NT


NT - 22.12.1984, Síða 28

NT - 22.12.1984, Síða 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Sídumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Mikil reiði er nú meðal Selfyssinga í garð dómsmála- ráðherra og þingmanns Fram- sóknarmanna í Suðurlandskjör- dæmi. Við úthlutun vínveitinga- leyfis til nýstofnaðs Selfoss- „pöbbs“ hefur ráðherrann aðeins leyft vínveitingar til klukkan liálf tólf meðan hliðstæðir staðir annarsstaðar hafa fengið leyfi til vínveitinga til hálf þrjú um helgar. I samtali við NT vildi Jón Helgason ekki tjá sig um það hvort þessari reglu yrði beitt framvegis en sagði ákvörðunina tekna í framhaldi af fundi með bæjarstjórnarmönnum og ein- „Pöbbar ■ Eigendur Gjárinnar glaðir í bragði þrátt fyrir að vera settir sem „undirmálsfólk“. Talið frá vinstri Orn Grétarsson, Sigrid Foss, Sesselja Sigurðardóttir, Guðmundur Hafstað, Kristín Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson. Þetta eru þrenn hjón en eitthvað hefur uppröðunin ruglast því Órn stendur þarna við hlið Sigrid, konu Guðmundar og Sesselja kona Arnar er við hlið Guðmundar. NTmynd: Svandís Opnunartími styttur, en verður ekki annarsstaðar? um af eigendum pöbbsins. Bæjarstjóri lýsir furðu yfir ákvörðuninni. Ekki næturskemmtistaður Á umræddum fundi sem Jón Helgason boðaði til útskýrðu fundargestir sjónarmið sín. Sagði Jón að þar hefði komið skýrt fram að staðurinn ætti að vera veitingastaður með mat- sölu en ekki næturskemmtistað- ur og því hefði umrædd ákvörð- un vcrið tekin. Ekki hefði verið hægt að styðjast við lögreglusam- þykkt um opnunartíma þar sem engin slík ákvæði eru til á Sel- fossi. „Það var rætt um að þessi staöur yrði með svipuðu sniði og aðrir svona staðir, eins og Gaukur á Stöng og fleiri. Per- sónulega kom þessi ákvörðun mér því mjög á óvart eftir að hafa setið fundinn," sagði Stef- án Ómar Jónsson bæjarstjóri í samtali við NT. „Okkar krafa er auðvitað að hér fái menn sömu tækifæri til að reka svona stað og annarsstaðar. Við hljótum að vera óánægðir með þetta." Þá benti Stefán á að til þessa hefðu oft farið hópar saman í rútum frá Selfossi suður fyrir heiði til að sækja svona þjónustu þar. Því væri mikilvægt að hana mætti eins bjóða á Selfossi. Undirmálsfólk I samtali NT við Örn Grétars- sön einn eiganda hins nýja staðar, sem ber nafnið Gjáin kom fram að eigendur eru mjög óánægðir vegna þessa. Að „vera settir sem undirmálsfólk" miðað við aðra landsmenn eins og Örn orðaði það. Benti hann á að nágrannar þeirra í Vestmanna- eyjum hefðu fengið að reka sinn pöpp með eðlilegum opnunar- tíma. Ennfremur að sömu daga og þeir Selfyssingai fengu sitt takmarkaða leyfi hefðu verið veitt vínveitingaleyfi til tveggja „pöbba“ í Reykjavík með sama opnunartíma og gildir fyrir aðra staði í þeim bæ. ■ Þessar myndir tók Ijósmyndari NT á opnunarkvöldi „pöppsins“. Meðal þeirra Selfvssinga sem þarna má sjá eru Óli Bachman trommari í hljómsveit Stefáns P., Bárður Guðmundsson kaupmaður í GÁB, Haukur Ijósmyndari Gíslason og Matthías Garðarsson. Aftast á myndinni eru svo þrír af eigendum Gjárinnar. Gjáin er til húsa í kjallara gamla Kaupfélagsins og rúmar um 90 manns í sæti. Fullt var út að dyrum fyrstu helgi opnunar staðarins og kneyfuðu Selfyss- ingar þar „ö!ið“ af hjartans list. Þá herma fréttir að annar vínveitingastaður sé í uppsigl- ingu á Selfossi. Er sá byggður á þaki Fossnestis við Austurveg. Hermt er að þar sé hugað að sal með vínveitingum sem síðan verður leigður til hverskyns einkasamkvæma. Byggingar- framkvæmdir eru vel á veg komnar. Selfyssingar undirmálsfólk Leit nútímamannsins að Sölva Helgasyni ■ Sölvi Helgason er á dagskrá um þessar mundir, eins og reyndar oft áður, líklega er hann löngu orðinn partur af þjóðarsálinni. En svo vill til að nýkomin er bók eftir Jón Óskar skáld um þann fræga mann og á Akureyri er verið að færa upp leikrit um hann eftir Svein Ein- arsson. Það heitir „Ég er gull og gersemi," og sækir nafn sitt í þessa lýsingu Sölva á sjálfum sér. Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti drottni sjálfum líkur. Frumkvæðið að því að þetta leikrit var samið kom frá Leikfé- lagi Akureyrar, þar var komist að. þeirri niðurstöðu að verðugt væri að fá höfund til að semja leikrit um Sölva. hann stendur A kurcyringum að því leyti nærri að það var höfuðskáld staðar- ins, Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, sem gerði hann ódauðlegan með skáldsögu sinni, Sólon ís- landus. Sveinn Einarsson sagði í samtali við NT að þegar LA leitaði til hans um að semja leikritið liefði viljað svo til að hann hefði verið að vinna að verki um svipað efni. Sveinn sagði að hann færi að mörgu leyti nýjar leiðir í þessu verki. „verkið" er ekki mynda- bók úr skáldsögu. þótt Sólon íslandus Davíðs sé lögð til grundvallar. „Við notum okkur aðferðir nútímaleikhússins og leikritið er sjálfstætt verk með sjálfstæðum tilgangi, en um leið trútt sögu Davíðs. Við erum ekki að segja sögu heldur hlaup- ujyi fram og aftur í tíma og rúmi, og ferðumst lengri vegalengdir í tíma heldur en ævilengd Sölva Helgasonar. Ætli megi ekki orða það svo að leikritið sé leit nútímamannsins að Sölva Helgasyni." Æfingar á verkinu hafa staðið yfir frá því um miðjan október, enda er verkið flókið, flóknasta verk tæknilega séð sem hefur verið sett upp í gamla sam- komuhúsinu á Akureyri. „Það gerir líka feiknalegar kröfur til leikaranna, nokkrir þeirra eru bókstaflega allan tímann á svið- inu,“ sagði Sveinn og lauk í lokin lofsorði á þann metnað Leikfélags Akureyrar sem felst í því að ráðast í að gera þessa sýningu að veruleika. ■ Gestur E. Jónasson sem Þorleifur ríki og Theódór Júlíusson sem Sölvi Helgason. VERÐTRYGGDUR vaxtareikningur VÖRN GEGN VERÐBŒjGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareiicningur verði alltaf betri kostur. /j\\ Betri kjörbjóðast varla.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.