsta kosti tvö göt á
skipsskrokkinn og mikill sjór
gengur inn í skipið, þar sem
það liggur á stjórnborðshlið-
inni. Sjór er kominn í flestar
vistarverur sjómannanna og
því taldar litlar líkur á að
bjarga neinu þaðan út en
skipverjar töpuðu þarna öll-
um sínum persónulegu eig-
um. Sömuleiðis sagðist Ög-
mundur efins um að nótinni
mætti bjarga úr því sem
komið er.
Hefði Sæbjörgin ekki
steytt á grjóti í fjöruborðinu
eru einhverjar líkur á að
skipið hefði mátt draga á flot
að nýju.
Samvinnumenn!
Munið jólaballið í Broadway 27/12 1984.
Starísmannaíélag Sambandsins
m