NT - 14.02.1985, Page 11
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 11
Vettvangur
Auðunn Bragi Sveinsson:
I minningu 1. febrúar
■ Árið l932vorustofnuðsam-
tök nemenda í skólum landsins,
er höfðu það að markmiði að
efla hindindi á áfenga drykki.
Mun hreyfingin hafa átt upptök
sín í Mcnntaskólanum í Reykja-
vík. Drykkjuskapur hafði verið
talsverður þar og víðar í skólum
fjölbýlisins. Blöskraöi mörgum
slíkt. ekki síst skólastjórum
framhaldsskólanna. Bindindisfc-
lög voru stofnuð í flestum. ef
ekki öllum skólum. öðrum en
barnaskólum. Mynduöu félög
þessi samband. sem nefndist
Samband bindindisl'élaga í
skólum, skammstafað S.B.S.
Málgagn átti samband þetta. er
hét Hvöt. Rituðu í það margir
ritfærir menn. bæði nemendur
skólanna og aðrir. sem leggja
vildu bindindismálum lið sitt.
Mér cr það minnisstætt frá mín-
um skólaárum í höfuðstaðnum,
er við nemendur Kennaraskól-
ans héldum í nokkra framhalds-
skóla á höfuðborgarsvæðinu og
töluðum um bindindismál við
nemendur. Ég fór ásamt öðrum
suður í Fiensborgarskóla í
Hafnarfiröi. Einnig dreifðum
við Hvöt í skóla og í bókaversl-
anir. Var ég í ritnefnd blaðsins
eitt ár, ásamt tveimur öðrum.
Mikið starf fylgdi þessari blaða-
mennsku, en við vorum ungir
og horfðum ekki í það að leggja
nokkuö á okkur, vitanlega án
nokkurs endurgjalds. Margir
þeir. sem stóðu að sambandi
bindindisfélaga í skólum meðan
það var og hét, hafa síðan orðið
Núvirðistsemvíman
sé lausnarorðið. Nú
er ráð að setja upp
sem flestar
ölknæpur,tilþessað
flestir komist í vímu.
Hætt er við að á því
græði aðeins þeir,
sem versla með
slíkan varning.
þjóökunnir og getið sér gott orð
á sviði þjóðfélags- og menning-
armála. Égnefni hérengin nöfn
í því sambandi. Geta þeir. sem
þar um vilja fræðast, lesiö Hvöt.
málgagn S.B.S.
1. febrúar var viðurkenndur
af fræðsluyfirvöldum unt langa
hríð sem opinber baráttudagur
gegn áfengisnautn. Var heimilt
að verja a.m.k. einni kennslu-
stund til boðunar bindindis í
skólum landsins þennan dag, og
er ég vart í vafa um það. aö slíkt
muni hafa verið gert svikalaust.
Nú þykir ekki taka því að minn-
ast á bindindi, það er algjört
bannorð. En ég spyr: Er ckki
skylt að fræða nemendur í skól-
um landsins um áfengi og önnur
vínru- og fíkniefni. að ógleymd-
unr reykingum? Ég trúi ekki
öðru en að slíkt sé.lagaskylda.
Nú virðist sem víman sé
lausnarorðið. Nú er ráð að
setja upp sem flestar ölknæp-
ur. til þess að sem flestir komist
í vímu. Hætt er við. að á því
græði aðeins þeir. sem versla
með slíkan varning. Eróhugn-
anlegt að frétta af öllum þeim
ölknæpum. er spretta upp á
höfuðborgarsvæöinu. Þá er
víst í ráði, að ríkiö sctji á stofn
gífurlega ölgerð, er ætla mcgi
að gefi af sér 900 milljónir
króna á ári. Já. skárra er þaö!
Illt þykir rnér, ef Framsóknar-
flokkurinn ætlar að standa að
slíkri vitleysu, Mig minnir, að
forráðamenn þess flokks fyrr á
tíð hafi allir stutt bindindi. Eða
hver gerði það ekki, mér'er
spurn?
í einum af fyrstu árgöngum
Hvatar bitist kvæði eftir
bóndason vestan úr Önundar-
firði, er hét Guðmundur Ingi
Kristjánsson. Varð hann síðar
kunnur sem eitt listfcngasta
skáld þessa lands. Kvæði Guð-
mundar Inga bar hcitiö Fyrsti
febrúar. Það er hvatningaróð-
ur til æskunnar að ánetjast
ekki áfengi eöa öðrum víniu-
efnum, er gera menn að ánauð-
ugum þrælum nautnasýkinnar.
Upphafsorð skáldsins eru
þessi:
Þú ert, fyrsti febrúar...
Þetta kvæöisupphaf kom mér í
hug, er ég tók að hugleiða
fyrsta febrúar, svo og sögu Hans
Tók ég mér það bessaleyfi
að nota þetta upphaf að mestu
óbreytt. Setti aöeins sögnina
að vera í þátíð, líkt og hæfir
breyttum aðstæðum í þessu
efni. Ekki ætla ég mér þá dul,
aö mér takist að feta í fótspor
Guömundar lnga skálds hvað
Ijóðsnilld áhrærir, en lcyfi mér
að Ijúka þessum greinarstúf í
ntinningu fyrsta febrúar meö
eftirfarandi erindi:
Þú varst, fyrsti febrúar,
forðum einn af heilladögum.
Aðall skólaæskunnar
undir þínum merkjum var.
Nú er fátt til fagnaðar
fái ei Bakkuð ráðið högum.
Tæla öflin tískunnar,
- tíðum hundin engum lögum.
Magnús Óskarsson Hvanneyri:
Ný útvarpslög
■ Þriðjudaginn, 15. janúar
kornu fimm Reykvíkingar fram
í sjónvarpsþætti og ræddu um
frumvarp til útvarpslaga sem nú
liggur fyrir Alþingi. Allir þátt-
takendur voru fröðir um út-
varpsmál, en ræddu lítið um
skiptingu þjóðarinnar í fárra og
margra stöðva fólk, sem erfyrir-
sjáanleg ef frumvarpið verður
að lögum. Þeir sem búa í
Reykjavík og nágrenni ættu trú-
lega völ á efni frá mörgum
hljóövarps- og sjónvarpsstöðv-
uni, en aðrir landsmenn nytu
aðeins sendinga ríkisútvarpsins.
Á Islandi er menningarlíf á
mörgum sviðum meö mestum
blóma á Reykjavíkursvæðinu.
eins og eðlilegt er. Þar eru
flestir fræðimenn og atvinnu-
listamenn þjóðarinar. Við sem
búum utan landnáms Ingólfs
höfum ekki aðgang að listum og
fræðum þessa fólks til jafns við
íbúa höfuðborgarinnar. Allir
landsmenn greiða þó, eftir efn-
um og ástæðum, verulegar fjár-
hæðir til vísinda og lista. Svo er
ríkisútvarpinu fyrir að þakka að
það hefur fært öllum lands-
mönnum afþreyingarefni, fróð-
lcik og fagrar listir, sem er m.a.
ávöxtun af menningarstarfsemi í
Reykjavík. Þetta hefur jafnað
aðstöðu landsmanna og stuðlar
áreiðanlega að því að viðhalda
heilstevptri íslenskri menningu.
Það væri ekki ástæða fyrir
okkur sent búum utan Reykja-
víkur að öfundast yfir væntan-
legum stöðvarfjölda í Reykja-
vík. ef ekki væri urn leið nær því
víst að starfsemi Ríkisútvarps-
ins ntinnkaði vegna minni
tekna. í athugasemdum við út-
varpslagafrumvarpið er yfirlit
vfir tekjustofna Ríkisútvarpsins
eins og þeir voru 1980. Þá voru
auglýsingatekjur 48.2% af tekj-
um híjóðvarps og 23,5% af
tekjum sjónvarps. Engin veit
hvað þessar tekjur rnuni skerð-
ast rnikið af völdum einkastöðva.
en þær eru ekki mjög lífvænleg-
ar ef þær taka ekki fjórðung til
helming af núverandi auglýs-
ingatekjum Ríkisútvarpsins.
í frumvarpinu er að vísu
gert ráð fyrir því að taka aftur
upp aðflutningsgjöld á hljóð-
varps- og sjónvarpstæki sem
Ríkisútvarpið fengi til að bæta
upp tekjutapiö. í athugasemd-
um við lagafrumvarpiðstendur
einnig: „Utvarpslaganefnd lít-
ur svo á. að Ríkisútvarpið
hljóti að mega hækka útvarps-
gjald sem nemur tapi auglýs-
ingatekna, og þá fyrst og fremst
af þeirri ástæðu. að Ríkis-
útvarpinu eru lagðar skyldur
á herðar umfrani aðrar út-
varpsstöðvar sem standa ber
við. óháð aðstæðum að þessu
leyti". Ef þessar hugmyndir ná
fram að ganga á að skattleggja
alla landsmenn til að unnt sé
að halda uppi „frjálsu" útvarpi
í Reykjavík. Það gæti orðið
erfitt fyrir þingmenn dreifbýl-
isins að skýra fyrir kjósendum
af hverju þeir ættu að borga
meira en áður fyrir sömu þjón-
ustu hljóðvarps og sjónvarps,
eða það sem líklegra er fyrir
lakari þjónustu.
í útvarpslagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir aö leyfa megi
útvarp fyrir almenning á af-
mörkuðum svæðum. Þeir sem
barist hafa fvrir einkastöðvum
tclja að slíkum stöðvum verði
komið upp um allt land. Þeir
sem búa utan Revkjavíkur og
Akureyrar verja litlu fé til
Eitt öflugasta vopnið
tilaðverjamenningu
okkar fyrir þunga
útlendrar
fjölmiðlunar er gott
íslenskt hljóðvarp og
sjónvarp, sem allir
hafa aðgang að, og
sameini þjóðina
frekar en að sundra
henni.
auglýsinga. Það vita þcir sem
reynt hafa að gefa út byggða-
blöð og hafa orðið að sníkja
auglýsingar hjá aðiljum sem
ekki hafa áhuga á að auglýsa.
Það er því ólíklegt aö unnt
væri að halda uppi útvarps-
rekstri, sem stæði undir nafni,
utan Reykjavíkur og Akureyr-
ar.
Fimmmenningarnir í sjón-
varpsþættinum bentu á að inn-
an tíðar muni sjónvarp, sem
sent er um gervihnetti koma á
skjái þeirra sem þess óska.
Undan þessari þróun getum
við ekki vikist. Ástæða cr til að
óttast áhrif erlends gervi-
hnattasjónvarps á menningu
lítilla þjóða eins og okkar. Eitt
öflugasta vopnið til að verja
menningu okkar fyrir þunga
útlendrar fjölmiðlunar er gott
íslenskt hljóðvarpog sjónvarp,
sem allir hafa aðgang að. og
sameinaði þjóðina frekar en
að sundra henni.
Magnús Óskarsson,
Hvanneyri.
Björg Finarsdóttir.
Gott til
minnis
Björg Finarsdóttir
Úr ævi og starfi
íslenskra kvenna
I
Frindi flutt í Ríkisútvarpið
veturinn 1983-1984
Bókrún.
Revkjavík 1984.
■ Þetta er mikil bók. 4(10
blaðsíður, - og merkileg.
Merkileg er hún vegmi þess að
hún scgir frá merkilcgu fólki.
Þær konur sem Björg hcfur
valið sér að segja frá hafa
flestar verið brautryðjendur
með einum eða öðrum hætti.
Segja má að þær hafi ílestar
víkkaö landnám kvcnmi í
menningarlífi eða athafnalífi.
Um flestar þessar konur á
það við að ekki eru aðgengilegir
ævisöguþættir þeirra endíi þótt
margra þeirra sé getið í mann-
fræðibókum.
Óhætt mun að scgja aö ekkj
munu þeir tifar margir scm svo
cru vel að sér um íslenska sögu
að þeim séu tiltæk öll aöalatriði
úr ævisöguþáttum þcssara
kvenna. Því munu langflcstir
lescndur þessarar bókar finna
þar ýmislegt sem þcim er nýtt.
Nú Itefur þegar veriö s;igt að
vel sé valiö í bókina og cfniö
sé gott. En hvernig er þá með
það farið?
Því er fljótsvarað. Björg hef-
ur unniö verk sitt af clju og
samviskusemi. Hún hefur
kannað tiltækar heimildir,
lesið prcntaðar frásagnir og
unniö úr þeim. Stundum hefur
henni dugað að gera útdrátt úr
einni ævisögu cn miklu oftar
hefur þurft að leita fanga
víðar.
Ég get ekki fundiö nema
smámuni að þessum frásögn-
um. Viðkunnanlegra væri þeg-
ar talað er um stjórnmála-
skoöanir Þorbjargar Sveins-
dóttur að Valtýingar vildu
sætta sig við sérstakan íslands-
ráðherra sem sæti í Kaup-
mannahöfn, af því að þeir
töldu líkur til að það næðist
fram en heimastjórn alls ekki.
Þorlákur Johnsen geröist að
vísu templar en ekki var hann
lengi virkur í liöi þeirra. Frá-
sögn séra Magnúsar í Vallanesi
af víndrykkju Þorláks og við-
horfum tengdamóður lians
falla mæta vel að mynd Kristín-
ar í þætti Bjargar.
Vel hefði mátt geta þess
þegar rætt er urn tengsl Stefan-
íu Guðmundsdóttur viö félags-
skap templara að hiin var sjálf
íélagsmaöur í liði þeirra 1892,
fjórum árum áður en hún gift-
ist Borgþóri Jósefssyni. Og
snemma fór hún að flytja
skemmtiatriöi á funtíum
templara.
Björg Einarsdóttir hefur hér
tekið saman rit sem er ágæt
lesbók ungu fólki. Hcr er sagt
frá konum sem allar voru
merkarog sumarsannar hctjur
og gott cr að kynnast þeim
öllunt. Og hér er sem sagt
gctiö um ýntsa merka áfanga í
sögunni um framsokn ís-
lenskra kvenna til réttinda og
áhrifa.
Þessi bók á því mörgum
fremur erintli viö þjóð sína.
Hér er rifjað upp margt sem
ekki á að glcymast og ekki má
gleymast.
H.Kr.
Axel Clausen
■ í dag er aldursforseti
reykvískra templara borinn til
grafar. Sá maður er Axel
Clausen.
Hann var fæddur 22. apríl
1888 og var því kominn vel á
sjöunda ár yfir nírætt er hann
lést 5. þ.m.
Axel var sonur Holgers
Clausens kaupmanna og Guð-
rúnar Þorkelsdóttur konu hans.
Hann valdi sér ungur verslunar-
störf að viðfangsefni og þau
urðu ævistarf hans.
Axel Clausen gerðist ungur
liðsmaður í félagsskap templ-
ara. Vera má að um hríð hafi
slaknað á þeim tengslum og
hann ekki verið virkur í þeirri
hreyfingu. Hafi svo verið var
það tímabundið aðeins.
Kynni mín við Axel urðu svo
til öll á síðustu 10 árum. Hann
kom oft á stúkufundi og tók þá
tíðum til máls. Stundum voru
það gamanmál til hressingar því
að honum var lagið að rifja upp
spaugileg atvik og láta aðra
njóta þeirra með sér. Stundum
mælti hann fáein hvatningarorð
til félaganna. Fannst mér að-
dáunarvert hve vel honum fórst
það oftlega því að ræður hans
voru stuttar og meitlaðar
lengstum. Gönilum mönnum
hættir þó oft við að verða lang-
orðir og endurtaka sig.
Hitt undraði mig ekki þó að
mikil reynsla langrar ævi gerði
honum tiltæk rök bindindis-
hreyfingarinnar.
Síðast flutti Axel Clausen
ræðu á stúkufundi er stúkan
Víkingur minntist 80 ára afmæl-
is síns 10. desember s.l. Kom
mér þá enn í hug hið forn-
kveðna: Samur er í þér hugur-
inn, fóstri.
Hér er horfinn af sjónarsviði
eftirminnilegur maður. Hann
var einn þeirra sem fæsta eiga,
sína líka.
Þeir sem starfað hafa meðal
reykvískra templara síðustu ár
eiga um hann hugþekkar
minningar og kveðja hann með
virðingu og þökk.
H.Kr.