NT - 28.12.1984, Blaðsíða 9

NT - 28.12.1984, Blaðsíða 9
Utvarp og sjónvarp nýársdag kl. 13. dag kl. 15.30: Verk- stæði jóla- sveinanna - barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner ■ Á nýársdag kl. 15.30 verö- ur flutt í útvarpinu barna- leikritiö Verkstæði jólasvein- anna eftir Thorbjörn Egner í þýöingu Huldu Valtýsdóttur. Jólasveinarnir eru önnum kafnir á verkstæðinu sínu viö að útbúa jólagjafir handa börnunum þegar tvo óvænta gesti ber að garöi. Leikendur eru: Helgi Skúla- son, Brynja Benediktsdóttir, Klentens Jónsson, Helga Val- týsdóttir, Indriði Waage, Þor- gríntur Einarsson og Bessi Bjarnason. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Leikritið var áður flutt árið 1958. ■ Norski barnaleikrita- höfundurinn Thorbjörn Egner hefur skenunt niörgum kyn- slóöum íslenskra barna með leikritum sínum, og viröast vinsældir þeirra síst fara minnkandi. Sjónvarpnýárs nóttki. 0.05 Næturbíó! ■ Sú nýbreytni verður hjá sjónvarpinu um þessi áramót, að í stað þess aö þagna að afloknu ávarpi útvarpsstjóra og klukknahringingu til að hringja gamla árið út og hið nýja inn, verður boðið upp á grínmyndina Handagangur í öskjunni (High Anxiety) og hefst sýning hennar 5 mínútum eftir miðnætti. Með aðalhlutverk fara Mel Brooks, Madeline Kahn, Clor- is Leachman, Harveg Korman og Ron Careg. Mel Brooks leikstýrir einnig. Myndin er bandarísk frá ár- inu 1977. Þýðandi er Jón Gunnarsson. Rás 2 um áramót: Næturútvarp á nýársnótt - og engin útsending á nýársdag ■ Á nýársnótt verða Rás 1 og Rás 2 samtengdar kl. 2, að aflokinni áramótagleði út- varpsmanna, Stuðmanna og landsmanna sem Jónas Jónas- son kynnir á Rás 2. Næturút- varpið stendur síðan til kl. 5 um morguninn og hefur Einar Gunnar Einarsson heiðurinn af stjórn þáttarins. Við spurð- um Einar, hvort ekki stæði til að hafa eitthvað sérstakt á boðstólum þessa nótt. „Það stendur til að hafa þetta svolítið spes. Nú iiggur fyrir að Rás I verður ekki með sitt hefðbundna áramóta- skaup, svo aö Rás 2 verður að fylla upp í skaróið að eins miklu leyti og hægt er,“ segir Einar Gunnar. „Það sem við veröum með er sambland af hefðbundnu næturútvarpi héð- an með dúndrandi stuðmúsík og látum eins og búast má við að falli fólki í geð á þessari nóttu, í bland við skemmtiefni og einhverja spaugsemi von- andi. Þetta verður samt ekki í líkingu við neitt „áramóta- skaup“ út af fyrir sig, heldur verður skotið inn í léítum skemmtiatriðum og bullþátt- um, en auðvitað er þetta undir- búið.“ Skemmtikraftarnir verða innanhússfólk, og er ekki að vita nema þar uppgvötvist ein- hverjir, sem ekki hafa áður lagt þá kúnst fyrir sig. En að auki heyrist í Stuðmönnum, útvarpað beint frá dansiballi, sem þeir verða með í Sigtúni þetta sama kvöld. Ballið kalla þeir Poppminjasafnið og er eins konar kveðjuhátíð dans- hússins Sigtúns, en þar mun innan skamms eiga að setja upp teppaverslun. Einar Gunnar verður einn um að stýra næturvaktinni, ásamt tæknimanni. Yfirleitt eru tveir um stjórnina á lengri næturvöktum, segir Einar Gunnar, en honum vex ekkert í augum að stýra þessari nætur- vöku einn, „þetta verður að svo stórum hluta það sem við köllum pródesúrað efni, þ.e. skemmtiinnskot, og þar af leið- andi verður þetta ekki svo mikið mál. l Föstudagur 28. desember 1984 9 I LlL Útvarp — Sjónvarp Avarp for- seta Islands ■ Á nýársdag kl. 13 flytur forseti fslands okkur boðskap sinn að venju í útvarpi og sjónvarpi. Það verður að auki flutt á táknmáli í sjónvarpi. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, hefur haft þann sið að bjóða þjóðinni inn á heimili sitt á Bessastöðum þennan dag og þykir mönnum gott að hlýða á mál hennar eftir, í mörgum tilfellum,anna- sama nótt. Því fylgir viss friðsæld, sem er gott veganesti fyrir byrjandi ár. ■ Vígdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flytur þjóðinni boð- skap sinn á nýársdag. ■ Einar Gunnar Einarsson heldur uppi fjörinu á Rás 2, með aðstoð góðra tnanna, á næturvöku á nýársnótt. Þriðjudagur 1. janúar Nýársdagur 9.30 Sinfónía nr. 9 í d-moll op. 125 eftir Ludwig van Beethoven flytj- endur: Anna Tomowa-Sintow, Agnes Baltsa, Peter Schreler, José van Dam, Söngfélag Vinarborgar og Fílharmoniusveitin i Berlín; Herbert von Karajan stj. Þorsteinn Ö. Stephensen les þýðingu Matthi- asar Jochumssonar á „Öðinum til gleðinnar" eftir Friedrich Schiller. 11.00 Messa í Dómkirkjunni Biskup fslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, prédikar. Organleikari: Mar- teinn H. Friðriksson. Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Ávarp forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur - Þjóð- söngurinn. - Hlé. 13.35 Blásinnerlúðurog málmgjöll slegin. Umsjón: Knútur R. Magn- ússon. 14.30 Hamingjan sanna! Nýársgleöi Rikisútvarpsins á Akureyri. Tónlist: Ingimar Eydal. Umsjón: Jónas Jónasson. (RÚVAK). 15.30 Barnaleikritið: „Verkstæði jólasveinanna" eftir Thorbjörn Egner i þýðingu Huldu Valtýsdótt- ur. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: Helgi Skúlason, Brynja Benediktsdóttir, Klemenz Jónsson, Helga Valtýsdóttir, Ind- riði Waage, Þorgrimur Einarsson og Bessi Bjarnason. (Leikritið var áðurflutt 1958). 16.00 Tónleikar 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ferðin til íslands Umsjón: Pétur Gunnarsson rithöfundur. 17.20 Á tónleikum i Ludwigsborg- arhöll Kynnir: Marta Thors. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.25 Ár tónlistarinnar í Evrópu - 1985 1. Árni Kristjánsson, formaö- ur islensku Nomus-nefndarinnar flytur ávarp. 2. Páll ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík Passacagliu i c-moll eftir Johann Sebastian Bach. 20.00 Nýársútvarp unga fólksins Stjórnandinn Hörður Siguröarson og gestir hans ræða um liðið ár og framtiðina. 20.40 Guðbrandsbiblía 400 ára Frá hátíðarsamkomu i Háskólabíóí 29. desember. Dr. Sigurbjörn Einars- son biskup flytur setningarávarp. Helgi Þorláksson sagnfræðingur heldur erindi „Island á 16. öld" og Jónas Gislason dósent talar um Guðbrand biskup Þorláksson og útgáfustarf hans. Lesnirverðatext- ar með malfari Guðbrandsbiblíu og nýjustu biblíuútgáfunni til samanburðar. Tónlist m.a. frá 16. öld. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Upprisan", sinfónía nr. 2 i c-moll eftir Gustav Mahler Flytj- endur: Edith Wiens, Jessye Norman, Tónlistarfélagskórinn i Vinarborg og Sinfóniuhljómsveitin i Boston; Seiji Osawa stj. (Hljóðrit- að á tónleikum í Salzburg s.l. sumar). Kynnir: Jón Örn Marinós- son. 23.45 Dagskrárlok. Þriðjudagur 1. janúar1985 nýársdagur 13.00 Ávarp forseta íslands. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, flytur nýársávarp sem siðan verður endursagt á táknmáli. 13.20 Innlendar og erlendar svip- myndir frá liðnu ári. Endurteknir þættir frá gamlárskvöldi. 14.35 Selda brúðurin Gamanópera i þremur þáttum eftir Bedrich Smet- ana sviðsett af tékkneska sjón- varpinu. Leikstjóri F. Filip. Aðal- hlutverk: Peter Dvorský, Gabriela Benackova ásamt R. Novák, J. Jindrák og M. Vesela. Sögusvið óperunnar er í smábæ í Bæheimi um miðja nítjándu öld. Hún er um unga elskendur og brögð sem þeir verða að beita til að fá að eigast. Þjóðlög og þjóðdansar frá Tékk- óslóvakiu gefa þessari óperu sér- stakan blæ. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 16.55 Hlé 19.25 Sú kemur tið. Sjötti þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum um geimferða- ævintýri. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. Lesari með honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Mansöngvar. Hamrahliðarkór- inn syngur ítalska og enska ma- drigala frá 16. og 17. öld. Kórstjórn Þorgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upp- töku: Þrándur Thoroddsen. 21.00 Á ferð um Island. Danska skáldið Martin A. Hansen (1909- 1955) ferðaðist í jeppa víðsvegar um Island ásamt málaranum Sven Havsteen-Mikkelsen vorið og sumarið 1952. Sumarið 1984 fóru danskir sjónvarpsmenn um sömu slóðir og öfluðu efnis í þennan þátt sem byggður er á ferðabók Martins A. Hansens. Umsjónarmaður Else Lidegaard. Þýðandinn, Jón Gunn- arsson, hefur stuðst við þýðingu Hjartar Pálssonar á bókinni „Á ferð um island" sem nýlega er komin út. (Nordvision - Danska sjónvarp- ið) 21.55 Fanny og Alexander. Þriðji hluti. Sænsk sjónvarpsmynd í fjór- um hlutum eftir leikstjórann Ingmar Bergman. Þýðandi Jóhann Þráins- dóttir. Lokaþátturinn er á dagskrá föstudagskvöldið 4. janúar. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið) 23.00 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.