NT - 22.12.1984, Blaðsíða 4

NT - 22.12.1984, Blaðsíða 4
■ Til ganians birtum við hér sniá fréttagctraun þannig aö þcir sem hafa gaman af því aö láta Ijns sitt skína innan fjulskyldunnar cöa vinahóps gcta tekiö glcöi sína. Hinn 3 febrúar sagöi einn ráðherranna í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, „Lítur út fyrir aö þeir vilji losna viö mig úr ríkisstjórn". Þessi ráöherra var: a) Steingrímur Hermannsson b) Albert Guömundsson c) Þorsteinn Pálsson c) Jón Helgason 10. febrúar var tilkynnt um lát aöalritara sovéska kommún- istaflokksins og haföi sá setið viö stjórnvölinn í 15 mánuði. Hann hét: a) Leonid Bresnev b) Constantín Cherneko c) Jósef Stalin c) Yuri Andropov 17. febrúar var framið tvöfalt vopnaö rán í Reykjavík og komst ræninginn undan meö tæpar tvær milljónir. Þeir sem rændir voru: a) Starfsmenn Seðlabankans aö færa Landsbank- anum nýtt erlent lán: b) Þorbjörn í Borg á leiðinni aö leggja inn gróöa dagsins c) Starfsmenn ÁTVR með söluverömæti dagsins d) Fátæk ekkja úr vesturbænum sem ætlaði að gefa aleigu sína til hjálparstarfs? 24. febrúar uröu mikil læti í Hafnarfiröi er nemendur Flensborgarskóla söfnuöust saman fyrir framan bæjar- stjórnarskrifstofurnar. Þeir voru aö mótmæla: a) Því aö ritvél haföi verið tekin úr bókasafni skólans b) íhaldsmeirihlutanum i Hafnarfirði c) Hafnarfjaröarbröndurum d) Lélegum aöbúnaöi í skólanum í lok febrúar lauk Búnaöarbankaskákmótinu þar sem þátt tóku margir erlendir meistarar auk innlendra. Sigurvegari varö: a) Pía Cramling, sænsk stúlka b) Helgi Ólafsson c) Friörik Ólafsson d) Jóhann Hjartarsson í apríl er í NT sagt frá úrslitum íslandsmótsins í bridge. Sigurvegarar uröu: a) Sveit Þórarins Sigþórssonar b) Sveit Jóns Hjaltasonar c) Sveitin milli sanda d) Sveit Sigmundar Stefánssonar í júní var bjartsýnisverðlaunum Bröstesjóðsins danska útdeilt en þau hlýtur ávallt íslendingur. Hann var: a) Helgi Ólafsson b) Magnús Ólafsson ritstjóri NT c) Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra d) Ingólfur í Útsýn í júní voru opnuð tilboö í svonefndar Stigahlíðalóðir, lóöir sem Reykjavíkurborg bauö út til hæstbjóðenda. Hæstu tilboöin voru upp á: a) Fimm hundruð þúsund . b) Eina milljón c) Tæpar tvær milljónir d) Tvö hundruð þúsund Á prestastefnu sem haldin var á Laugarvatni í júní létu klerkar taka sjónvarpsefni upp á myndband og horfðu á að loknum fundarhöldum. Það var: a) Bein útsending frá krossfestingu Krists b) Hin vinsæla biómynd Emanúelle IV c) Bein útsending frá Evrópukeppni í knattspyrnu d) Þriöji þáttur Þyrnifuglanna Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna hélt sendiherra Banda- rikjanna veislu og bauð fyrirmönnum eyríkisins. Veislan var á: a) Þingvöllum b) Árbæjarsafni c) Heimili Geirs Hallgrímssonar d) í bandaríska sendiráðinu Landinn hélt aö venju upp á verslunarmannahelgina meö fylleríi og útisamkomum. Frægurgesturheimsótti Atlavík. Það var: a) Ringó Starr b) Olav Palme c) Paul McCartney d) Geimdvergurinn E.T. í ágúst var sendiherra vorum í Washington útdeiit aukafjárveitingu til þess aö: a) Hann ætti hægara um vik að fást viö bandaríska embættismenn b) Hægt yröi aö byggja sundlaug viö sendiherrabú- staöinn c) Standa straum af heimildarkvikmynd um íslenska indíána d) Hann kæmist heim í jólafrí 1. október lögöu starfsmenn útvarps og sjónvarps niður vinnu. Ástæöan: a) Hræðslan viö að tala í útvarp og sjónvarp náöi yfirhöndinni b) Þeir fengu aöeins þriggja daga laun 1. október c) Verkfall BSRB var hafiö d) Þeir voru aö mótmæla skrifum Morgunblaösins um starfsmenn útvarpsins Kjaradeilunefnd var mjög umdeild í verkfalli BSRB. Ástæöan: a) Hún neitaði að úrskuröa fólk til starfa í öryggis- og heilsugæslu b) Hún túlkaði þessi hugtök mjög rúmt c) Hún taldi að verndun loðnustofnsins flokkaðist undir öryggisgæslu d) Formaöurinn kallaöi nefndin aldrei saman Verkfall BSRB stóö í: a) 27 daga b) 19 daga c) 40 daga d) Jafn lengi og verkfall Verkamannasambandsins Þekktur stjórnmálamaöur sagöi á Alþingi 11. október: „Dagblöðin koma ekki út. Þau hafa veriö stopp í þann tíma. Útvarp er lokað, byggingin hersetin. Sjónvarp er lokað. Skólar lokaöir. Bækur teknar af börnum. Póstur og sími lamaður eöa lokaöur. Lögreglan í uppnámi, í verkfalli aö miklum hluta. Síminn truflaöur. Rafmagn truflað. Samgöngur truflaöar, svo ég tali nú ekki um hvernig strætisvagnar höguöu sér um tíma.“ Þetta var: a) Svavar Gestsson b) Þorsteinn Pálsson c) Albert Guömundsson d) Jón Baldvin Hannibalsson Árið sem nú er aö líöa er númer a) 1983 b) 1984 c) 1868 d) 1986

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.