NT - 09.02.1985, Page 5

NT - 09.02.1985, Page 5
Laugardagur 9. febrúar 1985 5 Erum þreyttir á að vera stimplað- ir glæpamenn - segja myndbandaleigumenn og ætla að ráða sér talsmann ■ Stjórnarmenn úr samtökum myndbandaleiga fvrir framan umdcildustu verslunarvöru á Islandi. NT-mynd: Sverrir ■ Félagar í samtökum mynd- bandaleiga eru orðnir þreyttir á því að vera sífellt stimplaðir glæpamenn í fjölmiðlum og annars staðar og hyggjast nú snúa vörn í sókn. Samtökin ætla að velja sér sérstakan fram- kvæmdastjóra á næsta aðal- fundi, sem verður haldinn eftir hálfan mánuð; mann, sem á að vera talsmaður þeirra. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem samtök mynd- bandaleiga héldu í fyrradag vegna þeirra ummæla Péturs Sigurðssonar, alþingismanns, í vikunni, að á myndbandaleigum mörgum hverjum væru stunduð stórfelld söluskattssvik og önn- ur lögbrot. Þessu mótmæla myndbandaleigusalar og segja að viðskipti þeirra hafi alltaf verið söluskattsskyld, og sýna því til sönnunar fulla möppu af útleigunótum. „Við töldum okkur knúða til ,að gera eitthvað í málinu núna“ sögðu þeir. „Við erum ekki að lýsa stríði á hendur rétthöfum, heldur að fara fram á samstarf. “ En þeir hafa ýmislegt að klaga upp á samtök rétthafa. Þeir segja, að rétthafar selji þeirn gatslitnar myndir, sem komi hingað eftir tveggja ára notkun á dönskum myndbandaleigum, og þeir segja rétthafa rífa mynd- bönd úr hillum hjá þeim án þess að sýna nokkra pappíra, sem sanni að þeir eigi réttinn á viðkomandi myndum. Þá segja myndbandaleigumenn, að stór hluti þeirra mynda, sem þeir kaupi frá rétthöfum, séu myndir sem ekki nýtist í leigu og séu eingöngu keyptar til þess eins að „kaupa frið," eins og þeir kalla það, til þess „að styggja ekki rétthafana". Stórar fjárhæð- ir hafi jafnvel verið greiddar til samtaka rétthafa og öll fyrri deilumál þá verið látin niður falla. „Það vantar reglugerð um þessi viðskipti, og vegna gagn- rýni á okkur í blöðum, er al- menningur hættur að bera virð- ingu fyrir myndbandaleigun- um,“ segja myndbandaleigu- menn. Námskeið um vinnu- hagræðingu ■ Kvenréttindafélag ís- lands hefur ákveðið að endurtaka námskeið um vinnuhagræðingu, sem haldið var í síðustu viku. Sigríður Snævarr, sendi- ráðunautur, kynnti þar ýmsar aðferðir til þess að skipuleggja vinnu og stjórna tíma, og benti á ýmsar einfaldar og ódýrar leiðir til að sinna hinum hversdagslegustu verkefn- um á heimili og vinnustað. Námskeiðið var full- skipað og vegna fjölda áskorana verður það endurtekið þriðjudaginn 12. febrúar kl. 17.00 í húsnæði félagsins að Hall- veigarstöðum, Túngötu 14. Þátttaka er öllum opin og tilkynnist í síma 18156. Frá fyrri árum - sýning Valtýs í Gallerí islensk list ■ „Þetta eru 30 oh'umálverk og 3 vatnslitamyndir og aðeins þrjár myndir hafa sést á sýning- um í Reykjavík áður,“ sagði Valtýr Pétursson, listmálari, er við litum inn til hans á Gallerí ■ Valtýr við eina mynda sinna á sýningunni. NT-mynd: Róbert íslensk list á Vesturgötunni, en þar hefst sýning á myndum eftir Valtý í dag. „Sýningin ber yfirskriftina „Frá fyrri árum“ og kannast maður fljótt við flest mótífin. Þau eru úr vesturbænum og frá gömlu höfninni og slippnum. „Ég hef mína vinnustofu vestast á Vesturgötunni og ég þarf varla að gera annað en að snúa stóln- um mínum við til að sjá mynd- efni; athafnalífið við höfnina og litadýrðina í vesturbænum. Ég fer sjaldan út til að mála. Ég fer frekar út til að drekka í mig umhverfið og vinn svo úr áhrif- unum á vinnustofunni." Vélflugfélag Islands: Flugöryggisár1985 hófstformlegaígær ■ I gær hófst formlega flugöryggisár 1985. Sigur- jón Asbjörnsson formað- ur Vélflugfélags íslands flutti ræðu við það tæki- færi. Vélflugfélag íslands í samstarfi við flug- málastjórn hyggst á þessu ári stuðla að auknu flugöryggi einkaflug- manna. Við sama tækifæri, í gær, var veitt viðurkenn- ing til fyrstu flugmann- anna sem tóku þátt í flug- öryggisnámskeiði á vegum Vélflugfélagsins. Alls tóku 26 flugmenn þátt í námskeiðinu sem haldið var dagana 2.-3. febrúar. Á flugárinu verður boð- ið uppá flugöryggisnám- skeið fyrir flugmenn úti á landi, og má þar m.a. nefna Akureyri, Selfoss og Egilsstaði. I mars verður boðið uppá námskeið fyrir flugkennara til upprifjun- ar, og verður fenginn breskur leiðbeinandi. í þriðja lagi hyggst Vélflugfé- lagið gefa út handbók fyrir einkaflugmenn, sem inni- heldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um flugvelli hérlendis. Um svipað leyti kemur út handbók á veg- um Flugmálastjórnar með sjónflugskortum af öllum flugvöllum hér á landi. Flugöryggisárinu lýkur með ráðstefnu sern haldin verður á Hótel Esju þann 5. október næstkomandi, þar sem einkaflugmenn og flugvélaeigendur úr öllum landshlutum munu þinga urn flugöryggismál. Biblíudagurinn: „SæðiðerGuðsorð" ■ Hinn árlegi Biblíudagur íslensku kirkj- unnar er næstkomandi sunnudag, 10. febrú- ar. Aðalfundur HÍB verður haldinn í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði og hefst með guðsþjónustu í Þjóðkirkjunni þar kl. 14.00. Þórhildur Ólafs guðfræðingur predikar, en hún er stjórnarmaður í Biblíufélaginu. Sóknarpresturinn, sr. Gunnþór Ingason, þjónar fyrir altari. Aðalefni fundarins verður „Æskan og orðið“. Framsögumaður er Ástráður Sigur- steindórsson stjórnarmaður HÍB. Fundur- inn er öllum opinn. Hið íslenska Biblíufélag er eitt elsta félag áíslandi stofnað 1815.Þaðhefur aðsetur í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Samvinnuferðir-Landsýn: Fjölskyldudagur ■ Samvinnuferðir-Landsýn hyggjast gang- ast fyrir miklum hátíðahöldum á sunnudag- inn í tilefni af útkomu sumaráætlunar og sumarbæklings ’85. Hefst dagurinn með keiluspilskeppni í Öskjuhlíðinni, en það er fyrsta opinbera keiluspilskeppnin sem haldin er hérlendis. Keppnin hefst kl. 9.30 á sunnudagsmorgun- inn, og er öllum opin. Þá verður söluskrif- stofa Samvinnuferða-Landsýnar opnuð í Austurstræti, kl. 13.00, með ferðakynningu og ferðagetraun. Loks verður klykkt út með fjölskylduhátíð í Háskólabíói kl. 15.00 þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytt skemmti- atriði fyrir alla fjölskylduna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.