NT - 09.02.1985, Page 24

NT - 09.02.1985, Page 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞÁ f SflX/IA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Mjólkursamsalan - skiptar skoðanir um hvort eigi að flytja allt flug til Keflavíkur eða festa Reykjavíkurvöll í sessi! Á200 km hraða til Keflavíkur? ■ Einteiningur á 200 km ferð til Keflavíkur með farþega í flug? Það er ein af þeim hug- myndum sem hafa komið fram til að stytta ferðatímann á milli ef flugstarfsemin verður flutt. greinargerð með tillögunum að það sé orðið mjög aðkallandi að skipulag flugvallarins komist í það horf að hægt sé að hefja framkvæmdir við nokkrar af þeint byggingum sem þurfa að rísa þarna og þjóna hinni um- fangsmiklu starfsemi, sem fram fer á flugvellinum. Er nefnt í greinargerðinni að sem fyrst þurfi að byggja á svæðinu flugstöð, þjónustubyggingu fyr- ir Landhelgisgæslu, hús fyrir Flugbjörgunarsveitina, þjón- ustubyggingar fyrir flugvöllinn, þyrluskýli og þjónustubygging- ar fyrir einkaflugið. Pétur Einarsson flugmála- stjóri hefur lýst því yfir að skipulagstillögurnar taki ekki afstöðu til þess hvort Reykja- víkurflugvöllur eigi að vera staðsettur á þessu svæði til fram- búðar, eða hvort hann verði fluttur annað seinna. Þær séu fyrst og fremst hugsaðar sem fastur punktur til að ganga út frá við frekari uppbyggingu svæðisins. Ummæli flugmálastjóra verða ekki véfengd en það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að allar byggingarfram- kvæmdir sem farið verður út í, áður en endanleg afstaða til fiugvallarins verður tekin, auki líkurnar á því að völlurinn fest- ist í sessi á núverandi stað. En tillögur flugmálastjóra hafa vak- ið borgarstjórnarfulltrúana af þyrnirósarsvefni sínum um mál- efni Reykjavíkurflugvallar og má væntanlega búast við að nú hefjist raunhæf umræða um framtíð Reykjavíkurflugvallar. ■ „Það hefur verið hreyft hugmyndum um flug- bindingu eða tengingu með einteinungi ef farið væri út í það að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur,“ sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins er NT innti hann eftir frekari skýringu á þeim orðum hans að hægt væri að koma á hraðari samgöngum miili þessara byggðalaga, þannig að flutningur flugsins þyrfti ekki að lengja þann tíma sem það tekur nú að komast út á völl. gætu beðið í Reykjavík þar til Ijóst væri hvort hægt væri að fljúga eða ekki. Taldi Sigurjón eðlilegt að leita allra ráða til þess að losna við Reykjavíkur- flugvöll af núverandi stað og sagði hann Alþýðubandalagið leggja áherslu á að allir hugsan- Benti Sigurjón á að svona tengingar gæfu möguleika á mjög hröðum flutningi milli staða og ætti ekki að taka meira en 10-15 mínútur að komast á milli. Þyrfti því biðtíminn, sem nú cr 'Á tími í innanlandsflug- inu, ekki að lengjast ogfarþegar legir möguleikar til þess yrðu kannaðir. Umræður urn framtíð Reykja- víkurflugvallar hófust að nýju cítir að skipulagstillögur af svæðinu voru kynntar fyrir nokkru, en í þeim er gert ráð fyrir að ný flugstöð rísi sunnan Loftleiðahótelsins og suður- vestur flugbrautin verði lengd um 300 metra út í sjó í Skerja- firði. Það var Teiknistofa Gísla Halldórssonar sem vann skipu- lagstillöguna að ósk flugmála- stjóra og í nánu samstarfi við hann. Skiptar skoðanir um staðsetningu Hingað til hefur ekki verið meirihluti í borgarstjórn til að taka ákvörðun um framtíð flug- vallarins, hvort eigi að festa hann í sessi á núverandi stað, eins og skipulagstillögurnar gera ráð fyrir, eða hvort eigi að finna honum annan stað. Skipt- ar skoðanir eru um þetta mál meðal fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og hefur Albert Guðmundsson lýst því yfir að flugvöllurinn eigi að fara. Segir hann að taka verði meira tillit til mannlífs í borginni en peninga- sjónarmiða. Davíð Oddsson borgarstjóri er á öndverðum meiði og kallar allt slíkt hjal „vindmyllutal". Skipulagstillögurnar gera ráð fyrir að Suðurgatan færi undir flugbrautina í jarðgöngum, og hraðbraut. Hlíðarfótur, yrði lögð meðfram Öskjuhlíðinni úr Fossvogi sunnan við kirkjugarð- inn og áfram yfir Vatnsmýrina að Umferðarmiðstöðinni. Yrði hraðbrautin aðal aðkomuleið að hinni nýju flugstöð. ásamt nú- verandi Flugvallarvegi sem lægi yfir hraðbrautina á brú. í deiliskipulagi að svæðinu hefur verið gert ráð fyrir flug- minjasafni norðan við Loft- leiðahótelið en Landhelgisgæsl- unni er ætlaður staður til fram- búðar þar sem hún er í dag. Þar verði reist þyrluskýli og þyrlu- lendingarpallur. I næsta ná- grenni Landhelgisgæslunnar er gert ráð fyrir flugskýlum fyrir einkaflug. Þolir ekki lengri bið Skipulagstillögurnar voru unnar í mjög nánu samstarfi við flugmálastjóra og kemur fram í Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. Helgarveðrið Það verður austanátt um allt land og heldur hægari norðanlands en sunnan. Búist er við að hvassviðri geti orðið með ströndinni sunnanlands en kaldi inn tii landsins. Slydduél á Suðaustur- og Austurlandi en úrkomulaust að mestu annars staðar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.