NT - 14.02.1985, Síða 21
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
21
40 ár frá árásinni á Dresden
■ Fyrir 40 árum síðan vörpuðu 800 sprengjuflugvélar 650.000
eldsprengjum á Dresden. Daginn eftir, 14. febrúar 1945, komu
1350 sprengjuflugvélar til viðbótar og vörpuðu sprengjum.
A.m.k. 35.000 manns létust og 85% bygginga í borginni voru
jafnaðar við jörðu. Borgin þótti áður ein fegursta borg Evrópu,
en hún var ekki talin hernaðarlega mikilvæg og árásin á hana er
af mörgum talin lýsa hefndarþorsta og miskunnarleysi banda-
manna við lok heimsstyrjaldarinnar. Símamvnd-Poifoio.
Nígeríumenn hafna
skilyrðum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
Lagos-Reuter.
■ Herstjórnin í Nígeríu hefur
þvertekið fyrir að fallast á skil-
yrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
fyrir 2,5 milljarða dollara láni
sem Nígeríumenn höfðu farið
fram á.
Næstæðsti maður í nígersku
stjórninni, Tunde Idiagbon yfir-
hershöfðingi, sagði fyrr í þessari
viku að þótt hann kunni alls
ekki við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn, hvorki almennt séð né í
reynd, muni Nígeríumenn
halda áfram samningaviðræðum
við sjóðinn og reyna að fá frá
honum lán með þeim kjörum
sem þeir geti fellt sig við.
Eftir árangurslausar
samningaviðræður við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn á síðasta ári
skýrði stjórnin í Nígeríu frá því
að sjóðurinn vildi að gengi
gjaldmiðils Nígeríumanna yrði
fellt, niðurgreiðslum á eldsneyti
hætt og slakað á innflutnings-
höftum. Stjórnvöld í Nígeríu
hafa ekki viljað fallast á þessar
tillögur sjóðsins.
Samningar við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn eru taldir skilyrði
fyrir því að Nígeríumen fái
gjaldfrest á viðskiptalánum sem
nema um tveimur milljörðum
dollara.
Kastro spáir byltingum
vegna skuldakreppunnar
- fái Ameríkuríki ekki greiðslufrest á lánum
talinu og sagði það þjóðsögu að
þar væru öll fangelsi full af
pólitískum föngum. Hann sagði
engan handtekinn fyrir póiitísk-
ar eða trúarlegar skoðanir einar
saman. Aðeins tæplega tvö
hundruð manns væru í fangels-
vegna stjórnmálastarfsemi
New York-Keuter
■ Fidel Kastro, forseti Kúbu-
manna, spáði því í sjónvarps-
viðtali við bandaríska sjón-
varpsstöð í fyrrakvöld að fái
ríki Mið- og Suður-Ameríku
ekki tíu til tuttugu ára greiðslu-
frest á lánum sínum megi búast
við „byltingarsprengju" í þess-
um heimshluta.
í viðtalinu, sem bandaríska
sjónvarpsstöðin Public Televis-
ion hafði við Kastro, sagði hann
m.a. að svo kynni að fara að
þessi byltingarsprenging yrði
ekki bundin við einstök lönd
heldur myndi hún ná til margra
landa ef þjóðir Mið- og Suður-
Ameríku yrðu neyddar til að
greiða allar skuldir sínar á til-
skildum tíma.
Kastro sagði að ástandið í
Brasilíu. Perú og sérstaklega í
Chile bæri öll merki undanfara
byltingar. Hann hélt því fram
að bandarísk stjórnvöld gerðu
sér fullkomna grein fyrir því
hvernig ástandið væri í Chile og
vildu því gjarnan að Pinochet
léti af völdum þar. Annars
myndu Bandaríkjamenn hugs-
anlega þurfa „að fást við nokk-
uð sem væri jafnvel verra en
Nicaragua".
Kastro varði mjög ákveðið
þjóðfélagskerfið á Kúbu í við-
urn
sem hefði m.a. falist í skemmd-
arverkum og sprengjutilræðum
að undirlagi Bandaríkjanna.
Treholt reiður og sár
- eftir lestur bókar eiginkonu hans
Frá Amþrúði Karlsdóttur, frcttaritara NT í
Osló.
■ Arne Treholt hefur mót-
mælt harðlega útgáfu bókar-
innar Góða ferð til Parísar, sem
eiginkona hans Kari hefur
skrifað, en bókin kom út á
laugardaginn var.
„Treholt er bæði í senn reið-
ur og eyðilagður eftir að hafa
lesið hvernig eiginkona hans
Eiginkona
Arne Treholts:
Marg-
milljóner
á einum
mánuði
Frá Arnþrúdi Karlsdóttur. frcttarit-
ara NT í Osló.
■ Áður en mál Arne
Treholts verður tekið fyrir
í réttarsal 23 í þinghúsinu
mun kona hans, Kari, að
öllum líkindum þéna yfir
80 milljónir á bókinni um
mann sinn.
Scan-fact fyrirtækið hef-
ur gert könnun í vikunni
sem sýnir að 140.000
Norðmenn eru þegar á-
kveðnir í að kaupa bók
Kari.
Jafnframt kom fram að
84% aðspurðra í könnun-
inni telja að bókin hafi
ekki átt að koma út nú, en
13% telja rétt að gefa
hana út nú.
Kari Doraker hefur afhjúpað
einkalíf þeirra hjóna." Þetta
segir, verjandi Treholts eftir
að hafa móttekið langt bréf frá
Treholt í fyrradag.
Treholt hefur notað síðustu
daga til að lesa bók eiginkonu
sinnar en hann hefur ekki sýnt
nein viðbrögð við útkonru
bókarinnar fyrr en í bréfinu.
Verjandinn sagði að ef Treholt
hafi hvatt hana til að skrifa bók
þá sé þessi bók vissulega ekki
sú sem hann óskaði eftir.
Verjandi Treholts bætti við
að það sé nú rúmt ár síðan
Treholt var handtekinn og þaö
séu takmörk fyrir því hvað
menn þoli.
Treholt er m.a. mjög leiður
vegna þess að eiginkona hans
afhjúpar einkalíf þeirra og
vegna þess að hún segir frá því
hvernig sjö ára sonur þeirra
bregst við þegar hann veit að
faðir hans er í fangelsi.
Treholt er reiður vegna birt-
ingar á 30 bréfum, sem hann
skrifaði henni, en þau segir
hann að hafi ekki verið skrifuð
til að hún græddi á þeim. Hún
birtir útdrætti úr bréfunum
sem margir telja að ótvírætt
bendi til að hann hafi stundað
miklar njósnir fyrir sovésku
leyniþjónustuna. Hún segir
í bókinni að það sé óumdeiian-
legt að hann hafi verið njósn-
ari.
Verjandi Treholt telur að
útgáfa bókarinnar geti haft
veruleg áhrif á framgang
málsins.
■ Kim Dae-Jung sést hér lesa dagblöð á heimili sínu meðan á kusningum stóð á þriðjudag. Honum
er haldið í stofufangelsi á heimili sínu í Seoul.
Kosningarnar í Suður-Kóreu:
Stjórnarandstæðing-
ar auka fylgi sitt
Fidel Kastro, forseti Kúbu-
manna.
Seoul, Suður-Kóreu-Rcuter
■ Lýðræðislegi réttlætisflokk-
urinn, flokkurChun Doo Hwan
forseta vann þingkosningar
samkvæmt úrslitum talningar í
gær. Flokkur Kim Dae-Jung,
Nýi lýðræðisflokkur Kóreu, sem
stofnaður var aðeins fyrir mán-
uði vann stórsigur.
Þegar 96% atkvæða höfðu
verið talin hafi flokkur Hwan
forseta fengið 80 þingsæti en
flokkur Jung42. Lýðræðisflokk-
ur Kóreu sem áður hafði verið
helsti sljórnarandstöðuflokkur-
inn hlaut aðeins 21 þingsæti.
Flokkur Kim Dae-Jungerþví
orðinn aðalstjórnarandstöðu-
flokkurinn í landinu þrátt fyrir
að svo skammt sé um liðið síðan
hann var stofnaður.
Jung er í stofufangelsi og þó
svo hann sé leiðtogi stærsta
stjórnarandstöðuflokksins hef-
ur hann ekki leyfi til að taka sæti
á þingi fyrr en 1988, en hann
hefur verið í útlegð.
Umhverfismálaráðstefna Asíu:
Eftirlit með efnafram-
leiðslu verði stóraukið
Bankok-Reutcr.
■ Kyrrahafsþjóðir og þjóðir í
Asíu kröfðust í gær að reglur
um framleiðslu í efnaiðnaði
yrðu verulega hertar í þeirra
heimshluta.
Við lok tveggja daga ráð-
stefnu um umhverfismál á veg-
um Sameinuðu þjóðanna lýstu
ráðherrar frá 22 ríkjum áhyggj-
um vegna notkunar efna í iðnaði
í Asíu-löndum sem bönnuð eru í
iðnaði á Vesturlöndum.
Stephen Yong, vísinda-,
tækni- og umhverfismálaráð-
herra Malasíu sagði á blaða-
mannafundi að slysið í efna-
verksmiðju Union Carbide í
Bhopal á Indlandi sem leiddi til
dauða 2500 manna væri alvarleg
aðvörun fyrir ríki sem framleiða
efni til útflutnings. Slysiðminnti
menn á þá ábyrgð sem á þeim
hvílir að koma í veg fyrir slíka
harmleiki.
Umhverfismálaráðherra Indó
nesíu, Amil Salim sagði að as-
ískar þjóðir vonuðust til að
framfarir í vísindum myndu
smám saman minnka notkun
efna eins og DDT, sem á mörg-
um svæðum væri eina gagnlega
tækið í baráttuni gegn ntalaríu.
Hann sagði að fátækt, ör
fólksfjölgun og iðnþróun væru
helstu vandamálin í Asíu.
Dóminikanska lýðveldið:
Verðlækkanir
eftir mótmæli
Santo Domingo-Reutcr.
■ Forseti Dóminikanska
lýðveldisins, Salvador
Jorge Blanco, tilkynnti í
fyrrakvöld að verð á
nokkrum mikilvægum
fæðutegundum yrði lækk-
að aftur til þess að koma í
veg fyrir frekari mótmæla-
aðgerðir almennings.
Miklar verðhækkanir á
matvælum og aðhald í
efnahagsmálum í síðasta
mánuði leiddu til mót-
mælaöldu í Dóminikanska
lýðveldinu seni náði há-
marki í allsherjarverkfalli
og mótmælaaðgerðum á
mánudag þar sem fjórir
menn létu lífið.
Aðhaldsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar voru á-
kveðnar vegna þrýstings
frá Alþjóðagjaldeyris- ■
sjóðnum. Forseti lýðveld-
isins sagði í sjónvarpsræðu
í fyrrakvöld að verð á
mjólk, brauði, matarolíu
og fleiri matvælum yrði
lækkað um 18 til 20% og
hann sagðist hafa lagt til
við þingið að öll laun yrðu
hækkuð um 10%.