NT - 01.02.1985, Page 13
Föstudagur 1. febrúar 1985 13
.
Dóttir
meistar
ans
Frá Halldóri Slgurdssyni, Gautahorg:
■ Eva Bergman, 39 ára
dóttir leikstjórans fræga Ing-
mars Bergman, er nú sjálf
orðin eftirsóttur leikstjóri.
En það leið langur tími þar til
hún tók þá ákvörðun að feta
í fótspor föður síns.
„Það var ekki það, að ég
væri á nokkurn hátt að mót-
mæla starfi föður míns, en ég
var bara svo áhugasöm fyrir
karlmönnum, að allur minn
tími fór í að halda mér til fyrir
þeim,“ segir hún í viðtali sem
nýlega var haft við hana. En
einn dag uppgötvaði hún að
lífið var meira en karlmenn
og skemmtanir.”
„Við hér í fjölskyldunni
segjum hvcrt um annað, - að
við þroskumst seint. Bróðir
minn, Jan, var til dæmis orð-
inn 34 ára þegar hann varð
leikstjóri."
Það eru nú tíu ár síðan Eva
söðlaði um og sagði skilið við
karlmenn sem sitt aðalvið-
fangsefni. áður hafði hún les-
ið bókmenntir og hugmynda-
fræði og unnið sem skrifstofu-
maður við leikhús.
í dag er hún vel metinn
leikstjóri við Backa-leikhús-
Eva Bergman
Nú er Eva Ber
sjálf leikstjóri
ið, sem cr svokallað/skóla-
leikhús (leiklistarskóli) á veg-
um Borgarleikhússins í Göte-
borg. Nýlega fékk hún verð-
laun fyrir uppsetningu á vcrki
fyrir börn. Eftir verðlauna-
veitinguna og allt sem fylgdi
því, fékk ég mörg fín tilboð,
en ég vil heldur vera hér í
Göteborg við Backa-leikhús-
ið, segir hún.
Eva er dóttir þeirra Ellen
og Ingimars Bergman. Öll
þeirra börn vinna nú við
leikhús. Eva, leikstjóri við
Backa-leikhúsið, Jan, 38 ára,
leikstjóri við Borás leikhús,
Mats, 36 ára, er leikari við
Borgarleikhúsið í Stockholm
og tvíburastystir lians Anna,
lék t.d.
hlutverk í Fanny og Alexand-
er. Jafnvel Ellen Bergman
var leikstjóri. Hún er litríkur
persónuleiki, sem lengi rak
lítið leikhús í einbýlishúsi
sínu hér í Göteborg.
„Að vera leikstjóri er
geysileg reynsla og upplifun,
og eiginlega hef ég verið aö
læra það síðan ég var barn,“
segir Eva.
Hún vill ekki tala um sinn
fræga föður. Allan sinn upp-
vöxt leið hún vegna þess sem
skrifað var um hann. „En
auðvitað þykir mér hann
frábær, bæði sem leikstjóri
og faðir.“
Eva er lítil og sæt, með
slétt Ijóst hár og brún augu og
segir sjálf, aö hún líti ekki út
eins og leikstjórar eigi að
gera, „Jan bróðir minn er
miklu líkari leikstjóra," segir
hún og brosir.
Frá Evu streymir þó svo
mikill kraftur og einbeiting,
að hún hefur fengið hvort
hcldur sem er, lcikara eða
gagnrýnendur til að falla á
kné fyrir henni. Þegar hún er
spurð hvernig hún fari að
þessu, segir hún:
„Enginn getur komist hjá því
að verða fyrir áhrifum af
manneskju sem gefur hundr-
að prósent. En það fyrirfinnst
alltaf sú hætta, aö fólk segi
nei, ekki meira af þessu, að
því líki alls ekki það sem
maður er að gera. Þá er mikið
atriði, að gefa sig ekki og
vera ákveðin. Mér finnst
vinnan afskaplega gefandi, en
það hefur tekið langan tíma
að ná svo langt. Það versta
er, að maður verður að gera
öll mistök sjálfur. Það er
enginn annar, sem getur gcrt
þau fyrir þig. En því eldri
sem ég verð, því betur sé ég
hve mikilvægt er að vera
heiðarlegur í starfi, og þakk-
látur fyrir það starf sem mað-
ur hefur. Ég er þakklát fyrir
hvern þann dag sem ég hef
starf að stunda."
Eva er, ásamt Ulf
Dohlsten, listrænn ráðunaut-
ur fyrir Backa-leikhúsið hér í
Göteborg samhliða leikstjóra-
starfinu.
Borgarleikhúsið í Göte-
borg er skipt niður á þrjá
staði; við Göteplatsen í mið-
bænum, í Angered sent er í
úthverfi borgarinnar og svo
er það Backa-leikhúsið, sem
er á Hisingen í norðurhluta
borgarinnar.