NT - 09.02.1985, Side 21

NT - 09.02.1985, Side 21
■> fí X r Laugardagur 9. febrúar 1985 21 1 ÍL 1 Útlönd Kim barinn við heim- komuna í Suður-Kóreu Bandaríkjamenn senda harðorð mótmæli Washington-Reuter ■ Kóreskir öryggisverðir fóru ómjúkum höndum um Kim Dae Jung stjórnarandstöðuleiðtoga í gær þegar hann kom aftur til Suður-Kóreu eftir tveggja ára útlegð. Þeir börðu hann og drógu hann inn í lyftu við flug- völlinn í Seoul svo að hann gæti ekki heilsað stuðningsmönnum sínum sem höfðu fjölmennt við flugvöllinn. Tuttugu Bandaríkjamenn. sem voru í fylgd með Kim Dae Jung, urðu vitni að barsmíðun- um. Fjórir þeirra, þar af tveir öldungadeildarþingmenn, segj- ast einnig hafa orðið fyrir bar- smíðum þegar þeir reyndu að hjálpa Kim Dae Jung. Áður en Kim Dae Jung sneri aftur heim til Kóreu höfðu suð- ur-kóresk yfirvöld fullvissað Bandaríkjamenn um að honum yrði ekki gert mein. Eftir at- burðina í gær sendu Banda- ríkjamenn þegar í stað harðorð mótmæli til stjórnvalda í Suður- Kóreu. Blöð og fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa hins vegar neitað því að Kim hafi verið barinn. Kim Dae Jung er nú á heimili sínu þar sem hann segir að sér sé haldið í hálfgerðu stofufang- elsi eins og mörgum öðrum stjórnarandstæðingum. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif þessar móttökur öryggisvarða á Kim Dae Jung hafa á tengsl Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á næstunni. Bandaríkjamenn hafa 40.000 manna setulið í Suður-Kóreu og bæði bandarísk og suður-kóresk yfirvöld telja náið samstarf á sviði hermála mikilvægt. Forseti Suður-Kór- eu, Chun Doo Hwan, er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í apríl næstkom- andi. ■ Kim Dae Jung á blaðamannafundi heima hjá sér skömmu eftir komuna til Suður-Kóreu í gær. Á fundinum skýrði hann meðal annars frá því hvernig öruggisverðir hefðu slegið hann og sparkað í hann og dregið hann með sér á flugvellinum. Símamynd-POLFOTO Fengu kókaín hjá forsætisráðherra Fredericton, Nyja Brunsuick, Kanada-Reut- er ■ Grzegorz Piotrowski (t.h.) var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir morðið á föður Popieluszko. Svo virðist sem það hafi komið honum á óvart að hann skyldi sleppa við dauðarefsinguna. Neðst til vinstri á myndinni er Adam Pietruszka ofursti sem einnig var dæmdur í 25 ára fangelsi. Tveir aðrir leyniþjónustumenn voru dæmdir í 14 og 15 ára fangelsi. Símamyod-POLFOTO Pólland: Walesa gagnrýnir andkirkjuáróður Varsjá-Reuter ■ Tveir fyrrverandi háskóla- nemendur segja að forsætisráð- herrann í Nýju Brunswick-fylki í Kanada hafi boðið þeim kóka- ín og marijúana á heimili sínu árið 1981. Richard Hatfield, forsætis- ráðherra í Nýja-Brunswick, hef- ur verið lengur forsætisráðherra í fylki sínu en nokkur annar kanadískur fylkisráðherra. Ráðherrann, sem nú er 53 ára, var sýknaður í seinustu viku af. ákæru 'pess efnis að hann hefði haft marijúana í fórum sínum þegar hann fylgdi Elísabetu Bretadrottningu á ferð hennar um Kanada á síðasta ári. Hatfield neitaði því stöðugt að hann hefði átt fíkniefnið sem fannst í útvasa á farangri hans. Hann hélt því fram að hver sem væri hefði getað komið efninu fyrir þar. En þótt hann hafi verið sýknaður af þessu máli er forsætisráðherrann ekki slopp- inn undan ásökunum ennþá. Tveir fyrrverandi háskóla- stúdentar lýstu því í sjónvarps- viðtali í Kanada í fyrrakvöld hvernig Hatfield hefði boðið þeim og tveim öðrum stúdent- um heim til sín eftir að hafa hitt þá á veitingastað árið 1981. Hann hefði síðan dregið fram marijúan;, og boðið þeim er Iíða tók á kvöldið og enn síðar hefði hann boðið þeim kókaín. Hatfield hefur neitað að svara þessum ásökunum en blöð í Nýju- Brunswick hafa þegar krafist afsagnar hans. ■ Pólski verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa fordæmdi í gær harðlega gagnrýnina sem kom fram á föður Jersy Popieluszko við réttarhöldin yfir morðingj- um hans. Walesa sagði að þótt nú væri þörf á að sýna sáttfýsi þá mætti ekki hætta baráttunni gegn hinu illa. Hann ásakaði saksóknara fyrir að reyna að gefa fólki þá hugmynd að faðir Popieluszko hefði verið öfgasinni. Walesa gagnrýndi einnig pólska fjölmiðla fyrir að birta ekki fréttir af ræðum lögfræð- inga kirkjunnar. En hann lagði samt áherslu á að hann liti á réttarhöldin sem merki um sáttavilja stjórnvalda. Pólskir biskupar hafa boðað tveggja daga ráðstefnu í næstu viku til að ræða samskipti kirkju og ríkis frá því að faðir Popiel- uszko var myrtur. Launin hækkuð í Nicaragua ■ Þjóðþingið í Nicaragua hef- ur samþykkt 47 til 60 prósenta launahækkanir eftir að ríkis- stjórnin tilkynnti verðhækkanir á matvælum um allt að 110 prósent. Launahækkanirnar eiga að draga úr áhrifum verðhækkan- anna á afkomu fólks en margir eru efins um að þær hrökkvi til þar sem kjöt og mjólkurvörur hafa t.d. verið hækkaðar urn 100%, egg um 110% og kjúkl- ingar um 50%. Faðir Jagúar- bílanna látinn ■ William Lyons lávarð- ur. sem stofnaði Jaguar- bílaverksmiðjurnar, lést í gær 84 ára að aldri. Lyons hóf afskipti sín af bílaframleiðslu þegar á þriðja áratugnum. Fyrsti Jagúar-bíllinn, sem hann teiknaði og var framleidd- ur í hans eigin fyrirtæki kom á göturnar árið 1935. Lyons dróg sig í hlé árið, 1972 skömmu áður en mikill samdráttur varð í sölu á Jagúar. Nýlega hafa Jagúar-bíl- ar samt aftur náð miklum vinsældum og eru Jagúar- bílaverksmiðjurnar taldar einhverjar gróðavænleg- ustu bílaverksmiðjurnar á Bretlandi um þessar mundir. S-afrísk stjórnvöld bjóða Mandela frelsi - ef hann afneiti öllu ofbeldi Pretoria-Reuter ■ P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, helur formlega boðið skæruliða- foringjanum Nelson Mandela og öðrum leiðtogum svartra þjóð- ernissinna frelsi ef þeir gefi út yfirlýsingu um að þeir afneiti ofbeldi í frels- isbaráttu blökkumanna í Suður-Afríku. Mandela er leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, sem berst fyrir fullum rétt- indum blökkumanna í Suður-Afríku. Hann hef- ur nú verið í fangelsi í meira en tuttugu ár. Ann- ar leiðtogi Afríska þjóðar- ráðsins, Oliver Tambo, sem nú er í Lusaka, segir að Mandela muni ekki þyggja frelsi með þessum skilmálum. En ekki var enn vitað um svar Mand- ela þegar boð suður-afr- ísku stjórnarinnar var gert opinbert í gær. Bandarískir hermenn dæmdir: T óku sovéska riff la heim Washington-Reuter ■ Fimm bandarískir hermenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að reyna að smygla sovésk- um rifflum heim til Bandaríkj- anna eftir innrásina í Grenada. Bandarískur aðmíráll, sem gerði sig sekan um sama glæp, slapp hins vegar með aðvörun. Hermennirnir fimm tóku með sér AK-47 riffla heim í herbúðir sínar í Norður-Karólínu. Þegar það komst upp voru þeir dregnir fyrir herdómstól og dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi. Joseph Metcalf. varaaðmíráll, slapp hins vegar með áminningu eftir að 24 AK-47 rifflar fundust í flugvél hans við komuna til Bandaríkjanna. Metcalf var yfirmaður innrásarliðs Banda- ríkjamanna í Grenada árið 1983. Vestur-Þýskaland: Finnskt olíuskip mengaði IHamborg-Reuter ■ Vestur-þýska lögregl- an segir að finnskt olíuskip hafi dælt um 142 rúmmetr- um af hráolíu í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Pýskalands síðast- liðið sumar. Vestur-Þjóðverjar hafa nú lýst eftir áhöfninni sem er sögð hafa dælt olíunni í sjóinn einhvern tímann á strendur tímabilinu 10. til 13. julí á síðasta ári eftir að hafa landað 40.085 tonnurn af olíu í Wilhelmshaven. Olí- an barst síðan á land í Vestur-Þýskalandi og olli miklum skemmdum. Hámarksrefsing í Vest- ur-Þýskalandi fyrir meng- un á hafi er fimm ára fangelsi auk skaðabóta.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.