NT - 01.02.1985, Qupperneq 5
111 Föstudagur 1. febrúar 1985 5
Fréttir
Elsti slökkviliðsbíllinn í Eyjum gerðif upp?
„Súkkulaðibíllinn“ kall-
aðist hann í eina tíð!
Var þá fyrsti sorpbíll í Eyjum og notaður
til að tæma tunnur og kamra
Frá fréttaritara NT í Vcstmannaeyjum, I.G.:
■ Slökkvilið Vestmannaeyja
vill að elsti bfll þess, Chervrolet
árgerð 1929, verið gerður upp
og notaður sem viðhafnarbíll
bílaflota slökkviliðsins. Hefur
tilllaga verið lögð fram í bæjar-
ráði þar að lútandi og hefur
bæjarráð lýst sig fylgjandi
henni.
Chevroletinn var á sínum
tíma fyrsti sorpbíll Vestmanna-
eyja og var hann notaður til að
tæma tunnur og kamra. Fékk
hann fyrir vikið nafnið „Súkku-
laðibíllinn“.
Ekki mun þurfa mikið til að
gera bílinn ökufæran og er það
álit slökkviliðsmanna í Eyjum
að kostnaður við að koma hon-
um í upprunalegt horf sé ekki
mikill. Mun þjóðminjavörður
hafa haft samband við slökkvi-
liðsstjórann í Eyjum, Elías
Baldvinsson, til að benda á safn-
gildi gamla slökkviliðsbílsins.
Hafa einnig komið upp hug-
myndir um að hafa hann til
sýnis á safni eftir að endurnýjun
lýkur.
■ „Súkkulaðibíllinn" hefur
átt náðuga daga undanfarið en
nú vill slökkviliðið gera upp
gripinn og hafa hann sem við-
hafnarbfl flotans. Á innfelldu
myndinni er Elías Baldvinsson,
slökkviliðsstjóri, undir stýri og
við hlið hans situr Ragnar Þór,
bróðir hans. NT-myndir: Inga.
Þjóðleikhúsið
ræðurhöfunda
■ Leifur Þórarinsson tónskáld og Ólafur
Haukur Símonarson, rithöfundur, hafa ver-
ið ráðnir á höfundarsamninga við Þjóð-
leikhúsið fyrir árið 1985 og fá þeir sex
mánaða samning hvor. Hýggst Leifur semja
tónlist við ballett, en Olafur mun semja
leikrit.
Leifur stundaði tónlistarnám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og framhaldsnám m.a.
í Vínarborg og New York. Hann hefur
samið fjölda tónverka af ýmsum tegundum
tónlistar m.a. mikið af leikhústónlist.
Ólafur hefur samið Ijóðabækur, smásög-
ur, og skáldsögur auk leikrita fyrir leikhús
og sjónvarp.
Aldrei er friður
á Varmalandi
■ Leikklúbbur ungmennafélags Stafholts-
tungna frumsýnir leikritið Aldrei er friður
eftir Andrés Indriðason í félagsheimilinu
Þinghamri á Varmalandi í febrúar. Leik-
stjóri er Emil Gunnar Guðmundsson en
gerð leikmyndar er í höndum leikstjóra og
leikhópsins.
Leikarar og annað áhugafólk við upp-
færslu þessa verks eru nær þrjátíu talsins og
er þetta eitt viðamesta verkefni sem leik-
klúbburinn hefur ráðist í síðan hann var
stofnaður 3. febrúar 1977.
Tómstundaskólinn:
Nýr kvöldskóli
■ Nýr kvöldskóli, Tómstundaskólinn, er
að hefja starfsemi sína í Reykjavík. „Við
viljum ná til fólks sem vill nýta tómstundir
sínar betur og samræma tómstundir og
nám,“ sagði einn forsvarsmanna skólans,
sr. Birgir Asgeirsson í samtali við NT í gær.
„Námið er annars hugsað fyrir almenning,
fyrir leikmenn í hverri grein og sniðið að
þörfum byrjenda," sagði Birgir.
Boðið er upp á fjölbreytilegar námsgrein-
ar í skólanum og má þar nefna hagfræði og
bókfærslu, ættfræði, lögfræði, trúfræði,
garðrækt, leiklist, tónmennt, vídeótöku og
myndbandagerð svo eitthvað sé nefnt.
„Takmark okkar er að ná saman fólki
með lík áhugamál og við ætlum okkur að
sýna að nám, félagslíf og skemmtun geti
farið saman,“ sagði sr. Birgir. Skólinn er
sjálfseignarstofnun og á að standa undir sér
með námskeiðagjöldum, sem verða kr. 1900
fyrir 20 stunda námskeið og kr. 3.800 fyrir
40 stunda námskeið. Auk sr. Birgis standa
að skólanum Þórður Vigfússon, hagverk-
fræðingur, og Gunnar Rafn, fyrrum skóla-
stjóri á Siglufirði og nú fulltrúi í félags-
málaráðuneytinu.
Þér líður betur
með skattframtalið-og samviskuna-í lagi
Að telja rétt fram er leið til að komast hjá óþarfa áhyggjum og streitu sem
jafnan fylgir óheilindum og óreiðu í fjármálum.
Auk fjölmargra breytinga og leiðréttinga
sem skattstjórar landsins gera á skattfram-
tölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda
félaga og einstaklinga til sérstakrar
rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360
mál í athugun.
Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið
rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið
skattahækkanir svo milljónum skiptir.
FJARMALARAÐUNEYTIÐ