NT - 14.02.1985, Side 8
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
ur hafí
Le: Ul ir it >r ir \r i
- þá fækkar séríslenskum drykkjufyrirbrigðum
■ „íslendingur“ skrifar:
„Ekki alls fyrir löngu skrif-
aði ég lesendadálki NT og
ræddi um „Ríkin" á íslandi.
Þau eru, eins og alþjóð veit
sárafá, þrjú í Reykjavík, ekk-
ert í Kópavogi, ekkert í Garða-
hæ, ekkert í Hafnarfirði, og
lengi mætti þannig telja áfram.
Örfáum „Ríkjurn" er svo drit-
að niður um landið, einu í
hverjum landshluta, á Isafirði,
Akureyri, Seyðisfirði, Selfossi,
Keflavík og í Vestmannaeyj-
um.
Áður en lengra cr haldið er
rétt aö geta þess að hér er ekki
verið að tala um að skipta
íslandi upp í mörg sjálfstæð
ríki, heldur er veriö að tala um
áfengisútsölur.
Og þegar manni verður á að
minnast á áfengisútsölur
standa upp svo og svo margir
spekingar og postular sem telja
það skyldu sína að hafa vit
fyrir öðrum, sjálfsagt vegna
þess að þeir hafa ekki þörf
fyrir allt sitt vit sjálfir. Pað má
ekki fjölga áfengisútsölum, þó
í slíku fælist ómæld hagræðing
og orkusparnaður, því „fólk á
að hafa fyrir því að ná sér í
brcnnivín". Og röksemdir
þessara sömu vitringa eru á þá
lund að ef bjór væri seldur á
íslandi ykist drykkjan enn.
Skamrnt er hugsað. Flestir
eru þessir áfengisvarnapostul-
ar aldir upp í því að óttast
áfengi eins og pcstina, og vita
lítið um hvað er að ræða. Og
vandanrálin skapast ekki af of
mikilli drykkju hér á landi,
heldur vegna of mikillar
drykkju á of skömmum tíma.
Enda alíslenskt og grænlenskt
fyrirbæri að ofurölva menn
liggi eða veltist um í ælu sinni.
IJað ná allir í þrennivín á ís-
landi sem hafa hug á því. Og
það kostar mikla fyrirhöfn og
peninga scnr fara ekki bara í
áfengiskaup, heldur flutnings-
kostnað o.s.frv. Ef áfengis-
útsölum yrði fjölgað mundi
frunrskógarvandamálum í
áfengisverslunum fækka. Og
utanbæjarmcnn eiga ekki
neinn rétt á að troða á Reyk-
víkingum með aukinni umferð
og bægslagangi, til að komast
í Ríkið-hafandi greitt atkvæði
gegn slíkum stofnunum í
heimabæjum sínum.
Leyfum bjórinn. Þá drekka
fyllibytturnar, og krakkarnir
sem eru að byrja að drekka,
Irvort sem bjór er eða ekki,
bjór í staöinn fyrir Vodka eða
Brennivín. Þá fækkar „sérís-
lenskum og grænlenskum
drykkjufyrirbrigðum", sem
áður voru nefnd.
Fólk á rétt á því að ráða því
sjálft, þegar það hefur náð
lögaldri, hvaö það lætur ofan í
sig, en ekki einhvcrjirpostular
með vit fyrir sig og alla hina.
Það er nefnilega á hreinu að
áfengi er í landinu, og verður
í landinu. Og fólk lærirekki að
umgangast vín á réttan hátt ef
það sér bara fyrir sér boð og
bönn, sem virðast sett af for-
dómafólki.
Fólk á rétt á að ráða því sjálft, hvaðþaðlæturofanísig.
Endursýnið
teiknimyndir
■ Núíhaustbættisjónvarpið
stórlega við það efni sem er á
boðstólum fyrir börn, en lengi'
getur gott batnað. Mér finnst
nefnilega, eins og mörgum
öðrum að hægt væri að endur-
sýna margar skemmtilegar
teiknimyndir eins og Jóga
björn, Bleika Pardusinn, og
Fred Flinstone.
Þessir þættir voru geysilega
vinsælir hjá börnum og ungl-
ingum og meira að segja höfðu
margir fullorðnir gaman af
þeim. Ég vona að sjónvarpið
taki þetta til athugunar.
Með kærri kveðju,
S.Á.
Hægfara dauði
■ Grein með þessari fyrir-
sögn birtist í NT 18. jan. s.l.
Þar er maður að skrifa um
ellilífeyri sem móðir lians fær,
- tæpar 12 þús. kr. á mánuði.
Segir hann að þrátt fyrir að
hún búi í eigin íbúð, dugi
tekjurnar ekki til lágmarks-
framfærslu. Ég get ekki trúað
því að konan geti ekki lifað af
þessu.
Ég hef talað við margt fólk
sem er ánægt með ellilífeyrinn
og er ég ein af þeim. Þó fæ ég
ekki jafn mikið og áðurnefnd
kona.
En það heyrist nú síður í
þeim sem sem ánægðir eru, en
hinum sem alltaf eru að kvarta.
Ekki veit ég betur en ellilíf-
eyrisþegar fái afslátt af lyfjum.
Mér finnst vera gert svo mikið
fyrir gamla fólkið. Mörg dval-
arheimili hafa risið, þar sem
mjög vel er hlúð að því. Og öll
orð um það hvort ráðherra ætli
að fækka fólkinu með hægfara
dauða og annað álíka orðafar,
er hreinn viðbjóður.
Þá langar mig til að spyrja,
hvernig á því stendur að þegar
áfengi og tóbak hækkar í verði,
er það tekið inn í vísitöluna.
Tæplega getur það talist til
lífsnauðsynja.
Kona af Suðurlandi.
Fyrirlestrarkvöld
■ Landfræðifélagið boðar til
fyrirlestrarkvölds 14. febr. n.k.
Þar mun dr. Eggert Lárusson
flytja fyrirlestur um efnið:
„Sjávarstaða og jöklabreyt-
ingar í lok síðasta jökulskeiðs
í Dýrafirði og norðanverðum
Arnarfirði og hámarks út-
breiðsla jökla á Vestfjörðum."
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30
í stofu 103 í Lögbergi Háskóla
íslands.
Stjórnin
Forystumenn í auglýsingum
■ Ósköp finnst mér leggjast
lítið fyrir svokallaða forystu-
menn þjóðarinnar - stjórn-
málamenn og andans fólk - að
láta hafa sig út í auglýsinga-
starfsemi eins og sjá mátti
dæmi um á útsíðum blaðanna
um síðustu helgi. Það er vitan-
lega allt í lagi að opna allra
handa leiktækjasali en forráða- •
menn þeirra ættu sjálfir að
hafa fyrir að auglýsa þá. Ég
held að „forystumennirnir"
gefi nógu oft færi á að láta hafa
sig að háði þótt þeir fari ekki í
auglýsingabransann líka.
Einn hneykslaður.
Skrifíð til:
NT
Lesendasíðan
Síðumúla 15108 Reykjavík
-vf ■■ eda hríngið í síma 686300
millikl. 13og 14
Hægfara dauði