NT - 09.02.1985, Page 6
Rósmundur G. Ingvarsson:
Kjölfesta dreifbýlisins
■ Fram á vora daga hefur
íslenska þjóðin lifað á því sem
landið og hafið umhverfis gáfu
með hjálp búfjárins og fiski-
skipanna. Og auðvitað lifir
þjóðin á þessu enn, þrátt fyrir
miklar framfarir og breytingar.
Landið og sjórinn hafa farið
illa á því 11 alda tímabili sem
liðið er frá landnámstíð - því
veröur ekki neitað - og mun
það að verulegu leyti vera sök
mannsins, en umdeilanlegt er
að hve miklu leyti það er
manninum að kenna og að hve
miklu leyti veðráttu og öðrum
slíkum þáttum og einnig hvort
það hafa verið íslendingar
sjálfir eða annarra þjóða
menn, sem eiga þá sök er í hlut
mannsins kemur. Á síðustu
árum hafa ýnisir viljað koma
sökinni á sauðkindina, en það
er auðvitað jafn fráleitt að
kenna henni um eyðingu gróð-
urlendis eins og að kenna skip-
um og bátum um eyðingu fiski-
stofna í hafinu umhverfis
landið.
Vínfræði og önnur fræði
í smágrein í NT nýlega,
undirritaðri af Á.G., er fjallað
um landbúnaðarmál og cr
margt þar vel sagt. Það er ekki
ætlan mín að gagnrýna neitt
sem þar kemur fram, en það
hlýtur að vekja umhugsun.
M.a. segir þar að sauðkindin
var í gegnum aldir „öflugasta
lífsforsenda þjóðarinnar". Þá
segir að textahöfundur sem
nefnir sig „Dagfara" haldi því
fram að „íslensku sauðkind-
inni hafi í gegnum aldir leyfst
að ganga óhindruð í eyðilegg-
ingarherferð sinni um víðerni
þessa lands". Ennfremur segir
greinarhöfundur „Það er að
sjálfsögðu ekki umdeilt mál,
að hlutar okkar afréttarlanda
eru ofsetnir búfénaði. Það er
heldur ekki umdeilt að sauðfé
á Islandi er of margt miðað við
innanlandsneyslu. Þetta eru
staðreyndir, sem bændur og
samtök þcirra komu auga á
fyrstir manna, hafa fullan skiln-
ing á og eru samtaka við aö
leysa- án alls atbeina vínfróðra
ritstjóra í Reykjavík.“
Eflaust er þetta allt rétt í
stórum dráttum, þótt til séu að
vísu menn innan bændastéttar-
innar sem berja höfðinu við
steininn og neita að viður-
kenna ofbcit. Og ekki dreg ég
í efa að viökomandi textahöf-
undur og ritstjórar séu fróðir
um áfcnga drykki og geti skrif-
að um þá af hófsemd og þekk-
ingu, þótt þeim hætti til að láta
eitthvað annað en hófsemd og
þekkingu ráða pennunt sínum
þegar þeir fjalla um landbún-
að. Versta synd þessara manna
og annarrá slíkra er að þeir
skrifa óhróöur og dellu um
undirstöðuatvinnugreinar
landsmanna - og endurtaka
svo oft að fjöldinn fer að trúa
- og , það jafnvel menn í
bændastétt, fer að taka undir
spangóliö og gerast þar með
sekir um þátttöku í að rífa
stoðirnar undan undirstöðuat-
vinnugreinum þjóðarinnar.
Ekki er við sauðfé
að sakast
En þótt hinir „vínfróðu"
kenni bændum og sauðkind-
inni um hina miklu rýrnun
graslendis á landi okkar síðan
það var numið af norrænum
ntönnum, þá eru ekki allir á
sama máli. Það er alveg Ijóst
að ekki er viö sauðféð eitt að
sakast og þó það komi eitthvaö
við sögu, þá eru það mennirnir
sem bera ábyrgðina. Frá land-
námstíð hafa fleiri búfjárteg-
undir verið á beit á landinu og
auk þess hafa fuglar ávallt
tekið sinn skerf. Sögur herma
að mikið liafi verið af nautgrip-
um og svínum til forna og voru
þær tegundir reknar í afrétti
a.m.k. sumstaðar. Þá hafa hross-
in einnig verið til staðar allar
götur og á sumum tímum í
miklum mæli. Þau ganga nær
landi en sauðféð og hafa á
síðari tímum sumstaðar verið
höfð í afrétti, þó flestir séu
hættir því í dag.
Hinum „vínfróðu" skal
einnig bent á þá staðreynd að
allir Islendingar eru komnir af
bændum og þeir sjálfir líka.
Vínfróðir ritstjórar bera því
jafna ábyrgð á gróðureyðing-
unni og þeir sem nú eru bænd-
ur á íslandi, nema hinir síðar-
nefndu hafi gerst sekir um
landnýðslu í sínum eigin
búskap. Að skella skuldinni á
sauðféð eða annað búfé er
tilraun til að koma eigin sök
yfir á aðra.
Varlega ættu menn að fara í,
að ásaka forfeðurna fyrir illa
meðferð á landinu. Þeira.m.k.
hafa mikið sér til málsbóta.
Núlifandi kynslóð má gjarnan
huga vel að hvort hún er nokk-
uð betri sjálf og hún hefur sér
ekkert til málsbóta fyrir að láta
eyðingu gróðurlendis eiga sér
stað.
Sauðféð gekk ekki
nærri afréttum
Hvað sauðkindina varðar,
þá sýnir reynslan að hún leitar
þangað sem hún veit besta beit
hverju sinni og „sauður man
livar lamb gengur". Meðan
lítið var um girðingar þá kom
sauðféð sjálft ofan af afréttum
á sumrin þegar beit þar fór að
rýrna og var gjarnan megnið af
fénu komið til sinna heima-
haga eða a.m.k. vel áleiðis
þangað þegar farið var að
smala. Sumt tolldi ekkert í af-
rétti. Þannig hlífði sauðféð af-
réttunum við ofbeit. Það er því
vart hugsanlegt að sauðkindin
hafi valdið gróðureyðingu á af-
réttum. Hafi verið um ofbeit að
ræða af hennar völdum, þá
hefur það verið næst bæjum og
beitarhúsum.
Það er álit sérfræðinga og
einnig bænda, að alger friðun
gróðurlendis sé ekki það æski-
legasta fyrir landið heldur hóf-
leg beit. Sérfræðingar segja til
um hvað er hófleg beit á hverj-
um afrétti og ætti því ekki að
þurfa að deilda um það.
Með tilkomu girðinga og
vega, ásamt vörubílum og ann-
arri tækni hefur orðið gífurleg
breyting. Sauðféð erekki leng-
ur sjálfrátt að því hve lengi það
er í afréttum og jafnvel ratar
ekki heim eftir að farið var að
flytja það á bílum. Þetta er þó
breytilegt og kemur sumt af
fénu heimleiðis þegar það vill
ekki vera lengur í afréttinum,
sumt fer í aðrar áttir og jafnvel
milli landshluta en margt kem-
ur að þeim stað sem það var
tekið af bílnum og bíður þar
eftir að verða sótt.
Með þessum og fleirum
breytingum hefur ábyrgð
mannsins aukist gífurlega og
nývandamál skapast, þvíhefur
Alþingi sett lög sem eiga að
tryggja, að sveitarstjórnir sjái
um að vel sé farið með afréttar-
lönd. Og jafnframt hefur
Landgræðsla ríkisins verið
með lögum gert skylt að fylgj-
ast með ástandi afrétta og
koma í veg fyrir ofnotkun
þeirra. Jafnframt hefur verið
lögð áhersla á að fræða bændur
um þessi mál, enda hvílir
ábyrgðin þyngst á bændunum
og öðrum eigendum grasbíta
svo og sveitarstjórnunum. Og
ábyrgðin er mikil, þar sem
mennirnir hafa rofið sjálfstæði
sauðfjárins með afréttargirð-
ingum og fleiru og tekið í
þjónustu sína tækni sem fljót-
legt er að valda með óbætan-
legum skaða á gróðurlendi og
annarri náttúru landsins eða
koma af stað uppblæstri sem
erfitt er að stöðva.
Langtum meiri
ábyrgð en áður
Svo fráleitt sem það var að
kenna sauðkindinni um eyð-
ingu gróðurlendis á liðnum
öldum, þá er það margfalt
fráleitara nú eftir stórbreyting-
ar síðustu áratuga.
í langflestum tilfellum munu
bændur hafa skilning á þessum
málum og eiga góða samleið
með gróðurverndaraðilum,
enda finna þeir manna best til
ábyrgðar gagnvart landinu og
vilja taka þátt í því jákvæða
starfi sem hafið er til að stöðva
eyðingu gróðurlendis og snúa
vörn í sókn. Hinsvegar er því
ekki að neita að til eru þeir
menn innan stéttarinnar sem
snúast öndverðir og veita um
leið vatni á myllu hinna „vín-
fróðu ritstjóra í Reykjavík."
Það hefur verið sagt, að
sauðféð var öflugasta lífsfor-
senda þjóðarinnar um aldir.
En hver er staða sauðfjárins í
dag, eftir allar þær breytingar
sem orðið hafa í tíð núlifandi
manna? Hinir „vínfróðu rit-
stjórar" hafa sagt sitt álit. Þeir
leggja meðal annars til að ísl-
enskur landbúnaður verði
lagður niður og landbúnaðar-
vörur keyptar erlendis frá. Þeir
hafa klifað á þessu í nokkur ár
og fengið hljómgrunn - ekki
aðeins hjá textahöfundinum
Dagfara, - heldur og eitthvað
hjá almenningi - jafnvel í sveit-
um. Er nú svo komið að byggð-
ir strjálbýlisins, cinkum sveit-
anna standa rnjög höllum fæti.
Fólkið streymir í kaupstaðina
einkum til suðvesturhornsins,
en sveitunum blæðir. Jafn-
framt er dregið úr útflutnings-
bótum vegna landbúnaðarvara
og sauðfé og nautgripum hefur
verið stórfækkað vegna örðug-
lcika með sölu afurðanna.
Byggðin stendur og
fellur með sauðfénu
Við talsverðan vanda er að
glíma, en fari þessu fram enn
um sinn þá hlýtur byggðin í
sveitunum að eyðast að veru-
legu leyti á næstu árunt. Við
það missa kaupstaðirnir á
landsbyggðinni spón úr aski
sínum og hugsanlega fara
sömu leiðina á eftir.
Hér verður að spyrna við
fótum og það fljótt. Mælt hefur
verið með nýjum búgreinum.
Þær hafa gengið misjafnlega,
en virðast sumar hverjar geta
komið að gagni, en þó því
aðeins að aðalbúgreinunum,
sauðfé og kúm, sé haldið í
horfinu og eigi fækkað meir en
orðið er. Einkum er það sauð-
féð sem viðhald byggðarinnar
byggist á og fæ ég ekki betur sé
að að sauðféð sé lífsforsenda
byggðar í sveitunum og kjöl-
festa dreifbýlisins.
Byggðin stendur og fellur
með sauðfénu.
24.jan 1985
Rósmundur G. ingvarssun
Hinum vínfróðu skal einnig bent á þá staðreynd að
allir íslendingar eru komnir af bændum og þeir
sjálfir líka. Vínfróðir ritstjórar bera því jafna ábyrgð
á gróðureyðingunni og þeir sem nú eru bændur á
íslandi.
Það er álit sérfræðinga og einnig bænda að alger
friðun gróðurlendis sé ekki það æskilegasta fyrir
landið heldur hófleg beit. Sérfræðingar segja til
um það hvað er hófleg beit á hverjum afrétti og ætti
því ekki að þurfa að deila um það._____________
Frelsunarguðfræðin
og við saddir/kristnir
■ Torfa Ólafssyni, formanni
félags kaþólskra leikmanna,
skal þökkuð góð grein um
frelsunarguðfræðina í róm-
önsku Ameríku sem hann ritar
í Mogga í gær. Allt of lítið
hefur á íslenska tungu verið
fjallað um þessa nýju guðfræði
sem á rætur sínar í kúgun og
ofbeldi ríkisvalds og harð-
stjóra Suður-Ameríku. KJerk-
ar þar fundu það einfaldlega á
eigin líkama og þjáningum
meðbræðra sinna að sú kirkja,
sem stæði hjá og horfði upp á
þá rangsleitni og kúgun sem
ríkir þar væri ekki trú frelsara
sínum sem sagði: „Ég er kom-
inn til að flytja fátækum gleði-
legan boðskap, boða bandingj-
unt lausn", o.s.frv. Þeir hafna
auðmýkt hins kristna gagnvart
vondu ríkisvaldi og hvetja
jafnvel til ofbeldis gagnvart
ranglátri þjóðfélagsskipan,
vegna þess, segja þeir, að sitja
hjá og aðhafast ekki er um leið
stuðningur við það ofbeldi,
sem harðstýrð og kúgandi yfir-
völd beita þegna sína. Stuðn-
ingur við barnadauða, stuðn-
ingur við örbirgð fjöldans,
stuðningur við það að feður
séu hrifsaðir frá börnum og
fjölskyldum vegna þess að þeir
voga sér að mótmæla. Það
ofbeldi sem felst í þessum
stuðningi er miklu verra, miklu
andstyggilegra en það ofbeldi
sem felst í því að reka fram
byssusting fyrir hinn hrjáða og
smáða. Þess vegna höfumst
við að.
Leið friðarins
Nú er þess að geta að það er
ansi sterkt í boðun Jesú Krists
að leið hins kristna manns sé
leið friðarins. Svara illu með
góðu, hörku með auðmýkt og
allt það. Er bent á þá staðreynd
að ofbeldi leiði aðeins af sér
ofbeldi og því verði ofbeldi
ekki útrýmt nema með elsk-
unni. Á þessum grundvelli
gagnrýna feitir og vellíðandi
Vesturlandabúargjarnan frels-
unarguðfræðina, a.m.k. þá
grein hennar sem hvetur til
vopnaðrar baráttu. Það er
vissulega mikið til í þessu og
spyrja má. Ef þetta er ekki
tilfellið, hvað er þá svona sér-
stakt við leið Krists? Torfi ritar
grein sína í tilefni af því að
Jóhannes páfi hefur varað við
ofbeldi og vitnar Torfi í Síraks-
bók þessari leið til stuðnings,
þar sem segir: „Sá er ætlar að
gera gott með ofbeldi, líkist
geldingi er leggst hjá meyju."
Skýrar er ekki hægt að orða að
ofbeldi sé vonlaust, en þess
ber þó að geta að Síraksbók
komst ekki inn í hina helgu
bók á sínum tíma og telst því
til hinna apokrýfu rita, hliðar-
rita kristninnar
Vaðandi blóðelginn
upp að hnjám
Ekki skal þessari túlkun á
kristindóminum mótmælt en
aðeins á það bent að við hér á
Vesturlöndum höfum hafnað
þessari sérkristnu friðarleið og '■
situr því síst á okkur að dæma
kristna presta í rómönsku
Ameríku þó að þeir, vaðandi
blóðelg harðstjóranna upp að
hnjám, hvetji til byltingar. Við
hér svörum líka illu með illu.
Ef á okkur er ráðist þá verjum
við okkur og yfirleitt gott betur
og engin kirkja boðar okkur
það, að ef ráðist er á barnið
okkar þá kyssum við fætur
árásarmannsins. Þvert á móti
það er aðal hinnar borgaralegu
kristni Vesturlanda að verja
sig og sína og eignir sínar með
öllum tiltækum ráðum. Þetta
er því ákveðnara sjónarmið
sem kirkjudeildin er íhalds-
samari, en það skondna er, að
eftir því sem kirkjudeildir eru
íhaldssamari því meira for-
dæma þær ofbeldi í nafni
Krists.
Lítill peyi I New York
Reinold Niebuhr, sá guð-
fræðingur amerískur sem mest
áhrif hefur haft á þessari öld,
tekur klassískt dæmi í einni
bóka sinna um það hversu
gagnlaust sé að svara illu með
góðu.(Það er sagt að Banda-
ríkjaforsetar sofi með bækur
hans undir koddanum enda
verða þeir seint sakaðir um
það að svara illu með góðu).
Niebuhr tekur dæmi af litlum
strák í New York (þetta var í
kreppunni) sem er sendur út til
að selja blöð. Faðir hans er
drykkjumaður og móðirin ein
heima með þrjú ung börn.
Peyinn er því eina von fjöl-
skyldunnar. Hann stillir sér
upp á besta horninu, en er