NT

Ulloq

NT - 14.02.1985, Qupperneq 5

NT - 14.02.1985, Qupperneq 5
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 5 Rashomon frumsýnt í Þjóðleikhúsinu ■ í kvöld frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið Rashomon. eftir Fay og Michael Kanin, í þýðingu Árna Ibsens. Uppruni verksins er í jap- anskri þjóðsögu frá 9. öld og ýmsum annálum og króníkum frá þeim tínra. Snemma á 20. öldinni samdi japanska skáldiö Ryunosuke Ákutagawa tvær smásögur upp úr þessum heim- ildum en árið I950gerði sam- landi hans, kvikniyndagerðar- maðurinn Akira Kurosawa, mynd sem hann byggði á þess- um tveim sögum Akutagawas. I myndinni eru sögurnar tvær fléttaðar saman í eina dramat-' íska heild senr síðan varð undir- staðan að leikgerð þeirri er kvikmyndahöfundarnir Fay og Michael Kanin frá Bandaríkj- unum sömdu. „í meðferö Kur- osawas og Kanin-hjónanna er Rashomon orðið spennandi morðgáta með tiiheyrandi vopnabraki og átökiun, en allt er blandað fínlegum mannlýs- ingum sem minna jafnvel á ljóð- rænar mannlýsingar í verkum Tennessee Williams," segir í fréttatilkyn ningu um verkið. Atburðarásin er einföld og fæst einkum um þá spurningu hvers- vegna menn grípa til lyginnar. Rashomon mun merkja „Líf- ið er silkiþráðUr" en Rahomon er einnig nafnið á einu glæsileg- asta borgarhliðinu í Kyoto, hinni fornu höfuðborg Japans, og þar fer leikurinn fram. Leikstjóri er Flaukur J. Gunnarsson, leikmynd og bún- inga gerir Svein Lund Roland frá Noregi, lýsingu annast Árni Baldvinsson. Bræðurnir Hauk- ur og Hörður Harðarsynirút- færðu bardagaatriði „enda sér- fræöingar í bardagalist austur- landa" eins og segir í fréttatil- kynningu. Önnur sýning verður sunnudaginn 17. febrúar. Sambýlið á Egilsstöðum: Viðbrigöin mikil fyrir heimilisfólk - umsókn um viðbótarstöðu fyrir alþingi ■ Tinna Gunnlaugsdóttir og Guðjón Petersen í hlutverkum sínum í leikritinu Rashomon. ■ „Þetta gengur mjög vel og viðbrigðin eru mikil fvrir heim- ilisfólkið. Þau voru flest áður á Vonarlandi en þetta er heim- ilislegra fyrir þau,“ sagði Agnes Jensdóttir forstöðukona Sambýlis fyrir vangefna á Egils- stöðum er NT sló á þráðinn austur. Sagði Agnes að þar sem starfsemin væri nýlega byrjuð, en heimilið var opnað í sept- ember, væri enn verið að þreifa sig áfram með starfið cn þetta er fyrsta sambýli af þessu tagi á Áusturlandi og búa þar sex manns, sem allir eru ættaðir úr t'jórðungnum og njóta umönnunar fimm starfsmanna. Umsókn liggur fyrir alþingi um að bæta við einni stöðu í vor og sagðist Agnes gera sér góðar vonir um að af því yrði. Náið samstarf cr við Vonarland, sem er þjálfunarstöð fyrir þroska- hefta á Austurlandi og einnig staðsett á Egilsstöðum. Hefur sambýlið aðstöðu í kjallara Vönarlands fyrir vcrkefni og handavinnu heimilisfólks og er þar kominn vísir að vernduðum vinnustað. Þessa dagana hafa Leiðrétting ■ Dálítið hvimleið villa slædd- ist inn í greinina í tímans þunga straumi, sern birtist í opnu NT á þriðjudag. Þar segir frá rit- höfundinum F. Scott Fitzgerald í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því að meistaraverk hans The Great Gatsby kom út. Heimfærð er í greininni tilvitn- un í þýðingu Halldórs Laxness í Veislu í farángrinum eftir Hem- ingway. Þar misritaðist orðið víindi, sem samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs þýðir „vend, yfirborðsgerð vefnaðar, munstur”. Réttilega hljómar til- vitnunin því á þessa leið: „Skáldgafa hans var eins náttúr- leg og víindi í duftinu á firðild- isvængjum..." heimilismcnn unnið við að hnýta bönd fyrir sláturhús og störf sem tengjast plastiðnaði. Kvaðst Agnes bjartsýn á að þessum verkefnum ætti eftir að fjölga þannig aö nóg yrði að starfa fyrir heimilisfólk sambýl- isins í framtíðinni. ■ í stjórn Húsmæðrafél. Reykjavíkur eru: Steinunn Jónsdóttir, formaður, Dröfn H. Farestveit, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Bergmann, Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Þuríður Ágústsdóttir og Erla Olgeirsdóttir. Húsmæðrafé- lagið 50 ára ■ Húsmæðrafélag Reykja- víkur hélt upp á fimmtugs afmæli sitt 30. janúar s.l. Félagiö gengst fyrir nám- skeiðum ýmiskonar og læt- ur sig miklu varða neyt- enda- og verðlagsmál. Þ;ið hefur haft frumkvæði í ýmsum mikilsverðum mál- um s.s. mjólkursölumálun- um á sínum tíma, barna- heimilum o.fl. Félagar koma saman á mánudögum kl. l-5 í félags- heimili sínu að Baldursgötu 9 með handavinnu ogundir- búa árlegan basar sem er helsta fjáröflunarleið fé- lagsins. íslenskirframhaldsskólakennarar: Hafa lægstu launin en mestu kennsluskylduna ■ I síðustu viku var í Reykja- vík samráðsfundur sambands norrænna framhaldsskóla- kennara, NORD-LÁR. Á blaðamannafundi sem haldinn var með fulltrúum nor- rænu kennarasamtakanna, kom fram, að lágmarkslaun íslenskra framhaldsskólakennara eru kr. 22.000 á mánuði, eða frá 12.500 ísl. kr. til 29.120 ísl. kr. undir því sem gcrist um lágmarkslaun framhaldsskólakennara á Noröurlöndum. Mestu munar í samanburði viö Færcyjar þar sem lágmárkslaun framhalds- skólakennara eru 51.120 ísl. kr. en því næst kemur Danmörk með 46.900 ísl. kr., Noregur með 44.600 ísl. kr. og Svíþjóð og Finnland rcka lestina með um 35.000 ísl. kr. á mánuði. Hámarkslaun íslenskra fram- haldsskólakennara eru 29.200 krónur. Þá kom einnig fram að kennsluskylda íslenskra fram- haldsskólakennara er mest á ís- landi af öllum Norðurlöndun- um. eða 26 kennslustundir á viku, en það reiknast 48 stunda vinnuvika. í máli Norrænu fulltrúanna kom fram að störf íslenskra kcnnara virðist lítils metin mið- að við það sem gerist í ná- grannalöndunum. Hér gangi réttindalaust fólk inn í störf kennara og launum sé haldið niðri um leiö og vinnuálag sé mikið. Þannig virðist þróunin í launamálúm hérlendis vera mjög frábrugðin því sem gerist á Norðurlöndum. Eins og fram hefur komið í fréttum. þá hafa staðið yfir samningaviöræður kennara við hið opinbera um kjaramál og ■ Leikritið Gísl eftir Brendan Behan verður sýnt í 70. sinn í Iðnó annað kvöld, en það hefur nú gengið fyrir fullu húsi á annað leikár. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að sýna verkið enn um hríð. Leikritið gerist í Dyflin í réttindi kennara að undan- törnu, og er nú beðið úrskuröar kjaradóms sem cr væntanlegur í dag. hrörlegum húshjalli þar sem hefst við utangarðsfólk af margs konar gerðum og inn í leikritið fléttast átök írska lýðveldishers- ins og Breta. Með helstu hlut- verk fara Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen og Hanna María Karlsdóttir. ■ Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum sínum í Gísl. Gísl í 70. sinn

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.