NT - 22.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 22.01.1985, Blaðsíða 4
Rætt við sr. Robert Bradshaw, prest í Breiðholti 1 Þriðjudagur 22. janúar 1984 4 L Fréttir s „Eg var aö rabba við stóran hóp unglinga í Austurstræti eitthvert laugar- dagskvöldið þegar Iögreglubifreið bar þar að. Margir krakkanna voru auðvitað drukknir en maður verður að líta fram hjá því, það er ekki mitt að dæma. Þegar tveir lögreglumannanna komu til að athuga hvað þarna væri um að vera, riðlaðist hópurinn og þeir komu auga á mig. - Halló - sagði ég. Þeir urðu hálf vandræðalegir og voru greinilega hissa að hitta þarna prest á þessum tíma dags,“ sagði sr. Robert Bradshaw, kaþólskur prestur sem starfar hér á landi. ■ Sr. Robert Bradshaw fvrir utan nýju kirkjuna í Breiðholti. Kaþólsk kirkja í Seljahverfinu „Fyrst eftir aö ég kom til íslands fór ég niður í miðbæ á hverju föstudags-og laugar- dagskvöldi, til að tala við ung- ingana. Þauvoru mjög hissa í fyrstu. - Hvað er kaþólskur prestur að gera hér? Mig lang- ar til að tala við ykkur um guð, sagði ég. - í Austurstræti? Já, svaraði ég, hvað er athugavert við Austurstræti? Ég varð þess fljótlega var að þau höfðu gaman af þessu.“ Iri að ætt og uppruna Þessi hressi og alúðlegi prestur er fæddur og uppalinn í Tiparery á írlandi, einn af tíu systkinum. Faðir lians var síátrari en móðirin vann heima eins og flestar írskar húsrnæð- ur, enda heimilið þungt og ekki alltaf úr miklu að moða. Menntun sína hlaut hann hjá kaþólskum trúbræðrum sem önnuðust barnakennslu ásamt nunnum. „Enska ríkið kostaði ekki skólagöngu írskra barna í þá daga.“ Síðan lagði hann stund á prestnám í klausturskóla. Slíkt nám tekur a.m.k. 6-8 ár og megináherslan lögð á sjálfs- stjórn og trúarlega einbeit- ingu. Faglega námið er númer tvö. „Ég þjónaði fyrst í Dublin í nokkur ár og síðan í Eng- landi, Ameríkuog Afríku. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig. Kaþólskirprestareruyfir- leitt mikið inni í daglegu lífi sóknarbarna sinna. A Irlandi t.d. er mjög algengt að prestar séu formenn í þeim klúbbum sem eru á staðnum svo sem fótboltaklúbbum o.s.frv. Við eigum að vera mitt á meðal fólksins. Það var einmitt þessvegna sem ég fluttist hingað í Breið- holtið. Hér býr margt fólk cg flestar ungu fjölskyldurnar eru hér. Enda var ekki liðin vika þegar ég sannfærðist um að ég væri á réttum stað, því síminn stoppaði ekki og hér hefur verið stöðugur straumur af börnum síðan við komum. Húsið er öllum opið. Fólk Enn er mikið eftir að gera innanhúss, en reiknað er með að taka kirkjuna í notkun í mars n.k. NT-myndir: Róbert rís leitar oft til mín vegna erfið- leika í hjónabandi. áfeng- isvandamála, ef það hefur ein- hverjar áhyggjur o.m.fl. Þó að hér sé ekki mjög mikið af kaþólikkum skiptir það ekki máli ef við getum orðið ein- hverjum til hjálpar. Þá er til- gangnum náð.“ Aðstaða í Fellahelli Síðastliðin sex ár hefur sr. Bradshaw haft aðstöðu til messuhalds í Fellahelli, félags- miðstöð Æskulýðsráðs. „Eg mun alltaf vera þakklátur fyrir þær móttökur sem við fengum hjá Bæjar- og æskulýðsráði. Við fengum strax aðstöðu til að messa og kenna eins og ekkert væri sjálfsagðara. Margir virtust vera ánægðir með að hafa kaþólskan prest hér í Breiðholti. Margir lúthers- trúarmenn koma í messur til okkar. Mér finnst oft eins og íslendingar séu svolítið „kaþólskt þenkjandi", ef svo má segja. Það er eins og mörg- um falli vel kaþólska messu- formið sem er töluvert öðruvísi en hið lútherska. Sérstaklega verður maður var við þetta á stórhátíðum svo sem jólum og páskum. Ég var líka oft hissa þegar ég bað um að fá að heimsækja skólana og tala við börnin ef einhver vildi hlusta. Það var alltaf sjálfsagt. Enginn sagði nokkurntíma nei. Þetta myndi aldrei gerast í Englandi, nema í kaþólskum skóla auðvitað. Viðbrögð unglinganna eru líka mjög jákvæð í garð okkar, ég veit ekki hvers vegna. Ég var svolítið hissa á því. Það er ef til vill vegna áhuga á ykkar gömlu trúarbrögðum. Eða kannski bara vegna þess að ég er frá írlandi og eitthvað for- vitnilegur, en að minnsta kosti taka þau mér mjög vel. Ný kirkja í Seljahverfinu í Breiðholti er nú að rísa ný kaþólsk kirkja sem rúma á um 120 manns fullbúin. Hún er byggð á lóð sem Reykjavíkurborg lét í skiptum fyrir hluta af landi Landakots. Hannes Kr. Davíðs- son, arkitekt, teiknaði húsið. Byggingarframkvæmdir hófust í árslok á síðast liðnu ári og verður það að öllum líkindum tekin í notkun í mars nk. Þessi kirkja sem nefnd verð- ur Maríukirkja er önnur kaþólska kirkjan sem reist er hér á landi. Hin er Kristskirkja í Landakoti en auk þeirra eru kapellur í Hafnarfirði, á Akur- eyri og víðar. Safnað erlendis Kostnaður við kirkjubygg- inguna í Breiðholti er áætlaður um 10 milljónir ísl. króna. Þar sem kaþólikkar hér á íslandi munu ekki vera nema um 1700 er verkið að langmestum hluta fjármagnað með söfnunarfé erlendis frá, aðallega frá Þýskalandi og Hollandi. Sr. Bradshaw var s.l. sumar í ír- landi með söfnun vegna þessa og einnig í USA. „Fólkið heima í Tiparery hafði mikinn áhuga þegar það frétti að ég var að safna fyrir kirkju á íslandi. Þeir eru alltaf áhugasamir um ísland því við erum svo skyldar þjóðir. Hingað komu írskir munkar snemma á öldum, auk þess sem margir Islendingar eru komnir af írum. Þó að fólkið þarna sé yfirleitt fremur fátækt vildi það gjarnan styrkja okkur til að reisa kirkju. Einn gaf pund, annar tvö og svo framvegis. Ein konan hafði ætlað að fá sér nýtt gólfteppi en sagði svo að fyrst það hefði dugað hingað til þá gæti það eins enst nokkur ár í viðbót. Það skiptir ekki máli hversu fátæk við erum, alltaf eru ein- hverjir verr staddir en við. lslenskir trúbræður okkar hafa styrkt okkur vel. Auk þess höfum við líka fengið gjafir frá fólki sem er í þjóð- kirkjunni. En það er ennþá verið að safna. Það er dýrt að byggja. Ástæðan fyrir því að við getum haldið uppi þetta miklu safnaðarstarfi er msðal annars sú að hér eru oftast einhverjir sjálfboðaliðar, frá írlandi t.d. Þetta fólk sem fær leyfi frá störfum í 1-2 ár til að starfa fyrir kirkjuna. Þau vinnamikið starf hér.“ Að lokum inntum við sr. Robert Bradshaw eftir því hve lengi hann myndi dvelja hér á landi. „Til frambúðar vona ég. Hér er minn staður." Texti: Hallur Björgvinsson Myndir: Róbert Ágústsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.