NT - 21.01.1985, Síða 1
10þúsund
hringja
daglega
í núil þrjá
- sjá bls. 5
Búseti
fæ r
lái i
sjá bls. 3
Vetur konunqur
tekur völdin
* * ■
■
■ Eftir eindæma veöur-
blídu og hlýindi undanfarið
hefur Vetur konungur á ný
tekið völdin.
Færð hefur spillst á fjall-
vegum norðan lands og aust-
an og frosthörkur gengið f
garð um allt land.
Veðurguðirnir skörtuðu
sinu fegursta í Reykjavík og
og skautasvell er á ný komið
á Tjörnina. Móðir, barn og
huiidur voru þar á ferð i
vetrarsólinni þegar Ara,
Ijósmyndara NT bar þar að,
og siiiellti hann af þcssari
mynd í síðdegissólinni.
Ölvaðir ökumenn:
0kua2
staura
■ Tveir ölvaöir ökumenn óku
á staura á götum Reykjavíkur
aðfaranótt laugardagsins. í öðru
tilvikinu var bíl stolið frá liúsi
við Laufásveginn og rakst hann
á staur þar skammt frá. Öku-
maður hélt þó áfrant feröinni og
fannst híllinn við Happdrætti
Háskóla íslands í Tjarnargötu
og í honum voru tveirgóðkunn-
ingjar lögrcglunnar, vel við
skál. Hinn bíllinn lenti á staur
viö Eskitorg og eyðilagðist híll-1
inn í árekstrinum.
Haraldur Olafsson:
4-5 mál gætu gefið til
efni til stjórnarslita
Haraldur Ólafsson þing
maður Framsóknarflokksins
sagði á almennum stjórnmála-
fundi í Reykjavík í gær að það
væru 4-5 mál sem gætu nú valdið
stjórnarslitum. Stjórnarslit
væru hins vegar ekkert sjálfgef-
in þar sem menn teldu stjórnina
ekki hafa lokið meginverkefni
sínu að stöðva verðbólguna og
koma atvinnumálum á fastan
grunn.
Málin sern Haraldur nefndi
voru húsnæðismál, utanríkis-
mál. útvarpslögin, vaxta- og
verðbólgumál og kjaramál. „Ef
ekki næst samstaða um þau mál
sem Framsóknarflokkurinn
lcggur frant á næstu vikum þá
gæti þaö orðið Framsóknar-
flokkurinn en ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn sem Itcfði frumkvæði
að stjórnarslitum, sagði þing-
maöurinn. Sjá frétt bls. 3.
NT viðtal við Arnar
Jensson nýjan yfirmann
fíkniefnalögreglunnar
- sjá bls. 4
Þingvellir:
Maður tekinn
í sumarbústað
■ Lögreglan á Selfossi hand-
tók í gær mann, sem hafði
komið sér fyrir í sumarbústað
á Þingvöllum. Maðurinn, sem
er gamall kunningi lögreglunn-
ar, var færður til Reykjavíkur,
þar sem hann verður yfir-
heyrður af Rannsóknarlög-
reglu ríkisins í dag.
Þetta er í þriöja sinn. sem
lögreglan handtekur óboðinn
ge*st í sumarbústöðum í Þing-
vallasveitinni. Á föstudagfóru
menn frá RLR og Selfosslög-
reglunni austur með mann,
sem var handtekinn fyrr í vik-
unni og var hann látinn benda
á bústaði, þar sem útigangs-
menn höfðu viðhafst. Maður-
inn var síðan úrskurðaður f
gæsluvarðhald á föstudag.
■ Nýr Kvndill kom til landsins í gær og þegar í gærkvöldi fór hann með fyrsta olíuskammtinn
austur á firði, þar sem loðnubræðslur eru á síðustu dropunum. NT-mynd ah.
■íXVX n
Nýtt olíuflutningaskip kemur til landsins:
„Gerir allaolíu-
dreifingu öruggari“
- segir Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís
■ Nýtt olíuflutningaskip,
Kyndill, í eigu olíufélaganna
Olís og Skeljungs, kom í fyrsta
sinn til hafnar í Reykjavík um
hádegisbilið í gær. Skipiö verð-
ur fyrst og fremst notað til
olíu- og bensíndreifingar á
innanlandshafnir og leysir það
gamla Kyndil af hólmi í þeim
verkefnum. Nýja skipið liélt í
fyrstu ferð sína í gærkvöldi og
var haldið austur á land með
gasolíu, svartolíu og bensín,
en þar eru loðnubræðslur á
síðustu olíudropunum. Kynd-
ill hinn nýi er einnig búinn út
til lýsisflutninga.
Nýi Kyndill tekur tvö þús-
und tonn af olíu, sem er helm-
ingi meira en eldra skipið gat
flutt, og hann er geysilega
fullkominn.
„Þetta gerir alla olíudreif-
ingu öruggari og það á ekki
þess vegna að verða olíulaust
neins staðar, eins og hefur
gerst á loðnuvertíðinni fyrir
austan, þar sem við höfðum
ekki undan með gamla skip-
inu," sagði Þórður Ásgeirsson
forstjóri Olís í samtali við NT
í gær.
Kyndill var keyptur frá Nor-
egi og þar var hann einnig
smíðaður, árið 1982. Kaup-
verðið var 122-23 milljónir
króna.
Allt um íþróttaatburði helgarinnar bls. 19-24