NT

Ulloq

NT - 14.02.1985, Qupperneq 3

NT - 14.02.1985, Qupperneq 3
w Fimmtudagur 14. febrúar 1985 Launakönnun Hagstofunnar í hópi „ hvítf li bbastétta “: „Rétt kyn“ er verðmæt ara en „rétt menntun“ Háskólakarlar með 57% hærri laun en háskólakonur á almenna vinnumarkaðinum ■ Háskólamenntaðir karlar starfandi hjá einkafyrirtækjum hafa að meöaltali um 57% hærri laun en háskólamenntaðar kon- ur á sama vinnumarkaði, sam- kvæmt launakönnun sem gerð var á vegum Hagstofunnar. Miðað við desember s.l. voru mánaöarlaun karlanna fyrir fulla dagvinnu og ómælda yfir- vinnu (sem Hagstofan telur í mörgum tilvikum erfitt að að- skilja) tæplega 41 þús. kr. á mánuöi. Að viðbættum öðrum yiirvinnugreiðslum, bílastyrkj- um og ileiri fríðinduin urðu heildarlaun karlanna að meðal- tali 51.600 krónur. Samsvarandi mánaðarlaun kvennanna voru tæplega 28 þús. í fastakaup og tæplega 33 þús. í heildarlaun. Vekur t.d. athygli að bílastyrkur háskólakvenna er aðeins um helmingur á við bílastyrk karl- anna. Launakönnun þessi náði til fyrirtækja með alls um 1.600 starfsmenn í fullu starfi, þar af 316 háskólamenntaða. Af þess- um 316 voru konur aðeins 22, og hlutfallslega fáar innan þeirra greina sem greinilega eru eftirsóttastar á almenna launa- markaðinum. Skemmtileg undantekning frá þeirri reglu, að konur séu almennt verr launaðar, er t.d. eini kerfis- fræðingurinn í kvennahópnum sem er mun betur launuð en kollegar hennar að meðaltali. Eina konan í hópi tæknifræðing- anna hafði sömuleiðis sömu Launakönnun 27.12.1984 - allir í fullu starfi Karlar Föst Samtals Konur Föst Samtals Menntun: fjöldi laun greiðslur fjöldi laun greiðslur Lægraalm. próf 553 29.122 39.277 345 21.534 25.479 Versl.sk.próf 128 33.037 42.483 63 22.402 26.495 Samv.sk.próf 17 32.024 37.135 5 23.160 27.300 Stúdentspróf 72 34.913 44.080 80 24.266 28.862 Verkfræði 101 43.953 55.100 2 30.350 31.000 Tæknifræði 78 39.395 51.869 1 33.300 51.675 Kerfis-ogtölvu.fr. 8 41.650 52.051 1 54.100 54.600 Viðskiptafræði 67 41.604 50.368 2 29.500 35.100 Hagfræði 6 37.983 47.483 1 43.100 43.500 Lögfræði 12 36.033 48.223 2 29.850 41.750 Náttúrufræði 3 39.633 52.608 2 22.300 22.300 Háskólapr. BA-stig 8 38.538 43.314 6 24.350 29.904 Kennarapróf 6 37.033 43.252 1 40.200 42.300 Arkitektúr 5 32.100 39.330 Aðrir 6 27.950 35.004 5 22.720 27.125 Karlar/konursamt. 1.070 33.329 43.329 516 22.387 26.497 ■ Af launakönnun Hagstofunnar sýnist glöggt mega ráða að almenni vinnumarkaðurinn borgar fölki fyrst og fremst fyrir „rétt kynferði". Á töflunni má sjá meðallaun fólks flokkuð eftir mismunandi lokaprófum viðkomandi starfsmanna. í fremri launadálkunum eru dagvinnulaun og föst ómæld yfirvinna. í aftari dálkunum hefur launum fyrir aðra yfirvinnu, ýmsar sporslur og bílastyrkjum verið bætt við og er áberandi að konurnar verða þeirra fríðinda miklu minna aðnjótandi en karlarnir. í þriðja lagi sýnist Ijóst að almenni markaðurinn sækist fyrst og fremst eftir háskólamenntun í ákveðnum greinum og sýnist borga, a.m.k. körlum, úr þeim greinum nokkuð vel. Annað langt og strangt nám er hins vegar mun verr launað - t.d. virðist BA-próf, kennaramenntun og arkitektúr lítið eða ekkert færa fólki í launum umfram þá sem látið hafa verslunarskólaprófið, eða stúdentsprófið nægja. heildarlaun og karlahópurinn að meðaltali. Þetta „jafnrétti" brotnar hins vegar í mask þegar litið er til verkfræðinganna, þar sem kon- urnar tvær höfðu um 24 þús. króna lægri heildarlaun en karl- arnir. í hópi viðskiptafræðing- anna var hlutfallið litlu skárra. Hrikalegsti munurinn finnst þó mcðal náttúrufræðinganna þar sem konurnar höfðu aðeins um 42% af launum karlanna. Barnaskólamenntun heföi tæp- ast gefið þessum konum færri krónur í launaumslagið, ef marka má könnunina í heild. Að því er ráða má af könnun Hagstofunnar er það ekki endi- lega lengd menntunarinnar sem mestu ræður þegar að launa- kjörunum kemur á almenna vinnumarkaðinum, sem sjá má m.a. af launasamanburöi arki- tektanna í könnuninni annars vegar og gagnfræðinganna hins vegar (lægri alm. próf). Svipað viröist uppi á teningnum með kennaraprófin og BA-prófin, sent skila konunum ekki einu sinni 30 þús. króna heildarlaun- um. Af launakönnuninni' sýnist mega ráða (bæði af launum og skiptingu milli menntagreina) að það eru ákveðnir liópar há- skólamanna sent almenni vinnu- markaðurinn sækist eftir og er tilbúinn til aö greiða nokkuö góð laun. Þessar stéttir eru: Verk-, tækni- og viðskiptafræð- ingar - og þó fyrst og fremst ef þeir eru karlkyns. í öllunt samanburði hefur hér verið miðað viö töflur úr könnuninni þar sem launþegum er skipt í flokka cftir menntun. I könnuninni var liópnum líka skipt niður eftir starfsheitum, t.d. í ritara, sölumenn, gjald- kera, forstöðumenn og for- stjóra, þarsem launaniðurstöð- ur vcrða aðrar, enda getur gagnfræðingur sem best verið forstjóri með viðskiptafræðing í gjaldkerastöðu. Súskiptingværi því efni í annan samanburð. Óeðlilegt ástand á útboðsmarkaðinum ■ Astand íslenska útboðsmark- aðarins er ekki eðlilegt um þessar mundir. Stafar það m.a. af því, að útboð Vegageröar ríkisins í nýframkvæmdum hafa aukist úr 8% árið 1979 í Framkvæmdasjóður fatlaðra: Viðbótar- fjárveiting ■ Fjármálaráðherra hefur fallist á bciðni Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra að veita 10 milljóna króna viðbótarfjármagn til Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sjóðurinn fékk til ráðstöfunar á fjárlögum 40 milljónir en auk þess renna til hans tekjur Erfðafjár- sjóðs 25 milljónir. Ráðstöfunarfé sjóðsins verður því eftir þessa viðbót 75 milljónir. Framkvæmdasjóður fatlaðra fjármagnar allar framkvæmdir í þágu fatlaðs fólks. Umsóknir um fjármagn úr sjóðnum nema nú um 200 milljónum. en samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra hefði sjóð- urinn átt að hafa til ráðstöfunar um 130 milljónir á þessu ári. en fjármagn til allra fjárfestingasjóða hefur verið skorið mjög niður sl. tvö ár. 40-50% áriö 1984. Útboðs- markaðurinn cr talinn eðlilegur, þegar verktakar fá hæfilegt gjald fyrir verk sín, m.a. með hliðsjón af útlögðum kostnaði, fyrningu tækja og ágóða. Þetta er meðal þeirra niður- staðna, sem komist var að á ráðstefnu Verktakasambands íslands um efnið „val verktaka - lág tilboð", sem haldin var þann 22. janúar síðastliðin. Ráðstefnuna sátu rúmlega 160 manns, sem tengjast verktaka- iðnaði á einn eða annan hátt. Flutt voru fjölmörg framsöguer- indi. auk þess. sem fjallað var um einstaka atriði í umræðu- hópunt. Það kom einnig fram á ráð- stefnunni, aö meðal þeirra or- saka, sem talið er að geti leitt til lágra tilboða, séu of íhaldssam- ar kosntaðaráætlanir, offram- boð á verktökum og vélum, svo og eðliegar tækniframfarir, o.s.frv. Þá komst meirihluti ráð- stefnugesta að þeirri niður- stöðu, að ekki bæri að löggilda verktaka. né heldur vildu menn, að sérstök lög væru sett um verktakastarfsemi. Ráðstefnugestir töldu jafnframt, að eitt af grundvall- aratriðum vel heppnaðra verka væru vönduð útboðsgögn og eftirlit. Hagur væri að því að staðla útboðsgögn eins og kost- ur er. ' ' : 4 . .WkW* ■> 1 ' lf5C Haukur Böðvarsson ÍS 847 hið nýja stálskip Ísfírðinga kemur í heimahöfn 30. jan. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóra: Hvað finnst þér um hugmynd Alberts Guðmundssonar, fjár- málaráðherra, um að sameina Seðlabanka og Landsbanka? ■ „Ég get nú ekki annað sagt cn að það var rætt um það með hléurn í fjörtíu ar, frá 1920 til 1960, hvort það væri skynsam- lcgt, meðal annars með tilliti til smæðar landsins, að liafa Seðla- banka og aðalviðskiptahanka landsins áfram í sömu stofnun, eins og þá var. Menn greindi á um hvort það væri hagkvæmt að sameina þessi tvö hlutvcrk í sömu stofnun. Niðurstaðan varð sú, að það var endanlega ákveöiö aö skilja viðskiptabankastarfsemina og Seðlabankastarfsemina að. Var m.a. byggt á reynslu annarra þjóða, scm svo til allar höföu þá skiliö þarna á ntilli. Þetta var þá einróma samþykkt á Alþingi, og kom ekki fram nein rödd á sínum tíma á móti þessu. Og ég held nú að ekkert hafi síðan komið fram sem bendi til þcss aö það sé heppilcgt að Scðlabankinn sé um leið stærsti viðskiptabanki landsins." - Stangast ekki einmitt á þessi hlutverk Seðlabanka og viðskiptabanka? „Jú, mjög verulega. Ég tel að það sé afar erfitt að samræma þetta tvennt. Og finnist mönnum Seðlabank- inn fyrirferðamikill í landinu núna, þá veit ég ckki hvað mcnn segðu ef hann væri um leið stærsti viðskiptabankinn." isfirðingar fá nýtt stálskip búið fullkomnum veiðiútbúnaði ■ Stálskipið Haukur Böðvars- son 1S 847 var afhent eiganda sínum, Þorsteini hf. ísafírði, í Skipasmiðjunni Herði hf. i Njarðvík í lok janúar. Skipið kom til ísafjarðar 30. jan. sl. Skipið er mælt 57 tonn en er mun stærra hvað tæknilegan útbúnað snertir. Kaupverö er um 45 milljónir kr. Þctta skip er mjög tæknilega fullkomið og er ekki talið standa skuttogurum hérlendis að baki í þeim efnum. I því er m.a. „autotroll" en það er útbúnaður sem stillir saman lengd togvíra meðan togað er þannig að trollið helst rétt í sjó þó að skipið beygi eða togi í miklum straumi. 3-4 menn verða í áhöfn til að byrja með á meðan það er á rækjuveiðum en fjölgar síðan í 6 þegar farið verður á þorsk. Galli á fjársöfnun MR-inga ■ Nú stendur yfir fjár- söfnun meðal gamalla stú- denta Menntaskólans í Reykjavík . Það er Skóla- félag MR sem stendur fyr- ir söfnuninni og er hún til að fjármagna viðgcrðir á Selinu, sem nú er að nálgast fimmtugsaldurinn og mun vera í slæmu ástandi. Voru gömlum nemend- um sendir gíróseðlar með ósk um framlag en þau mistök urðu við tölvu- keyrslu um 400 seðla að ekki voru prentaðar allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að seðlarnir þjóni hlutverki sínu. Það sem á vantar er að í boxið merkt „stofnun og Hb“ á að koma 0900-26, og í boxið merkt „við- skiptastofnun viðtak- enda" á að koma: Póst- gíró, Ármúla 6,

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.