NT - 14.02.1985, Side 22
22
Enskir punktar:
Hvað verður um þá
á gamalsaldri?
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
Milutinovic, þjálfari Mexík-
ana, segir að Frakkar með
Michel Platini í hroddi fylking-
ar, eigi mesta möguleika á að
halda í við Ameríkuliðin.
Wolfisberg segirað leikmenn
sem eru taldir „latir" í Evrópu
en hafa yfir geysilegri tækni að
ráða muni reynast best í Mexíkó
og undir þaö taka margir fleiri
þjálfarar Evrópskra landsliða.
■ Ian Rush skoraði eitt mark fyrir Liverpool gegn Arsenal.
■ Brassarnir á æfíngu: Verða þeir heimsmcistarar eins og 1970 þegar keppnin var einnig haldin í Mexíkó?
HM í Mexíkó 1986:
Standa lið f rá rómönsku
Ameríku best að vígi?
- það telja þjálfarar landsliða í Evrópu
■ Þjálfarar knattspyrnu-
landsliða frá Evrópu scm líkleg
eru til að komast í úrslitakeppni
HM í Mexíkó á næsta ári, hafa
töluverðar áhyggjur af því að
miösumarhitinn og lega lands-
ins hátt yfir sjávarmáli muni
verða liðum frá rómönsku
Ameríku mjög í hag, alveg eins
og I970 í Mexíkó.
Eftir leiki evrópskra liða fyrir
skemmstu viö vígslu leikvangs-
ins í Queretaro sem notaður
veröur í IIM, hafa þessir menn
sagt aö þcir verði að breyta
algerlega um leikstíl til að halda
velli.
„Þaö verða ekki baráttuliöin
sem mun ganga best, heldur
munu teknisk liö sem geta hald-
ið boltanum lengi, blómstra,"
sagði þjálfari svissneska liðsins.
Wolfisberg, en Svisslendigar
voru einmitt þátttakendur í
vígslumótinu, ásamt Búlgaríu
og Póllandi. auk heimamanna.
Queretaro-leikvangurinn er
einn af I2 sem notaöir veröa í
HM og allir eru þeir meira en
1800 mctra yfir sjávarmáli.
Wolfisberg telur hitann verða
mcira vandamál fyrir Evrópu-
menn en skort á súrefni.
Svisslcndingar liafa leikið
undanfarið í Bogota í Kólomb-
íu sem er um 2400 metra yfir
sjávarmáli og síðan tvo leiki í
Queretario og að sögn Wolfis-
bergs fundu leikmennirnir ekki
fyrir neinum vandræðum vegna
súrefnisskorts. Ekki var það
heldur raunin hjá Pólverjum
að sögn forráöamanna liðsins,
þrátt fyrir að þeir hafi tapaö()-5
fyrir Mexíkönum.
Leikmenn beggja þcssara
liða kvörtuðu hinsvegar sáran
yfir hitanum.
Leikir HM næsta sumar Itefj-
ast flestir um hádegi eða stuttu
eftir þaö þegar hitinn í Mexíkó,
sérstaklega norðarlega í land-
inu, getur farið uppundir 40
stig á Celsíus.
Brasilíumenn, Argentína og
Uruguay 'fnunu hagnast á hitan-
um, enda eru leikmenn þessara
liða vanir slíkum hita.
Evrópumcnn, sérstaklega
Bretar, V-Þjóðverjar og aðrar
þjóöir norðarlega í Evrópu.
munu hinsvegareiga íerfiðleik-
um með baráttuknattspyrnu
sína í slíkum hita.
„Frjótt ímyndunarafl mun
duga vel í Mexíkó. Liðin sem
hafa frjótt ímyndunarafl munu
fyrst sigra aöstæöurnar en síðan
andstæðingana," sagði Wolfis-
berg.
Frá Orra Ýrari Smárasyni á Selfossi:
■ Það er oft gaman að velta
fyrir sér hvað verður um leik-
menn sem detta út úr liðum
st'num í efri deildunum og eru
seldir til liða í neðri hluta ensku
knattspyrnunnar. Margirfrægir
leikmenn eru enn að og spila
um allt England með liðum
sem eru ntisjafnlega þekkt.
Sumir þessara manna voru í
eldlínunni fyrir nokkrum mán-
uðum og árum. Voru hetjur
sinna liða í I. deild en hvareru
þeir nú? Hér á eftir er drepið á
nokkra fræga leikmenn og sagt
hvar þeirala manninn unt þess-
ar ntundir:
Trevor Cherry, margfaldur
landsliðsmaður og Leedsari er
nú leikmaður og framkvæmda-
stjóri hjá Bradford. Kevin
Hird, fyrrunt Leedsari, Tommy
Hutchinson sem spilaði með
Manchester City og walski
landsliðsmaöurinn Bryan
Flynn eru allir hjá Burnley.
John Robertson, kantarinn
snjalli hjá Forest hér áður fyrr
og Eric Steele sem var mark-
vörður hjá Watford er þeir fóru
upp í I. deild, eru báðir hjá
Derby í 3. deild. Terry Coch-
rane fyrrum N-írskur landsliðs-
maður er á kantinum hjá Gill-
ingham. Brian Horton, fyrrum
fyrirliði Brighton og Luton, er
nú framkvæmdastjóri og
leikmaður hjá Hull City. Ne-
ville Chamberlaine, bróðir
Marks hjá Stoke, spilar með
Newport í 3. dcild. David
Johnson, fyrrurn Liverpoolari
og Evertonari, er nú ásamt
Paul Wilkins, bróðir Ray hjá
AC Mílanó. hjá Preston sem
rak Gordon Lee frá sér til KR!
Jimmy Rimmcr Evrópu- og
Englandsmeistari með Aston
Villa, Paul Price bikarmeistari
með Spurs og Derek Parlane
markahæsti leikmaður Man.
City í fyrra leika nú allir nieð
Swansea. Mike Walsh sem lék
síðast með írska landsliðinu
gegn íslendingum í Dublin og
vann sér það til frægðar að
slasa Pétur Ormslev, er nú hjá
Blackpool. Martin Dobson
lengi fyrirliði Everton, walski
landsliösmaðurinn Leighton
James, scm fór illa með Sævar
Jónsson í fyrsta landsleik Sæ-
vars á Laugardalsvellinum, eru
báðir hjá Bury. Roger Os-
borne, sem var hetja Ipswich í
bikarúrslitalcik gegn Arsenal
fyrir nokkrum árum, er nú hjá
Colchester. Paddv Roch, sem
lengi var varamarkvörður hjá
Man. Utd. er nú hjá Halifax.
Ray Kennedy sem var enskur
landsliðsmaður hjá Arscnal og
Liverpool er nú að njóta knatt-
spyrnunnar hjá Hartlepool.
Ally Brown sem skoraði mikið
fyrir WBA á sínum tíma cr nú
hjá Port Vale Trevor Whymark
sem var félagi Roger Osborn í
framlínunni hjá Ipswich í
bikarleiknum gegn Arsenal er
nú hjá Southcnd. Lou Macari
leikntaður með Man. Utd. og
skoska landsliöinu er nú hjá
Swindon sem framkvæmda-
stjóri og leikmaður. Þá eru
markverðirnir Dai Davies og
Jim Platt sem voru landslið-
smarkverðir hjá Wales og N-
írum báðir hjá Tranmere.
Eftir slíka upptalningu þá
sjáum við að menn hætta ekki
að leika knattspyrnu þó þeir
eldist eða detti úr I deildar
fornti.
Enska knattspyrnan:
Arsenal steinlá
Neal bætti öðru marki við áður
en lan Rusli brenndi af víta-
spyrnu. John Luckic markvörð-
ur Arscnal náði að verja skot
Rush sem stefndi í markið
alveg út við stöngina. Ronnie
Whevvlan tryggði sigurinn á 87.
mínútu með góðu marki.
Þessi sigur lyfti Liverpool í 7.
sætið í deildinni og eru þeir nú
10 stigum á eftir Everton, hinu
Liverpool liðinu.
- á Anfield Road
■ Arsenal steinlá fyrir
Livcrpool í 1. deild ensku
knattspyrnunnar í fyrrakvöld
0-3 og þar nteð eru meistara-
vonir Arsenal endanlega orðn-
ar að engu.
Það var markamaskínan
welska, Ian Rush, sem kom
meisturunum á bragðið á 32.
mínútu. Varnarmaðurinn Phil
Larry Holmes, heimsmeistari í boxi:
Vill berjast
við Tingstad
- sem er Evrópumeistari í þungavigt
Frá Samúel Frni í Færeyjuin:
■ Færeyska blaðið „Allt om
ítrótt" segir frá því og hefur
eftir norska blaðinu „Bergens
Tidende" að heimsmeistarinn í
þungavikt í hnefalcikum, Larry
Holmes segist vera tilbúinn til
að bcrjast við norska Evrópu-
meistarann í þungavikt í hnefa-
leikum Stefan Tangstad um
heimsmeistaratitilinn. Larry
Holmes hefur varið heims-
meistaratitil sinn alls 46 sinnum
og stefnir á að verja hann 50
sinnum og slá þar með met
„Rocky" Marciano.
Holmes mun slást við Davide
Bey í Las Vegas þann 15. ntars
og eftir það einvígi segist hann
vera tilbúinn að mæta
Tangstad, svo fremi sem hann
sigri. Tangstad á að berjast um
Evrópumcistaratitilinn við Sví-
ann Anders „Lillen" Eklund
og takist honurn að sigra og
verja þannig meistaratitilinn er
ekkert úr vegi að hann mæti
Holntes.
Þess má geta að hnefaleikar
eru bannaðir í Noregi og
heimavöllur Tangstad er í
Köben.
Slaney og Moorcroft úr leik
■ Eins og NT sagði frá i gær voru
allar líkur á þvi að Mary Slaney
hefði meiðst meira en talið var í
fyrstu er hún varð að hætta keppni
i 1500 metra hlaupi innanhúss um
helgina.
Sá grunur reyndist á rökum
reistur því eftir læknisskoðun kom
i ljós að hún verður frá keppni i
nokkra mánuði.
David Moorcroft, heimsmethafi í
5000 metra hlaupi, frá Bretlandi
mun á næstunni gangast undir
uppskurð vegna meiðsla. Hann
reiknar með að verða kominn á
hlaupabrautina seint á þessu ári.
Moorcroft hefur ekkert keppt síðan
hann varö siðastur i úrslitum 5000
metra hlaupsins á ólympiuleikun-
um í sumar. Hann sagði: „Þetta er
aðgerð sem hefur heppnast vel á
nokkrum bestu knattspyrnumönn-
um Evrópu svo ég kvíði engu"...
„Myllumótið“
■ Um helgina fór fram „Myllu-
mótið" í svigi og stórsvigi karla
og kvenna í Bláf jöllum. Var þetta
fyrsta bikarmótið í skíðaiþrótt-
unum á þessum vetri.
Á mánudaginn var aðeins sagt
frá úrslitum i svigi en hér koma
heildarúrslit á mótinu:
Stórsvig karla:
Guðmundur Jóhannsson,
ísafirði
Árni Þór Árnason, Reykjavik
ólafur Harðarson, Akureyri
Stórsvig kvenna:
Snædis Úlriksdóttir, Reykjavík
Tinna Traustadóttir, Akureyri
Signý Viðarsdóttir, Akureyri
Svig karla:
Guðmundur Jóhannsson,
ísafirði
Helgi Geirharðsson, Reykjavik
Rúnar Ingi Kristjánsson
Svig kvenna:
Guðrún H. Kristjánsdóttir,
Akureyri
Bryndis Viggósdóttir, Reykjavík
Signý Viðarsdóttir, Akureyri