NT - 22.01.1985, Blaðsíða 12

NT - 22.01.1985, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 22. janúar 1984 12 m Það er best að stríða henni ofurlítið þessari, hefur Kári hugsað, þegar hann hrifsaði trefilinn m Sjáðu hvað ég sveifla honum fallega, reyndu að ná honum, var næsta skref í hrekk Kára. af blessaðri konunni, sem var mætt við skólann til að veita börnunum samfylgd heim. Kári bregður á leik þangað ■ Þessi vetur hefur verið með fádæmum blíður verstu frosthörkur og fannfergi í manna minnum og góður við okkur íslendinga hvað veðurfar- og hafa afleiðingarnar verið hrikalegar. Hér á snertir, og er sömu sögu að segja af öllu landinu. landi, þar sem fært er um flesta vegi eins og á Þar búum við við annan kost en aðrir Evrópubú- sumardegi, eru hins vegar farnar að heyrast ar , sem hafa undanfarnar vikur orðið að þola óánægjuraddir frá þeim, sem háðir eru snjónum, þ.e. skíðafólki, sem fínnst illa með sig farið að geta ekki gengið að skíðaparadísinni sinni vísri, eins og þeir eru vanir. j En þó að við höfum að mestu leyti sloppið við ■ Prófessor Arthur Davies ræðir við fréttamenn á heimili sínu í London um Ameríkuferðir á undan Kólumbusi. Símamynd-POLFOTO. Fundur Ameríku: Kom breskur sjómaður tilAmeríkuárið 1477? ■ Nú eru Bretar líka komnir í hóp þcirra sem þykjast hafa fundið Ameríku. Breski próf- essorinn Árthur Davies heldur því franf að sjómaður frá Wales, John Llpyd að nat'ni, hafi „fumyð" Ameríku heilum fimmtán lirum áður en Kól- umbus k(fn þangað. Það er ekki einleikið hvað margar þjóðír vilja eiga heið- urinn af því að hafa fundið Ameríku. Bæði við íslending- ar og Norðmenn höldum því gjarnan fram að Leifur heppni hafi fyrstur manna fundið Ameríku þótt okkur greini á um þjóðerni kappans. Kín- verjar hafa sýnt frarn á að löngu fyrir þann tíma komu kínverskir landkönnuðir til Ameríku og sumir segja að Egyptar hafi líka siglt þangað. Állir heilvita menn vita hins vegar að það voru indjánar sem „fundu" fyrstir Ameríku og settust þar að. Það er álíka heimskulegt að rífast um það hvaða Evrópubúi hafi fundir Ameríkur og að reyna að finna út hvaða indjáni fan fyrstur Evrópu. Ferð Kólumbusar til Amer- íku árið 1492 er að sjálfsögðu merkilegust allra heimsókna Evrópubúa til Vesturálfu fyrr á öldum vegna þess að hún varð upphafið að reglulegu sambandi milli Evrópu og Ameríku og miklir fólksflutn- ingar Evrópubúa fylgdu síðan í kjölfarið. Það er að vísu forvitnilegt að kynna sér ferðir annarra vesturlandabúa til Ameríku á undan Kólumbusi en fátt er heimskulegra en að rífast um það hver hafi verið fyrstur þangað. Breski prófessorinn Arthur Davies segist hafa eytt heilum fimmtíu árum, af þeim 78, sem hann hefur lifað, í að rannsaka ferðir sjómannsins John Lloyds sem hann segist nú sannfærður um að hafi komið til Ameríku árið 1477. Aðrir sagnfræðingar segja hins vegar að Davies hafi enn ekki tekist að sanna þessa kenningu sína sem sé í hæsta máta ólíkleg. rb.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.