NT - 01.02.1985, Blaðsíða 1
Auglýsingar
og áskriftir
hækka um
10%
-óbreytt
lausasöluverð
■ Frá og með deginum í
dag hækkar áskrift að NT
úr 300 krónum á mánuði í
330 krónur eða um 10%.
Frá og með sama tíma
hækkar auglýsingaverð
unr 10% og kostar hver
dálksentimctri nú 198
krónur.
Þrátt fyrir þessar al-
mennu hækkanir mun NT
fást í lausasölu á sama
verði og áður: 30 kr. á
virkum dögum en 35 kr.
um helgar.
Raforkunotkun 1984:
250GWh minni en sam-
kvæmt spánni frá 1981
■ Raforkunotkun í fyrra var
tæpum 250 gígavattstundum
minni en orkuspáin frá 1981
gerði ráð fyrir eða 1726 GWh í
stað 1972 GWh, og tæpum 200
gígavattstundum minni en í
endurreiknaðri spá frá 1983.
Þetta kemur fram í frétt. sem
orkuspárnefnd sendi frá sér í
gær.
Þrjú atriði eru talin skýra
mismuninn á orkuspánunr og
raunverlulegri notkun. í fyrsta
lagi hefur gengið hægar að út-
rýrna olíukyndingu en spáin frá
1981 gerði ráð fyrir auk þess
sem aukning jarðvarma til hús-
hitunar hefur veriö mciri en
áætlað var. Þessi þáttur skýrir
um 60% af mismuni ntilli spár-
innar frá 1981 og rauntalna frá
1984. í öðru lagi hefur raforku-
notkun heimilanna vaxið hægar
en búist var við og skýrir það
um 10% af muninum. í þriðja
lagi kemur til minni raforku-
notkun í atvinnulífinu og skýrir
hún 30% af frávikinu. Er talið
að samdráttur í efnahagslífinu
og betri orkunýting komi hér til.
Minnkandi raforkunotkun er
ekki bundin við ísland eitt,
heldur hefur svipuð þróun átt
sér stað hjá flestum þjóðum
síðan 1973, þar sem vöxtur
notkunar hefur minnkað vcru-
lega.
Alexander Stefánsson á fundi um húsnæðismál:
Tek fé af nýbyggingarlánum fáist
tillögur mínar ekki samþykktar
til að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum
■ „Ég lýsi því yfír hér og nú,
að fái ég ekki framgengt tillög-
um mínum í ríkisstjórninni, um
fjármagn í þetta verkefni, þá
muni ég taka hiuta af því hús-
byggingafé, sem ætlað er til
lána á þessu ári til nýbygginga,
í því skyni að fjármagna það,“
sagði Alexander Stefánsson,
félagsmálaráðherra, á fundi um
húsnæðismál hjá FUF í gær-
kvöldi. Verkefnið sem hann var
að tala um er aðstoð við fólk
sem lent hefur í greiðsluerfið-
leikum á síðustu árum vegna
verötryggðra skammtímalána.
Alexander sagði að hann
hefði hugsað sér að afla fjár til
þessara sérstöku verkefna með
skyldusparnaði á hæstu tekjur
einstaklinga skattársins 1984,
svo og skyldusparnaði félaga og
stofnana svo sem gert hefði
verið á árunum 1977 og 1978 og
gefist hefði vel.
I ræðu Alexanders kom fram
að nefnd er starfandi á vegum
félagsmálaráðuneytisins til að
gera úttekt á fasteignaviðskipt-
um og koma með tillögur til
úrbóta og kvaðst hann vænta
róttækra tillagna frá nefndinni
og minntist á lækkandi útborgun
í fasteignakaupum.
„Stefna Sjálfstæðisflokksins
er óbreytt að því leyti að við
viljum komast hjá aukinni skatt-
heimtu, en við höfum fullan
skilning á vanda húsbyggjenda
sem þurfa að standa skil á verð-
tryggðum skammtímalánum,"
sagði Geir Hallgrímsson, utan-
ríkisráðherra, í samtali við NT
í gærkvöldi, en ekki náðist í
Þorstein Pálsson formann Sjálf-
stæðisflokksins. Að öðru leyti
kvaðst Geir ekki vilja ræða
málið í fjölmiðlum á þessu stigi.
„Við ráðum þessu vonandi far-
sællega til lykta innan ríkis-
stjórnarinnar," sagði Geir.
Skagaströnd:
Bátur
sökkí
höfninni
Frá frctlarítara M á Skacaströnd, Magnúsi
Jónssyni
■ 17 tonna bátur sökk í
höfninni á Skagaströnd í
fyrrinótt. Veður var vont
og gerði miklar hryðjur
með snjókomu og skafbyl,
og hlóðst ísing á aðni lilið
bátsins sem lagðist á hlið-
ina undan þunganum.
Báturinn hét Rúna SF
110, og var nýlega kominn
á Skagaströnd. í gær var
unnið að því að ná bátnum
upp, en líklegt er talið að
öll siglingatæki hans séu
ónýt.
■ Slasaður maður sem lögreglan hafði flutt á slysadeild eftir bílslys
hljóp berfættur út af deildinni eftir að þangað var komið. Hans var
enn leitað laust eftir miðnætti.
Bílslysið varð með þcim hætti að tveir fólksbílar skullu saman á
Sætúninu og slösuðust tveir ungir menn úr öðrum bílnum og voru
fluttir á slysadeild. Annar þeirra var í myndatöku þegar hinn tók
upp á því að hlaupa út. Talið er að ölvun hafl átt hér hlut að máli.
Myndin sýnir bílinn sem mennirnir tveir voru í. nt mynd: Svcrrir
Olíuverðs-
hækkunin
ídag?
■ Verðlagsráð kcmur
væntanlega saman kl. 14 í
dag til þess að afgreiða 70
' aura hækkun á verði bens-
ínlítrans, vegna ákvörð-
urnar fjármálaráðherra að
hækka bensíngjaldið.
Olafsson, verð-
lagsstjóri, sagöi í samtali
við NT í gær, að ekki hefði
verið ákveðið hvort mál-
efni olíufélaganna yrðu
rædd að öðru leyti.
Verðbólgubrjálæðið byrjað í bönkunum
tekið út, lagt inn og tekið út aftur
■ Sparifjáreigcndur og
bankastarfsmenn hafa átt ann-
ríkt í nóvember s.l. þó upp-
skeran hafl ekki alltaf verið í
takt við erfíðið. í þeim mánuði
hömuðust þeir við að taka út
og leggja inn marga milljarða
króna, þ.e. taka út af sunium
reikningum og leggja inn á
aöra. Að lokum stóðu bank-
arnir uppi með að innlán voru
orðin 300 millj. kr. minni en í
upphafí mánaðarins.
Skv. Hagtölum Seðlabank-
ans kom 1 milljarður kr. inn á
nýju óbundnu reikningana-
Abót-Kaskó-Kjörbók o.s.frv.
Verra var að þessir peningar
voru teknir út af öðrum reikn-
ingum. Innistæða á alm. spari-
sjóðsbókum minnkaði um 600
millj. og annað cins á ýmsum
bundnum reikningum. Á 12
mán. reikningum minnkaði
innistæða um 1,6 milljarða sem
skilaði sér 100 millj. kr. minna
inn á 6 mán. reikninga. Þá
minnkaði um rúmar 150 millj.
á 3 mán. reikningum en 190
millj. bættust á verðtryggða
reikninga.
Eftir sitja bankarnir með
sárt ennið um 300 millj. krón-
um fátækari á sparireikningum
landsmanna.
Bankamaður, sem NT ræddi
við í gær, sagði þetta gefa
glögga mynd af brjálæði verð-
.bólguþjóðfélagsins, en hinn
nýi verðbólguskjálfti byrjaði
einmitt með nýjum kjarasamn-
ingum og gengisfellingu í nóv-
ember. I öðru lagi taldi hann
þetta, þrátt fyrir allt, sýna
glögglega að vextir hafi mikla
þýðingu - fólk hafi greinilega
ætlað að tryggja fé sitt á þann
besta máta sem bauðst.
3000 sóttu um
nýbyggingalán
■ Samkvæmt heimildum NT
hafa 3000 manns sótt um lán til
nýbygginga á þessu ári til Hús-
næðisstofnunar og eru það fleiri
en nokkru sinni fyrr. Umsókn-
arfrestur til lána á þessu ári rann
út í gærkvöldi. Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar, vildi
ekki staðfesta þessa tölu í gær-
kvöldi.