NT - 01.02.1985, Page 8

NT - 01.02.1985, Page 8
Föstudagur 1. febrúar 1985 fidur haf; ■ Björn Jónsson. - Afmæli ■ Björn Jónsson frá Fossi í Hrútafirði, nú til heimilis að Tunguvegi 28 í Reykjavík, verður sjötug- ur hinn 4. febrúar. Hann tekur á móti gest- um sunnudaginn 3. febrú- ar'kl. 15-19 í Domus Med- ica. - Kvennalistinn ■ í Reykjaneskjördæmi heldur kynningarfundi í skólanum á Álftanesi laugar- daginn 2. feb. kl. 14 og í Kirkjuhvoli í Garðabæ mán- udaginn 4. feb. kl. 20.30. Kynnt verður kröftugt kvennastarf í kjördæminu. - Flóamarkaður ■ Félags einstæðra foreldra verður að Skeljanesi 6 í kjall- ara laugardag 2. og sunnudag 3, febrúar kk 14-17. Takið leið 5 að endastöð. Á laugardag kosta allar flíkur 10 krónur en á sunnudag verða sértilboð á glæsilegum fatnaði svo sem leðurjökkum, ind- verskum kjólum o.fl. - Neskirkja ■ Samverustund aldraðra er á morgun, laugardag, kl. 15. Heimsókn í athvarf aldraðra í Ármúla 32. Kynnt verða rétt- indi ellilífeyrisþega til afsláttar á ýmiskonar þjónustu á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Kaffi- veitingar. Farið verður frá Neskirkju. Þátttaka tilkynnist til kirkju- varðar í síma 16783 milli kl. 17 og 18 í dag, föstudag. Er strætóvum nauð- syn að vera hópdýr? ■ Strætóvinn er með merki- legri dýrategunduni. Gagn- stætl við önnur húsdýr mannsins, svo sem köttinn eða hundinn sem fljótlega verða húsbónda sínum fylgispök þá heldurstrætóvinn fast við ken j- óttan uppruna sinn. Strætóv- inn er óþekkt hópdýr. Reyndar er óhlýðni skepn- unnar ekki með þeim cnd- emum að hún þori að beygja út af þeim leiðum sem guðdóm- legt leiðakerfi býður henni. Enda nóg samt. En allstaðar þar sem því er viðkomið æða þessar furöuverur saman í cin- um hóp. Hvort sem um er að ræða Suðurlandsbrautina, llringbraut eða aðrar götur þar sem margar leiðir liggja þá má sjá þessi grænu skrímsí æða yfir eins og vísundahjörð á sléttum karlsins hans Buffalos Bills. Og síðan kemur korters- stundar langt hlc á undan næsta stormi. Maöurinn (veslings maður- inn) sem ætlar sér nú að ferðast með þessum þarfasta þjóni hins bíllausa bjálfa bíður og norpar einhversstaðar viö Ijót- an strætóstaur þar sem ung- dómurinn hefur klæmst á leiðakortinu. Fað er vetur, - enda oftast vetur á þessum útkjálka hins byggilega- og manninum er kalt. Mínúturnar silast áfram, ein og ein og eru loksins að nálgast það að vera orðnar 15. Þá er manngreyið líka alveg frosið á tánum og komið með kuldabólur á nefið. En sjá allt í einu birtast þeir; grillir í þá í kófinu. fyrst einn, svo annar og sá þriðji. Og á eftir honum enn einn. Vesalings vinur okkar sem ætjaði bara að komast heini til frænku sinnar í Vesturbænum veit ekki hvað- an á sig stendur veðrið. Fjórir grænslykjaðir vagnar í einni kös æða að honum út úr myrkr- inu. Þetta er köldum, þreyttum og litlum manni ofviða. Hann sveigir höfuðið frá þegar sá fyrsti brunar hjá og slettir stór- um polli upp á. frakka mannsins. Og næst þegar hann lítur upp sér hann í afturend- ann á fjórum vögnum sem æða allir áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það mætti kannski hugsa til þess að ternja þessar borgar- skepnur ögn betur þannig að í stað þess aö hafa fjóra eða fimm vagna á kortersfresti eftir helstu umferðaræðum bæjar- ins hefðum við cinn vagn á þriggja til fimm mínútna fresti á þessum sömu leiðum. Eða hvað? Nói. Skrifið til: ... eða hringið í síma 686300 miili kl. 13 og 14 Lesendasíðan Síðumúia 15 108 Reykjavík Uppvakningur á ferðinni ■ Er það virkilega rétt að menn ætli að fara að gera kratana að einhverslags fjölda- flokki rétt eina ferðina? Skoð- anakannir benta til þess. Hve oft er þessi flokkshörmung ekki búin að bólgna út við einar kosningar, til þess að verða að örlítilli klíku ráðvii- linga viö þar næstu kosningar, þ.e. þegar þeir eru búnir að ganga fram af hverjum manni með innbyrðis sundurþykkju og hringsnúningi. Þá lekur vindurinn úr fylginu, skv. gamla lögmálinu, eins og úr útblásinni kýrblöðru. En alltaf kemur einhver sjónvherfingamaðurinn á ný upp og gapir einhver ósköp og læst allt geta. En þegar á hólm- inn er komið á það víst enn einu sinni að þurfa að sannast að hann kemur fyrir lítið einn saman talandinn. Nei, kratarnir leysa engan vanda, en þrefalda þann sem fyrir er. Hví lofar fólk greyinu ekki að liggja áfram í görfinni, þótt rétt einn særingamaðurinn sé tekinn að spangóla í skamm- degismyrkrinu. Látum hann kara óbermið aðstoðarlaust. Einn lífsreiður. ■ Það eru ekki allir jafn ánbægðir með velgengni Alþýðuflokksins. Vinsælda- listar og poppmúsík ■ Áslaug Anna, 12 ára, skrifar. Mig langar að koma því á framfæri, hvort það væri mögulegt að birta vinsældalista í blaðinu. Það gætu verið vinsældalist- ar frá t.d. Reykjavík (Rás 2), London, New York og Am- sterdam Svo mætti vera agnarlítið unt poppmúsík. Sérreglur fyrir sunnangæðingana ■ Skyldi það vera tilfellið að „sfrætóvar“ séu félagsverur? ■ Hvernig er aldursreglunum framfylgt? ■ Norðanmaður hringdi og kvaðst furða sig á frétta- mennsku Ríkisútvarpsins. Nú tækju þeir sig til og réðust á veitingastaði á Akureyri fyrir þær sakir að þar slyppu ungl- ingar undir lögaldri inn á fölsuðum pössum. Og síðar væru vínveitingar inni við. Þessi frétt var í hádeginu á rnið- vikudag. Hvers vegna var aldrei sagt neitt við því þegar bingöin voru haldin í Sigtúni? Þá mættu þar konur með börn sín allt niður í nokkurra ára gömul. Og síðan flaut allt í víni. Eru þetta einhverjar sér- reglur fyrir gæðinga í höfuð- borginni? spyr norðanmaður.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.