NT - 09.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 09.02.1985, Blaðsíða 7
Kristján Hannesson Lambeyri: Samráðið líkist galdraofsóknum ■ Vegna yfirlýsingar Valdi- mars Gíslasonar f.h. Búnaðar- sambands Vestfjarða og Bergs Torfasonar f.h. Fjárskipta- nefndar, sé ég ástæðu til að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum. Þeir félagar segja: „Full- reynt var talið að niðurskurður einstakra hjarða eins og hann hafði verið framkvæmdur á Barðaströnd stöðvaði ekki veikina." En í bréfi sauðfjár- veikivarna dagsettu 14.6. 1984 undirrituðu af Sigurði Sigurð- arsyni segir:"Á fundi Sauðfjár- sjúkdómanefndar var tekið undir tillögur Rauðstrendinga um girðingu milli Rauðasands og Barðastrandar úr Stálfjalli í Patreksfjörð við Skápadal; Heimamönnum var heitið aðstoð, setji þeir upp girðing- una. Pessi girðing gæfi kost á því að fresta eða hlífa við fjárskipti svæði, sem hvorki hefir fundist riðuveiki á eða grunur um hana. Til nokkurs er að vinna, því á skaganum sem myndi girðast af eru yfir tvö þúsund fjár. Haldi girðing- in vel mætti jafnvel freista þess að hreinsa þetta hólf, ef riða fyndist síðar, með því að lóga fé á einstökum bæjum og það eftir að ósýkt fé er komið aftur til Barðastrandar." Væri ekki rétt að Valdimar. Bergur og Sig- urður reyndu að jafna þennan ágreining sinn áður en fram- kvæmdir verða hafnar við girð- inguna. Það er fjöldamargt sem ég sé athugavert við yfir- lýsinguna en í stuttri blaðagrein er ekki hægt að sinna því öllu, nema tilefni gefist til síðar. í máli þeirra félaga kemur fram, að ýmis félagasambönd og sýslunefndir og einnig fundur fulltrúa sveitarfélaga sem hald- inn var á Núpi 30. júní 1984 hafi lýst stuðningi við þá stefnu að skera niður allt sauðfé í Vestfjarðahólfi. Er þetta sannleikanum samkvæmt? Sýslunefnd Vest- ur-Barðastrandarsýslu hefir aldrei samþykkt niðurskurð á sauðfé utan Barðastrandar- hrepps. Á fundinum á Núpi var engin tilllaga samþykkt um niðurskurð. Vegna afgerandi andstöðu fulltrúa sveitar- stjórna frá Patreksfirði. Tálknafirði og Ketildala- og Suðurfjarðahreppum gegn niðurskurði kom fram tilllaga frá Össuri Guðbjartssyni og Sigurði Sigurðarsyni. Niðurlag tillögunnar var svohljóðandi: „Fundurinn felur stjórn Bún- aðarsambandsins að fá fram afstöðu allra sveitarstjórna í hólfinu og að því loknu hlutast til um skipun fimm manna nefndar er taki tilllit til sem flestra sjónarmiða um þetta mál og verða samningar- og framkvæmdaaðili fyrir hönd fjáreigenda." Nú spyr ég Valdimar Gísla- son, framkvæmdastjóra Bún- aðarsambands Vestjarða: Ertu búinn að fá fram afstöðu allra sveitarstjórna á svæðinu, og með hvaða hætti var tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem komu fram á fundinum. Ein- hvern veginn hefur þetta starf Búnaðarsambandsins farið fram hjá hreppsnefnd og fjár- eigendum í Tálknafirði. Það er rétt að bændur bera fullt traust til starfsfólks til- raunastöðvarinnarh Keldum. Hitt er alrangt að það sé einkamál starfsmanna Sauð- fjárveikvarna hvernig þeir skipta með sér verkum. Ég treysti ekki Kjartani Blöndal framkvæmdastjóra til þess að vinna að tilraunum í rannsókn- arstofunni á Keldum. Það hef- ur líka sýnt sig að dýralæknir- inn er allsóhæfur til að sinna mannlegum samskiptum. Það er affarasælast að Kjartan sinni sínu starfi og Sigurður sínu. Það voru ekki liðnir nema nokkrir dagar frá því að fund- urinn á Núpi var haldinn þar til ég ásamt fjáreigendum í Patrekshreppi vorum boðaðir á fund með fulltrúum Sauðfjár- veikivarna. Fundur var hald- inn á sýsluskrifstofunni á Patreksfirði. Reynt var að fá okkur til að undirrita samning um niðurskurð á hjörðum okkar. Tilmælunum var hafnað, þess í stað var fulltrú- unum afhent mótmælaskjal gegn aðförum sauðfjársjúk- dómanefndar, undirritað af öllum sauðfjáreigendum frá Patreksfirði, Raknadal og Lambeyri. í yfirslýsingu ykkar segir: „Starfsmenn sauðfjárveiki- varna hafa haft fullt samráð við heimamenn um aðgerðir í niðurskurðar- og fjárskipta- málum og rætt þau ítarlega við einstaka fjáreigendur og aðra þá er máiið varðar." Þetta er fallega sagt, ef satt væri. Hvað okkur fjáreigendur varðar hef- ur þetta samráð og ítarlegu umræður líkst meir galdraof- sóknum, þar sem einskis er svifist. í stað umræðna um málið var nú beitt þeirri tækni að leggja einstaka fjáreigendur í einelti og beita þá þrýstingi. Aðferðin var einföld og árang- ursrík; með fagurgala og lof- orðum um fjárbætur annars- vegar, og svo hótunum um fjárútlát og valdbeitingu hins vegar. Hefir tilraunamannin- um frá Keldum tekist að brjóta niður viljastyrk fjáreigenda á Patreksfirði svo að þeir hafa sárnauðugir afhent kindurnar sínar undir hnífinn. Af þessum ofsóttu fjáreigendum stend ég nú einn og þrátt fyrir hertar aðgerðir gegn hjörð minni lifir hún enn og mun halda áfram að lifa. Fréttatilkynningar frá Sauð- fjárveikivörnum sem birst hafa í sjónvarpi, útvarpi og blöðum um að búið sé að skera niður hjá mér eru tilhæfulausar. Mcð vaxandi undrun hefur al- menningur fylgst með þessum aðgerðum. Bændur og fjöl- skyldur þeirra hafa fyllst ótta og öryggisleysi og réttarvitund fólks hefur verið alvarlega mis- boðið. Bóndanum á Ósi í Arn- arfirði votta ég samúð mína, en hjörð hans var skorin niður í haust af litlu tilefni og gegn mótmælum hans. Enginn efast um dugnað og ósérhlífni rannsóknarmanns- ins frá Keldum, til dæmis má ncfna að hann lagði það á sig núna rétt fyrir jólin að fara vestur á Barðaströnd og í mesta fárviðri sem gcngið hef- ur yfir Vestfirði á þessum vetri braust hann ásamt fríðu föru- neyti yfir Dynjandisheiði, meðal annars til að heimsækja Pétur bónda að Ósi. Þett'a var hraustlega gcrt og virðingar- vert ef tilgangur ferðarinnar hefði verið sá að veita gamla manninum andlegan styrk vegna álagsins er hann varð fyrir er kindur hans voru skornar niður. En því miður, það var ekki tilgangur terðar- innar, heldur fékk Pétur skip- un frá þessum valdamikla manni um að jafna fjárhúsin við jörðu og brenna og jarð- setja allt heila draslið. Tilfinn- ingasemi kemur auðvitað ekki til greina þegar vísindamenn eru að störfum. Það er vonandi að tár gamla mannsins hafi ekki spillt jólagleði vísinda- mannsins eftir að hann kom heim úr þessari frægðarför. Ein spurning að lokum til ykkar félaga, Valdimars og Bergs. Gæti hugsast að sextug- asta og sjöunda grein stjórn- arskrár lýðveldisins íslands gildi fyrir umkomulitla og af- skekkta bændur vestur á fjörðum? Þið þurfið ekki að svara; slíkt eróhugsandi! Frið- helgi eignarréttarins nær ekki út fyrir Stór-Reykjavíkursvæð- ið. Að lokum legg ég til, að málið verði sett í geðrannsókn. Kristján Hanncsson, Lainbcyri 460 Tálknafirði. Það hefur líka sýnt sig að dýralæknirinn er alls óhæfur til að sinna mannlegum sam- skiptum ■ Erum við saddir og sælir Vesturlandabúar í nokkuri stöðu til að gagnrýna presta í Suður-Ameríku sem hvetja til ofbeldis? umsvifalaust stjakað þaðan af sér stærri og heimaríkari hundum. Hann fer á næsta horn og þar endurtekur sagan sig og þannig koll af kolli þar til að hann er kominn svo langt frá miðborginni að hann selur ekkert. Peyinn fór vissulega hina sérkristnu leið, segir Niebuhr, hann svaraði ekki ofbeldi með ofbeldi heldur vék sér undan (ef þú ferð til hægri þá fer ég til vinstri, en ef þú ferð til vinstri þá fer ég til hægri o.s.frv.j.En hann gerði rangt segir Niebuhr. Með þessu móti sveltur fjölskylda hans í hel. Það er á þennan hátt sem hið vonda, stóra, sterka rúllar yfir hið góða litla, veika. Peyinn átti að berjast, það var skylda hans gagnvart sér og sínum. Og þannig hlýtur kristinn mað- ur að haga sér. Hann á að veita hinu illa viðnám. Það var líka það sem Jesú Kristur gerði. Hann lagði til atlögu gegn illu öflunum í heimi hér. Eitthvað á þessa leið rökræðir sá guð- fræðingur, sem mest áhrif hef- ur haft á Vesturlöndum á þess- ari öld, og við högum okkur samkvæmt þessari siðfræði. Saddir og kristnir Því hugleiði ég á þessum nótum að mig langar til að spyrja hvort nokkurt okkar hefur efni á því að álasa kristn- um prestum í rómönsku Ame- ríku vaðandi blóðelg harð- stjóra og kúgara, þó að þeir hvetji til vopnaðrar baráttu gegn þessum ósköpum; þó að þeir hvetji til byltingar. Eða má ekki líta á hermenn Pino- cliets sem ryðjast inn á heimili og drepa heimilisföðurinn og nauðga móðurinni til dauðs frammi fyrir barnaskaranum, sömu augum og við lítum ó- týndan glæpamann sem brýst inn á heimili vor með rán og ofbeldi í huga. Við saddir og kristnir ráðumst.að mótstöðu- manninum og drepum hann frekar en að láta hann drepa okkur. Erum við að ætlast til þess að meðbræður okkar í Suður-Ameríku séu fullkomn- ari en við. Vífilengjur Vatíkanið hefur gagnrýnt frelsunarguðfræðina og bent á að kirkjan sé annað og meira en félagsleg endurbóta- og byltingarhreyfing. Það er mik- ið rétt. En það er einnig rétt að allar vífilengjur af þessu tagi eru bara vatn á myllu þeirra harðstjóra sem í nafni hers og lögreglu kúga og myrða mill- jónir. Baldur Kristjánsson Verft í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Núliminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaftsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrilstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Efnahagstillögur ■ í gær kynntu forsætisráðherra og fjármálaráð- herra tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Um er að ræða margþættar aðgerðir sem miða að því að ná jafnvægi í efnahagsmálum á ný. Alvarlegustu málin sem steðja nú að íslensku efnahagslífi eru vaxandi erlendar skuldir ásamt viðskiptahalla og hættu á þenslu innanlands. Þessu verður nú reynt að mæta með aðhaldi á öllum sviðum fjármála og peningamála. Fyrst skal nefna það að áætlað er að fjármagna verkefni ríkisins í auknum mæli innanlands. I því skyni er fyrirhugað að minnka erlendar lántökur í ár um 1000 milljónir. Pað verður gert með því að draga úr lántökuáætlunum opinberra aðila m.a. Lands- virkjunar. Þá tekur ríkisstjórnin mið af ábendingum stjórnarandstöðunnar og leggur áherslu á að herða eftirlit með skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda. í þeim efnum er nt.a. ákveðið að lágmarks- virðurlög við skattsvikum verði þrefölduð greiðsla þess sem svikið er undan. Vonandi næst til Stigahlíðarþjóðarinnar nteð þess- um hætti. Þá er enn á blað fest að virðisaukaskattur komi í stað söluskatts um næstu áramót og lofað er ráð- stöfunum til að draga úr þeim áhrifum sem tilkoma hans hefur í þá veru að hækka framfærslukostnað. í tillögunum er gert ráð fyrir sérstökum ráðstöfun- um til þess að auka sparnað vegna fyrirhugaðra íbúðakaupa. í því skyni verða veittar skattaívilnanir vegna sparnaðar á bundnum reikningum, hliðstætt þeim frádrætti, sem nú er heimilaður til hlutabréfa- kaupa. Pá hafa reglur um húsnæðislán verið teknar til gagngerðrar endurskoðunar. Lánin verða bundin við ákveðnar stærðir íbúða og þeir sem byggja í fyrsta eða annað sinn fá forgang. Þetta er gott og sjálfsagt. Þá hefur verið ákveðið að taka 150 milljónir af 700 milljóna króna nýbyggingarlánafé til þess að lána þeim sem hafa byggt eða keypt frá 1980 og eru nú á hausnum. Þá hefur Húsnæðisstofnun verið falið að koma nú þegar á fót ráðgjafaþjónustu, sent leiðbeini og aðstoði þá sem komnir eru í greiðsluerfiðleika. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir frumvörpum um stjórnkerfið, nýsköpun atvinnulífs og sjóða, land- búnaðarmál, bankamál og sveitarstjórnarmál. Það er margt gott í þessum tillögum og það besta við þær er að ekki eru sett grjóthörð markmið um kauphækkanir, gengi og verðbólgustig eins og tilfell- ið var í síðustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þannig gengur ríkisstjórnin til viðræðna við aðila vinnumarkaðins með miklu mýkri ásjónu en hún hafði á haustdögum. Hún býður nú upp á viðræður um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs, bótum almannatrygginga, fyrirgreiðslu í húsnæðismálum og atvinnustefnu til næstu ára í stað peningalaunahækkana. Vonandi tekst bærilegt samkomulag með þessum aðilum og vonandi tekst okkur að sigla friðsamlega upp úr þeim öldudal sem við höfum verið í og vonandi missum við ekki velferðarsamfélagið úr höndum okkar á leiðinni upp.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.