NT - 09.02.1985, Page 4

NT - 09.02.1985, Page 4
 ÍTF Laugardagur 9. febrúar 1985 4 11 Fréttir Halldór fundar á Skaga: Frá Stefáni Lárusi Pálssyni fréttarita M á Akranesi: ■ Halldór Ásgrímsson hélt ný- lega fund á Akranesi þar sem rædd voru málefni sjávarútvegs og Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur kynnti niðurstödur Kvótakerfið verði framtíðarskipulag Fyrir hvert fiskiskip mætti loka einum banka og einni bensínstöð nýjasta loðnuleiðangurs Haf- rannsóknastofnunar. í erindi sínu sagði Halldór meðal annars að hann hefði ekki trú á að kvótakerfið yrði afnumið í nán- ustu framtíð. Rakti Halld(?r helstu þætti fiskveiðistefnunnar og árangur af henni. Sagði hann þar að verulegur sparnaður hefði orðið að kvótanum allt að 10% við rekstur togara og jafnvel meira á bátum. Af þcssum sökum kvörtuðu veiðarfærasalar sáran sagði ráðherrann. Fjölmargir tóku síðan til máls á fundinum sem var með alfjölmennasta móti í ekki stærra plássi. Kom meðal annars fram hörð gagn- rýni á léleg kjör og atvinnu- öryggi fiskverkunarfólks. ■ Sparnaður af kvótanum um 10% við rekstur skipanna og ekki líklegt að það kerfi verði afnumið í nánustu framtíð, - sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á fundi á Akranesi. NT-mynd: Stefán Lárus • Hafnarfjörður: 340 íbúð- irísmíðum 1984 ■ Alls voru 340 íbúðir í smíðunr í Hafnarfirði á síðasta ári og var lokið snríði 112 íbúða. Stærð iðnaðar og versl- unarhúsnæðis í smíðum árið 1984 nam 175.301 rúmmetra og stærð bíla- geymsla og viðbygginga í smíðurn það ár í Hafnar- firði nam 20.286 rúmmetr- um. Borgf irskir jeppadellumenn: Himinlifandi vegna f ærðar á fjallvegum Frá Magnúsi Manmissyni fréltaritara NT í Borgarfirði. ■ Óvenju góð færð er nú á fjallvegum landsins sem oftast eru ófærir á þessum tíina árs. Hér í Borgarlirði hafa t.d. jeppaleiðir eins og Arnarvatns- heiði, Kaldidalur, Uxahryggir og fleiri verið vel færar flestum bílum í vctur. Borgfirskir jeppadellumcnn hafa óspart notfært sér þessar óvenjulegu aðstæður. Hafa þcir m.a. fjölmennt Kaldadalsleið- ina á Arnarvatsnheiði, upp á Ok á Eiríksjökli og víðar. Fréttaritari NT fór í cina slíka ferð seint í janúar ágætan sunnudagsbíltúr í blíðskapar- veðri. Farkostirnir voru: Willy's, Ford og splunkunýr Mitsubishi Rocky. Ferðinni var hcitið í leitar- mannakofann í Álftárkrók. Lagt var af stað úr Reykholtsdal um Ferðalangarnir við bfla sína. NT mynd: Magnús hádegi og komið var í skálann um kaffileytið, þannig að þeir sem til þekkja geta gert sér í hugarlund hvað færðin var góð. Ekið var á harðfenni mikinn hlutan leiðarinnar en víða voru vegarslóðar alauðir, cnda snjór ótrúlega lítill, miðað við hálendi Arnarvatnsheiðar í janúar. Norðlingafljót var vcl lagt slétt- um ís og hefur líklega sjaldan verið jafn gott yfirfærðar. Vötnin á Arnarvatnsheiði voru öll ísilögð og rennislétt. ísbor og veiðarfæri voru með- ferðis en ekki náðist að brúka tækin vegna birtuleysis. Þó var ísborinn notaður í eitt skipti og þá í þeim tilgangi að ná í vatn á einn bílinn sem sauð á. Ferðin heim gekk vel og var endað í kaffi hjá Óla á Astu í Kalmannstungu. ■ Félagsheimili þeirra Selfyssinga hefur lengi verið að rísa en virðist nú vera að komast á lokastig. Félagsheimili á loka- stigi eftir ellefu ár ■ Fyrsta skóflustungan að nýju félagsheimili á Selfossi var tekin fyrir um ellefu árum. Framkvæmdir hafa verið stopul- ar, og heimamenn orðnir lang- eygir eftir félagsheimilinu. Nú virðist bjartari tíð framundan, og á þessu ári ætlar bæjarsjóður Selfoss að verja 17 milljónum króna til framkvæmda við fé- lagsheimilið, og standa vonir til þess að hægt verði að taka í notkun hluta af húsinu, snemma á næsta ári. Sá hluti, sem gert er ráð fyrir að tekinn verði í notkun, er samkvæmissalurinn, eldhúsið og fleira. Félagsheimil- ið stendur vestarlega í kaup- staðnum á bökkum Ölfusár. Nýr bátur til Hús- víkinga ■ Nýr bátur bættist í flota Húsvíkingu fyrir skömmu þegar Björg Jónsdóttir, áður Gandí frá Vestmannaeyjum, kom til heimahafnar. Þetta er 131 tonns trébátur, smíðaður í Svíþjóð 1964. „Gamla“ Björgin var seld til Þórshafnar og heitir nú Fagranes. Þá var einnig tekinn í notkun gámalyftari hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur hf. Lyftarinn hefur 25 tonna lyftigetu og er eina tækið sinnar tegundar hér á landi utan Reykjavíkur. Er mik- il hagræðing að krananum að sögn eigenda en brýnt væri að auka rými á hafnargarðinum þar sem þróunin í gámaflutning- um er mjög ör og slíkir flutning- ar eiga eftir að stóraukast. NT-mynd: Róbert Guðmundur Björgvins- son í Norræna húsinu ■ Hinn mikilvirki málari, Guðmundur Björgvinsson opn- ar 8. einkasýningu sína í Norr- æna húsinu í dag. Hann sýnir 117 vaxlitamyndir sem allar eru málaðar 1984. Guðmundur, sem er þrítugur að aldri, stundaði nám í Red- land háskólanum í Kaliforníu á árunum 1974-1976 í sálarfræði, mannfræði og myndlist og síðan við Háskóla íslands árin 1976- 1978 í sálarfræði, mannfræði og listasögu. Dalvík: Sjö sækja um Dalbæ Frá Halldori Inga Halldórs.syni, Akur- e.'ri: _ Umsækjendurnir voru: Arn- maður KEA á Dalvík, Stefán ■ Sjö sóttu um stöðu nýs for- ór Pétursson, Reykjavík, Sigurgeir Þorsteinsson Hafnar- stöðumanns Dalbæjur, dvalar- Bjarnveig Ingvadóttir Hafnar- firði og Þorgerður Þorgilsdóttir heimilis aldraðra á Dalvík, en firði, Marinó Viborg Marinós- starfsmaður dvalarheimilis ald- núverandi forstöðumaður, son skólastjóri í Grímsey, Ólaf- raðra í Borgarnesi. Gunnar Birgisson, lætur af ur B. Thoroddsen kennari Ákvörðun um veitingu starfs- störfum 15. maí. Dalvík.SímonEllertssonstarfs- ins verður tekin 13. febrúar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.