NT - 28.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 28.12.1984, Blaðsíða 5
Ferðamönnum hef ur fjölgad stórlega í ár: Nær tíu þúsund fleiri fóru utan ■ Rúmlega þriðjungi fleiri (slendingar komu heim frá útlöndum nú í nóvember s.l. en í sama mánuði 1983, eða 5.293 nú á móti 3.477 í nóvem- ber í fyrra. íslendingar sem brugðið hafa sér út fyrir landsteinana í ár (til nóvemberloka) eru nú hátt í tíu þúsund fleiri en í fyrra, eða 83.191 á móti 73.642 í fyrra, samkvæmt skráningu útlendingaeftir- litsins á komurn til landsins. Erlendir ferðamenn sem komu til landsins eru nú um 7 þús. fleiri en á sama tíma í fyrra - alls 82.441 frá áramótum til nóvemberloka. Samtals eru komur til landsins 165.632 samkvæmt taln- ingu útlendingaeftirlitsins, eða um 11 % fleiri en í fyrra. ■ Frá drætti í umferðargetraun grunnskólanna í Kópavogi. Getraunin var á vegum Umferðarráðs og skólanefndar Kópavogs. NT-m>nd sverrir Umferðargetraun skóla- barna í Kópavogi Frá Unni Stcfánsdóttur. fréttaritara NT í Kópavogi. ■ Fyrir jól var dregið í umferðargetraun grunn- skólanna í Kópavogi. Dregið var úr réttum lausnum og fengu tveir vinningshafar í hverjum árgangi í hverjum skóla verðlaun. Verðlaunin voru bækur sem Kópvogs- umboð Brunabótafélags íslands gaf. Lögreglan í Kópavogi afhenti verð- launin á Þorláksmessu. Getraun þessi er á veg- um Umferðarráðs og skólanefndar Kópavogs og er hún árviss liður í skólastarfinu og minnir á mikilvægi góðrar umferð- armenningar. Að sögn Guðjóns Magnússonar skólafulltrúa, er mikill áhugi meðal barna á að taka þátt í umferðarget- raun þessari. Við sama tækifæri var Þorsteini Frey Þorsteins- syni afhent verðlaun frá Umferðarráði fyrir þriðja sæti í hjólreiðakeppni sem fram fór s.l. vor. Línuveiðar utan kvóta ■ Helmingur af afla línu- báta í janúar og febrúar reiknast ekki til kvóta, samkvæmt ákvörðun sjáv- arútvegsráðuneytis frá því á aðfangadag. Er þetta sama skipan og höfð var á fyrstu mánuði þessa árs. Með þessu er verið að stuðla að aukinni línu- veiði sem þykir fara betur með afla og skapa meiri atvinnu en aðrar veiðar. Á undanförnum árum hef- ur afli línubáta á vetrar- vertíð numið um 15000 tonnum en samkvæmt þessari skipan verða þá um 7000 tonn utan kvóta. Þessu fylgir svo að réttur línubáta til að framselja kvóta skerðist um það aflamagn sem þeir hljóta utan kvóta. Byggingarvísitalan: 10,25% hækkun ■ Hækkun bygginarvísitöl- unnar síðustu 3 mánuði reyndist 10,25% samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Helmingur þess- arar hækkunar, eða 5,12% varð frá byrjun nóvember til byrjun- ar desembermánaðar. Vísitala byggingarkostnaðar reyndist nú 185 stig (des. 1982= 100) og gildir hún á tíma- bilinu janúar-mars 1985. Sam- svarandi vísitala miðað við eldri grunn (okt. 1975=100) er 2745 stig. Hækkun vísitölu um 10,25% á þrem mánuðum mundi jafn- gilda 48% verðbólgu á heilu ári. 5,12% mánaðarleg hækkun mundi jafngilda 82% verðbólgu á heilu ári. 5 bílar í vinning - í happdrætti Styrktarfélagsins ■ Dregið var hjá Borgarfógeta á Þor- láksmessu í símnúmerahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra. Vinningar komu á eftirtalin númer: 91-39470 Toyota Tercel-station. 91-52833 Toyota Corolla 3ja dyra sport. 91-33118 Toyota Pickup-Hilux. 91-81854 Toyota Corolla 5 dyra DL. 91-16552 Toyota Tercel-station. Föstudagur 28. desember 1984 5 Landsbyggóar Umboðsmenn vöruhappdrættis SÍBS19%: Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130. Verslunin Grettisgötu 26, sími 13665. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustig 11, sími 27766. Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 12400. Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 685632. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 686145. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. SÍBS-deildin, Reykjalundi, sími 666200. Verslunin Staðarfell, Akranesi, sími 93-1165. Sigríður Bjamadóttir, Reykholti, Borgarfirði, sími 93-5210. Elsa Arnbergsdóttir, Borgarnesi, sími 93-7165. Anna Þórðardóttir, Miðhrauni, Miklaholtshreppi, sími 93-5675. Gunnar Bjarnason, Böðvarsholti, Staðarsveit, sími 93-5699. Ingveldur Þórarinsdóttir, Stóra-Kambi, Breiðuvík, sími 93-7102. Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Hellissandi, sími 93-6610. Verslunin Þóra, Ólafsvík, sími 93-6290. Guðlaug E. Pétursdóttir, Grundarfirði, sími 93-8703. Esther Hansen, Stykkishólmi, sími 93-8115. Ólafur Jóhannsson, Búðardal, sími 93-4140. Jóhann G. Pétursson, Stóru-Tungu, Fellsströnd, sími 93-4111. Halldór D. Gunnarsson, Króksfjarðarnesi, sími 93-4758. Einar V. Hafliðason, Fremri-Gufudal, Gufudalssv., sími 93-4100. Sólveig Karlsdóttir, Hjöllum 21, Patreksfirði, sími 94-1432. Sóley Þórarinsdóttir, Tálknafirði, sími 94-2512. Gunnar Valdimarsson, Bíldudal, sími 94-2141. Guðmunda K. Guðmundsdóttir, Þingeyri, simi 94-8193. Alla Gunnlaugsdóttir, Flateyri, sími 94-7780. Guðmundur Elíasson, Suðureyri, sími 94-6188. Jón V. Guðmundsson, Hjallastræti 32, Bolungarvík, sími 94-7185. Vinnuver, Mjallargötu 5, ísafirði, sími 94-3520. Dagrún Dagbjartsdóttir, Súðavík, sími 94-4935. Engilbert Ingvarsson, Tyrðilsmýri, Snæfjallastr., sími 94-3111. Pálína Þórólfsdóttir, Finnbogastöðum, Árneshreppi. Sigurmunda Guðmundsdóttir, Drangsnesi, sími 95-3237. Hans Magnússon, Hólmavík, sími 95-3118. Erla Magnúsdóttir, Þambárvöllum, Bitrufirði, sími 95-3364. Pálmi Sæmundsson, Borðeyri, sími 95-1123. Róberta Gunnþórsdóttir, Hvammstanga, sími 95-1468. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, simi 95-4200. Ása Jóhannsdóttir, Skagaströnd, sími 95-4646. Verslunin Björk, Sauðárkróki, sími 95-5115. Anna Steingrímsdóttir, Hofsósi, sími 94-6414. Georg Hermannsson, Ysta-Mói, Haganeshreppi, sími 96-73235. Kristín Hannesdóttir, Siglufirði, sími 96-71114. Jórunn Magnúsdóttir, Grímsey, sími 96-73118. Valberg hf., Ólafsfirði, sími 96-62208. Hafdís Júlíusdóttir, Hrísey, sími 96-61731. Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, Dajvfk,.$pt96-61300. Björg KrrSfjánsdóttir, Strandgötu 17, Akureyri, sími 96-23265. SlBS-deildin, Kristnesi, Eyjafirði, sími 96-31100. Bára Sævaldsdóttir, Sigluvík, Svalbarðsströnd, sími 96-24784. Hafdís Hermannsdóttir, Grenivik, sími 96-33159. Rannveig H. Ólafsdóttir, Laugum, S.-Þingeyjars., sími 96-43181. Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Mývatnssveit, sími 96-44145. Eysteinn Hallgrímsson, Grímshúsum, Aðaldal, sími 96-43551. Jónas Egilsson, Húsavík, sími 96-41405. Óli Gunnarsson, Kópaskeri, sími 96-52118. Vilhjálmur Hólmgeirsson, Raufarhöfn, sími 96-51150. Eysteinn Sigurðsson, Sunnuv. 14,-Þórshöfn, sími 96-81235, Matthildur Gunnlaugsdóttir, Bakkafirði, sími 97-3394. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, sími 97-3203. Jón Helgason, Laufási, Borgarfirði eystra, sími 97-2926. Óli Stefánsson, Merki, Jökuldal. Björn Pálsson, Laufási 11, Egilsstöðum, sími 97-1385. Bókversl. A. Bogasonar og E. Sigurðssonar, Seyðisfirði, sími 97-2271. Nesbær, Neskaupstað, sími 97-7115. Benedikt Friðriksson, Hóli, Fljótsdal, sími 97-1111. Hildur Metúsalemsdóttir, Eskifirði, sími 97-6239. Ásgeir Metúsalemsson, Reyðarfirði, sími 97-4189. Margeir Þóromisson, Fáskrúðsfirði, sími 97-5200. Kristín Helgadóttir, Stöðvarfirði, sími 97-5816. Þórður Sigurjónsson, Snæhvammi, Breiðdal, sími 97-5674. Elís Þórarinsson, Höfða, Djúpavogi, sími 97-8876. Kaupfélag A.-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði, sími 97-8200. Einar Ó. Valdimarsson, Kirkjubæjarklaustri, sími 99-7016. Marteinn Jóhannsson, Bakkakoti, Meðallandi, sími 99-7002. Halldóra Sigurjónsdóttir, Vik, Mýrdal, sími 99-7135. Fanný Guðjónsdóttir, Skólav. 6, Vestmannaeyjum, sími 98-1383. Stella Ottósdóttir, Hvolsvelli, sími 99-8247. Hafsteinn Sigurðsson, Þykkvabæ, sími 99-5640. Aðalheiður Högnadóttir, Verkalýðshúsinu, Hellu, sími 99-5090. Hjalti Gunnarsson, Fossnesi, Gnúpverjahreppi, sími 99-6079. Sólveig Ólafsdótir, Grund, Hrunamannahreppi, sími 99-6613. Sigurður Bjarnason, Hlemmiskeiði, Skeiðum.sími 99-6532. Páll M. Skúlason, Kvistholti, Biskupstungum, sími 99-6904. Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni, sími 99-6116. Kaupfélag Árnesinga, bókabúö, Selfossi, sími 99-1201. Þórgunnur Björnsdóttir, Þórsmörk 9, Hveragerði, sími 99-4235. Oddný Steingrímsdóttir, Stokkseyri, sími 99-3246. Þuríður Þórmundsdóttir, Túng. 55, Eyrarbakka, sími 99-3175. Bóka- og gjafabúðin, Þorlákshöfn, sími 99-3925. Magnús Ingólfsson, Staðarhrauni 19, Grindavík, sími 92-8319. Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, Höfnum, sími 92-6919. Jórunn Guðmundsdóttir, Hlíöarg. 31, Sandgerði, sími 92-7601. Ingveldur Jónsdóttir, Gerðum, Garði, sími 92-7085. Jón Tómasson, Vatnsnesvegi 11, Keflavík, simi 92-1560. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Vogum, Vatnsleysustr., sími 92-6593. Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókab. Oliv. Steins, Hafnarf., sími 50045. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðabæ. sími 42720 SÍBS-deildin, Vífilsstöðum, sími 42800. Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi, sími 42630. Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 625966.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.