NT


NT - 22.12.1984, Síða 8

NT - 22.12.1984, Síða 8
| | j '_____________________________________________________________________________________________Laugardagur 22. desember 1984 8 ■ Eftirfarandi viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup birtist nýverið í blaðinu Suðurnes. Viðtalið á erindi við lesendahóp víðlesnara blaðs og er bér birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra Suðurnesja, Sigurð J. Sigurðsson. Mig langar í upphafi til að biðja þig um að lýsa þeini trúarlegu áhrifum er þú varðst íyrir í bernsku. „Ég hef oft minnst á þau áhrif, sem ég varð fyrir af guðrækni þeirra, sem ég ólst upp hjá. Trúariðkun var eðli- legur og sjálfsagður þáttur í daglegu lífi ömmu og afa, en hjá þeim man ég fyrst eftir mér. Og eins var þegar ég fluttist til föður míns átta ára gamall. Móður mína man ég ekki en veit að hún bað fyrir mér frá því hún%issi til mín og allt fram í andlát sitt. Ég á nokkur bréf frá henni ungri til föður míns. Þau bcra glöggt meðsér, að hún var einlæg og hcilshug- ar í trú sinni. Ég á líka bæna- bókina hennar, sem hún skildi aldrei við sig. Sú holla, hlýa og sterka trúarmótun, sem ég þáði í frumbernsku minni, hefur gef- ið mér mcira en annað, sem lífið hefur látið mér í té. Ég hcf sagt það og meina það fullkom- lega, að sú menntun reyndist mér dýrmætari cn öll skóla- ganga síðar og er ég þá ekki að vanþakka þau tækifæri til menntunar scm eg hef fcngið." Það var einhver í nánd, sem var meiri og betri „Áhrifin voru mestmegnis ómeðvituð. Áður en ég skildi var meiri cn þau og ennþá betri, Guð var hjá okkur. Jesús var aó tala, englarnir að brosa.“ Söng messur undir baðstofuglugganum Manstu þína fyrstu kirkju- ferð? „Ég man ekki glöggt eftir fyrstu kirkjuferð, því ég fékk oft að fara til kirkju meðan ég var óviti. Afi minn reiddi mig fyrir framan sig á hnakknefinu og sat undir mér í kirkjunni. Seinna fórég með pabba, hann var meðhjálpari. Þá sátum við bræðurnir hjá honum í kórnum og sungum viö raust. Ég man vel eftir síra Bjarna • Einarssyni skrýddum fyrir alt- arinu, hann hætti prcsskap þegar ég var 5 ára. Mér hefur verið sagt að ég hafi mjög tekið hann mér til fyrirmyndar, þegar ég söng messu við litla borðið undir baðstofugluggan- um, skrýddursvuntu af frænku minni og langamma mín í rúm- inu sínu við gaflinn í baðstof- unni, fámál lönguni, hrósaði rnér fyrir tónið og sagöi, að cg yrði fallegur prcstur!" Fékk alltaf að vera presturinn „Seinna hafði ég forgöngu um kirkjuleiki mcð mínum góðu leikfélögum. Við fluttum hæli. heldur andrúmsloft nán- asta umhverfis, viðmót, tillits- senii. skilning og eftirtekt nákominna. Þau þurfa að eiga einhvern að, sem gefur sér tíma tii að hugsa með þeim, tala við þau. Ef ekki verður trúnaðarsam- band milli foreldris og barns á fyrsta mötunartíma, er hætt við að slíkt samband verði aldrei traust og trútt. Og þá er einnig hætta á,að barnið skorti eðlilegt lífstraust síðar meir og jákvætt viðhorf til umhverfis síns. Dýrmætast af öllu er að barnið eignist athvarf hjá Guði, læri að leita til hans í trausti. I helgidómi bænalífser sá lykill að sálu barnsins, sem framar öllu öðru lýkur henni upp fyrir innri mótunaráhrif- um, sem veita styrk til þeirrar farar, sem framundan er. Börn eru trúhneigð, þau hafá trúarþörf. Þaöerdjúprætt hneigð og frumþörf. Að van- rækja þann meginþátt í upplagi barnsinser ábyrgðarmikið. Sú- móðir eða faðir, sem gefur sér ekki tíma til náins samneytis við barn sitt og sinnir ekki ósjálfráðri, eðlislægri leit þess að Guði, sviptir sig og barnið sitt miklu, ómetanlegu tæki- færi og blessun." Geturðu lýst jólahaldi í þinni barnæsku? „Ég minnist nokkuð á bernskujólin mín í bókinm „Af hverju , afi". Einstök atvik í jólahaldinu eru mér síður ommu minm og sjonvarpinu Viðtal við Sigurbjörn Einarsson biskup mælt mál eða kunni að tala var beðið með rnér til Guðs og beðið fyrir mér um leið og ég var klæddur að morgni Gg háttaður að kvöldi. Bænarorðin lærði ég ósjálf- rátt. Þeim fylgdu sérstæð áhrif, þaö var friður í þeim og birta og styrkur, öryggi þeirritr kenndar, að góður Guð væri hjá mér, „yfir og allt um kring með eilífri blessun sinni". Og hugvekjan, sem lesin var í vökulok hvert kvöld, og lestur- inn á sunnudögum og öðrum helgum, náði sterkum tökum á vitundarlífi barnsins. Ég skildi minnst af því sem lesið var, auðvitað, þótti stundum langsamt að þurfa að vera kyrr og hljóður og sofnaði einatt undir lestrinuin. En þaö sem talaði til mín og aldrei skilur við mig, var hclgin, sá djúpi hljóðleiki, sem færðist yfir hvert andlit í baðstofunni, lotningin í svip ömmu og afa, það var einhvcr í nánd, sem margar messur saman í tóftum eða vel völdum þúfnareitum. Ég fékk alltaf að vera prestur- inn. Og auðvitað höfðum við hátíðlegar messur í því Skál- holti, sem ég reisti á rimakorni austan viö túnið í Kotey, meö dömkirkju og öðrum staðar- húsum, reistum úr hnausum ogsprekum. Þarstýrðiégmikl- um umsvifum og þóttist ýmist vera í þjónustu Brynjólfs bisk- ups eða Jóns biskups Vída- líns." Sultur var árviss gestur á mörgum bæjum Hverjar voru hclstu breyt- ingarnar sent orðið hafa á hög- um íslendinga frá því að þú varst að alast upp? ,. Allur heimilsbragur er ann- ar núna en var áður fyrri. Það er í sjálfu sér eðlilegt, því allir lífshættir og hagir eru gjör- breyttir. Vinnuálag var ekki minna fyrr á tíð en nú. Ég vona fastlega, að engin kona á landi hér þurfi að hafa eins Iangan og strangan vinnudag og amma mín hafði lengst af. Hún varað því leytinu engin undantekn- ing meðal sinna samtíðar- manna, þö að hún ætti og æli upp I3 börn og mig það'fjórt- ánda. Lífið þá var vinna og aftur vinna, þrældómur má vist segja, og sultur ekki fjærri dyrum, reyndar árviss gestur á mörgum bæjum." Það sem maður lærir til hlítar sem barn gleymist aldrei „Amma mín, sem aldrei sleppti verki úr hendi, hafði alltaf tíma handa mér. Hún lofaði rnér að elta sig um bæinn, nauða, spyrja, sníkja sögur. Ég sat hjá henni við hlóðirnar í eldhúsinu og horfði í eldinn, fullan af ævintýrum, þótt hún ætti í mörgu stríði með hann. Þegar brennið var vont eða lítið eða þegar vindur stóð illa í undirgosið eða •strompinn. Ég var með henni í skemmu og búri, hjalli og fjósi, sat hjá henni, þegar hún þeytti rokkinn, kemdi og prjónaði. Hún hafði lag á því að láta mig hlusta og taka eftir, hún lét mig hafa upp eftir sér vísur og kvæði, vers og sálma þangað til ég kunni þetta. Það sem ntaður lærir til hlítar sem barn gleymist aldrei. Ég var líka úti með afa og fylgdist með verkum hans. Hann var ekki heldur þögull né afskiptalaus um mig, hann talaöi við ntig um það, sem hann var að sýsla og rifjaöi upp ýmislegt úr minni sínu, sem mér þótti bragð að, enda var hann góður sögumaður. Ég er að tala um fyrstu bernsku mína. Pabbi minn, sem ég var seinna hjá, var lesinn og fróður og góður fræðari. Og trúaöur maður." Sjónvarpið harður yfir- húsbóndi í mörgu húsi „Það er meiri asi á fólki nú til dags. Ekki af því að það hafi meira að gera eða þurfi að hafa þyngri áhyggjur. En það er meira unt að vera. Og margan skortir eirð og hugarró. Áreiti umhverfisins eru sterk. Heim- ilin eru ekki vinnustaðir fólks, börn bæja og borga fylgjast ekki með daglegri iðju fullorð- inna. Og þær stundir, sem heimilislíf byggist á, eru undir álagi áleitinna fjölmiðla. Sjón- varpið er harður yfirhúsbóndi í mörgu húsi og undirokar börn og fullorðna undir vald sitt. Ég hefði ekki viljað skipta á ömmu ntinni og sjónvarp- inu." í helgidómi bænalífs er lykill að sálu barnsins Hvað er til ráða að þínum dómi? „Börnin þurfa að eiga athvarf. Þá á ég ekki við ytra minnistæð en heildarblærinn og hann ber enn mikla birtu og Ijúfan varma að huga mínum. Én eitt .af því, sern mér og öðrum börnum á þeirri tíð úti um sveitir á Islandi var sérstakt tilhlökkunarefni og gleðigjafi, var Jólakveðjan. Það var lítið. fallegt, myndskreytt blað, sent sr. Sigurbjörn Á. Gíslason gaf út í mörg ár og dreifði til barna um allt land með hjálp prest- anna. Blaðið hét fullu nafni Jólakveðja til íslenskra barna frá dönskum sunnudasgakóla- börnum. Börn í sunnudaga- skólum danska heima- trúboðsins skutu saman aurum til að kosta þessa útgáfu og sjálfsagt var sanrfara þessu kynning á íslandi. Sr. Sigur- björn annaðist um efnið og sparaði ekki krafta sína til þess að gera þetta blað sem best úr garði og gleðja hvert barn á Islandi með þessari jólagjöf. Þökk þeim blessaða manni fyr- ir það og ótal rnargt annað".

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.