NT - 22.12.1984, Page 9

NT - 22.12.1984, Page 9
Laugardagur 22. desember 1984 9 Kristilegar hugleiðingar í tilefni aðventutónleika ■ Sögur herma að Carnot, foringi í her Napóleons og höfundur bókar um varma- fræði, hafi svarað Bónaparte þegar hann spurði hvers verna guðs væri ekki getiðí bókinni: „Ég hafði enga þörf fyrir þá tilgátu". Því að sönnu er almættið tilgáta, sem sumir trúa en fleiri hugsa lítið um. En þar sem ég sat í Kristskirkju 9. desember og hlýddi á söng Mótettukórs Hallgrímskirkju skildist mér, að þótt guð sé að sönnu óþörf tilgáta í vísindum, er hann það síður en svo í tónlist. Því það er með almættið eins og stærðfræðina sem er sann- arlega til, en þó hvergi nema í hugum þeirra sem skilja hana og kunna að meta hana, og í verkum þeirra. Mátt stærðfræðinnar sjá menn m.a. í heljarstökkum vísinda og tækni fram á við, en mátt trúarinnar í tónverkum eins og þeim sem Mótettukórinn flutti til dýrðar Maríu guðs- móður. „Magnificat", og al- mennt í trúarlegri bygginar- list, myndlist og tónlist - auk óteljandi styrjalda og mann- víga. Enda segi ég það ennþá og endnú, að ekki heyrast andríkari prédikanir í kirkj- um landsins en einmitt þeir tónleikar sem þar fá inni, veraldlegir jafnt sem andleg- ir. Hörður Áskelsson organ- isti stjórnar Mótettukór Hallgrímskirkju - hann og fleiri eru nú að fara af stað með söfnun til að koma upp fullkomnu orgeli þar, svo sem staðið hefur til frá upp- hafi. Mótettukórinn er skipaður ungu afbragðs söngfólki og ákaflega radd- fagur og vel samstilltur. Með honum sungu nú fjórir ein- söngvarar til að Ijá tón- leikunum tilbreytingu, svo og hópur af hljóðfæraleikur- um. Um meginstef efnis- skrárinnar ber að vitna í greinarstúf í tónleikaskrá, sem tengir verkin sem þarna voru flutt: „Lofsöngur Maríu, „Magn- ificat", hefur frá frurn- bernsku kristninnar myndað kjarna tíðagjörðarinnar vesper, eða aftansöngs (nú geta menn lesið allt urn þetta í „Nafni rósarinnar"), og fluttur árið um kring í dag- legum tíðasöng. Oft var rammi vespersins stækkaður á sunnudögum, svo úr varð síödegisguðsþjónusta, og lofsöngur Maríu þá færöur í viðhafnarbúning til flutnings fyrir kór, einsöngvara og hljóðfæraleikara. I aldanna rás hefur því orðið til mikill fjöldi tónverka við þennan texta, mörg unnin upp úr stefjaefni tíðasöngsins, t.d. mótettur Lechners (1550- 1606) og Pechelbels (1653- 1706), sem þarna áttu full- trúa, sum færð í búning sálmsins (sbr. María fer um fjallaveg eftir Eccart (1553- 1611) og önnur í frjálsara form án tilvitnana í stef kirkjusöngsins (Mcndels- sohn (1809-1847): Mcin Herz erhebet Gott, den Herrn): Lofsöngurinn er ekki lit- úrgískt bundinn aðventu eða jólum, en minna má á, að Jóhann Sebastian Bach samdi sitt stórbrotna „Magnificat" fyrir jólin með jólasálma sem innlegg milli þátta. Hér eru aðventu- og jólasaálmar látnir tengja hin- ar ólíku magnificattónsmíð- ar, auk hátíðatónlistar fyrir málmblásara. I lokin hljómar dýrðarsöngur englanna á Betlehcmsvöllum í tónverki Gabrielis, sem fyrst var flutt í hinni stórfenglegu Markús- ardómkirkju í Feneyjum fyr- ir nær 400 árum." Á þessum og öðrum tón- leikum Mótettukórsins hefur komið fram hið merka starf sern Róbert A. Ottósson og Sr. Sigurbjörn Einarsson hafa unnið, hvor á sínu sviði, að framgangi andlegrar tón- listar hér á landi. Þetta var dæmalaust fallegur söngur, en líklega var þó áhrifamest síðasta verkið, „Hodie Christus natus est" fyrir tvo fimrn radda kóra, einsöng- vara, málmblásara, strengi og basso continuo. Einsöng- varar voru Sigríður Gröndal sópran, Elísabet Waage alt, Einar Örn Einarsson tenór, og Kristinn Sigmundsson bassi. 17.12. Sig.St. Sérstæð ferðabók Martin A. Hansen: Á ferð um ísland. Myndirnar gerði Sven Havsteen - Mikkelsen. íslensk þýðing: Iljorlur. Pálsson. Almenna bókafélagið 1984. 243 bls. ■ Það var um vorið 1952 að tveir Danir, lögðu leið sína til íslands. Þeir voru skáldið Martin A. Hansen og málar- inn Sven Havsteen - Mikk- elsen. Saman ferðuðust þeir um landið í jeppa fram eftir sumri. komu víða við og sáu margt. Martin A. Hansen skrifaði síðan bók um ferðir þeirra félaga hér, en Hav- steen - Mikkelsen mynd- skreytti. Bókin, sem á dönsku nefnist Rejse paa Island, er nú komin út á íslensku og er forvitnileg fyr- ir margra hluta sakir. Margir útlendingar hafa að sönnu sótt okkur íslendinga heim í aldanna rás og hafa sumir þeirra ritað bækur um ferðir sínar hér á landi. Þær eru að sönnu misjafnar, þótt flestar geymi nokkurn fróð- leik. Bók Martins A. Hansen er all sérstæð í hópi ferða- bóka frá íslandi. Hann var vel að sér í íslenskum bók- menntum, áður en hann kom hingað, og virðist svo sem ferð hans hafi, öðrum þræöi a.m.k., verið pílagrímsferð til Sögueyjunnar og sögu- staða. Texti Hansens er einnig sérstæður. Hann er algjör- lega laus við alla þá undrun- armærð, sem oft einkennir frásagnir útlendra ferða- langa, pg ekki sérlega skipu- legur. Á hinn bóginn er hann skáldlegur, afar vandaður að allri gerð og lýsingar á stöðum, fólki, náttúrunni og ýmsu öðru, sem fyrir augun bar, eru fullar af skáldlegri upplifun, hrifningu, hugar- flugi, en umfram allt af góð- vild í garð lands og þjóðar. Greinilegt er, að Hansen hefur hlakkað mikið til ferð- arinnar um ísland. Hann hef- ur reynt að gera sér í hugar- lund, hvernig þeir sögustað- ir, er hann hugðist heim- sækja, litu út, stundum varð hann fyrir vonbrigðum, oft voru staðirnir allt öðru vísi, en hann hafði ætlað, og stundum gat hann þekkt þá af ímynduninni einni saman. Gott dæmi um það er Hlíðar- endi í fljótshlíð, bær Gunn- ars á Hlíðarenda, Um hann fer Hansen eftirfarandi orðum: „Utan í grænum ásnum norðan við kvíslarnar ber nú allt í einu fyrir augu eina af litlu hvítu kirkjunum, sem orðnar eru svo kunnuglegar. Þetta er Hlíðarendi. Það er óþarfi að gá að því á kortinu. Hann hlaut aö vera svona - heim að líta. Hann var eini staöurinn á íslandi, þar sem unnt var að segja, að háttaði nákvæmlega eins til og við höföum gert okkur í hugar- lund. Bærinn undir brekk- unni, þar sem hlíðin endar. Hann hefði getað verið bóndabær á einum hólnum á Jótlandi. Af svo næmri stað- þekkingu er honum lýst í sögunni. að ókunnugum finnst hann hafa komið þar áður. En bleikir akrar eru þar engir." Fjölmargar myndir eftir Sven Havsteen - Mikkelsen prýða bókina og eru sann- kölluð bókarprýöi. Þýðing Hjartar Pálssonar er ágæt- lega gerð og allur frágangur bókarinnar einkar smekkleg- ur- Jón Þ. Þór. Lúrír þú á frétt? Nýtt símanúmer 68- 65-62 FRA RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör „útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartappar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi.' - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Háfi lekastraumsrofa í töflu leyst úr er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Viö fiytjum yöur beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, meö þökkfyrirsamstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____(Geymiö augiýsinguna)

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.