NT - 14.02.1985, Page 7
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 7
■ Engin sérstök samþykkt hefur
verið gert í þá átt að lánveitingar
Stofnlánadeildar miðist sérstaklega
við þá stöðu sem nú er í íslenskum
landbúnaði og allra síst hafa stjórn-
völd séð ástæðu til að gera
Stofnlánadeildina þannig í stakk
búna að hún geti í raun og veru tekist
á við ný og brýn verkefni.
né öðrum greinum atvinnulífs-
ins. Vandamálin snéru miklu
rneira að tæknilegum atriðum,
verðbólgan og takmarkalaus
markaður sáu um hitt.
Allt er þetta breytt núna.
Erlendir markaðir fyrir kjöt og
mjólkurafurðir hafa brugðist.
lánsfé ber nú raunvexti, opin-
ber stuðningur og opinber
skilningur á málefnum land-
búnaðarins fer þverrandi og
allt þetta gerir það að verkum
að samdráttur framleiðslunnar
er talinn nauðsynlegur. Vanda-
mál bænda eru nú miklu frem-
ur rekstrarlegs eða hagræns
eðlis en tæknilegs. Peir þurfa í
síauknum mæli leiðbeingar um
búreikninga. rekstraráætlanir,
fjárfestingar, greiðsluáætlanir
o.fl. þess háttar, þó leiðbein-
ingar með hefðbundnum hætti
verði að sjálfsögðu að halda
áfram.
Nú má spyrja hvort leiðbein-
ingaþjónustan sé þannig í
stakk búin að hún geti sinnt
þessum nýju og breyttu
kröfum. Ég veit ekki hvort
hægt er að svara þeirri spurn-
ingu afdráttarlaust, en ég held
að segja megi að svo sé varla,
a.m.k. ekki nægjanlega vel.
Má í því sambandi nefna nokk-
ur atriði:
I fyrsta lagi eru ráðunautar
almennt ekki menntaðir í
rekstrarfræðum að því marki
að þeir geti sinnt slíkum leið-
beiningum svo fullnægjandi sé.
í öðru lagi vantar mikið upp
á að leiðbeingaþjónustan sé
búin þeim tækjabúnaði og
þeirri starfsaðstöðu sem nauð-
synleg er.
í þriðja lagi hefur of lítil
áhersla verið lög á leiðbeining-
ar í nýjum búgreinum sem
ætlað var að koma í stað sam-
dráttar í hefðbundnum grein-
um.
Ýmsum þykir sem leiðbein-
ingaþjónustan með Búnaðarfé-
lag íslands í fylkingarbrjósti
hafi verið lengi að taka við sér
og ég hygg að nokkuð sé til í
því. Það er tímabært að leið-
beiningaþjónustan verði tekin
til endurskoðunar og með það
fyrir augum að hún verði gerð
skilvirkari. Skipulag hennar
byggi á forsendum sem hafa
breyst og ekkert varir að eilífu.
Lokaorð
Hér að framan hef ég í
stuttu máli rakið þá stefnu-
breytingu sem gerð var í fram-
leiðslu búvara 1979 og hvernig
brugðist hefur verið við henni
á hinum ýmsu sviðum landbún-
aðarins.
Ég held að flestir geti verið
sammála um að „kerfið" hafi í
mörgurn, alltof mörgum, til-
fellum ekki brugðið við sem
skyldi. Ég held líka að landbún-
aðurinn sé enn mitt inni á
breytingaskeiði og að mikil-
■ vægt sé að hann komi sent
sterkastur út úr því gagnvart
þjóðfélaginu í lieild. A þ\í
veltur í raun framtíð landbún-
aðarins sern öflugs atvinnuveg-
ar sem keppt getur við annað
atvinnulíf um vinnuafl og veitt
þeim sem við hann starfa sam-
bærileg kjör og aðrir atvinnu-
vegir gera.
Til að þetta geti orðið er
nauðsynlegt að horfst sé mjög
ákveðið í augu við þann vanda
sem við er að eiga. Það er Ijóst,
að ekki eru við núverandi að-
stæður möguleikar á að greiða
öllum þeim sent hefðbundna
búvöruframleiðslu stunda þau
laun né veita þeim þau kjör
sem viðunandi geta talist.
Annað hvort fækkar bændum
við þessa framieiðslu verulega
eða þeir fara í auknum mæli að
stunda aðra atvinnu með bú-
skapnum. Spurningin er bara
hvort þeir eiga almennt kost á
nokkurri ánnarri vinnu og
hvort þá sé um nokkuð annað
að ræða en að ganga frá eign-
um og atvinnu og setjast að á
mölinni. Ef koma á í veg fyrir
þá þróun, er nauðsynlegt að
hefja markvissari nýsköpun at-
vinnutækifæra í sveitum og
efla þá kosti sem vænlegir eru
til vaxtar. Fjármagni þarf að
beina í auknum mæli til nýrra
búgreina en gæta þess þó jafn-
framt að eðlileg endurnýjun
geti átt sér stað í hinum hefð-
bundnu. Styrki ogframlögsem
beinlínis ganga í berhögg viö
tilgang framleiðslustjórnunar
ber að afnema og bcina því
fjármagni til nýsköpunar.
Ég tel að alltof stór hluti
„kerfisins" hafi nýtt illa þann
tíma sem hefur verið til um-
þóttunar og nánast hjakki í
sama farinu. Á þessu þarf að
verða breyting. Stjórnvöld
verða að vera reiðubúin til að
marka ákveðna stefnu í at-
vinnumálum og þ.m.t. stefnu í
málefnum landbúnaðarins.
Þau verða að hafa þor til að
framfylgja þeirri stefnu sem
mörkuð er og hinir ýmsu hlutar
landbúnaðargeirans verða að
haga starfsemi sinni í samræmi
við þá stefnu sem ríkir á hverj-
um tíma og vera reiðubúnir til
að takast á við sífellt ný og
breytileg verkefni.
Ef þaðerekkigert, þáblasir
við stöðnun og stöðnun fylgir
hrörnun. Það er því landbún-
aðinum lífsnauðsyn að vera
sífellt í sókn og hann verður að
sækja þangað sem eitthvað er
að sækja.
■ Það liggur merkilega vel við okkur að fást við hárfína og flókna hluti.
menn í raungreinum fást ekki
til kennslu. Enda er það svo
hjá okkur að hlutfallslega fáir
leggja nú upp í háskólanám í
raungreinum, miðað við það
sem gerist hjá öðrum „topp-
þjóðum".
Ef grundvöllurinn er
góður
Skilaboðin eru sem sagt
þessi. Ríkisstjórnin ætti að
setja sínar 500 milljónir í það
að bæta kjör kennara. Tryggja
NT-mynd: Ari.
það að okkar hæfasta fólk fáist
til að leiðbeina uppvaxandi
æskulýð og skapa því góða
aðstöðu til þess. Því að ef
grundvöllurinn er góður er allt
gott, ef hann er slæmur þá
hrynur allt. En þetta heitir að
hugsa fram í tímann og er
fáum gefið. Þó hefur verk-
fræðingurinn á stól forsætis-
ráðherra sýnt að honum er
ekki alls varnað í þeim efnum.
Þessi indæla tíð
Undanfarnar vikur og mán-
uði hafa menn talað um kosn-
ingar með sama öryggi og þeir
tala um vorkomuna og breytir
í sjálfu sér litlu þó að þeir
Albert og Steingrimur hafi í
varnarskyni verið eins og ný-
trúlofaðir í áður umtöluðum
sjónvarpsþætti. En núerannar
þáttur kominn í spilið sem
óneitanlega veröur að taka
með íreikninginn. Þaðerþetta
dæmalaust góöa veður. Efvor-
ið verður jafngott. þá nenna
menn ekkert út í kosningar.
Það er vonlaust mál á íslandi
að ná upp baráttustemmningu
þegar veðrið er gott. Áfram-
haldandi gott veður kemur sér
sem sagt illa fyrir Jón Baldvin
og hina valdalausu forystu í
Sjálfstæðisflokknum, en vel
fyrir flesta aðra. Og þeir sem
eiga víxilmál og annað slíkt í
dómskerfinu geta andað léttar.
í svona góðri tíð ganga öll slík
mál hægt. Kerfið sefur.
Baldur Kristjánsson.
Verð i lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 330 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaösstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson
Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
f tilefni skákmóts
■ Um þessar mundir flykkjast ungir sem aldnir
Reykvíkingar á Hótel Lofteiðir, þar sem afmæl-
ismót Skáksambands íslands er hafið. Enn einu
sinni sannast að íslendingar líta á skákmót, þar
sem afburðamenn etja saman kappi,sem menn-
ingarviðburð í fremstu röð. Engin íþrótt nýtur
jafn almennrar virðingar íslensku þjóðarinnar.
Sú staðreynd ásérlanga sögu, sem hefst ekki
með núlifandi afreksmönnum okkar. Á síðustu
öld varð skákkunnátta íslendinga til þess að
vekja athygli á menningu þeirra langt út fyrir
landsteinana. Heimsþekktur skákmeistari og
málvísindamaður.Daniel Willard Fiske, heillað-
ist svo af skákhefð íslendinga að hann skrifaði
sögu íslenskrar skáklistar á ensku. Hann stofnaði
síðar íslenskt bókasafn við háskólann í íþöku,
þar sem nú er að finna stærsta safn íslenskra
bóka á erlendri grund.
Á þessari öld hefur tvennt einkum orðið til
þess að efla almennan áhuga á þessari göfugu
íþrótt. Annað var glæsilegur ferill Friðriks
Ólafssonar, sem um árabil var í hópi sterkustu
skákmanna heims. Hitt er einvígi þeirra Boris
Spasský og Roberts Fischer um heimsmeistara-
titilinn sem háð var í Laugardalshöllinni sumarið
1972. Sá viðburður fæddi e.t.v. af sér íslenska
skákmeistara sem nú bera enga minnimáttar-
kennd gagnvart heimsmeistaranum fyrrverandi.
Sannleikurin er sá að Friðrik Ölafsson og
arftakar hans á sviði skáklistarinnar hafa e.t.v.
kennt íslendingum stærri og þarfari lexíu, en
menn skyldu ætla í fljótu bragði. Að einstakl-
-I ingurinn verður ekki metinn eftir stærð þeirrar
þjóðar sem hann tilheyrir. Skákmeistarar okkar
ganga á hólm við fremstu menn heimsins á sínu
sviði án minnimáttarkenndar, eða þess innan-
tóma stærilætis sem stundum sprettur upp af
minnimáttarkenndinni. Óskandi væri að þetta
viðhorf mótaði öll samskipti íslendinga við aðrar
þjóðir og stærri, hvort heldur sem er á sviði
menningar, viðskipta, eða stjórnmála.
Við segjum um hina erlendu gesti Skáksam-
bandsins að þeir séu gamlir kunningjar okkar.
Við höfum fylgst með þeim sumum í keppni
hérlendis áður og öðrum höfum við fylgst með
úr fjarlægð. Fegar öllu er á botninn hvolft kann
það að vera meira en innantóm orð að drengileg
keppni stuðli að betri og auðugri kynnum þjóða
á milli sem síst er vanþörf á í dag. Gens una
sumus. Við erum ein þjóð. Þannig hljóða
einkunnarorð Alþjóðaskáksambandsins. Von-
andi verður það að áhrínsorðum, þótt stundum
verði róstusamt í skákheiminum eins og annars
staðar.
Við óskum Skáksambandi íslands til hamingju
með afmælið og mótið og bjóðum erlenda gesti
okkar velkomna. Skáksambandinu óskum við
góðs gengis í því starfi að efla skákíþróttina,
standa að baki afreksmanna og hlú að því
mikilvæga uppeldisstarfi, sem það hefur staðið
f að.