NT - 22.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 22.01.1985, Blaðsíða 1
Undirmenn: Verkfallsboð- un heimiluð ■ Samkvæmt heimildum NT samþykkti trúnaðar- mannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur, á fundi sínum í gær, að veita samninganefnd félagsins heimild til að boða til verkfalls undirmanna á farskipum. Samningaviðræður undir- manna og viðsemjenda þeirra hafa staðið í nokkurn tíma, og varð nokkur árangur af fundi þeirra í gærdag, en nýr fundur var boðaður kl.8:3() í morgun. Ekki tókst að ná í Guðmund Hallvarðsson, formann Sjó- mannafélagsins í gærkvöld. Akureyringar huga að útgáfu dagblaðs Fjölgar Dagur útgáfudögum úr þremur í fimm? ■ Fundur starfsfólks og stjórnar blaðsins Dags á Akureyri mun ræða möguleika á að fjölga útgáfudögum blaðsins nú í vikunni, að sögn Jóhanns Karls Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dags. Sagði Jóhann að þar yrðu hugsanlegar leiðir kynntar, en ákvarðana þar að lútandi væri ekki að vænta fyrr en eftir stjórnarfund í febrúar n.k. Dagur kemur nú út þrisvar í viku, auk Dagsbrots, aukablaðs sem inniheldur dagskrá útvarps og sjónvarps og auglýsingar. Blaðamenn Dags eru fjórir og einn í hlutastarfi, en alls eru 23 á launaskrá hjá fyrirtækinu. Blaðið er til húsa í tiltölulega nýju húsnæði sem rúmað gæti stækkun, a.m.k. fyrst um sinn að sögn Jóhanns. „Dagur er seldur um allt land, þótt út- breiðslan sé auðvitað mest á Akureyri og nágrenni. Áskrif- endum hefur fjölgað jafnt og þétt og við höfum staðið undir rekstri síðustu ár,“ sagði Jóhann að lokum. Höfuðborg arsvæðfb fékkaba íbúafjöfg unina og meira til: Fækkaði um 172 á landsbyggðinni des. s.l. Var þaö 0,94% fjölgun ■ íslendingum fjölgaði um 2.228 á síðasta ári og bættist allur sá fjöldi við á höfuðborgar- svæðinu og meira til. Ef litið er á landsbyggðina utan höfuð- borgarsvæðisins og Suðurnesja, þar sem fólki fjölgaði um 136 kemur í Ijós að landsbyggðarbú- um hefur fækkað um 172. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar voru Islend- ingar orðnir 240.122 þann 1. frá 1983 og er töluvert minna en nokkur síðustu ár Mestu ntunar að fæðingum hcfur fækkað um 200-300 frá árinu áður - og svo mikið að svarar til þess að vöxtur mannfjölda milli kyn- slóða hafi stöðvast. Janframt fluttu nokkru fleiri úr landi en til landsins á síðasta ári. Reykvíkingunt fjölgaði um 1.399 (1.61%) og íbúunt annarra sveitarfélaga á Stór-Reykjavík- ursvæðinu um 865, eða samtals 2.264. Að Suðurnesjum með- töldum verður fjölgun á suð- vesturhorninu 2.400 manns. Hlutfallsleg fækkun varð mest á Vesturlandi, 115 manns eða 0,76%, mest í Grundarfirði, Ólafsvík, á Akranesi og í Borg- arnesi. 'Þá fækkaði um 178 manns á Norðurlandi eystra og kom sú fækkun fram í öllum kaupstöðum og sýslum - mest þó hlutfallslega á Þórshöfn (7%), Raufarhöfn, Ólafsfirði og í Grýtubakkahreppi. Fækkun á Austurlandi var 25 manns - mest á Reyðarfirði. Fækkun á Austurlandi var 25 manns - mest á Reyðarfiröi, Stöðvar- firði, í Breiðdalshreppi og Vopnafirði. En nokkur fjölgun var t.d. í Neskaupsstað á Egils- stöðum og í Höfn. Á Suðurlandi og Norðurlandi vestra fjölgaöi um 70 á hvoru svæði og Vestfirðingar voru líka ofan við strikið - fjölgaði um fjóra. Á þessum landssvæðum ýmist fjölgaði eða fækkaði á einstökum stöðum. Gróði í Noregi entap hjá ÍSAL -sjábls. 10 ■ Mikilli tónlistarhátíð í Rio de Janeiro lauk á sunnudag. Talið er að um 250.000 manns hafi sótt hátíðina en þar léku margar frægustu hljómsveitanna í poppheiminum í dag. Hátíðin gekk vel og stórslysalaust þrátt fyrir hrakspár margra. Þessi unga stúlka fagnaði hér síðustu hljómsveitinni sem lét í sér heyra. Mynd: POLFOTO ísafjörður: Hópur handtekinn efftir mikla fíkniefnaveislu! - tveir sölumenn að sunnan settir í gæsluvarðhald Bíldudalur: Uppsagnir starfsfólks ■ Viðræðufundur verð- ur á morgun í deilu rækju- veiðimanna og Rækjuvers hf. í Bíldudal, en starfs- fólki Rækjuvers, 13 að tölu,hefur verið sagt upp kauptryggingu frá og með föstudegi, þar sem bátarn- ir hafa hætt veiðum og enginn afli er til vinnslu. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Rækju- vers, sagði NT í gærkvöld, að hann hefði gert sjó- mönnunum tilboð um að málið væri ieyst með gerð- ardómi, fyrir dómstólum, eða með uppgjöri eins og eftir verkfall. Hann sagði að Verkalýðsfélagiö hefði ekki enn tekið afstöðu til boða sinna. ■ Um 10 voru í haldi hjá ísa- Qarðarlögreglu um helgina vegna sölu, dreifíngar og neyslu á hassi og amfetamíni. Tveir ungir menn að sunnan voru svo úr- skurðaðir í tveggja daga gæslu- varðhald í gær vegna þessa máls. Þeir munu hafa átt upp- tökin að Gkniefnunmn þar vestra þessa helgi með söluferð sinni þangað á föstudag. Mennirnir tveir dvöldu á hótelinu á ísafirði með ólyfjan sína og söfnuðust í þeirra hóp margir heimamenn, sumir sem áður hafa komið við sögu lög- reglunnar þar í bæ vegna fíkni- efna. Lögreglan fylgdist með samsætinu fram á sunnudags- morgun að hún lét til skarar skríða og handtók um tug manna, eins og ein lögregla orðaði það í samtali við NT. Fólkið var svo í haldi í lengri eða skemmri tíma á fyrstu stig- um rannsóknarinnar. Nú hefur öllum verið sleppt nema þeim tveim sem komu að sunnan og sýslumannsembættið úrskurð- aði þá í gærdag í viku gæsluvarð- hald. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort þeir muni sitja gæsluna af sér þar vestra eða að málið verði sent fíkniefnalögreglunni í Reykjavfk. Þá er ekki enn hægt að gefa upp hversu mikið af lyfjum var þarna í umferð eða hve mikið var gert upptækt. Að sögn Arnars Jenssonar hjá fíkniefnalögreglunni í Reykja- vík hafa Reykvíkingarnir tveir í þessu máli báðir komið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.