NT - 01.02.1985, Síða 2
Föstudagur 1. febrúar 1985
Síldarverksmiðjurnar fram-
leiða eigið eldsneyti:
Brenna eig.
ið lýsi í stað
svartolíu
Frá fréttarítara NT í Skat>afirði, Ö.Þ.:
■ Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði hafa nú á aðra viku
eingöngu hrenm lýsi ístaðsvart-
olíu og liefur þessi tilraun geng-
ið ágætlega í alla staði. Engar
hreytingar þurfti að gera á vcla-
eöa tækjahúnaði fyrir þessi
skipti á eldsneyti.
„Ástæðan fyrir því að við
fórum að nota lýsi í stað svart-
olíunnar er lækkandi verð á lýsi
aö undanförnu samfara ört
hækkandi verði á svartolíu",
sagði Geir Zoega, fram-
kvæmdastj. S.R. á Siglufirði.
Hann sagði verð á svartolíu nú
um l() þús. krönur tonniö. Svip-
uð upphæð fcngist fyrir tonnið
að lýsinu, þegar frá hefði veriö
dreginn flutningskostnaður og
tleira.
Þegar hrætt er á fullum af-
köstum þarf vcrksmiðjan um 60
lonn af cldsncyti á sólarhring.
Framlciðsla hennar er hins veg-
ar um 140 tonn af lýsi á sama
líma.
„Ef svartolía heldur áfram að
hækka. eins og margt hendirtil,
munum við halda áfram að nota
lýsiö í stað svartolíunnar- nema
að verð á lýsinu lagist til muna.
sem ekkert bendir hins vegar til
að verði í bráð", sagði Geir.
Síldarverksmiðjurnar á Siglu-
firði hafa tekiö á móti 20 þús.
tonnum af loðnu, það sem af er
þessu ári. Afkastagcta verk-
smiðjunnar er 1.200 tonn á sól-
arhring og vinna þá tills 38
manns á vöktum, auk annarrti
fastra starfsmanna. í þessari
viku er skipað út 3.500 tonnum
af loðnumjöli frá S.R. Alls tók
vcrksmiðjan á móti um 80 þús.
tonnum af loðnu s.l. ár.
■ Úr nijölhúsi Síldarverk-
smiðja ríkisins á Siglutirði, þar
sem verið er að sekkja mjöl í 1,5
tonna poká, sem síðan erstaflað
í háar stæður með lyltaranum.
N T-mynd Orn Þórarínssun.
Ný íslensk
kvikmynd
frumsýnd:
„Sjúgðu
mig Nína“
í MÍR-salnum við
Vatnsstíg í kvöld
■ Framleiðslufyrirtækið
Oxsmá frumsýnir í kvöld
kl. 21 í MÍR-salnum við
Vatnsstíg nýja íslenska
kvikmynd sem ber heitið
„Sjúgðu mig Nína".
Myndin er rúnrlega
klukkutíma löng og lýsir
lífi sjóara og eiturlyfjaliðs
í Reykjavík árið 1973.
Einnig verður sýnd fyrri
mynd þeirra, Oxsmá-plá-
netan sem er 30 mínútna
löngframtíðarmynd. Nán-
arverður sagt frá nýju mynd-
inni og væntanlegu ferða-
lagi Oxsmá til Hollands á
poppsíðum NT á morgun.
Kór áfengisvarna
■ Dropateljarinn okkar er
ekkert ógurlega skáldmæltur
og treysti sér ekki að botna
fyrripart sem kastað var fram
hér á blaðinu fyrr í vikunni. 1
staðinn var höfðað til bragvísi
lesenda og þeir hafa ekki látið
á sér standa. Fyrriparturinn
var svohljóðandi:
Stcingrímur vill sterkan
bjór,
stútinn réttir börnum.
Sigmar sendir þennan botn:
Úr því gæti orðið kór
áfengis hjá vörnum.
Skellur vill hins vegar venda
sínu kvæði í kross og hljómar
vísan þá svona:
Þá sultarólin Alberts fór
alla leið að görnum,
Steingrímur vildi sterkan
bjór,
stútinn rcttir börnum.
Þá varð til nokkuð pólitísk-
þverstæð vísa á þingi í gær.
ÍSTAK býður í
verk á Jamaica
- lítið hægt að segja fyrr en
eftir 1 -2 mánuði segir Olafur
Gíslason verkfræðingur
■ „Það cr ákaflega lítið
hægt að segja fyrr en eftir
1-2 mánuði hvað kemur út
úr þcssu,“ sagði Ólafur
Gíslason byggingarverk-
fræðingur hjá ISTAK, er
NT leitaði frekari frétta af
því hversu mikiir mögu-
leikar væru á því að fyrir-
tækið tæki að sér, ásamt
Vegagerö ríkisins vega- og
hafnarframkvæmdir á
nokkrum eyjum í Kara-
bíska liafinu.
Ólafur ferðaðist um
svæðið fyrir nokkru ásamt
Jóni Birgi Jónssyni verk-
fræðingi hjá Vegagerð
ríkisins til að kanna hvers
eðlis verkeínin væru og
sagði hann þá hjá ÍSTAK
ákveðna í að bjóða í nokk-
ur verk. Stærsta verkefnið
sem um er að ræða er á
Jamaica en eitt þeirra er á
vegum Alþjóðabankans
og rnun hljóða upp á
nokkra tugi milljóna doll-
ara.
Taldi Ólafur, sem hefur
unnið við verkefni af þessu
tagi erlendis áður, að það
ætti ekki að vera nein
vandkvæði á því fyrir ís-
lendinga að taka að sér
svona verkefni. sem felst í
verktakastarfsemi og
ráðgjöf, en ómögulegt
væri á þessu stigi að segja
til um líkurnar á því hvort
þeir fengju eitthvert þess-
ara verkefna. „En þeir
fiska sem róa", sagði Ólaf-
ur að lokum.
Umræður um leyfisveitingu
til kísilgúrverksmiðjunnar
■ Nokkrar umræöur
urðu á alþingi í gær
eftir að Guðmundur
Einarsson kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár
og gerði að umtalsefni
ákvörðun iðnaðarráð-
herra að veita kísilgúr-
verksmiðjunni við Mý-
vatn vinnsluleyfi til 15
ára.
Guðmundur vitnaði til bréfs
Náttúruverndarráös frá des-
ember s.l. þar sem lagt var til að
leyfi yrði veitt til 5 ára, kísiltaka
yrði einungis heimil á af-
mörkuðum svæðum í vatninu
og að ítarlegar rannsóknir færu
fram á þessum 5 árum til að
finna hvort um hugsanlegan
skaða væri að ræða af kísiltök-
unni fyrir lífríki í vatninu og við
það. Guðmundur gagnrýndi að
iðnaðarráðherra minntist ekki á
bréf Náttúruverndarráðs í leyf-
isbréfi sínu og dró í efa að hann
hefði heimild til þess samkvæmt
lögum að veita þetta leyfi gegn
vilja ráðsins. Hann vitnaði í því
sambandi í lög um verndun
Laxár og Mývatns frá 1974 en í
greinargerð með þeim lögum
væri tekið fram að þau væru sett
til að taka af allan vafa um
forræði Náttúruverndarráðs á
svæðinu. Framkvæmdir eða
jarðrask væri óleyfilegt nema
með heimild ráðsins, að því er
segði í 3. grein laganna.
Guðmundur sagði í samtali
við NT í gærkvöldi að hann
skildi hagsmuni þess fólks sem
hefði atvinnu af kísilgúrvinnsl-
unni, en hins vegar yrðu menn
að gera sér Ijósa grein fyrir því
að verksmiðjan hefði takmark-
að hráefni oggeti ekki starfaðtil
eilífðarnóns. Mývatnssvæðið
væri einstakt náttúruundur og
það yrði að varðveita. Hann
sagði að það yrði að sýna fram
á það að vinnsla kísilgúrsins ylli
ekki tjóni, sönnunarskyldan
ætti að vera hjá þeim sem vildu
áframhaldandi vinnslu til
margra ára.
Vigfús Jónsson bóndi á Laxa-
mýri, sem situr nú á þingi sem
varaþingmaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn sagði í gærkvöldi
að hann styddi sjónarmið Nátt-
úruverndarráðs þótt hann bæri
fullt traust til iðnaðarráðherra,
sem hann sagðist telja náttúru-
verndarmann. Vigfús sagðist
harma þann ágreining sem ríkti
um þetta mál. Hann sagðist
treysta því að ef valið stæði á
milli verksmiðjunnar og lífríkis-
ins yrði verksmiðjunni fórnað.
í sama streng tók Guðmundur
Bjarnason þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Hann benti á
hagsmuni þeirra sem hefðu at-
vinnu af kísilgúrtökunni, bæði í
Mývatnssveit og á Húsavík, en
sagði að enginn sá maður væri
til sem léti sér til hugar koma að
fórna Mývatni fyrir stundar-
hagsmuni.
Bjórlíkið -
svikin vara?
Eins og kunnugt er var fyrsta
lína fyrripartsins tekin úr fyrir-
sögn í DV. og samdi Þórunn
Gestsdóttir, þingfréttaritari
D V og sjálfstæðiskona þá fyrir-
sögn. NT bætti síðan við næstu
línu og birti í dropum í gær.
Þórunn bætti síðan við einni
línu en Helgi Guðmundsson,
blaðamaður þjóðviljans rak
endhnútinn á kveðskapinn og
þverstæðan lítur þá þannig út:
Steingrímur vill stcrkan
bjór,
og rétta stútinn börnum.
Heillast þjóð í helgan kór
hcila-rúin - kvörnum.
Þá boðsendi Ölvir okkur
sína útgáfu og hljóðar hún svo:
Steingrímur vill stcrkan
bjór,
og stútinn rétta börnum.
við dýrkum ekki daglegt
þjór,
en drekkum bara í törnuin.
En Ölver tók fram í bréfi
sínu, að vísuparturinn væri
- Þið verðir þá ekki fullir á meðan greyin mín!
ekki í samræmi við skoðun
hans á bjóröeilunni.
Að lokum þakkar dropatelj-
ari fyrir undirtektir, og lýkur
þannig þessum bragarþætti-í
bili. Takk.
Árshátíð vekur
grunsemdir
■ Það er alkunna að stjórn-
málaflokkar leggja mikla
áherslu á að laða til sín ungt
fólk og tryggja þannig framtíð
sína á hinu pólitíska landab-
réfi.
Eitthvað virðist þessi nauð-
synlega endurnýjun ganga
treglega hjá Alþýðubandalag-
inu á Akureyri um þessar
mundir. A.m.k. vakna vissar
grunsemdir um það þegar lesin
er auglýsing um væntanlega
árshátíð félagsins. Hana á
nefnilega að halda í húsi aldr-
aðra.