NT - 14.02.1985, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 14
Rás 2 kl. 23.
Vör, lítið fallegt orð
sem þýðir mjög margt
Djassað í Djúpinu
- bein útsending
■ Hrafnhildur Valbjörnsdóttir er mikil
vaxtarræktarkona, enda er hún íslands-
meistari í vaxtarrækt. Þar aö auki hefur hún
sýnt tilþrif á hvíta tjaldinu, en hún lék eitt
aöalhlutverkiú í kvikmvnd Þráins Bertels-
sonar, Dalalíf.
■ Þaö yerða yæntanlega Ijúf-
ir og góðir tónar sem berast úr
útvarpinu um og upp úr mið-
nætti. en þá hefst bein útsend-
ing, sem kallast ..Djassað í
Djúpinu". Hljóöfæraleikarar
eru Guðmundur Ingólfsson,
Guðmundur Steingrímsson.
Tómas Einarsson og Þorlcifur
Gíslason.
Kynnir er Vernharður Linn-
et en umsjón hcfur Ólafur
Þórðarson.
Útsendingin stcndúr yfir í
45 mínútur.
■ Vernharður Linnet kynnir
í bcinni útsendingu á d jassspili
í Djúpinu.
■ Bríet Héðinsdóttir hefur
gert margar leikgerðir fyrir
svið og útvarp, en leikritið sem
útvarpað verður í kvöld er
fyrsta leikritiö sem hún semur
sjálf.
Frumflutt
fyrsta
leikrit Bríetar
Héðinsdóttur
■ í kvöld kl. 20.00 verður
frumflutt nýtt íslenskt út-
varpsleikrit, „Það var haustið
sem...". Höfundur þess og
leikstjóri er Bríet Héðins-
dóttir og er þetta fyrsta leikrit
hennar sem flutt er opinber-
lega. Hún hefur þó áður sam-
ið leikgerðir fyrir svið, þar á
meðal upp úr Atómstöðinni
eftir Halldór Laxness og Skáí-
holti eftir Guðmund
Kamban. Jólin I983 flutti út-
varpið leikrit Jóhanns Sigur-
jónssonar. Mörð Valgarðs-
son, sem Bríet bjó til út-
varpsflutnings og stjórnaði.
Aðalpersóna leikritsins er
Stína, sautján ára, sem hefur
lagt stund á píanónám. Hún
stendur á nokkrum tímamót-
um og verður að gera upp
hug sinn hvort hún eigi að
halda áfram á listabrautinni
en foreldrar hennar hafa
fremur takmarkaðan skilning
á löngun hennar til að verða
listamaður. Inn í sögu Stínu
fléttast einnig örlög móður-
systur hennar Hildar. sem
einnig hafði verið efnilegur
píanólcikari en orðið að
gjalda listina dýru verði.
Leikendur eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Pétur Einars-
son, Guðrún Þ. Stephensen,
Edda Þórarinsdóttir og Guð-
björg Thoroddsen. Píanóleik
annast Anna Þorgrímsdótt-
ir. Tæknimenn eru Friðrik
Stefánsson og Áslaug Stur-
laugsdóttir.
■ Á dagskrá Rásar 2 í kvöld
kl. 23.00-24.00 er þáttur, sem
kallast Vör. Umsjónarmenn
eru Guöni Rúnar Agnarsson
og'Vala Haraldsdóttir. Þarsem
nafnið á þættinum vakti for-
■ Það eru þau Guöni Rúnar Agnarsson og Vala Haraldsdóttir vitni okkar. báðum viö Guöna
semhafaumsjónmeöþættinum VöráRás2íkvöld. Ni-mynd:s»errir Rúnar að segja okkur örlítiö
frá þættinum.
„Vör; lítið fallegt orð sem
þýðir mjög margt. Það er vör í
landslaginu; lítil vík. Það er
vör á líkama manna. dýra og
blónia. Vörereinnigkona. Og
engin vör er eins - þaö gildir
um þáttinn.
í kvöld verður Ólafur Jó-
hann Engilbertsson og Clint
Eastwood gestir".
Þetta eru heldur dularfullar
upplýsingar og því ekki annað
ráð vænna en að leitgja viö
hlustir á Rás 2 kl. 23.00-24.00
í kvöld.
■ Vilhjálmur Svan er fram-
kvæmdastjóri unglinga-
skcmmtistaöarins Traffic og
hefur lengi sýnt áhuga á því að
konia lagi á skenuntanahald
unglinga.
Hver er maðurinn
á bak við opinberu
myndina?
_ í kvöld kl. 21 eru væntanlegir góðir gestir í þátt
Ragnheiöar Davíðsdóttur Nú má ég! á Rás 2. Gestirn-
ir eru Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, líkamsræktarkona
og kvikmyndaleikari, og Vilhjálmur Svan fram-
kvæmdastjóri unglingaskemmtistaöarins Traffic.
Ragnheiður
fær til sín tvo
gesti í þáttinn í hverri viku og fá
gcstirnir að vclju sér lög. En
Ragnheiður segir þetta ckki
bara óskalagaþátt gestanna.
heldur er tækifærið notað og
garnirnár raktar úr gestunum, í
góðu hófi þó, en þetta er yfir-
leitt þekkt fólk og Ragnheiður
reynir að leiða fram aðrar hlið-
ar hjá því en þær sem það er
þekktast af úr fjölmiðlum.
„Þetta cr mest létt spjall. við
reynum aö kynna hlustendum
aðcins betur „manninn á
b;ik viö opinberu mynd-
ina." segir hún.
Ragnheiður segir þetta hafa
tekist Ijómandi vef, fólk sé
frjálslegt og afslappað og þaö
inyndist góð stemmning.
„Þetta er cins og góðra vina
fundur," segir Ragnheiður.
Þau Vilhjálmurog Hrafnild-
ur lifa og hrærast í músík í
starfi sínu og verður áreiðan-
lega ekki skotaskuld úr því að
velja lög, sem falla hlustendum
vel í geð. Og þá er ekki síður
forvitnilegt að komast aðeins
að því hvaða mann þau liafa að
geyma, fyrir utan þá mynd,
sem hlustendur hafa fcngið af
þeim úr fjölmiðlum.
Fimmtudagur
14. febrúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn Á
virkum degi. 7.55 Daglegt mál.
endurt. þáttur Siguröar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur-
fregnir. Morgunorö - Valdís
Magnúsdóttir talar.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Pipuhattur galdramannsins"
eftir Tove Jansson Ragnheiöur
Gyöa Jónsdóttir byrjar lestur þýö-
ingar Steinunnar Briem.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. tón-
leikar 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar.
11.00 Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar
Stefánsson.
11.30 „Sagt hefur það verið“ Hjálm-
ar Árnason og Magnús Gislason
sjá um þátt af Suðurnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Frétttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig
Pálsdóttir.
13.30 Tónleikar.
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot Bryndís Víg-
lundsdóttir les þýðingu sína (6).
14.30 Á frívaktinni Póra Marteins-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. a. Partita i
c-moll eftir Johann Sebastian
Bach. Roberl Aitken og Greta
Kraus leika á flautu og sembal.
b. Kaprisa eftir Sebastian Bodin-
ius. Roberl Aitken leikur á flautu. c.
Trompetkonsert í d-moll eftir Tom-
maso Albinoni. Maurice André og
Marie-Claire Alain leika á trompet
og orgel. d. Sónata nr. 5 í B-dúr
eftir Georg Friedrich Hándel.
Kenneth Sillito og Enska kammer-
sveitin leika; Raymond Leppard
stj.
17.10 Síðdegisutvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.55 Daglegt mál. SiguröurG.Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Leikrit: „Það var haustið
sem...“ eftir Bríeti Héðinsdóttur
Leikstjóri: Briet Héöinsdóttir.
Leikendur: Sigrún Edda Björns-
dóttir, Guörún Ásmundsdóttir, Pét-
ur Einarsson, Guörún Þ. Step-
hensen, Edda Þórarinsdóttir og
Guöbjörg Thoroddsen. Pianóleik-
ari Anna Þorgrímsdóttir
21.15 Lýsing frá landsleik íslend-
inga og Júgóslava i handknatt-
leik.
21.40 „Þegar miðilshæfileikar min-
ir komu í ljós“ smásaga eftir Ólaf
Hauk Simonarson. Erlingur Gisla-
son les.
22.00 Lestur passíusálma (10)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Rósir og rim“ Umsjón: Anna
Ólafsdóttir Björnsson. Lesari meö
henni: Árni Sigurjónsson.
23.00 Músikvaka Umsjón: Oddur
Björnsson.
24.00 „Djassað í Djúpinu" - (Bein
útsending)
Hljóöfæraleikarar: Guömundur Ina-
ólfsson, Gunnlaugur Briem
Tómas Einarsson og Þorleifur
Gislason. Kynnir: Vernharöur
Linnet. Umsjón: Ólafur Þóröarson.
24.45 Dagskrárlok.
íkw
Fimmtudagur
14. febrúar
10:00-12:00 Morgunþáttur Stjóm-
endur: Kristján Sigurjónsson og
Sigurður Sverrisson.
14:00-15:00 Dægurflugur Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leópold
Sveinsson.
15:00-16:00 Ótroðnar slóðir Kristi-
leg popptónlist. Stjórnendur: Andri
Már Ingólfsson og Halldór Lárus-
son.
16:00-17:00 Jazzþáttur Stjórnandi:
Vernharöur Linnet.
17:00-18:00 Gullöldin Lög frá 7.
áratugnum. Stjórnandi: Guömund-
ur Ingi Kristjánsson.
HLÉ
20:00-21:00 Vinsældalisti hlust-
enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin
leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21:00-22:00 Nú má ég! Gestir i
stúdíói velja lögin. Stjórnandi:
Ragnheiður Davíösdóttir.
22:00-23:00 Rökkurtónar Stjórn-
andi: Svavar Gests.
23:00-24-00 Vör Stjórnendur: Guöni
Rúnar Agnarsson og Vala Har-
aldsdóttir
Föstudagur
15. febrúar
19.15 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
19.25 Krakkarnir í hverfinu 9. Feðg-
arnir Kanadískur myndaflokkur i
þrettán þáttum, um atvik í lifi
nokkurra borgarbarna. Þýöandi
Kristrún Þórðardóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 60 ára afmælismót Skák-
sambands íslands Skákskýr-
ingaþáttur.
20.55 Kastljós Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður: Sigrún
Stefánsdóttir.
21.25 Skonrokk Umsjónarmenn:
Haraldur Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.