NT - 22.12.1984, Page 27

NT - 22.12.1984, Page 27
" 1 i m Laugardagur 22. desember 1984 27 Paul van der Himst þjálfari: Enginn er öruggur um sæti í liðinu Er velgengni Andcrlecht ekki jafnfraint velgengni þjálf- arans, Paul van Himst? „Ég á náttúrlega einhvern hlut að máli, þar sem þjálfari stendur og fellur með frammi- stöðu liðsins, en það rná ekki ofmeta starf þjálfarans. Pað eru leikmennirnir sem hafa hæfileikana og starf þjálfarans er að undirhúa liðið fyrir næsta leik og að. reyna að stjórna eitthvað á meðan á leiknum stendur. t.d. með mannaskipt- ingum. Það hefur reynst stór kostur að liðið skyldi ekki breytast, leikmennirnir þekkj- ast vel. Þar að auki höfum við verið mjög heppnir, t.d. að Scifo og Grun skuli hafa náð svona miklum árangri. Við viss- um að sjálfsögðu að þeir höfðu báðir yfir ntiklum hæfileikunt að ráða en það er erfitt að spá urn það hvenær svona ungir menn ná fullum þroska á vellin- um. Það er þó nokkur samkeppni 'milli leikmanna, þar sent ég lofa engum öruggu sæti í liðinu. Ég hef sett Czerniatynski á bekkinn þegar honunt gekk ekki vel, jafnvel þó hann sé inarkahæsti leikmaöur liðsins og deildarinnar. Hann og Erw- in Vandenbergh, eru á pappír cinu sóknarmenn okkar en ef þörf er á geta bæði Arnór Guðjohnsen og Frank Arncsen hlaupið í skarðið fyrir þá. Pað er að sjálfsögðu styrkur Ander- lecht hvað liðið er sterkt og hversu einfalt er að fylla skörðin. Mitt stærsta áhyggju- efni er að halda öllum 16 leik- mönnunum einbeitnuin og að skýra það fyrir þeim hvers vegna þeir sp:la ekkí með. Það er náttúrlega mjög erfitt. Góður atvinnumaður á alltaf erfitt mcö að sætta sig við að spila ekki með. •“ segir Van Himst þjálfari. ■ Arnór Guöjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Anderlecht: Skynsamleg stjórnun trúlega aðalástæðan fyrir velgengni liðsins Frá Reyni Þór Finnb»}«a.syni fréttaritara NT í Hollandi: ■ Ekkert lið í Belgíu er eins gott og Anderlecht. Liðið hefur verið í efsta sæti í belgísku deildinni og á mikilli velgengni aö fagna. Eigandi og formaður Ander- lecht er Constant van der Stock, eigandi belgísks bjór- brugghúss og er hann jafnframt varaforseti bclgíska knatt- spyrnusambandsins. Sonur hans, Roger van der Stack er ritari Anderlecht og er jafn- framt meðlimur í undi'bún- ingsnefnd fyrir Evrópubikar- keppnir UEFA. Þeir hafa sínar eigin skýringar á velgei gni Anderlecht. Þeir þakka h; na heilbrigöri og skynsamlegri stjórnun liösins og segja jafn- framt að heppnin sem liðinu hefur hlotnast, sé engin tilvilj- un. Áður en keppnistímabilið hófst, grunaði engan hvað fyrir Anderlecht lægi. Fyrirrúmlega ári síðan, varaöi Constant van der Stock við því á blaða- mannafundi, að djúpur dalur væri framundan í belgískum fótbolta. Það sem er athygl- isverðast í því sambandi, er að lið hans, Anderlecht, er eina belgíska liði scm ekki hefur lent í þessum dal. Hvers vegna? „Ég vissi að innan skamms myndu skattayfirvöld teygja sinn langa arm til fótboltafélag- anna og að tekinn yrði drjúgur skammtur úr kassa þeirra. Við hjá Anderlecht tókum þá stefnu að stjórn liðsins tæki alla ábyrgð. Við óskuðum eftir því að leikmenn okkar yrðu látnir í friði og losnuðu þeir því við þá spennu, álag og óþægindi sem hrjáði leikmcnn hinna lið- anna enda höfðu þeir áhyggjur af framtíð sinni. Við vitum að hvert minnsta vandamál og áhyggjur minnka afköst fót- boltamanna. Traust leikmann- anna á félaginu og stjórninni jókst. Við höfum. cins og önn- ur lið. orðið aö fara varlega í fjárútlátum og var það m.a. þess vegna sem engum nýjum leikmönnum var bætt við í haust, enda kannski engin þörf á því!“ segir Constant. Og Roger bætir við „Reynd- ar hefur stjórn liösins fylgt söniu stefnunni í nokkur ár og það hefur einnig hal't mjög góð áhrif. Sú stefna er að kaupa unga leikmenn." „Scifo er gott dæmi," segir Constant, og bætir við: „Það bjóst enginn við því af honum sem hann hefur sýnt. Þegar við uppgötvuðum hann og keypt- um, var það mikil fjárfesting. ■ Ervvin van der Berg. Þá var hann aðeins 14 ára. Þegar við þurftum svo mest á honum að halda í fyrra, þá stóðst hann aliar þær kröfur sem gerðar voru til hans. Við gerðum greinilega mjög góð kaup! Reyndar höfum við alltaf hrugðist rétt við á réttum augnablikum. Það sem heldur liðinu gangandi er það að stefna að háleitum markmiðum." Mikið hefur veriö rætt og skrifað um yfirburöi Ander- lecht í belgísku úrvalsdeildinni þetta árið og hefur m.a.s. veriö talað um það hvort nokkurn- tíma eigi aftur eftir að verða jafnvægi í deildinni. „Mér er kunnugt um að önnur lið vinna mikið að breytingum á vinnuaðferðum. Þau eru komin langt aftur úr, en þau stcfna að því að minnka muninn. Það er líka mjög gott þar sem ef engin kcppni er fyrir hendi, þá vantar alla hvátn- ingu. Það er auðvitað ánægju- legt að vera besta liðiö, en ekki meðal aumingjanna. Mín ósk er að hin liðin nái aftur upp á okkar plan," segir Constant hróðugur. Það er aðeins einn titill sem Anderlecht hefur enn ekki hlotið, Evrópuhikarmeistarar Allar líkur benda til þess aö Anderlecht taki þátt í þeirri keppni á næsta ári og næöi liðiö að sigra Evrópubikarkeppnina, væri það að sjálfsögðu glæsileg- ur endapunktur á ferli Constant van der Stock, sem orðinn er sjötugur. Sjálfur hefur hann þó ekki sagst ætla að draga sig í hlé. Anderlecht er í efsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. með 30 stig að loknum 17 umferðum. Liðið hefur unniö 13 leiki og gert fjögur jafntefli. Þeir hafa sýnt algera yfirburði, t.d þegar þeir kepptu við Ware- gem, sem er í öðru sæti í deildinni. Sá leikur fór 8-2 fyrir Anderlecht. Ekkert cinasta lið deildarinnar getur veitt Ander- lecht virkilega mótspyrnu eða samkeppni. Waregem er t.d. aðeins með 24 stig. 6 stigum • á eftir Anderlecht. Anderlecht stóð sig einnig ágætlega í UEFA bikarkeppn- inni. Liðið komst í þriðju um- ferð keppninnar með því að sigra þýska liðið Werder Brem- en og ítalska liðið Fiorentina. Rcal Madrid tókst að stöðva sigurgöngu liðsins nteð því að sigra seinni leikinn í Madrid mcð 6-1. Var það fyrsta tap liösins í liaust. Mikilvægasta ástæðan að baki tapinu, gæti verið að leikmenn Anderlecht hafi komið of sigurvissir til lciks, með 3-0 forskot frá Brussel. Enginn leikmanna Ander- lcclit getur veriö viss um sæti sitt í liöinu. Liðið hefur á svo mörgum góðum einstaklingum að skipa að varamenn hafa söniu getu og þeir sent á vellin- um eru. Það hefur bæöi kosti og galla í för með sér. Það er til að mynda stór kostur að ef einn leikmannanna er frá keppni vegna meiðsla, er mjög auðvelt að fylla skaröið sem myndast. Á hinn bóginn veldur þetta samkeppni milli leikmann- anna. Þeir verða að sýna getu sína í hverjum leik, því annars geta þeir misst sæti sitt. Daninn Frank Arnesen er einn þeirra sem hefur hitað bekkinn af og til. „Anderlecht er besta liðið sem ég hef leikiö með, og sem ég væntanlega nokkurntíma mun leika með. Skipulagning- in, áhorfendurnir og leik- mennirnir eru frábærir. Þess ■ Paul van Himst, þjálfari Anderlecht. vegna vil ég helst vera áfram í Brussel, vegna þess aö hér get ég náð bestum árangri sem íþróttamaður. En því miður hef ég engan áhuga á aö taka þátt í vclgcngninni frá vara- mannabckknum. Ég vil fá aö taka þátt í ánægjunni," segir Arncsen Eftir að Arnesen var settur utan liðsins einn lcik, Ibarst honum fjöldi tilboða frá Bret- landi og Þýskalandi. Á því sést best hversu vandlega er fylgst með liðinu og leikmönnum þess. „Núna gengur mér mun betur, en ég hef gert mér grein fyrir því að ég get aldrei vcrið viss um sæti mitt í liðinu. Ég vil ekkert frekar en aö vera áfram hjá Anderlccht, en ég vil líka spila með í hverjum leik. Ef ég fæ ekki að gera það hjá Ander- lecht, þá fer ég heldur eitthvað annað,“ bætir Daninn við. Arnúr Guðjohnsen hefur ekki verið fastur í liðinu þctta kcppnistímabil. Hann er yfir- leitt á varamannahekknum cn stundum er ekki einu sinni pláss fyrir hann þar. Hann licfur staðið sig ágætlega þegar honunt hefur verið skipt inn á. Ekkcrt bendir til þess að hægt verði aö taka mcistaratitil- inn af Anderlecht þetta árið. Vandereycken segir: „Liðið er líkamlega og tæknilega mjög sterkt cn það er samt injög ungt. Það eru einmitt ungu mennirnir sem geta aukið gæði liðsins. Þeir geta lært af reynslu hinna eldri þannig að leiðbein- ingar þeirra verði óþarfar með tímanum. Þá liugsa allir leik- menn liösins það santa. Það er það allra mikilvægasta, að leik- mcnn liösins hugsi eins!" Hvort sem leikmenn liðsins hugsa sent einn nú.eöa ekki þá er vist að ekkert lið í Belgíu ógnar þciin nú. GERIÐ SKIL DREGIÐ 23 DESEMBER UM 200 VINNINGA Happdrætti Framsóknarflokksins

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.