NT - 09.02.1985, Page 14

NT - 09.02.1985, Page 14
„Engin Wham og Duran Duran næturvakt“ ■ Fyrir næturvakt Rásar 2 á laugardag stendur Margrét Blöndal í þetta skiptið. Nætur- vaktin hefst kl. 24.45 og stend- ur til kl. 3. Margrét er ein á vaktinni og hyggst hyrja hægt. Á meðan ■ Margrét Böndal sækir danslög allt aftur til stríösár- anna á næturvaktina í kvöld. (NT-mynd: Ari) hún bíður eftir samtengjngu rás- anna tveggja, kl. 1, ætlar hún að leika léttan djass, s.s. Dave Brubeck, sem ekki þarf að kynna, Thijs van Lees, en hann er hollenskur flautuleik- ari og Chuck Mangione trom- petleikara. Að loknum veðurfréttum hefst hún svo handa fyrir al- vöru. .Þetta verður engin Wham og Duran Duran nætur- vakt,“ segir Margrét. í staðinn hefur hún hug á því að grafa upp eldri dansmúsík, allt frá ástandsárunum og þar um kring. Fjörug tónlist hefur völdin fram til kl. 2.30, en þá ætlar Margrét að slá aðeins af og hefur þá í huga fólk, sem skriðið er undir sæng og vill gjarna fá eitthvað rólegt til að sofna út frá. Þetta er fjórða næturvakt Margrétar á Rás 2, en hún tók til starfa þar í haust, þegar hún fluttist suður til Reykjavíkur til að hefja nám í íslensku við Háskóla íslands. Hún er þó síður en svo nokkur ný- græðingur á öldum ljósvakans. 1 fyrra vetur var hún með útvarp unga fólksins, sem RÚ- VAK sendi frá sér annað hvert sunnudagskvöld. Og í haust, rétt áður en vcrkfall BSRB skall á, var hún, ásamt vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur, með fjóra þætti í morgunút- varpi um íslenskarskáldkonur. „En þeir hafa því miður áreið- anlega farið fram hjá mörgum, því að þeir fengu nánast enga kynningu, vegna prentara- verkfallsins," segir Margrét. ■ Rætt er við Hauk Gunn- arsson, leikstjóra Rashomon í Glugganum. Sjónvarp laugardag kl. 14.45: Liverpool -Arsenal - bein útsending ■ Eins og aðra laugardaga í febrúar þá verður Bjarni Felix- son með beina útsendingu frá ensku knattspyrnunni í sjón- varpinu í dag. Að þessu sinni verður það stórleikur. Liver- pool, Englands-I og Évrópu- meistararnir taka á móti Ar- senal á Anfield Road í Liverp- ool. Bæði liðin eru í hópi efstu liða í deildinni og þrátt fyrir að Liverpool hafi átt í erfiðleikum á þessu tímabili þá eru þeir enn eitt af stórliðunum og erfiðir heim að sækja. Arsenal hefur verið að rífa sig uppúr smá dal að undanförnu og er til alls líklegt. Má því búast við spennandi viðureign á Anfield. Énska knattspyrnan hefst kl. 14:45 en beina sendingin um kl. 15:00. ■ Þessar þrjár stjörnur hafa allar veriö í og út úr liði Arsenal. Mariner, Woodcock og Nicholas. Veröa þeir með í dag? 9. febrúar 1985 14 Hér stendur greinilega mikið til í grafreit Wilburs. Kannski er himnaför í vændum? Sjónvarp laugardag kl. 22.40: Undarlegir útfararsiðir! ■ Seinni laugardagsmynd sjónvarpsins nefnist Ástvinur- inn á íslensku (The Loved One) og er bandarísk bíómynd frá 1956, gerð eftir skáldsögu Evélyn Waugh. Sýningin hefst kl. 22.40. Söguþráður er allkyndugur, en hann snýst um fólk, sein fæst við óvenjulega atvinnu í augum íslendinga og uppátæki þess. Enda eru söguslóðir Kali- fornía. Dennis Barlow (Robert Morse) vinnur sem aðstoðar- maður manns, sem fæst við að búa lík til greftrunar. I þessu tilfelli eru það gæludýr, sem þjónustunnar njóta. Wilbur Glenworthy (Jonathan Winters) aftur á móti rekur kirkjugarð og fær þá hugmynd að breyta rekstrinum í Borg eldri borgara. Meðal annarra áætlana Wilburs í því sam- bandi er að skjóta ástvinum hinna látnu út á astralplanið með viðhöfn undir slagorðinu „Upprisa nú“! Hr. Joyboy (Rod Steiger) er yfirsmyrjari líka við grafreit Wilburs, en auk þess að vera sérfræðingur í sínu starfi er hann ástfanginn af Aimee Thanatogenos, sem er aðstoð- armaður hans. í lokaatriði næst markmið Wilburs og fyrsta ástvininum er skutlað út í himinhvolfið til eilífrar sælu! Leikstjóri myndarinnar er Tony Richardson og leikarar eru ekki af verri endanum. Þar má nefna í aðalhlutverkum auk framantaldra John Gielg- ud, Liberace og Anjanetta Comer. Þýðandi er Jóhanna Þráins Irl 04 A C A O m Sjónvarp sunnu- dag kl. 20.55: Rashomon, Nickel Mountain Chet Baker og Helgi Gíslason - í Glugganum ■ Gluggi Sveinbjörns I. Baldvinssonar er á dagskrá sjónvarps á sunnudagskvöld kl. 20.55. Þar kennir að venju ýmissa grasa. Litið er inn á æfingu í leikhúsinu á leikritinu Ras- homon, sem frumsýnt verður fimmtudaginn 14. febrúar. Rætt verður við leikstjórann, Hauk Gunnarsson. Hrafnhild- ur Schram heimsækir Helga Gíslason myndhöggvara. Spjallað verður við Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- stjóra og Jakob Magnússon um kvikmyndina Nickel Mountain sem íslendingar vestanhafs gerðu í samvinnu við Bandaríkjamenn. Loks flytja Chet Baker og félagar eitt lag sem var tekið upp á djasstónleikum í Gamla bíói 2. febrúar sl. Umsjónarmaður Gluggans er sem fyrr segir Sveinbjörn I. Baldvinsson og honum til að- stoðar er Hrafnhildur Schram. Stjórn upptöku hef- ur Tage Ámmendrup með höndum. Laugardagur 9. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 'Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö - Hrefna Tynes talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Éndurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar f rá kvóldinu áöur. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvik. 17.10 Alban Berg (100 ára minning) a. Atli Heimir Sveinsson flytur inn- gangsorð. b. „Siebenfrúhe Lieder" c. Píanósónata op. 1 d. Fjórir þættir op. 5 Elísabet Erlingsdóttir syngur, Kristinn Gestsson leikur á pianó og Kjartan Óskarsson á klarinettu. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Úr vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson endar lestur þýðingar Freysteins Gunnarssonar (23). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson 20.50 Björn Jónsson ritstjóri og barátta hans í bindindismálum Halldór Kristjánsson tók saman dagskrána. Lesarar með með honum. Ásgerður Ingimarsdóttir, Jón F. Hjartar, Gunnar Þorláksson, Sigurlaug Sævarsdóttir og Sigrún Gissurardóttir. 21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passíusálma (6). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá' morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurinn Þáttur í umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 Hljómskálamúsík Guðmund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 10. febrúar. 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Wal Bergs leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tii- kynningar. Tónleikar. 13.20 Þuriður formaður og Kambs- ránsmenn Fyrsti þáttur. 14.40 Frá tónleikum Kammersveit- ar Reykjavíkur í Áskirkju 4. des. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði Laga- setning til forna. Sigurður Líndal prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 7. þ.m. (fyrri hluti). 18.00 Vetrardagar Jónas Guö- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku og fjölmiðlastörf. Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.50 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 21.00 íslensk tónlist (frumflutt) a. „Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu. b. „Myndhvörf" fyrir málmblásara eft- ir Áskel Máson. 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir Svan Símonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK) 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. áir Laugardagur 9. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. HLÉ 24:00-24:45 Listapopp Endurtek- inn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásimar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 10. febrúar 13:20-15:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 9. febrúar 14.45 Enska knattspyrnan Fyrsta deild: Llverpool - Arsenal Bein útsending frá 14.55-16.45. 17.15 (þróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 19.00 Margeir og Agdestein Einvig- inu lýkur. Jóhann Hjartarson flytur skákskýringar. 19.25 Ævintýri H.C. Andersens 1. Tindátinn staðfasti Danskur brúðumyndaflokkur í þremur þáttum. Sögurnar eru skreyttar með teikningum og klippimyndum eftir H.C. Andersen. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. ÞulurMar- ia Sigurðardóttir (Nordvision - Danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Fjórði þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Demantsránið (Hot Rock) Bandarísk bíómynd frá 1972. Leik- stjóri Peter Yates. Aðalhlutverk: Robert Redford, George Segal, Zero Mostel, Paul Sand og Ron Lebman. Fjórir skálkar taka hönd- um saman um að komast yfir demant, sem vart verður metinn til fjár og varðveittur er á safni i New York. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Ástvinurinn (The Loved One) Bandarísk bíómynd frá 1956, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Evelyn Waugh. Leikstjóri Tony Richardson. Aðalhlutverk: Robert Morse, John Gelgud, Rod Steiger, Liberance, Anjanette Comer og Janathan Winters. Myndin gerist í Kaliforníu þar sem ungur Breti fer að fást viö útfararþjónustu sem sér um greftranir gæludýra. í myndinni. er gert napurt gys að útfararsiðum í Bandarikjunum og nær það há- marki með hugmyndum kunningja söguhetjunnar um að sjá ástvinun- um einnig fyrir himnaför. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur við Kristskirkju, Reykjavík flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 11. Mitt er þitt. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Sinn er siður í landi hverju Heimildamynd frá BBC. Múríar nefnist einangraður þjóðflokkur á Mið-lndlandi. Margt í siðvenjum múría er ólikt þvi sem annars tiðkast meðal Indverja, ekki sist frjálsræði unglinga í ástamálum. Á endanum eru það þó foreldrarnir sem ákveða ráðahaginn. Þýðandi Höskuldur Þráinsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Þrándur Thoroddsen. 19.20 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.55 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónar- maður Sveinbjörn I. Baldvinsson. 21.45 Dýrasta djásnið Þrettándi þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í fjórtán þáttum, gerðureftir sögum Pauls Scotts frá siðustu valdaárum Breta á Indlandi. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 22.35 Kvöldtónleikar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur pianó- konsert nr. 2 i g-moll ópus 16 eftir S. Prokofjev. Upptakan er frá norrænni tónlistarhátið i Osló í október 1984 þar sem saman komu ungir einleikarar og einsöng- varar. Útvarpshljómsveitin í Osló leikur. (Nordvision - Norska sjón- varpið). 23.20 Dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.