NT - 22.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 22.01.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum umfréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendinqu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvóldsímar: áskrift og dreifing 686300 9 ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn gæti hún heitið þessi mynd úr leik Vals og KR í gær. Þeir Páll Björgvinsson, Hörður Harðarson og Friðrik Þorbjörnsson KR-ingar hafa misst af Valdimar Grímssyni, sem þó ekki tókst að skora í þetta sinn. Enginn Björn, nema Björn Kristjánsson dómari sem tók fram flautuna að nýju í gær meö miklum sóma, en hann er nú ekki á myndinni. NT-mynd: Árni Bjarna Islandsmótið í handknattleik: Gamla seiglan dugði KR KR-ingar náðu jafntefli við Val 19-19 ■ Gamla seiglan koin KR í gegn uin leikinn við Val í 1. deild karla í handknattleik. Eftir jafnan leik þar sem KR var lengst af aðeins á eftir, voru Valsmenn orðnir tvcimur mörkum vfir 02 stutt eflir. KR-ingar gáfust ekki upp og uppskáru víti sem Ólafur Lárusson skoraði úr, 18-19. Valsmcnn fóru illa ineð góð tækifæri og láuni sékúndum fyrir lcikslok komst Friðrik Þorbjörnsson inn úr horninu. Einar Þorvaröarson varði, en Jóhannes Stefánsson náði frákastinu og fiskaði víti. Aftur Ólafur Lár, og mark, 19-19, tvær sekúndur eftir, leikurinn búinn. Leikurinn fór jafnt af stað, KR- ingar á undan að skora framan af, en jafnt á flestum tölum. Valsmenn komust þó í 10-8 og 11-9, en KR-ingar jöfnuðu. Valsmenn yfir 12-11 í hálfleik. Valsinenn voru ávallt á undan í síðari hálfleik, virtust geta gert út um leikinn á köflum, cn vantaði herslumuninn. Þeir voru yfir 13-11, en KR jafnaði. Jafnt 14-14, Valur yfir 16-14 og síðan einu og tveimur mörkum yfir uns staðan var 19-17. KR-ingar börðust vel í leikn- um og uppskáru laun erfiðisins. Páll Björgvinsson stýröi þeim vel til sigurs, Jóhannes Stefáns- son var ómetanlegur á línunni meö sinn mikla kraft (fiskaði fjögur víti), Hörður Harðarson lék vel, sinn besta leik með KR. og Ólafur var öruggur í víta- köstunum. Hjá Val bar Einar Þorvarðarson af, varði alltaf vel þegar liðinu annars gekk illa. Þorbjörn Guðmundsson var sterkur. og Jakob góður í horn- inu. Mörkin: KR: Pill Bj. 4, Ólafur 4/3, HörSur 3, Haukur G. 3/1, Jakob Jónsson 2, Friðrik Þorbjörns 2 og Pétur Árnason 1. Valur: Þorbjörn G. 6. Jakob Sig. 4. Jón Pétur 2, Geir 2, Július 2, Valdimar 1/1 Þorbjörn J. 1, Theódór 1. Dómarar Óli Olsen og Björn Kristjáns- son og dæmdu vel. Staðan í 1. deild: FH Valur KR Víkingur Stjarnan Þróttur Þór V. Breiðablik 10 9 1 0 274-227 19 8431 190-157 11 8 4 2 2 169-153 10 9 4 2 3 221-208 10 10 3 2 5 218-224 8 10 3 2 5 234-248 8 9 3 0 6 181-216 6 10 1 0 9 203-257 2 Alfreð átti stórleik -ogAtli var saumaður fyrir íslendingaleikinn Sjá íþróttir bls. 23 Handknattleikur 1. deild: Víkingar héldu út ■ Víkingar bættu við tveimur stigum í safn sitt í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi er liöið sigraði Þrótt- ara með 29 mörkum gegn 21. Sigurinn var sanngjarn. Víking- ar héldu haus betur er mest á reyndi en Þróttarar inisstu al- veg niður einbcitinguna í síðari hálfleik. Leikurinn var jafn til að byrja með og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 6-6. Þá tók Þorbergur Aðalsteinsson sig til og gerði þrjú mörk í röð fyrir Víkinga og staðan 9-6, Viggó bætti síðan 10. markinu við áður en Gísli Óskarsson og Lárus Lárusson minnkuðu muninn. Síðan skiptust liðin á að skora og í hléi var staðan orðin 17-14 fyrir Víkinga. Síðari hálfleikur hófst með tveimur Víkingsmörkum sem svarað var með þremur stykkj- um frá Þrótturum, staðan 19- 17. Víkingar komast í 20-17 en Þróttarar gera næstu tvö og staðan 20-19. Þá hrundi allt hjá Þrótturum og Víkingarnir gengu á lagið og gerðu 6 mörk í röð. Þá var leikurinn búinn. Eftir þetta var aldrei spurning um úrslit og lokatölur urðu 29-21 eins og fyrr sagði. Það var ljótt að sjá hve Þróttarar hreinlega misstu nið- ur allt tempó í leiknum á kafla í síðari hálfleik. Vörnin hriplak og Víkingar skoruðu nánast án þess að hreyfa sig. Þorbergur var bestur Víkinga og skoraði mörg falleg mörk með gríðar- uppstökkum. Hjá Þrótti bar mest á mörkum Sverris Sverris- sonar sem mörg hver voru hreint stórglæsileg. Þorbergur skoraði mest Vík- inga 9, Steinar gerði 5, Viggó, Hilmar og Karl 4 hver, Guð- mundur 2 og Einar 1. Hjá Þrótti skoraði Sverrir 7, Páll og Konráð 4, Lárus 3, Gísli 2 og Birgir 1. Þá má geta frammi- stöðu Kristjáns Sigmundssonar í Víkingsmarkinu en hann varði vel í síðari hálfleik. Dómarar voru Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og voru lítillega frá sínu besta. Badmintonlandsliðið í Evrópukeppni B-þjoða: „Það verður allt að takast gegn Wales“ - til að við komumst í úrslit segir Sigfús Ægir ■ „Þaö verður allt aö ganga upp hjá okkur til að við gctum borið sigur af Wales-búum," sagði Sigfús Ægir Árnason hjá Badmintonsambandinu er NT spurði liann um möguleika íslenska landsliðsins í badmin- ton í Evrópukeppni B-þjóða, svokallaðri Helvetia Cup. „Við eigum aftur á móti að eiga nokkuð góða möguleika gegn Finnum. Viö höfum sigr- að þá í sfðustu þrjú skipti. Síðast spiluðum við reyndar við þá.fyrir tveimur árum og þeitu hefur farið rnikið fram síðan." bætti Sigfús við. fslendingar leika í riðli með Finnum og Walcsbúum á mót- inu sem hefst 24. janúar og lýkur þann 27. Mótið fer frarn í Varsjá í Póllandi að þessu sinni en þetta mót fer fram annað hvert ár. Þetta er kallaö B-keppni vegna þess að 6 besiu þjóðir í Evrópu fá ekki aö keppa þar. Riðlarnirá mótinu líta þann- ig út: A-riðill: írland. Sviss. Belg- ía. B-riðill: Austurríki, Pólland. Frakkland. Ung- vcrjaland. C-riðill: Holland. Tckkósl- óvakía, Noregur. D-riðill: Wales. Finnland. ísland. „Mér virðast Hollendingar vera sterkastir af þessum þjóð- um en sfðan eru aðrar mjög jafnar," sagði Sigfús í samtal- inu við NT. ■ Á myndinni hér að ofan má sjá íslenska badmintonlandsliðiö. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Adolfsson, Broddi Kristjánsson, Kristín Magnúsdóttir, Elísabet Þórðardóttir, Sigfús Ægir Árnason og Hrólfur Jónsson þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Jóhann Kjartansson, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Þórdís Edwald og Þórsteinn Hængsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.