NT - 01.03.1985, Síða 4

NT - 01.03.1985, Síða 4
Vinsældalistinn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 2) Tobeornottobe 1) Benny Hill show ■) Scarface 9) 48 hours -) Húsið 5) Flóttinn frá New York 4) Maður, kona og barn 6 Venom 10 Whywouldllie? 3) Educating Rita 11 TwoofaKind 7) Lies ■) TheThing 12) Silent Partner Mommie dearest Stingll 14 Winter of discontent 8 AuguLáruMars •) Cujo 16) EvilthatMando Listinn er unnmn i samráði við 10 myndbandaleigur. \\i' Föstudagur 1. mars 1985 4 Blðð II lil Videomarkaður ■ Ég vona að lesendum síðunnar hafi líkað breytingin sem ég gerði á myndbandasíðunni. Eins og vonandi allir eru farnir að gera sér grein fyrir er ohugsandi að segja nákvæmlega til um 20 vinsælustu myndirnar hér á landi, fyrir hverja viku. Þær myndir sem eru nálægt því að fara inn á listann eru því alltaf taldar upp, og geri ég það til þess að fólk geti fylgst með því, t.d. hvort þær komast inn á listann næst o.s.frv. Ég er með fleiri hugmyndir í sambandi við breytingar sem munu líta dagsins Ijós síðar. Enski vinsældalistinn er birtur fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem er hvað vinsælast á markaðnum og einnig til þess að hægt sé að bera íslenska og enska listann saman. Nú á framhaldslistann fara allar myndir sem eru á fleiri en einni spólu. Snúum okkur nú að 20 vinsælustu myndunum. Aftur var hörð barátta um fyrsta sætið og Mel Brooks hafði betur í keppninni við Benna vin sinn. f 3. sæti er myndin Scarface sem nýkomin er textuð á markaðinn. Með aðalhlutverkið í þessari löngu sakamálamynd (ca. 3 tímar) fer Al Pacino og hann fer svo sannarlega á kostum í þessum velgerða „Thriller". Þaðvirðist sem margir hafi misst af myndinni: „Húsið" þegar hún var sýnd í Háskólabíói, hún hefur alltaf verið nálægt því að fara inn á listann og tókst það nú svo um munar. í 13. sæti og 18. sæti eru á ferðinni góðar hrollvekjur. í 15. sæti er mynd sem fjallar um líf leikkonunnar Joan Crawford. í 16. sæti er mynd sem nýkomin er á markaðinn, Sting II. Þeir sem sáu Sting I, fóru ekki vonsviknir heim eftir að hafa horft á þá frábæru mynd. Sting II er einnig mjög góð og meinfyndin á köflum. Myndir sem voru nálægt því að fara inn á listann eru: Act of passion, Why did you pick on me, Lady from yesterday, To Catch a King, Seduced, Deadly Encounter, Super Cops, Mystery of Paradise, Over the Brooklyn Bridge o.fl. góðar myndir. Lítum næst á myndirnar á framhaldslistanum. Chiefs rétt hélt fyrsta sætinu en hinn nýi njósna- og sakamálaþáttur Hunter, sem er nýkominn á markaðinn gerði harða hríð að fyrsta sætinu. Falconinn hefur enn betur í keppninni við Dynasty en mesta stökkið (smá stökk reyndar!) á stríðsmyndin: „Stríðsins blóðuga helvíti". Þar sem Lace dettur út af listanum, eflaust vegna þess að fólk hikar við að taka spóluna því hún er svo nýkominn á markaðinn vil ég benda á að hér er á ferðinni góð mynd sem óhætt er að drepa tímann með. Nú Manions (3 spólur) skilst mér að sé hryllingsmynd og hún ku vera nokkuð góð (að sögn Kvikmyndaeftirlitsins, (smá grín). Mér skilst að á næstunni séu svo væntanlegir fleiri framhaldsþættir frá hinum ýmsu rétthöfum. Að lokum óska ég ykkur lesendum NT góðrar helgar og bið ykkur vel að lifa. J.Þór The Ninja **i/2 strikes back Leikstjóri: Bruce Le og Joseph Kong Aðalleikarar: Bruce Le og Wang Jang Lee ■ Mynd þessi fjallar um tvo frábæra Ninja bardagamenn sem eru góðir vinir og vinna báðir hjá sama aðila. Einn daginn eru þeir sendir á stefnu- mót við aðra glæpamenn til að skiptast á töskum. Hinirglæpa- mennirnir reyna að svindla á þeim og hefja skothríð á þá sem leiðir til þess að Bruce fær skot í fótinn og nær ekki að flýja af vettvangi áður en lög- reglan kemur á staðinn. Hann er því handtekinn en losnar fljótlega úr fangelsinu en Bruce líkar ekki við vinnuna sem hann er látinn leysa af hendi og ákveður því að hætta. Hann tilkynnir yfirmanni sín- um að hann sé hættur en sá kann ekki að meta það og skipar að Bruce skuli drepinn. Fyrrum vinur hans fær það hlutverk og mistekst það æði oft. Lögreglan biður Bruce um að hjálpa sér og hann er til í það að vissu marki, en þegar Ninja kapparnir drepa óvart kærustuna hans í staðinn fyrir hann þá má segja að djöfullinn sé laus. Bruce tekur að sér að frelsa stúlku sem lögreglan hef- ur árangurslaust reynt að frelsa. Þegar Bruce kemur á heimaslóðir bíða hans slæmar fréttir, faðir hans dáinn og búið er að ræna systur hans. Þeir sem þetta gerðu eru þeir sömu og eru með fyrrnefnda stúlku í haldi. Bruce ræðst til atlögu gegn þeim og mikið er barist í lokin, hver stendur svo uppi sem sigurvegari er svo annað mál. Þeir sem hafa gam- an af karate myndum ættu að sjá þessa mynd, hún er góð en það vantar meiri húmor! J.Þór Mommie dearest Leikstjóri: Frank Perry Aðalleikarar: Fay Dunaway, Steve Forrest, IWara Hobel og Diana Scarwid. ■ Myndin hefst á hátindi frægðar Joan Crawford. Líf hennar snýst fyrst og fremst um útlit og frægð. Allt verður að vera flekklaust, bæði heima og heiman. Útlitið er það sem skiptir leikkonuna öllu. Hún álítur sig fullkomna og á það við jafnt í einkalífi sem í „stúdíóinu". En það ber einn skugga á líf hennar. Henni hefur ekki auðnast að eignast börn og hún sækir um að taka barn í fóstur af munaðarleysingja- heimili. Hún fær neitun og ástæðan fyrir neituninni er sú að hún er tvífráskilin og á ekki eiginmann. En með aðstoð góðs vinar fær hún því fram- gengt að hún fær tvö börn til ættleiðingar, fyrst stúlku og síðan dreng. Stúlkan, Christ- ine Crawford. er sú sem ritar sögu móður sinnar síðar og hún dregur ekkert undan. Myndin tekur fyrir tímabil Christinu Crawford frá barns- aldri til fullorðinsára. Eða þar til móðir hennar hverfur af leiksviði jarðar. Þetta er mynd sem fjallar af raunsæi um goð- sögnina og kvikmyndastjörn- una Joan Crawford, hvernig hún barðist fyrir lífi sínu og leikferli og gegn ástríðum í einkalífi. J.Þór ★★ i. 1) Chiefs 6. 7) Celebrity 2. ■) Hunter 7. 6) Ninja Master 3. 2 F« ilcon Crest 8. •) Manions 4. 3 D] rnasty 9. 5) Mistral's Doughter 5. 9 St ríðsins / U ■ I /■ 1 10. 8) Master ot the Game blóðuga helvíti Listinn er uninn í samráði við 10 myndbandaleigur. 25vinsælustu myndirnar vestanhafs árið 1984 Millj/dala 1. Ghostbuster 127 2. Indiana Jones-.Temple of Doom 109 3. Gremlins 78,5 4. Beverly Hills Cop 58,5 5. Terms of Endearment 50,25 6. The Karate Kid 41,7 7. StarTrek III 39,0 8. Police Academy 38,5 9. Romancing the Stone 36,0 10. Sudden Impact 34,6 11. Footloose 34,0 12. Splash 34,0 13. PuipleRain 32,0 14. The Natural 25,0 15. Scarface 23,1 r

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.