NT - 09.02.1985, Side 23

NT - 09.02.1985, Side 23
KL Laugardagur 9. febrúar 1985 íþróttir 23 Blak: Þróttarsigur í baráttuleik ■ Einn leikur var í l. deikl karla á íslandsmótinu í blaki í gærkvöld. HK tók á móti Þrótt- urum í Digranesi í Kópavogi og er skemmst að segja frá því að Þróttarar voru ekki góðir gestir því þeir sigruðu í leiknum með þremur lirinum gegn tveimur. Eins og úrslitin bera með sér Staðan: Staðan í 1. deild í hand- knattleik er nú þessi: FH 11 10 1 0 301-249 21 Valur 10 7 3 0 237-196 17 KR 10 4 3 3 212-201 11 Vik. 10 4 2 4 245-228 10 Þróttur 11 3 3 5 260-273 9 Stjarnan 11 3 2 6 238-248 8 Þór Ve. 10 3 0 7 202-238 6 Breiðabl. . 11 1 0 10 224-281 2 Markahæstir: Kristján Arason FH............79 Þorbergur Aðalsteinss. Vik... 69 Hans Guðmundsson FH ..........63 Guðm. Þórðars. Stjömunni... 58 Björn Jónsson Breiðabl.57 þá var leikurinn hnífjafn og spennandi. Fyrsta hrinan var löng og ströng og lauk með sigri HK 15-12. Þá tóku Þrótt- arar völdin í þeirri næstu og gersigruðu 15-8. Þriðju hrin- una unnu Þróttarar einnig, nú 15- 5 en í fjórðu hrinunni þá hófust lætin og er henni lauk eftir langan tíma þá stóðu HK- ingar uppi sem sigurvegarar 16- 14. Síðsta hrinan og úrslita- hrinan var jafnframt í eigu Þróttar og sigurinn því þeirra 3-2. Liðin voru nokkuð jöfn að getu en reynsla Þróttara vó töluvert á metunum. HK menn börðust hinsvegar mjög vel og voru ekki langt frá því að vinna leikinn. Eins og getið er annarsstaðar í blaðinu þá eru pressuleikir í blaki í Hagaskóla á sunnudag og spila konurnar kl. 19 en karlarnir kl. 21. Skúli Sveins- son hefur valið karla-„press- una“ og skipa hana eftirtaldir. Friðbert Traustason ÍS Ólafur Traustason Fram Fridjón Bjarnason ÍS Stefán Magnússon ÍS Þröstur Víkingi Páll Svansson ÍS Kjártan Busk HK ■ Árni Lárusson snýr hér á nafna sinn úr ÍS. Ámi varð fyrir Óhappi í leiknum í gær. NT-mynd: Sverrir Úrvalsdeildin í körfu: Njarðvíkvann Frá óbfí Þór frcllaritara NT á Suðumcsjum: ■ Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með að sigra Stúd- enta í „Ijónagryfjunni“ í Njarð- víkum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 112-82 og leikurinn reynd- araldrei mjögspennandi. Stað- an í hléi var 47-34 og úrslitin þá nánast ráðin. Tveir leikmenn urðu fyrir óhappi í leiknum. Árni Lárus- son hjá Njarðvík snéri sig illa ogGuðmundur Jóhannsson hjá ÍS varð að fara á spítala vegna meiðsla á háls. Er þetta missir fyrir bæði liðin. Isak var bestur heimamanna og gerði 32 stig. Hreiðar 22, Valur 17, Helgi Rafnss. 11, Jónas 9, Árni 8, Gunnar 8 og Ellert 5. Hjá ÍS gerðu Árni Guðmundsson og Valdimar 20 hvor, Ragnar 12, Helgi 11, Þóriró, Guðmundur Jóhanns- son 5, Jón Indriða 4, Sveinn Ólafsson og Björn Leósson, sem nú er að ná sér efti meiðsl, 2 stig hvor. Þá léku Reynir og ÍBK bar- áttuleik í 1. deild karla og sigruðu Keflvíkingar 79-72. Nánar seinna. ■ Kjartan Busk smassar hér tvo Þróttara af færi. NT-mynd: Ami Bjarna Handknattleikur 1. deild: ■I Oruggur sigur hjá FH Frá Sigfúsi Guðmund.ssyni frcttaritara NT í Eyjum: ■ Það fór cins og menn grun- aði að FH-ingar sóttu 2 stig til Eyja er liðið mætti Þór Ve. í 1 deildarkeppninni í gærkvöldi. FH-ingar höfðu yfirburði mest allan leikinn og lokatölur urðu 27-21 þeim í hag. Staðan í leikhlé var svipuð eða 14-8. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þórara, þeir komust yfir 2-1 eftir að FH hafði gert fyrsta markið. Síðan var jafnt í upp- hafi leiksins en er staðan var 4-3 fyrir Þórara þá sögðu Hafn- firðingarnir hingað og ekki lcngra. Þeirtókuaðsígaframúr og hægt og bítandi náðu þeir öruggri forystu. Staðan í leikhlé var svo 14-8 FH í vil og nánast séð hvert þessi leikur stefndi. I síðari hálfleik þá tóku FH ingar áfram til hendinni drifnir áfram afgóðri markvörslu Har- aldar í markinu. Hann varði alls 14 skot í seinni hálfleik þar af 2 víti. FH-ingar náðu mest 8 marka forystu 21-13 er seinni hálfleikur var hálfnaður. Síðari hluta hálfleiksins þá slökuðu þeir örlítið á en sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur eins og fyrr sagði 27-21. Kristján Arason var marka- hæstur FH-inga gerði 7 mörk. Þorgils gerði 6, Hans 5, Jón Erling og Guðjón Guöm. 4 og Sveinn Braga I. Hjá Þór skor- aði Sigurbjörn Óskarsson og Herbert Þorleifsson 4 hvor , Steinar og Elías 3, Gylfi og Sigurður Friðjónsson yngri 2 en Sigurður Friðjónsson eldri, Páll Schevingog Stefán Guðm. 1 hver. Helgarsportið Handknattleikur: Nær ekkert er um að vera á handknatt- leikssviðinu um helgina. Leikið verður í 2. flokki karla og kvenna svo og 6. flokki karla og 4. flokki kvenna. Körfuknattleikur: í úrvalsdeildinni leika á sunnudaginn KR og Valur í Hagaskóla kl. 14.00 og Haukar og ÍR leika í Hafnarfirði kl. 20.00. í 1. deild kvenna verður einn leikur, UMFN og KR leika í Njarðvíkum í dag (laugardag) kl. 15.30. Tveir leikir verða í 1. deild karla í dag. Grindavík og Fram lciku í Njarðvíkum kl. 14.00 og á sama tíma leika Rcynir og ÍBK í Sandgerði. Blak: Einn ieikur er í 1. deild karla í dag. Þróttur og ÍS keppa í Hagaskóla kl. 15.15 og á sama stað verður einn leikur í 1. deild kvenna, ÍS og KA kl. 14.00. Á sunnudags- kvöldið eur „pressuleikir“ í Hagaskóla. Konur kl. 19 og karlar kl. 21. Badminton: Deildarkeppni BSÍ fer frani í Laugardals- höll. (Sjá annars staðar í íþróttasíðu). Skíöi: Myllu-mót í alpagreinum fer fram í Blá- fjöllum. Mótið er jafnframt punktamót. Það hefst í dag kl. 10.30 og á sama tíma á morgun. Þá er trimmganga á Ólafsfirði í dag. Frjálsar: Meistaramót Íslands fyrir 14 ára og yngri fer fram í Ármannsheimilinu og í Baldurs- haga. Keppnin hefst í dag í Ármannsheimil- inu kl. 12.30 og í Baldurshaga kl. 17.00. Á morgun verður keppt i Baldurshaga kl. 14.00. Þá er annað stjörnuhlaup FH og hefst það við Lækjarskóla kl. 14.00. + Hvernig starfar Rauði krossinn? Námsstefna Rauða kross íslands um starf- semi félagsins og alþjóðasamktakanna Laugardaginn 16. febrúar verður haldin námsstefna um starfsemi Rauða kross íslands á innlendum og erlendum vettvangi og einnig verður starf Alþjóðasamtaka Rauða krossins kynnt. Tilgangurinn með þessari námsstefnu er að koma til móts við þá sem vilja fræðast um Rauða krossinn og hina víðtæku starfsemi sem fram fer á vegum félagsins og Alþjóðasamtakanna um allan heim. Rauði krossinn er nú starfandi í 135 ríkjum heims og eru félagsmenn um 250 milljónir. Námsstefna RKÍ er öllum opin og er framhaldsskóla- nemendum og kennurum sérstaklega bent á þetta tækifæri. Geta má þess að í vor verður námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa RKÍ og verður sagt frá því og ýmsu öðru er varðar möguleika ungs fólks til starfa í þróunarlöndunum. Þeir sem hyggjast taka þátt í námsstefnunni verða að tilkynna þátttöku til aðalskrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722 fyrir 13. þ.m. Námsstefnan verður haldin að Nóatúni 21, kl. 14-18 laugardaginn 16. febrúar. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir starfsemi Rauða krossins innan lands og utan - Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. 2. Stofnun og saaa Rauða krossins - Sigurður Magnús- son, fulltrúi RKI. 3. Með mannúð til friðar - Björn Friðfinnsson, stjórnar- maður RKÍ. 4. A Plea for Humanity - kvikmynd. 5. Neyðarhjálp/þróunaraðstoð/fyrirbyggjandi aðgerðir - Jakobína Þórðardóttir, deildarstjóri í alþjóðadeild RKf. 6. Fjármögnun starfsins og nýting söfnunarfjár - Hannes Hauksson, deildarstjóri í fjármáladeild RKf. 7. Ungliðahreyfing RKI - Hólmfríður Gísladóttir, deildar- stjóri í félags- og heilbrigðismáladeild RKf. 8. Kynningarkvikmynd RKI. 9. Umræður. 10. Námsstefnuslit.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.