NT

Ulloq

NT - 14.02.1985, Qupperneq 20

NT - 14.02.1985, Qupperneq 20
Utlönd Forseti Zambíu: Fimmtudagur 14. febrúar 1985 20 Kjötkveðjuhátíð í Ríó ■ Þær voru fáklæddar stúlkurnar á kjötkveðjuhátíúinni í Rio De Janiiro í Brasilíu í gær eins og þessi mynd ber meö sér. Þótt veörið hér á Islandi hafi verið afhuröagott aö undanförnu er víst ekki nægjanlega hlýtt til aö fósturlandsins freyjur geti gengiö um í svipuöuni klæöum og kvnsystur þeirra í Ríó.Simamtnd-POi.FOTO ■ Kenneth Kaunda. Kvikmyndaleik- stjórinn Henry Hathaway látinn Los Angeles-Reuter ■ Bandaríski kvik- myndaleikstjórinn Henry Hathaway lést í fyrradag 86 ára að aldri. Hathaway leikstýrði meira en sextíu kvikmynd- unt um æfina. Strax á barnsaldri fór hann að leika í kvikmyndum og áriö I932 lcikstýrði hann fyrstu kvikmynd sinni. Hann leikstýrði kvik- myndinni „True Grit" sem John Wayne fékk Óskars- verölaun fyrir að leika í. Meðal annarra frægra mynda, sem hann hefur leikstýrt má nefna „The Livesofa Bengal Lancer", „Rawhide", „The House on 92nd Strcct" og „Brig- ham Young". Hathaway skyldi eftir sig 53 ára gamla eigin- konu. Blanche og son. Fordæmir stefnu USA í málefnum S-Afríku lofar stefnu Svía sem banna fjárfestingar þar Herforingjar hóta byltingu Montevideo, Uniguav-KeuteT ■ Ríkisstjórn hersins í Uru- guay fór formlega frá völdum á þriðjudag, en miklar varúðar- ráöstafanir eru viðhafðar í land- inu vegna setningar þings Uru- guay á morgun. Þingið veröur hið fyrsta sem kjöriö er í al- mennum kosningum í 11 ár. Óeirðalögregla og sérstakar hersveitir slógu vörð um þing- húsið og forsetahöllina jiegar ríkisráðið, sérstök löggjafar- stofnun hcrsins, samþykkti af- sögn forsetans Gregorio Alvar- ez og ráðherra hans. Ríkisráðið skipaði forseta hæstaréttar, Rafacl Adieggo, í embætti forseta til bráöabirgða en hefur ekki skipaö bráða- birgðastjórn enn. að sögn em- bættismanna. Þrátt fyrir að þingið komi saman á morgun mun Adieggo gegna embætti forseta. Frant- bjóðandi miö- og hægriflokka, Julio Sanguinetti sver embættis- eið sem forseti I. mars n.k. Unt leið og herinn fór form- lega frá völdum á þriöjudag hótuðu hershöfðingjar nýrri herforingjabyltingu ef stjórn þingsins leiðir stjórnleysi yfir landið. „Viö höfum ekki ráðgert bylt- ingu, og við viljum ekki setja byltingu á sviö, en ef við neyð- umst til þess og sömu forsendur skapast og 1973, þá munum við ekki liika viö," sagði Hugo Medina yfirhershöfðingi á blaðamannafundi. Herinn hrifsaöi völdin 1973 eftir að hafa brotið skæruliða- hrcyfinguna Tupamaro á bak aftur. Hershöfðingjarnir sögðu þá að landið væri að sökkva í kviksyndi efnahagslegs og stjórnmálalegs stjórnleysis. Aövörun Medina kom fram aðeins örfáum mínútum eftir að ríkisráð hersins hafði samþykkt afsögn forsetans Alvarez og ríkisstjórnar hans. Slokkhólmur-Rcutcr ■ Forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, fordæmdi í gær stefnu Bandaríkjamanna í málefnum Suður-Afríku og varaöi við að stefna þeirra gæti leitt til spreng- ingar sem myndi gera frönsku byltinguna 1789 að „pikník- ferð“ í samanburðinum. Kaunda lauk tveggja daga opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær, en hann sagði þá á blaða- mannafundi að aðeins vestræn ríki og sérstaklega Bandaríkin gætu komið í veg fyrir hörmu- lega atburði í Suður-Afríku. „Beita verður Suður-Afríku efnahagslegum þvingunum, að öðrum kosti sýður upp úr innan tveggja til þriggja ára,“ sagði Kaunda. Uruguay: Þjóðþingið kemur saman á morgun Hann lýsti stefnu Bandaríkj- anna sem þeir kalla „uppbyggi- leg afskipti" og sagði hana ógn- vekjandi. Hann lofaði hins veg- ar stefnu Svía eftir viðræður við Olof Palme. Svíar hafa bannað fjárfestingar sænskra aðila í Suður-Afríku síðan 1979. Kaunda kemur í dag til Oslo, en hann verður einnig í opin- berri heimsókn í Danmörku á mánudag n.k. Umsjon: Ragnar Baldursson og Ivar Jónsson Medina gagnrýndi kröfur um að pólitískum föngum verði veitt frelsi, en í landinu eru yfir 300.000 pólitískir fangar. Hann gagnrýndi einnig hugmyndir um að ofbeldisverk hersins verði rannsökuð. Hann sagði: „Ef veita á föngum frelsi og sakar- uppgjöf sem hafa á samviskunni níu til tíu morð þá get ég ekki séð neina ástæðu til að rannsaka herinn sérstaklega." Margir telja að hótun Medina um herforingjabyltingu sé til að koma í veg fyrir rannsókn á ofbeldisverkum hersins síðustu 11 ár. Ólympíumeistarinn Moses: Vildi kaupa vændiskonu - sem reyndist dulbúin lögreglukona Los An}>clcs-Kcutcr ■ Lögreglukona sem bjó sig í gerfi gleðikonu sagði á þriðju- dag að gull-verðlaunahafinn á Ólympíuleikunum, Edwin Mos- es hafi boðið sér ÍOQ dollara fyrir tvenns konar kynferðisaf- brot. Moses sat niðurdreginn og horfði á Susan Gonzales þegar hún vitnaöi gegn honum fyrir dómstóli í Los Angeles. Moses krefst sýknunar cn dómur í máli hans gæti hljóðað upp á allt að sex mánaða fang- elsi og 1000 dollara sekt. Lögreglukonan sagði réttin- unt að hún hafi stillt sér upp á götuhorni í gerfi vændiskonu og hafi Moses komið auga á hana og spurt hvað klukkutíminn kostaði. Hún Itafði sagt það vera háð því hvað væri beðið um. Moses bað um samfarir og „munnlegt sex" fyrir 100 doll- ara. Lögreglan handsamaði Moses síðan þcgar þau voru á leið til dyngju Gonzales. Moses hlaut gullverðlaun á Ólympíuleikununt 1976 og 1980 í 400 metra grindarhlaupi. ■ Edwin Moses (t.h.) kemur hér í réttarsalinn á mánudag s.l. ásamt verjanda sínum. Hann er ákærður fyrir að hafa viljað kaupa þjónustu vændiskonu sem reyndist vera dulbúin lögreglukona. Símamynd-POLFOTO Kínverjar: Taka aftur upp skömmtun á kjöti ■ Kínversk yfirvöld hafa aftur tekið upp kjötskömmtun í flest- um helstu borgum í Kína, þ.á.m. í Peking og Shanghai. Markntið kjötskömmtunar- innar er sagt vera að tryggja að allir fái nóg af kjöti. Skömmtun á kjöti var afnumin fyrir nokkr- um árum þegar kjötframleiðsl- an fór að aukast mjög mikið eftir að Kínverjar tóku upp breytta landbúnaðarstefnu sem gaf bændum nánast frjálsar hendur við framleiðsluna og byggði á einkaframtaki. Kjötframleiðslan er ennþá að aukast en eftirspurnin hefur aukist enn hraðar. þrátt fyrir aukið framboð á kjöti hefur það ekki hrokkið til að mæta stór- aukinni eftirspurn. Þess vegna ákváðu ktnversk stjórnvöld að taka aftur upp kjötskömmtun nú um áramótin. Að sögn er þetta gert m.a. til að tryggja nægjanlegt magn af kjöti við vorhátíðina, sem markar upp- haf nýs árs samkvæmt hinu gamla tunglalmanaki Kínverja. I ár liefst vorhátíðin 20. febrúar og eru þá mikil veisluhöld í Kína. Pekingbúum hefur verið út- hlutað skömmtunarmiðum sem samsvarar því að þeir geti neytt sem svarar 21 kílói af kjöti nú í ár. Meðalneysla Pekingbúa af kjöti á síðasta ári var um 19 kíló. Eftir sem áður er hægt að kaupa tilbúna kjötrétti í veitingahúsum án þess að nota skömmtunarmiðana og nú fyrir vorhátiðina fá allir auka- skammt.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.