NT - 01.02.1985, Blaðsíða 12

NT - 01.02.1985, Blaðsíða 12
 Skipt um hlutverk: Föstudagur 1. febrúar 1985 12 góða eíginkonan í „I SÆLUREIT“ leikur hjákonuna í nýjum sjónvarpsþáttum „The Mistress“ ■ „Það kæmi mcr ekki á óvart þó ég fengi hótanabréf eða yrði fyrir fúleggjakasti þegar ég skipti svona algjör- lega um hlutverk - úr góðu eiginkonunni í hjákonuna, scm hedur við giftan mann og stofnar hjónabandi hans í liættu." Þetta sagði Felicity Kendal nýlega í viðtali við cnskt kvennablað. Við hérá íslandi munum cftir henni sem „góðu eiginkonunni" í sjónvarps- þáttunum" í sælurcit", sem voru sýndir hér nýlega á laug- ardagskvöldum. Blaðamaðurinn scm átti viðtalið við Felieity var fljótur til að benda lcikkonunni á að hún væri ein sú allravin- sælasta í Brétlandi. Hún hefði fcngið alls konar sannanir fyrir því: Verið kosin „Upp- áhald karlmanna í Bret- landi", fengið titilinn „Falleg- asti afturcndi ársins '81" (!) og ótal aðdáendabréf hlytu aö sanna henni að þaö væri óþarfa hræðsla hjá henni að óttast óvinsældir. Leikkonan tók fram - í sambandi við nýja hlutverkið - aö hún væri hamingjusam- lega gift, og gæti ekki fyrir nokkurn mun hugsað sér að vera í sömu aðstöðu í raun- vcrulcikanum og hún leikur í sjónvarpsþáttunum „HJA- KONAN" (The Mistress) - en það aftraði mér ekki frá því að taka við þessu góða hlutvcrki þó ég felli mig ekki við framhjáhaldið. Nú. ég gæti ekki hugsaö mér að fremja morð, - cn gæti vel hugsað mér að leika Lady Macbeth! ■ Mæðginin Felicity og Charley, 13 ára sonur hennar frá fyrra hjónabandi. ■ Felicity Kendal er 38 ára gömul, en sjónvarps- áhorfcndur í Bretlandi og víðar eru sam- mála um að hún sé nijög aðlaðandi og vinsældir hennar fara stöðugt vax- andi. ■ Seinni ■naður Feli- city er leik- stjórinn Mic- hael Rudman. Hann á 2 dætur, 14 og 17 ára, frá fyrra hjóna- bandi sínu. Þær koma oft í heimsók. Bæði Felicity og Michael Kudman höfðu verið frá skilin í mörg ár er þau kynntust ■ „Þríhyrningurinn" í nvju sjónvarpsmyndinni HJÁKONUNNl. Hérsjá- um við Felicity t.v. (hjá- konan) Jack Galloway (eiginmaðurinn) og Jane Ashcr (eiginkonan).

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.