NT - 28.12.1984, Blaðsíða 6
Föstudagur 28. desember 1984 6
Páll Sigurjónsson Galtalæk:
Svar við grein
Bolla Héðinss.
■ Þaö er tilefni þessara lína,
að í N.T. II. des. s.l. birtist1
grein eftir Bolla Héðinsson,
undir yfirskriftinni „Hækkum
vextina".
í upphafi greinar sinnar spyr
Bolli eitthvað á þessa leið;
Hvenær þaö hafi hætt að vera
dyggð að spara, og hverjir cigi
að jána ef allir skuldi?
Agætar spurningar og að
mér finnst nokkuö auöveldar í
svörum.
Vitanlega cr, eins og alltaf
hefur veriö, dyggö að. spara,
og væri margt öðruvísi í okkar
þjöðfélagi ef þaö hefði veriö
gert í ríkari mæli en staðreynd-
ir vitna um.
Ég vil taka það fram nú
þegar, að það er ekki af nein-
um fjandskap viö fjármagns-
eigendur, að ég tel hækkun
vaxta hrcint ekki af því góða.
Heldur hitt að fjármagnskostn-
aöur er þvílík hyröi, að undir-
stöðuatvinnuvegirnir fá ekki
undir henni risiö. Svo dæmi sé
tekið, þá var keyptur togari til
landsins árið 1981 á um 50
milljónir, en sá er nú í skuld,
sem ncmur rúmléga fimmfaldri
þeirri upphæð, þrátt fyrir að
vera toppskip í afla.
Mér virðist aö hækkaðir
vextir hefðu síst bætt þar um.
Þcssi togari ereinn þcirra, sent
ekki geta fengið aðstoð nú,
hann skuldar of niikið til að
réttlætanlegt sé talið að hjálpa
uppá sakirnar.
Nú er það staðreynd að
sumar atvinnugreinar geta
borgað vexti af lánsfé sínu,
jafnvcl þó vextir yrðu hærri en
nú eru á verðbréfum. En að
miða vexti viö það, hvað ein-
stakar þjónustugreinar geta
hæst goldið, er vitanlega hrein
uppgjöf við að stjórna fjár-
ntagninu. Ef hinsvegar vextir
hefðu verið hærri, svo nokkru
næmi, mætti spyrja: Hefði
nokkur togari sloppið við opin-
bert uppboð? Það getur eki
gengið að draga eitt atriöi útúr
myndinni, og leggja útaf því,
eins og klerkur ritningargrein.
Þá vil ég aðeins koma að
landbúnaðinum. Staða hans er
á sama háft og sjávarútvegsins
slík aö stórhækkaðir vextir
þýða aðeins rekstrarstöðvun.
Það gildir einu hvort lánin fást
eða ekki, ef þau eru svo dýr að
undirstöðuatvinnuvegirnir
geta ekki greitt þann kostnað,
sem af lántöku leiðir. Hvoru-
tveggja þýðir óhjákvæmilega
stöðvun þcirra, eða hækkaðan
framleiðslukostnað, sem að-
eins verður mætt með liækk-
uðu vöruverði. En sá böggull
fylgir skammrifi að ekki veröur
séð að markaðirnir þoli hærra
vcrð en nú gerist. Það er alveg
Ijóst að cinn snarasti þátturinn
í okkar efnahagsvanda, er að
við höfum ekki gætt þess að
halda öllum tilkostnaði í lág-
marki. Það er alveg sama
hvernig við reynum að sann-
færa okkur um hið gagnstæða.
Verðmætasköpunin er að lang-
mestu leyti upprunnin í land-
búnaði og sjávarútvegi. Þess
vegna eru allir póstar sem bætt
er á frumgreinarnar til þess
eins fallnir að rýra lífskjör
almennings. Það þýðir, and-
stætt niðurstöðum Bolla, aukin
útgjöld heimilanna. Og þar
sém ég trúi því að launafólki
gangi nógu illa að láta enda ná
saman nú þegar, þá yrði sú
hækkun, sem hlýst af ránvöxt-
um, sennilega til þess, að fólk-
ið mætti leggja öll fögur áform
um dyggðir þær, sem báðir tala
um og kalla sparnað á hilluna.
Ég vil lýsa þeirri skoðun
minni, að raunvextir eru þeir
einir, sem undirstöðuatvinnu-
vegirnir geta skilað. Allir vext-'
ir umfram það eru ránvextir,
sem byggjast á því að verð-
myndunarkerfið er eitthvað úr
lagi gengið. Annar þáttur, sem
áhrif hefur á möguleika til
hávaxtagreiðslna, er umsetn-
íngarhraði á því fé sem að láni
hefur verið tekið. T.d. getur
matvöruverslun margendur-
nýjað sinn lager á sama tíma
og t.d. tilbúinn áburður, fer
einu sinni í gegn. En áburður
keyptur að vori skilar ekki arði
fyrr en (svo sauðfjárbú sé tekið
til dæmis) cinu og hálfu ári
síðar. Þ.e.a.s þegar lömbun-
um, sem urðu til veturinn, sem
heyið var gefiö, er slátrað og
kjötið selt neytendum.
Eitt af því sem hafa verður
í huga þegar vextir eru ákveðn-
ír, er hvort við ætlum okkur að
lifa hér í landi sem sjálfstæð
þjóð. Með því að lcggja sí-
auknar byrðar á frumatvinnu-
vegina, göngum við þannig frá
■ Páll Sigurjónsson
málum, að þeir verða þess
ekki megnugir að bera uppi
þau Iífskjör, sem við
krefjumst.
Það mætti því spyrja svo: Er
það tilviljun að launatekjur
féllu hér á landi, með raun-
vaxtastefnunni svonefndu, á
þessu og síðastliðnu ári að við
getum farið að öfunda ítali af
sínum kjörum?
Sannleikurinn er auðvitað
sá, aö vaxtahækkanirnar hafa
orðið svo hrikalegar, að engu
tali tekur. í um það bil 120%
veröbólgu um mitt síðasta ár
voru vextir um 60%, í ca. 15%
verðbólgu, í október voru
vextir hinsvegar a.m.k. 20%.
Við skulum sannanlcga vona
að ríkisstjórninni auðnist að
Bolli Héðinsson
Hækkum vextina!
Um fomar dyggðir og nýjar
Á þe&sum sídustu og verstu
tímum þegar horft er uppá
hvernig þjóðin er að skiptast (
tvennt, ríka Islcndinga og fá-
Ueka, þá vona ég samt sem
áður að ekki sé svo illa komið
fyrir nokkrum, að hann verði
að lifa á lánum til að draga
fram lífið. Að cnginn þurfi að
lifa af bankalánum til að sjá sér
og sínum farborða. Enda vzrí
þá um vftahring að ræða sem
erfitt væri að komast úr, því
augaleið gefur að þeir hinir
sömu einstaklingar munu þá
heldur ckki ciga fvrir afborg-
ununi1* jfc»a—
■ Hvenær hætti það að vera
dyggð á Islandi að spara fé i
stað þess að skulda það?
Hverjir eiga að lána ef allir
skulda?
Er nema von að spumingar
af þessu tagi leiti á, þegar
umræðan um vexti og vaxta-
pólitík hefur snúist svo gjör-
samlega við, að allír eru löngu
bættir að tala um „garnla
fóikið'' og það dyggðum
prýdda fólk sem sparaði og lét
fé sitt brenna á verðbólgubál-
inu. Nú bcr enginn hag þessa
fólks fyrir brjósti lengur, því
• 'ifA--' Vl»r- HvonA,,,
rneð afföllum, þá má alltaf
fjárfesta t.d. í fasteignum eða
öðrum cignum, scm munu
vcrðtryggja fjármuni sparifjár-
eigenda, og það vel.
Hvort álíta menn nú heppi-
legra, að láta sparifjárcigendur
vera á stöðugum flótta með
spanf^^^^^^^^lækkun-
■ Bolli Héðinsson
halda verðbólgunni í skefjum,
því ef hún færi í sama farveg
og hún var, þá mættum við
búast við 160% vöxtum, en ef
þú réðir Bolli minn, að minnsta
kosti 200%.
Ef það er rétt að líta til
baka, og skoða í Ijósi sögunnar
þær aðgerðir, sem hélst var
beitt í efnahagsmálum, og á-
hrif þeirra hverju sinni, kemur
í Ijós að einhverjar best heppn-
uðu aðgerðir eru gerðar í
fjármálaráðherratíð Eysteins
Jónssonar. Og ef þú lest nú
sögu hans muntu sjá að það
urðu önnur vopn fyrir hendi en
hávaxtastefna og frjálshyggja.
Það getur þurft að þora að
grípa til ráðstafana, sem ekki
er víst að öllum líki, til þess að
vernda sjálfstæði þjóðarinnar.
Barátta framsóknarmanna
var þá sú að efla íslenska
framleiðslu. Það var gert m.a.
með því að spara gjaldeyri
eftir föngum, og stuðla að upp-
byggingu innlends iðnaðar. Þá
var ekki spurt hvert fjármagnið
sækti til ávöxtunar.
Það var lagt allt kapp á að
stjórna fjármagninu. En
stjórnun þess er forsenda þess
að við geturn lifað hér sem
frjáls þjóð í frjálsu landi.
Þess vegna verður að meta
greiðsluþol undirstöðuatvinnu-
veganna og haga verði á lánsfé
samkvæmt því. Ef það er ekki
gert verða aurar sparenda
næsta lítils virði. því peningar
eru aðeins ávísun á verðmæti.
Þess vegna einskis virði ef
verðmætasköpunin er drepin í
dróma.
Páll Sigurjónsson
Galtalæk
Frá Náttúru-
verndarráði:
Fiskeldi og
náttúruvernd
■ Á undanförnum árum hafa
verið settar á stofn fjölmargar
fiskeldisstöðvar hérlendis og
er Ijóst, að allmargar stöðvar
eru nú í undirbúningi, sumar
hverjar mjög stórar.
í þessu sambandi telur Nátt-
úruverndarráð nauðsynlegt að
minna á 29. grein laga um
náttúruvernd, sem hljóðar svo:
„Valdi fyrirhuguð mann-
virkjagerð eða jarðrask hættu
á því, að landið breyti varan-
lega um svip, að merkum nátt-
úruminjum verði spillt eða
hættu á mengun lofts eða lagar,
er skylt að leita álits Náttúru-
verndarráðs, áður en fram-
kvæmdir hefjast. Ef það er
vanrækt, getur Náttúruvernd-
arráð krafist atbeina lögreglu-
stjóra til aö varna því, að verk
verði hafið eða því fram
haldið. Virkjanir, verksmiðjur
og önnur stór mannvirki skulu
hönnuð í samráði við Náttúru-
verndarráð. Sama gildir um
vegalagningu til slíkra mann-
virkja. Nánari fyrirmæli
samkv. þessari grein setur
menntamálaráðuneytið í
reglugerð."
Ekki fer á milli mála, að
þetta ákvæði í náttúruverndar-
lögunum á við klak-, eldis- og
hafbeitarstöðvar. Slíkum
stöðvum fylgir ætíð jarðrask,
mismikið að sjálfsögðu; Frá-
rennsli frá slíkunt stöðvum er
mjög mengað lífrænum leifum.
og getur þessi mengun á stund-
um verið varhugaverð. Merkar
náttúruminjar eru víða urn
land og er augljóst að þeim
getur stafað hætta af fiskeldis-
stöðvum, sem oft er valinn
staður á ströndum eða í fjarð-
arbotnum þar sem er auðugt
og fjölbreytt lífríki.
Á næstunni kemur út endur-
skoðuð útgáfa náttúruminja-
skrár, hin 4i í röðinni, sem
Náttúruverndarráð hefur sett
saman. Tilgangur
náttúruminjaskrárinnar er að
gefa „heildaryfirlit yfir þau
svæði eða staði sem hafa
eitthvað það til að bera sem
þjóðinni er mikils virði að eiga
og vart eða ekki verður bætt,
sé því raskað. Slík skrá markar
m.a. stefnu í friðlýsingarmál-
um, og undirbýr jarðveginn
fyrir viðræður rétthafa um þau
efni. Það er og mikilvægt fyrir
þá, sem leggja á ráðin um ný
mannvirki og hverskonar
breytingar á landi, að vita hvar
síst má raska náttúrunni, um
leið er henni ætlað að vera
leiðarvísir varðandi skipulag
og nýtingu lands."
Því miður hefur orðið tals-
verður misbrestur á því, að
forsvarsmenn fiskeldisstöðva
hafi leita álits Náttúruverndar-
ráðs áður en stöðvar eru reistar
eins og þeim ber þó skylda til
samkvæmt lögum. Þess eru
jafnvel dæmi að fiskeldisstöðv-
ar séu reistar á svæðum sem
eru á náttúruminjaskrá og
styrktar af opinberum sjóðum
án þess að leitað hafi verið álits
náttúruverndarráðs, eins og
lög gera ráð fyrir.
Tekið skal fram, að þegar
leitað hefur verið álits Náttúru-
verndarráðs vegna fiskeldis
hefur ráðið í flestum tilvikum
ekki gert athugasemdir við
staðsetningu eða rekstur
stöðvanna. í öðrum tilvikum
hafa framkvæmdaaðilar og
Náttúruverndarráð komið sér
saman um ýmis atriði. þannig
að báðir hafa vel við unað. Til
undantekninga heyrir að fram-
kvæmdaaðilar séu ófúsir til þess
að virða óskir Náttúruvendar-
ráðs um að sérstökum svæðum
eða stöðum sé hlíft við raski
eða mengun.
Náttúruverndarráð vill hér
með eindregið hvetja alla þá,
sem eru með fiskeldisstöðvar í
uppbyggingu eða undirbún-
ingi, en ekki hafa leitað til
Náttúruverndarráðs að gera
það hið fyrsta. Jafnframt er
skorað á þá, sem nú starfrækja
fiskeldisstöðvar án þess að til-
skilið samráð hafi verið haft
við Náttúruverndarráð að hafa
þegar samband.
Það er þjóðinni fyrir bestu
að leitast sé við að sú starfsemi
sem hún rekur taki mið af
þeim lögmálum sem landið
setur.