NT - 14.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 14.02.1985, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 2 Hundrað þúsund lítrar af vatni niður á Hlemm -15 tommu aðalæð vatnsveitunnar í sundur og klukkutíma tók að skrúfa fyrir ■ Hundrað þúsund lítrar af vatni eda meira tlæddu niður Laugaveginn ofan við Hlemm og um svæðið þar þegar skurð- grafa rauf 15 tommu aðalæð. Vatn flæddi í nokkra kjallara og vitað er um að minnsta kosti eina kjallaraíbúð sem skemmd- ist vegna þessa. ísing myndaðist á gotum og missti einn ökuinað- ur stjórn á bifeið sinni vegna þess, ók á grindverk við Laug- aveginn sunnanmegin og meiddist lítilsháttar. Pétur Kristjánsson rekstrar- stjóri vatnsveitunnar sagði í samtali við NT að óhappið hefði orðið þegar verið var að gera við kaldavatnsheimæð að Laugavegi 137, rétt ofan við Hlemm. Grafa þurfti yfir 15 tommu aðalæð og rakst þá skófla gröfunnar í rörið með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta átti sér stað um 10 leytið en það var ekki fyrr en klukku- tíma síðar að lokið var við aö skrúfa fyrir vatnsflauminn. Ást- æða þess er sú að ekki er óhætt að skrúfa of hratt fyrir því þá eykst svo þrýstingur á aðrar æðar að hætta er á að þær spryngi. Viðgerð á æðinni stóð í allan gærdag en vonast var til að henni lyki fyrir kvöldið. Að sögn Péturs voru um 77 rúnr- metrar af vatni í æðinni frá sprungustað og upp að lokanum og má reikna með að vatnið, sem flóði út, hafi verið meira en það. Vatnsflaumurinn var mikill og flæddi meðal annars yfir allt planið á baklóð lögreglustöðv- arinnar og illfært var fyrir gang- andi yfir Laugavcg og ofanverða Hverfisgötu. Eins og fyrr segir myndaðist fljótt hálka við vatns- flóðið og sagði Pétur að þeirra fyrsta verk hafi verið að hringja eftir saltbíl sem hafi verulega dregið úr hálkunni. I'idípírai tikrt eftjHs- -i; " j....................*; ■ Sökudólgurinn á vettvangi. Það vargröfutönnin sem braut kaldavatnsæðina og olli flóðinu í gærmorgun. Léstá ferdalugi í Asíu ■ 25 ára Islendingur, Sigurður Björnsson, lcst eftir umferðarslys í Kuala Lumbur í Malaysíu þar sem hann var á ferðalagi. Slysið átti sér stað síð- astliðinn sunnudag þar sem Sigurður var á leið til Kelang með langferða- bíl. Sat Sigurður frcmst í bílnum þegar honum var ekið aftan á kyrrstæðan vörubíl. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést þrem- ur stundum eftir slysið. Siguröur var þarna á ferð með systur sinni og annarri íslenskri stúlku en hvorug þeirra hlaut meiðsli viö slysið. Sigurð- ur var fæddur 25. des- ember 1959. „Viljum blása nýju lífi I líftryggingastarfsemma“ - segir Ingi R. Helgason, forstj. B.l. ■ F.v. Tore Melgárd aðstoðarforstjóri A/S Storebrand-Norden gruppen, Ingi R. Helgason, forstjóri, Jostein Sörvoll tryggingastærð- fræðingur og Stefán Reykjalín stjórnarforinaður Brunabótafélags íslands. Storebrand-Norden gruppen hefur verið endurtryggingafyrir- tæki Brunabótafélags Islands í áratugi. MT-mynd: Sverrir ■ „Við lítum svo á að á ís- lenska líftryggingamarkaðnum ríki alger stöðnun og hann sé í dag mjög vanræktur," sagði Ingi R. Helgason, forstjóri Bruna- bótafélags íslands, sem í gær kynnti stofnun sérstaks líftrygg- ingafélags - BÍ Líftrygging - er hefur starfsemi í dag. Ingi sagði að félagið muni leggja höfuðá- herslu á að veita verðtryggða vátryggingavernd í öllum grein- um, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Boðið veröur upp á söfnunar-, tímabundna-, sam- eiginlega- og hóplíftryggingu. Varðandi stöðnun á sviði líf- trygginga benti Ingi á að saman- lögð iðgjöld þeirra fimm félaga, sem bjóða upp á líftryggingu, nema innan við 1% af heildarið- gjöldum tryggingarstarfseminn- ar í landinu. Þetta hlutafall sé Ættjarðarást ■ Sjálfstæðistilhneigingar Vestamannaeyinga eru al- þekktar og föðurlandsást þeirra hefur gegnurn tíðina tekið á sig ýmsar myndir. Við heyrðum það fyrir skömmu haft eftir kunnum þingmanni úr Eyjum að hann vildi heldur deyja en verða jarðaður í Reykjavík. Ekki fylgir það sögunni, hvort hún sé sönn. Sér grefur gröf Heildaraflinn um 157 þús. lestir í janúar: Þorskaflinn um ‘,A0/- meiri en í ■ Þegar Landsbankinn keypti togarann Bjarna Herj- ólfsson á uppboði á dögunum vakti það athygli sumra að bankinn skyldi kaupa togarann fyrir 10 milljónum króna hærri upphæð en hann hefði sloppið með til að bjarga eigin skinni. Glöggir menn fundu þó fljótlega skýringuna. Tíu mill- jónirnar svöruðu nokkurnveg- inn til olíuskulda útgerðar togarans við 01 ís h.f., seni aftur hafði þurft að fjármagna það „lán“ til útgerðarinnar með „láni" frá Landsbankan- um. Landsbankinn var því að I3Í(T hins vegar frá 35% og upp í 70% á menningarsvæðunum í kringum okkur. Þá hafi á árun- urn 1976-1979 líftryggingaskír- teinum hérlendis fækkað um 15,4%. „Hér viljum við blása inn nýju lífi," sagði Ingi. Stofnendur B1 Líftryggingar eru, auk B.Í., sex núverandi aðalmenn og varamenn í stjórn Brunabótafélagsins. Tók Ingi fram að raunverulega væri ekki verið að fjölga tryggingafélög- um, heldur að taka upp nýja vátryggingargrein sern ekki veröi rekin nema í sérstöku félagi lögum samkvæmt. tryggja sér að Olís gæti borgað skuld sína við bankann. Einn bísnessmanna bæjarins sagði Olís þarna hafa náð kjör- stöðu hversfyrirtækis-þ.e. að láta bankann bjarga sér með því að hann er að bjarga sjálf- um sér. Stórifótur! ■ - Óli minn af hverju ertu að gráta? - Krakkarnir eru að stríða mér! Grát-grát. - Nú og hvað segja krakk- arnir? - Þau eru að striða mér og segja að ég hafi svo stóra fætur. Snökt-snökt. - Hvaða vitleysa. Settu nú skóna þína út í bílskúr og komdu að borða! Úr Karphúsinu: ILéttara yfir samninga- Imönnum ■ Léttara var yfir samn- ingamönnum í kjaradeilu sjómanna í gærdag en ver- ið hefur undanfarið að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar ríkissáttasemjara seint í gærkvöld. Bjóst hann þá við að fundur stæði til miðnættis eða lengur. Samninganefndin ræddi í gær um lífeyrismál en engin formleg tilboð eru komin fram. Undirnefnd ræddi í gærdag um sér- kjaramál sjómanna á frystiskipum og rækju- sjómanna. Var skipst á tilboðum um málefni sjómanna á frystiskipum. Þá var seint í gærkvöldi skipuð ný undirnefnd til þess að ræða kjör sjó- manna á stóru togurunum. Mosfellssveit fái eigin lögreglustöð ■ Lögð hefur verið fram í sameinuðu Alþingi tillaga til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin hlutist til um að komið verði á fót lögregluvarðstöð í Mosfellshreppi ásamt tilheyr- andi búnaði og að fjölgað verði í lögregluliði sýslumanns- embættis Kjósasýslu svo unnt verði að þjóna Kjalaneshreppi og Kjósahreppi auk Mosfells- hrepps. Flutningsmaður tillögunnar er Salome Þorkelsdóttir. í greinargerð með tillögunni kemur fram að sanianlagður íbúafjöldi þessara hreppa er um 4000 og kalli ört vaxandi byggð á aukna löggæslu. Þá vex umferð um Vesturlandsveg og hefur hreppsnefnd Mosfellshrepps ítrekað ályktað um þetta mál og telur virka löggæslu á svæðinu mikilvirkustu vörnina gegn hvers konar umferðarslysum í byggðinni. Löggæslu á þessu svæði er nú sinnt frá Hafnarfirði en með núverandi mannafla og tækja- kosti er mjög erfitt að sinna þar lágmarksþjónustu, hvað þá að halda uppi virkri löggæslu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.