NT - 28.12.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 28. desember 1984 4
Austurbæjarbíó:
Dansað í kringum
Gullsandi
.......... ......- •
■ Það sem allt snýst um: Amerískir hermenn leita aö gulli á
islenskum sandi.
■ Helstu andstæðingar hersins í sveitinni, hreppsnefndarmaðurinn og sveitalegi ungmennafélagskomminn (Pálmi Gestsson) og
töffarinn og æsingamaöurinn veðurathugunarkonan (Edda Björgvinsdóttir).
■ Gullsandur. ísland 1984.
Framleiðendur: Mannamyndir
og ísfilm. Frainkvæmdastjóri:
Guðný Halldórsdóttir. Kvik-
myndataka: Sigurður Sverrir
Pálsson. I.eikmynd: Halldór
Þorgeirsson. Hljóðupptaka:
Gunnar Smári. Leikendur:
Pálmi Gestsson, Edda Björg-
vinsdóttir, Jón Sigurbjörns-
son, Arnar Jónsson, Borgar
Garðarsson, Gestur E. Jónas-
son, Sigurður Sigurjónsson,
Hanna María Karlsdóttir, Við-
ar Eggertsson, Ómar Ragnars-
son, o.fl. Handrit og leik-
stjórn: Ágúst Guðmundsson.
Morgunkyrrðin er rofin af
ógurlegum hertrukkum, sem
bruna eftir þjóðveginum yfir
sandinn. Á meðan ganga
bændur sveitarinnar til verka
sinna. Einn slær túnin, annar
mjólkar kýrnar útí fjósi undir
dúndrandi óperu eftir Verdi.
Það er miðvikudagur - til
moldar. Saklaus sveitasælan er
fyrir bí. Enginn kemst hjá víg-
búnaðarkapphlaupi stórveld-
anna, jafnvel ekki afskekkt
sveit á íslandi. Hermennirnir
minna rækilega á þá óþægilegu
staðreynd. Og hreppsnefndin
kemst í vanda. Hvernig á hún
að bregðast við?
Þannig hefst Gullsandur,
nýjasta kvikmynd Ágústs
Guðmundssonar og nýjasta
kvikmynd okkar fslendinga.
Hermennirnir koma eins og
þruma úr heiðskíru lofti og
vekja menn upp af værum
svefni. Á eftir fylgir síðan
skemmtileg hnotskurnsmynd
af íslensku samfélagi og af-
stöðu þess til veru bandaríska
hersins hér á landi. Alþýðu-
bandalagsmaðurinn er á móti,
íhaldsmaðurinn fagnar komu
þeira og sér dollarana flæða
yfir byggðarlagið, en fram-
sóknarmaðurin stendur þarna
mitt á milli og veit vart í hvorn
fótinn hann á að stíga. Hann
vill kanna málið, spyrja her-
mennina hvað þeir séu nú að
gera þarna úti á sandinum.Og
eins og nýleg dæmi sanna, þá
verður fátt um svör önnur en
þau, sem smábörnin viðhafa í
leikjum sínum: „Má ekki
segja. Það er leyndarmál".
En þau eru fá leyndarmálin,
sem liægt er að varðveita, þeg-
ar pressan kemst í spilið.
Fréttahaukar úr bænum þe/sa
austur í sveitir til að komast að
hinu sanna í málinu, eldhuga
blaðakona af Þjóðviljanum,
töffari af DV og Ómar Ragn-
arsson á Frúnni. DV sigrar
kapphlaupið: dátarnir eru að
leita að gulli á sandinum að
undirlagi eins hrepps-
nefndarmanna. Og sveitin fer
öll að grafa. Mannfólkið
kroppar í blautan sandinn í leit
að málminum góða, eins og
fuglarnir skömmu áður í leit aö
einhverju ætilegu. En her-
mennirnir halda aftur til síns
heima, búnir að gefast upp á
auðninni. Ekki beint falleg
einkunn, sem landinn fær í
myndarlok. Það þarf herinn
til, til þess að mönnum detti í
hug sá möguleiki að þeir geti
farið að græða.
Það er ekki tilviljun, að
Ágúst skyldi hafa staðsett
mynd sína í kringum Kirkju-
bæjarklaustur, á slóðum
Móðuharðindanna. Þau harð-
indi eru einhver hin verstu,
sem hafa gengið yfir ísland og
Ágúst líkir hraunstraumnum
úr Lakagígum við eyði-
leggingarmátt helsprengjunn-
ar. Presturinn á staðnum er að
skrifa sjónvarpshandrit um
eldklerkinn Jón Steingrímsson
og til að hnykkja betur á um
ógnina, sem íbúum sveitarinn-
ar, svo og öðru mannfólki,
stafar af hermönnum og hern-
aðarbrölti, þá eru hrepps-
nefndarmenn og aðrir í aðal-
hlutverkunum, þegar prestur
er að ímynda sér atriði úr verki
sínu, allir með stórar geisla-
virkar kjarnorkubólur á andlit-
inu. Samlíkingar þessar eru oft
mjög smekklega unnar, en í
heild eru þær kannski ívið of
langar.
Gullsandur fjallar um háal-
varleg efni, samskipti íslensku
þjóðarinnar við erlendan her í
landinu, og afstöðuna til þess-
ara hermanna. Viðkvæmt
deilumál, þar sem menn eru
fljótir að æsa sig, með og á
móti. Ágúst valdi því eina af
fáum skynsamlegum leiðum til
að fjalla um efnið - ef menn
ætla ekki að falla niður í mílit-
antismann - grínaktuga
tóninn. Þar fá allir sinn skerf af
góðlátlegu háðinu, íhald, komm
ar og framsókn. Myndin getur
því virkað hálf stefnulaus og
munu áreiðanlega margir fetta
fingur út í það. Hægt er að
segja sem svo: þetta er of
alvarlegt mál til þess, að hægt
sé að koma sér hjá því að taka
afstöðu. Það er að mörgu leyti
rétt. Myndin geldur líka fyrir
það, þar sem hún er oft hálf
máttlaus. En sjaldan eða aldrei
Sjónvarpið:
Gengið á vit himnaföðurins
■ Guðrún Þ. Stephensen og Jón Sigurbjörnsson í hlutverkum kerlingarinnar og Jóns í Gullna
hliði Davíðs Stefánssonar, sem sýnt var í sjónvarpinu á 2. jóladag.
■ Gullna hliðið. Leikrit eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Leikstjóri: Ágúst Guömundsson.
Stjórn upptöku: Andrés Indriða-
son. Myndataka: Einar Páll Ein-
arsson. Sviðsmynd: Gunnar
Baldursson. Vatnslitamyndir:
Snorri Sveinn Friöriksson.
Leikendur : Guðrún Þ. Step-
hensen, Jón Sigurbjörnsson, Sig-
urveig Jónsdóttir, Arnar
Jónsson, Róbert Ariifmnsson,
Harald G. Ilaralds, Sigurður
Skúlason, Hjalti Rögnvaldsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Borgar Garðarsson, Pétur Ein-
arsson, Sigríður Hagalín, Guö-
niundur Pálsson, Gestur E. Jón-
asson, Edda Björgvinsdóttir, Þrá-
inn Karlsson, Egill Ólafsson,
Steindór Hjörleifsson, Kristín
Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson
og margir fleiri.
Alltaf er nú jafn hressandi að
heyra bölvið og ragnið í honum
Jóni bónda Jónssyni. afkomanda
biskupa og annarra dánumanna.
Ekki spillti það fyrir ánægjunni,
þegar maður gat svarað djöfsa
sjálfum með bónda, enda Gullna
hliðið sjálfsagt það bókmennta-
verk íslenskt, sem hvað flestir
landsmenn kunna eitthvert hrafl
í.
Efni leikritsins er öllum
kunnugt, ferðalag kerlingarinnar
með sálina bóndans til himnarík-
is til að beiðast þar vistar fyrir
hann, og tilraunir Óvinarins til
að hremma enn eina sálina. og
koma henni fyrir í brennisteins-
pyttunum í neðra.
En Gullna hliðið er ekki bara
um ferðalag til himnaföðurins
með vesælt sálartetur, heldur
einnig unt ferðalag í gegnunt
íslenskt þjóðfélag fyrri alda, þar
sem spillingin náði frá næst
neðstu tröppu upp í þá efstu. Á
uppleið sinni hittir kerlingin
ýmsa sveitunga sína, sýslumann-
inn. böðulinn og aðra ámóta
pótintáta, sent öllunt hefur verið
úthýst frá sælunni í efra.
Mörg skemmtileg tilsvör er að
finná í texta leikrits Davíðs
Stefánssonar, og það eru þau,
sem menn kunna og muna eftir.
Hinu Itafa menn kannski gleymt,
að þar eru einnig ntiklar langlok-
ur og engu líkara en höfundur
hafi verið að teygja lopann til að
ná leikverki í fullri lengd.
Það eftirminnilegasta við sjón-
er hún leiðinleg.
Allt yfirbragð Gullsands
staðfestir enn á ný, að Ágúst
Gumundsson er með traustari
kvikmyndagerðarmönnum
okkar. Myndinerfagmannlega
unnin, án allra flugeldasýninga
(nema þegar allaballinn og
kærastan ráðast á hermennina
í skjóli nætur), og þar skiptir
ekki litlu máli falleg og
skemmtileg myndataka Sig-
urðar Sverris Pálssonar, sem
hér er með Ágústi í þriðja
sinn. Leikarar standa sig líka
flestir afbragðsvel og ekki á-
stæða til að gera þar upp á milli
manna.
Gullsandur er enn ein stað-
festingin á því, að íslendingar
eru kvikmyndagerðarþjóð vel
í meðallagi og ætti enginn að
láta hana framhjá sér fara.
Guðlaugur Bergmundsson.
varpsgerð leikritsins er án efa
tæknilega hliðin, sem farin var í
gerð leikmyndarinnar, eftir að
kerlingin var lögð af stað í ferða-
lagið. Vatnslitamyndir Snorra
Sveins Friðrikssonar, sem leik-
endurnir voru settir inn í, voru
ntjög skemmtilegar og gáfu þær
ferðinni þann óraunveruleika-
blæ, sem henni hæfir.
Ágústi Guðmundssyni leik-
stjóra tókst einnig að ná miklu út
úr leikurunum. Mest mæddi að
sjálfsögðu á Guðrúnu Þ. Step-
hensen og Jóni Sigurbjörnssyni í
hlutverki kerlingarinnar og Jóns,
og var frammistaða þeirra með
miklum ágætum, sérstaklega var
Guðrún hreint afbrað. Árnar
Jónsson í hlutverki Óvinarins var
einnig mjög eftirminnilegur.
Aðrir leikendur stóðu sig einnig
með ágætum, en hlutverk þeirra
voru smá og buðu ekki upp á
mikil tilþrif.
Þegar á heildina er litið var
Gullna hliðið hin þokkalegasta
skemmtan og eflaust með því
skárra, sem okkur hefur verið
boðið upp á af innlendri fram-
leiðslu um nokkurt skeið.
Guðlaugur Bergmundsson.