NT - 29.01.1985, Síða 3

NT - 29.01.1985, Síða 3
ABOT Þriðjudagur 29. janúar 1985 3 Blað II Tölvur 09 tækni Atlantis: Islenskar tölvur hafa „meikað það“ ■ Islenskar tölvur, hvað er nú það? Eflaust hafa margir velt þeirri spurningu fyrir sér í júlí 1983, þegar fyrirtækið Atlantis hóf starfsemi. NT ákvað að forvitnast um hvernig hefði gengið og hvort íslenskar tölvur hefðu „meik- að það". Fyrir svörum varð Leifur Steinn Elíasson, for- stjóri hjá fyrirtækinu. Aðdragandi og þróun fyrirtækisins Það var á árinu 1982 að upp kom sú hugmynd að hægt væri að framleiða ís- lenskar tölvur og framleiða þær fyrir innlendan markað. Þessi hugmynd kom frá mönnum sem lengi höfðu starfað á tölvusviðinu, og höfðu brennandi áhuga á öllu sem að tölvum laut. í fyrstu var um að ræða starfsemi sem var fyrst og fremst unnin í sjálfboðavinnu, og fólst sú vinna í að safna upplýsingum um hvaða aðlilar innlendir og erlendir gætu látið í té hráefni sem þyrfti við framleiðsluna. Það er svo ekki fyrr en í júlí 1983 eins og áður segir. sem fyrirtækið tekur formlega til starfa. Allt fram til ársins 1984 var verið að útfæra tölv- una. hanna hana og prófa og gera hana söluhæfa. Það er svo ekki fyrr en í ársbyrjun 1984 sem fyrstu tölvurnar fara frá okkur. Árið 1984 seldum við eitt hundrað tölvur og er það framar vonum, og við því sáttir við okkar hlut en ætlum okkur stærri hluti í framtíð- inni. Miklir fordómar í okkar garð Það er önnur ástæða fyrir því að dróst að setja tölvuna á markað, og hún er sú að við ætluðum upphaflega að starfa sem framleiðslufyrirtæki ein- göngu, og láta aðra sjá um sölu á tölvunni. Þetta dæmi gekk ekki upp, og fundum við það mjög iljótlega þegar við fórum að þreifa á þessu máli við þá aðila sem komu til greina. Söluaðilar, sem við höfðum í huga, sögðu hreint út að þeir hefðu ekki trú á fyrirbærinu, og við ættum et't- ir að fara fljótlega á hausinn. Menn trúðu einfaldlega ekki á íslenska tölvu og framtíðar möguleika hennar. Þessir fordómar eru ekki að ástæðu- lausu, vegna þess hvernig tölvufyrirtæki hafa sprottið upp og síðan ekki haft bol- magn til þess að standa við fyrirheit sín um þjónustu og eftirlit. Ég held hinsvcgar að nú hafi þessar raddir hljóðn- að að mestu, þar sem fyrir- tækið hefur sannað getu sína og kunnáttu á mjög ótvíræð- an hátt. Alíslensk tölva Auðvitað er töl van íslensk, á því leikur ekki nokkur vafi. Á hinn bóginn eru uppi raddir sem telja að hér sé ekki um að ræða íslenska afurð. heldur er sagt að við flytjum inn tölvur í bútum. Við erum einfaldlega að nýta okkur nú- tímaíramleiðsluhætti.einsog mörg önnur fyrirtæki hafa gert, og er ekkert athugavert ■ „Atlantis er al-íslcnsk tölva" segir Leifur Steinn forstjóri Atlantis við það. Margar tölvueining- ar sem notaðar eru í tölvur frá Bandaríkjunum eru fram- leiddar í Taiwan og Japan. Þetta þýðir ekki að um jap- anskar tölvur sé að ræða. Annað dæmi sem sýnir þetta einnig vel. íslensk húsgögn eru framlcidd úr innfluttu hráefni. einfaldlega vcgna þess að hér á landi vaxa ekki það miklir skógar að hægt sé að nýta þá til húsgagnasmíða. Samt sem áður er talað um íslensk húsgögn. Gefin loforð og svikin Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda að versla við íslensk fyrirtæki, nenia um óhagkvæm viðskipti sé bersýnilcga að ræða. Þrátt fyrir stórar yfirlýsingar til ís- lensks iðnaðar hefur ckki ver- ið um að ræða að stjórnvöld, cða embættismannakerfið hafi sýnt okkur athygli, og er það undarlcgt þegar litið er til þess að við erum fyllilcga samkeppnisfærir við niörg stóru tölvufyrirtækin sem hafa flutt inn vörur hingað. Það er nægilcgt að líta til stofnunar cins og Háskóla Islands til þcss að sjá hvcrnig litið hefur verið framhjá Atl- antis tölvunum. Nýlega keypti háskólinn fimmtíu einkatölvur frá crlenda fyrjr- tækinu IBM. Þetta er undar- leg ráðstöfun þcgar litiö er til þess að forsætisráðherrar og aðrir merkir menn eru að tala um stuðning við íslenskan iðnað, og það er yfirlýst póli- tísk stefna að styðja við bakið á iðnaðinum. Þó er ekki verið að segja með þessu að gengið hafi verið algerlega fram hjá okkur af cmbættiskerfinu, og við þökkum þaö scm gert hcfur verið gott. Sem dæmi má nefna að ríkisskattstjóra- embættið hefur skipt við Atl- antis og líkað vel. Grund- völlurinn fyrir áframhaldandi starfi cr fyrir hendi, og sést það cinna best á því að við erum nú að skipta um hús- næði, og auglýsa eftir fleiri starfskröftum. Allar geröir af Prerrtsmiðjan á lager Eyðublöð á lager Að auki framleiðum við allar aðrar stærðir og gerðir tölvueyðublaða samkvæmt pöntun og prentum í eins mörgum litum og óskað er. Bónusseðlar Launaseðlar Reikningar Reikningsyfirlit Límmiðar Höföabakka 7 - Reykjavík - Sími 83366

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.