NT - 09.02.1985, Síða 22
iþróttamaður- og kona Evrópu:
Michel Platini
og Marja-Liisa
fyrir valinu
■ Michel Platini
■ Marja-Liisa
Heimsmeistarakeppnin á skíðum:
„Feilnóta“
Aðstandendur heimsmeist-
arakeppninnar á skíðum slógu
svo sannarlega feilnótu er verð-
launaafhendingin fyrir stórsvig
karla fór fram í Borrnío í
fyrradag. V-Þjóðverjinn
Markus Wasmaier sigraði í
keppninni og stóð hann sperrt-
ur og stoltur á verðlaunapallin-
um með gullið um hálsinn er
byrjað var á þjóðsöngnum.
Eitthvað hafði þó skolast til í
lagavalinu því að fyrstu nóturn-
ar sem spilaöar voru voru úr a-
þýska þjóðsöngnum. Snarlega
var þó skrúfað fyrir hann og
hljómsveit staðarins tók sig til og
spilaði réttan þjóðsöng. Was-
maier varð fyrst dálítið hissa en
brosti svo og allir kímdu með
honum.
Mistökin voru þau að til var
segulbandsspóla með þjóðsöng
V-Þjóðverja á annarri hliðinni
en A-Þjóðverja á hinni - henni
var stungið vitlaust í segulband-
ið.
Daníel sló
Dananum
við
- náði 32. sæti í svigi á HM á skíðum
■ Daníel Hilmarsson frá Dal-
vík náði þeim ágæta árangri á
HM á skíðum f fyrradag, að
verða . í 32. sæti í stórsvigi.
Daníel er eins og NT skýrði frá
í gær, eini íslendingurinn sem
keppir á þessu móti í alpagrein-
um en danski keppandinn sem
þá var einnig nefndur varð í 41.
sæti.
Daníel hélt því heiðri okkar
íslendinga uppi gagnvart þeirri
láglendisþjóð, Dönum, en þeir
eiga tvo keppendur á þessu
móti, sem keppa í bruni og
svigi. Daníel getur slegið
Dönunum enn við á sunnudag,
er hann keppir í svigi.
Ármannsheimili og Baldurshagi:
Meistaramót þeirra yngri
■ í dag og á morgun verður
haldið stórnrót í frjálsíþróttum,
Meistaramót íslands í flokkum
14 ára og yngri, í Ármanns-
heimilinu og Baldurshaga. Bú-
ist er við um 140 þátttakendum
á mótið, frá 13-14 félögum og
samböndum víða um land, og
því óhætt að segja að rjóminn
af efnum framtíðarinnar í
frjálsíþróttum verði þarna
samankominn.
Mótið hefst í dag klukkan
12.30 í Ármannsheimilinu, og
verður fram haldið í Baldurs-
haga kl. 17.00. Keppni hefst
klukkan 13.30 í Baldurshaga á
morgun.
Mótið er fyrir 14 ára og
yngri, það er flokki pilta og
telpna (13-14 ára), og stráka og
stelpna (12 ára og yngri).
■ Franski knattspyrnusnill-
ingurinn Michel Platini og
finnska skíðadrottningin
Marja-Liisa Hamalainen-Kir-
versniemi voru útnefnd
„íþróttamaður og íþróttakona
Evrópu“. Það eru samtök
íþróttafréttamanna í Evrópu
sem standa að kjörinu.
Platini þarf ekki að kynna.
Hann er einn fremsti knatt-
spyrnumaður í heiminum í dag
og var kosinn „Knattspyrnu-
maður Evrópu“ í annað sinn
árið 1984. Þá var hann fyrirliði
franska landsliðsins í knatt-
spyrnu sem vann Evrópumeist-
aratitilinn og hann varð einnig
markahæsti leikmaöur Evrópu-
keppninnar. Platini spilar með
ítölsku meisturunum Juventus
og með þeim varð hann einnig
Evrópumeistari bikarhafa.
Marja-Liisa vann til þriggja
gullverðlauna á ÓL í Sarajevo
og einna bronsverðlaunaa á
leikunum. Hún var valin
„(þróttamaður Finnlands" og
„íþróttamaður Norðurlanda“
fyrir stuttu.
Listinn yfir fimm estu í kjör-
inu leit þannig út:
Karlar:
Michel Platini, Frakklandi ... knattsp.
Daley Thompson, Englandi ... frjálsar
Michael Gross, V-Þýskal.....sund
Uwe Hohn, A-Þýskal......frjálsar
Sebastian Coe, Englandi...frjálsar
Konur:
Marja.Liisa Kirvesniemi, Finnl. . . skídi
Ecaterina Szabo, Rúmeniu . . fimleikar
Karin Enke-Kania, A-Þýskal. .. skautar
Ulrike Meyfarth, V-Þýskal.frjálsar
Marita Koch, A-Þýskal...frjálsar
Knattspyrna:
Leikið gegn
Lúxemborgurum
■ Nú er búið að semja
um landsleiki við Lúx-
emborgara i knattspyrnu.
Leikurinn verður í Lúx-
emborg þann 24. apríl og
er hugsaður sem upphit-
unarleikur fyrir lands-
leikina í undankcppni
heimsmeistarakeppninn-
ar gegn Spánverjum og
Skotum.'Þeir leikir eru í
maílok og júní byrjun.
Allir atvinnumenn Is-
lands eru á lausu og verð-
ur Tony Knapp með hálf-
gerðar æfingabúðir í Lúx-
emborg í kringum leik-
inn.
Gross enn á ferð
■ V-Þjóðverjinn Mic-
hael Gross náði besta
tíma í heiminum í 800 m
skriðsundi í stuttri laug á
móti í Bonn í gærkvöldi.
Tími hans var 38,75.
■ Uruguay sigraði Ból-
ivíu í vináttulandsleik í
Bólivíu í fyrrakvöld með
1 marki gegn engu. Það
var Pereira sem gerði
markið á síðustu mínútu
leiksins.
9- febrúar 1985 22
Katarina Witt - skautastúlkan fallega
Witt sigraði
- í einstaklingskeppni
■ A-þýska stúlkan Katarina
Witt sigraði í einstaklings-
keppni kvenna á Evrópumeist-
aramótinu í listhlaupi á skaut-
um sem nú fer fram í Gauta-
borg í Svíþjóð. Þetta er þriðja
árið í röð sem Witt vinnur
þennan titil en í þetta sinn var
sigurinn naumur. Hún var
næstum dottin strax í upphafi
atriðis síns en náði að vinna sig
upp aftur og það var aðeins að
þakka því að helstu keppinaut-
ar hennar áttu ekki góðan dag
kvenna á EM
á ísnum að hún náði sigri.
Fyrir lokaatriðið þá hafði
sovéska stúlkan, Kira Ivanova.
forystu en henni mistókst í sínu
atriði og hafnaði í öðru sæti.
Þriðja í keppninni varð svo
Claudia Leistner frá V-Þýska-
landi.
Ef sú sovéska hefði sigrað þá
hefði það verið í fyrsta sinn
sem sovésk stúlka sigrar í ein-
staklingskeppni kvenna á Evr-
ópumeistaramóti.
Deildakeppni BSÍ
■ Um helgjna (9.-10.
feb.) fer frani í Laugar-
dalshöllinni Deilda-
keppni B.S.Í.
Hefst keppnin kl.
10.00. í dagjverða spilað-
ar 3 umferðir, þ.e. kl.
10.00 kl. 13.00 og kl.
16.00.
Á sunnudaginn verða
einnig 3 umferðir, kl.
10.00, kl. 13.00 og kl.
15.00.
Leikið verður í 1. og 2.
deild.
í 1. deild eru 6 lið, þar
af 4 frá TBR, en í fyrra
vann fjórða liðið frá TBR
sér þátttökurétt í 1. deild
nteð sigri í 2. deild.
Liðin eru: TBR a, TBR
b, TBR c, TBR d, ÍA a,
og KR a. Það lið sem sigr-
ar í 1. deild vinnur sér rétt
til þátttöku í Evrópu-
keppni félagsliða.
Neðsta liðið í I. deild
fellur í 2. deild.
í 2. deild verða Klliðog
er þeim skipt í 2 riðla:
A-riðill:
TBRe
Víkingur
BH (Hafnarfj.)
TBV (Vestm.eyj.)
B-riðill:
TBRf
TBRg
TBA (Akureyri)
UMFS (Borgarnes)
KRb
Efstu liðin úr A og B
riðli spila síðan um sæti í
1. deild.
Fráttatilkynning
Sævar í Val
■ Sævar Jónsson,
landsliðsmaður í knatt-
spyrnu hefur tilkynnt fé-
lagaskipti úr belgíska lið-
inu CS Brugge yfir í Val.
Þarf ekki að fara mörgum
orðum um hve mikið
þetta styrkir Val í barátt-
unni á sumri komanda.
Frjálsar:
Meistaramótið
■ Meistaramót íslands í
frjálsum íþróttum innan-
húss 15-18 ára, verður
haldið dagana 16. og 17.
febrúar n.k. Mótið verð-
ur í Kópavogi og Reykja-
vík í umsjón UMSK.
Þátttökutilkynningar
þurfa að hafa borist fyrir
14. feb. n.k. á þar til gerð-
um þátttökuspjöldum.
Upplýsingar í síma
16016 á skrifstofutíma og
hjá Baldri Daníelssyni í
síma 43679.
Handknattleikur:
Júgóslavar næstir
■ Það er ekkert lát á lands-
leikjum hjá íslenska landslið-
inu í handknattleik. Nýkofnnir
frá keppni í Frakklandi og rétt
búnir að jafna sig og þá koma
þrír landsleikir í röð. Mótherj-
arnir ekki af verri endanum,
sjálfir Ólympíumeistarar Júg-
óslava.
Leikirnir verða í næstu viku,
nánar tiltekið á þriðjudag, mið-
vikudag og fimmtudag. Verða
leikirnir á þriðjudag, 12. febrú-
ar, og á fimmtudag, 14. febrú-
ar, haldnir í Laugardalshöll og
hefjast þeir kl. 20:30. Leikur-
inn á miðvikudagskvöldið verð-
ur hinsvegar í Vestmannaeyj-
um og hefst hann kl. 19:30. Það
er skemmtileg tilbreytni fyrir
bæði landsliðsmenn og stuðn-
ingsmenn landsliðsins á lands-
byggðinni að reynt sé að dreifa
leikjunum dálítið utan Reykja-
víkursvæðisins. Er ekki að efa
að Eyjamenn munu fjölmenna
til leiksins.
Síðast er við lékum við Júg-
óslava þá var jafnt og máttu
Júkkarnir þakka fyrir það. Sá
leikur var á Olympíuleikunum í
Los Angeles síðastliðið sumar.
Jafnteflið var eina tapstig Júg-
óslava á ÓL.