NT

Ulloq

NT - 01.03.1985, Qupperneq 2

NT - 01.03.1985, Qupperneq 2
IU' ÁBÓT yVkrATfr^tfemTjTiTfi Búlgaría og Bournemouth ■ Ferðaskrifstola Kjartans Helgasonar er með Búlgaríu á sínuni snærum. Þangað hafa íslendingar ferðast á hverju suniari uni nokkurra ára skeið. Jafnframt hefur Ferðaskrif- stofa Kjartans séð fólki fyrir skólavist í Bretlandi í tengsluin við sumarleyli, ekki síst ungu fólki sem vill læra ensku „á staðnum". Auk enskunáin- skeiða standa til boða knatt- spyrnu- og íþróttaskólar. Ólína Kjartansdóttir hjá Ferðaskrifstofu Kjartans sagði í samtali við NT, að Búlgaríu- fcrðirnar hcfðu hyrjað árið 1977. Flogið er í áætlunarflugi hcðan til Luxemborgar, og þaðan beint til Varna á Svarta- hafsströnd Búlgaríu. Tvær baðstrcndur skammt frá Varna eru hclstu bæki- stöðvar íslenskra fcrðalanga í Búlgaríu. Þær hcita Zlatni Pja- satsi (Gullna ströndin) og Drushba, en þar stendur citt mesta lúxushótcl í landinu, Grand Hotcl Varna, byggt af Svíum fyrir fáeinum áruni. Þeir scm síður vilja búa á liótcli gcta fengiö inni í sumar- húsum örskammt frá Grand Hotel Varna. - Eru pantanir farnar að streyma inn? - Við crum nýbúin að koma sumaráætluninni út og crum aö hcfja kynningu á henni, svo að þetta cr að fara af stað. En fólk er fariö að panta og þaö eykst dag frá dcgi. - Segðu mér frá þessum skóluni sem þið hafið uniboð fyrir. -Já, tungumálaskólarnireru í Bournemouth á Englandi. Annar skólinn heitir Anglo- Contincntal og við höfum ver- ið með hann í um það bil tíu ár. Hann starfar allt árið, og þar er hægt að fara á ýmisskon- ar sérhæfð námskcið, scm cru vcnjulega þriggja vikna löng, að lágmarki. Svo cr að sjálf- sögðu hægt að vera mun lcngur, cf mcnn vilja. Aðalnámskeiðin, sem ung- iingar sækja hcöan til Englands, og ckki bara ung- lingar, heldur fólk frá fjórtán ára til scxtugs, - cru svokölluö „Basic" - námskeið, það cr vcnjuleg cnskukennsla, án nokkurs sérnáms. Svo erum við með unglinga- skóla, scm er eingöngu sumar- skóli. Þar er hægt að bæta við viku léikjanámskeiði í Cornw- all á undan enskunámskeiðinu, og ef menn vilja, má Ijúka dvölinni í viku cða tólf daga í Skotlandi. - Er dýrt að sækja þessi námskeið? - Nei, a.m.k. er ckki um að ræða mikla hækkun frá í fyrra. Almcnnu námskeiðin kosta með ferðum, gistingu og fæði um 31 þúsund krónur í þrjár vikur. Þá er miðað við 20 kcnnslustundir á viku. - Er tekið á móti folki við komuna til London? - Já, á sumrin cr það gert, og síðan er fólki ekið til Bour- ncmouth. - Auk enskuskól- anna erum við mcð sveitahús, „cottagcs" í Bretlandi, og „flug og bíl“. - Svo við víkjum aftur að Búlgaríu, - er aðsóknin þang- að alltaf jafn mikil? - Hún hefur minnkað síð- ustu tvö árin cða svo, - eins og gcrst hefur víða á sólarströnd- um, síðan fcrðamátinn „flug og bíll" varð vinsæll. En Búlg- aríuferðir cru aftur á uppleið núna. - Hver er fararstjóri í Búlg- aríu? - Margrét Sigþórsdóttir. Föstudagur 1. mars 1985 2 Blsð II ■ Sumarskólarnir í Englandi njóta vinsælda. ■ Grand Hotel Varna er eitt glæsilegasta hótelið við Svartahafið, með j góðri aðstöðu til heilsuræktar. ■ Búlgaríuferðirnar eru aftur á uppleið núna, sagði Ólína Kjartansdóttir hjá Ferðaskrif- stofu Kjartans. Sólarlandaferðir í áætlunarf lugi ■ Flugferðir - Sólarflug var stofnað haustið 1981, og eins og nafnið bendir til, er áhersla lögð á ferðirtil sólarlanda. Við spjölluðum stundarkorn við forstjórann, Eyþór Heiðberg. - Hvaða sólarlandaferðir eruð þið með í ár? - í vetur höfum við vcriö með ferðir til Tencrife á Kan- arícyjum. í sumar höldum viö áfram ferðum þangað, en að auki förum viö til Costa Brava ■ Við höfum umboö fyrir þýsku járnbrautirnar, sagði Eyþór Heiöberg hjá Flugferð- um. á Spáni og Mallorca. Einnig bjóðum við upp á ferðir til Möltu og Grikklands. Allar þessar ferðir eru í áætlunar- flugi. - Eru íslenskir fararstjórar á þessum stöðum? -Já.áMallorcaogTenerife. Eyþór sagði, að mikil að- sókn hefði verið í ferðir til Kanaríeyja í vetur. Að jafnaði hefðu dvalist þar fjörtíu til fimmtíu manns á vegum Flug- ferða. Dvalartíminn er hálfur mánuður til þrjár vikur. - Bjóðið þið upp á einhver greiðslukjör? - Ekki almennt, en við semj- um við hvern og einn við- skiptavin um það sérstaklega. - Eruð þið með einhverjar fleiri ferðir á dagskrá? - Við höfum umboð fyrir þýsku járnbrautirnar. og það gildir líka fyrir Luxemborg. Hjá okkur má kaupa ýmiss- konar afsláttarkort fyrir þess- ar járnbrautarferðir. - Hafa íslendingar áhuga á að ferðast með járnbrautum? - Já, það hefur færst nokkuð í vöxt að menn geri það. ■ Flugferðir bjóða sólar- iandaferðir í áætlunarflugi á hinar ýmsu strendur.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.